Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Myndir
af ís
LJÓSMYNDASÝNING er nú á
4. hæð í Perlunni, þar sem sýnd-
ar eru myndir af ísjökum og ljós-
myndir af jökulís. Um er að ræða
níu stórar ljósmyndir á stálplöt-
um og sjö minni myndir í venju-
legum römmum. „Myndirnar eru
teknar á Jökulsárlóni á Breiða-
merkursandi á árunum 1993 til
1996. Sýningin leiðir áhorfand-
ann frá yfirlitsmyndum yfir
svæðið og myndum af stökum
ísjökum til nærmynda af jökulís
sem vart má greina sem slíkan,"
segir í kynningu.
Þjóðverjinn Klaus Kretzer
fluttist til Islands 1992 og hefur
starfað sem fararsljóri á Jökuls-
árlóni á árunum 1993 til 1995.
Eftir hann hafa birst póstkort
með myndum af Jökulsárlóninu,
en þetta er fyrsta einkasýning
hans. Sýningin stendur til 24.
ágúst og er opin á opnunartímum
Perlunnar.
Ljósmynd eftir Klaus Kretzer.
Með forn-nýjum
trúariegum blæ
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Söngmessa
Messan Tibi laus, eftir Jónas
Tómasson frumflutt af Margréti
Bóasdóttur, Voces Tules og
Bach-sveitinni í Skálaholti undir
stjóm Gunnsteins Ólafssonar.
Líiugardagurinn 3. ágúst, 1996.
Á SUMARTÓNLEIKUM í Skál-
holti sl. laugardag var frumflutt
messa eftir Jónas Tómasson. Að
efni til styðst Jónas við hina fimm
föstu þætti messunnar, nefnilega
Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og
Agnus Dei og eru þessir þættir
sungnir af fimm karlaröddum. Þrír
þættir, Spiritus Domini, Offertor-
ium-Confírma og Tibi laus, valdir
af Kristjáni Val Ingólfssyni, eru
viðbót við hina hefðbundnu messu
og voru þeir fluttir af sópran ein-
söngvara við undirleik blokkflautu
og sembals.
Tónmál messunnar er hugsað í
heild sem tónræn þróun frá hinu
einfalda, einum tóni, til sífellt þétt-
ari skipunar á ómstríðri samskipan
tónanna. Fyrsti þátturinn Spiritus
Domini hefst á tóninum a og er
smám saman vikið frá honum þar
sem ferundarhjjómar (4-7-10) eru
mikið notaðir. I lokakafla verksins,
Agnus Dei, sem er mjög áhrifamik-
ill, myndar samskipan ómstreitunn-
ar þétta hljómklasa í vaxandi styrk
og hefði þar mátt hafa tiltækan
fjölmennari og þar með hljómmeiri
kór. í rauninni er Agnus Dei þáttur
að innri gerð, efni fyrir stóran kór
og mun stærri hljómsveit en var til
staðar í Skálaholti. Raddferli karla-
kórsins minnir mjög á svo nefndan
fijálsan organum, er gefur verkinu
fornlegan blæ.
Fagurfræði er sveimandi hugtak
en Offertorium þátturinn (Confirma
hoc Deus) er einn fallegasti kafli
verksins og var hann sérlega vel
fluttur af Margréti Bóasdóttur og
blokkflautuleikara Bach-sveitarinn-
ar, Þórunni Bjömsdóttur. Kontra-
punktur er mikið galdraverk og í
tvíröddun máttu raddir nær aldrei
mætast á sama tóni, nema í upp-
hafí og á endatóni lags. Þetta vanda-
mál mátti heyra í Tibi laus kaflan-
um, en þar mætast á stundum
flautu- og söngröddin í einum tóni
og þá rofnar tónferli flautunnar.
Þetta gæti verið stílbragð hjá Jónasi
en traflaði undirritaðan, en þess ber
að geta, að tónn blokkflautunnar
myndaði að öðru leyti fallegan sam-
hljóm við söng Margrétar.
í Gloria þættinum, sem skipt er
á milli hljóðfæraþáttar og kór-
söngs, náði semballinn ekki að
halda sínu fram í styrk á móti tré-
blásurunum og trúlega hefði þurft
að styrkja sembalröddina, t.d. með
strengjum. Þetta er ávallt vanda-
mál, þegar huga þarf að stykleika-
jafnvægi hljóðfæra, en i kórþáttun-
um var oftast gott jafnvægi á milli
kórs og hljómsveitar. Þrátt fyrir að
flutningurinn væri um margt mjög
góður, undir stjórn Gunnsteins
Olafssonar, þá hefði mátt skerpa
kaflaskipan verksins með meiri
andstæðum í hraða og er það svo
með frumflutning verka, að hann
er jafnmikil leit á vit hins ókunna
og gerð verksins sjálfs, svo að end-
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ frumflutningi Tibi laus í Skálholtskirkju.
urmat verksins kemur ekki til fyrr
en að lokinni upplifun þess. Efni
þessa verks mætti vel umrita fyrir
stærri hljómsveit með fjölmennari
kór, því innri gerð þess kallar á
köflum á stórt hljómrými, eins
t.d. í lengstu köflum verksins,
Gloria og Credo og ekki síst, eins
og fyrr er getið, í Agnus Dei
kaflarium.
Það sem er sérkennilegt við verk-
ið, er hversu vel fer saman að skír-
skota til hins gamla gregoríska
söngs, raddfærsluaðferðar þeirrar
sem er upphaf ijölröddunar, fijáls
organum og nútímalegra viðhorfa
til samhljómunar. Þetta gefur .verk-
inu fom-nýjan trúarlegan blæ, er
minnir samtímis á foman munka-
söng og endurapplifun nútímans á
hinum innri eilífu gildum trúarinnar.
Jón Ásgeirsson
Morgunblaðið/Þorkell
MEÐ tónleikunum í Hallgrímskirkju lauk Ragnar Björnsson konsertferð um Evrópu.
Frábær staðfesting
TÖNIIST
llallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Ragnar Bjömsson lék verk eftir
Boellmann, J.S. Bach, Alain, Rubin-
stein, Nystedt, Ragnar Bjömsson og
Þorkel Sigurbjömsson. Sunnudagur-
inn 4. ágúsL 1996
RAGNAR hóf tónleikana með got-
nesku svítunni eftir franska orgelt-
ónskáldið Léon Boéllmann og er þessi
svita mjög skemmtileg og vinsæl af
orgelleikurum. Ragnar lék verkið á
glæsilegan máta, nokkuð nær hinum
klassíska þýska orgelstíl en margir
sem leikið hafa verkið á Klais orgel
Hallgrímskirkju. Kóralinngangurinn
var glæsilega fluttur og sama má
segja um gotneska menúettinn. No-
tre Dame bænin var fallega flutt og
hin þrumandi toccata, lokakafli
verksins, var vel flutt án þess að
ofbjóða hlustendum í styrk, eins og
oft hefur viljað brenna við.
Sálmforleikur eftir Þorkel Sigur-
björnsson, yfír sálmalagið Lofíð
Guð eftir Pétur Guðjónsen, var vel
fluttur og þar eftir kom Tokkata
og fúga í d-moll, eftir J.S. Bach
og var flutningur þessa ágæta verks
hófstilltur en vel mótaður.
Fantasía funebre eftir Ragnar
Bjömsson er samin til minningar
um Jóhannes Kjarval. Tónmál
verksins er unnið úr misstígum tón-
bilum en á þeim tíma þegar verkið
er samið (1972) vora slíkir strúktúr-
ar algengir í þánýrri tónlist. Verkið
er skýrt og einfalt að formi,
skemmtilegt áheyrnar en ekki sér-
lega sorglegt, sem ef til vill á ekki
frekar við, þegar snillingsins Kjar-
vals er minnst.
Bænaþulan (Litanies) eftir Jehan
Alain er fallegt og vel gert verk
og var vel Ieikið og sama má segja
um Reve Angelique (himneskan
draum), píanóverk eftir Anton Rub-
instein, sem Ragnar hefur umritað
fyrir orgel. Þetta rómantískta verk
var registerað á þann máta, að það
minnti í tónblæ oftlega á Lohengrin
eftir Wagner.
Fantasía trionfale (sigurfantas-
ían) eftir Knut Nystedt er glæsilegt
og mikið orgelverk, sem Ragnar lék
frábærlega. Með þessum tónleikum
lýkur Ragnar Björnsson konsert-
ferð um Evrópu en hann hefur fyr-
ir . löngu öðlast alþjóðlega viður-
kenningu og tónleikarnir í Hall-
grímskirkju sl. sunnudagskvöld
voru staðfesting á því, að Ragnar
er frábær orgelleikari.
Jón Ásgeirsson
Nýjar bækur
• BÓKASUMAR
Vöku-Helgafells sem
hófst um síðustu mán-
aðamót með útgáfu 15
nýrra bóka til sum-
arlesturs heldur nú
áfram. í næsta áfanga
hyggst forlagið höfða
til erlendra ferða-
manna hér á landi og
áhugafólks erlendis _
um náttúru íslands. í
því sambandi gefur
Vaka-Helgafell út
tvær myndskreyttar
fræðslubækur á er-
lendum málum, ann-
ars vegar bók um jarð-
fræði Islands á ensku
og þýsku og hins vegar bók á ensku
um eldvirkni á íslandi á umliðnum
10.000 árum. Höfundar fyrmefndu
bókarinnar eru þeir Ari Trausti
Guðmundsson jarðeðlisfræðingur
og Halldór Kjartansson j arðfræð-
ingur, en hin síðari er eftir Ara
Trausta.
Bókin um jarðfræði íslands nefn-
ist á ensku Earth in Action. The
Essential Guide to the Geology
of Icelanden á þýsku Land im
Werden.Ein Abrifi der Geologie
Islands. í útgáfum þessum er að
fínna yfírlit yfir jarðfræði landsins.
í kynningu frá útgefanda segir:
„Earth in Action og Land im
Werden eru einstæðar bækur, jafnt
fyrir þá sem enga þekkingu hafa á
jarðfræði íslands og fræðimenn sem
vantar greinargott yfirlit yfir þetta
efni. Bækurnar era sniðnar að þörf-
um erlendra ferðamanna sem sækja
ísland heim en henta einnig einkar
vel til gjafa til vina og viðskipta-
manna erlendis."
Earth in Action ogLand im
Werden eru hvor um sig 166 blað-
síðurað lengd. Skráð verð bókanna
er 3.975 kr. en þæreru boðnará
sérstöku kynningarverði í sumar á
2.980 kr.
0 Bók Ara Trausta Guðmundson-
ar um eldvirkni á íslandi nefnist
Volcanoes in Iceland.
10.000 Years of Volc-
anic History. í bókinni
er ijallað um eldstöðvar
á íslandi og sögu eld-
virkni á undanfömum
tíujiúsund áram.
I kynningu frá útgef-
anda segir: „Ari
Trausti Guðmundsson
byggir í bók sinni á
nýjustu rannsóknum og
kenningum í jarðfræði
íslands. Hann skýrir í
stuttu máli meginþætt-
ina í jarðeldasögu
landsins, gerir ljósa
grein fyrir megineld-
stöðvum hér á landi og
setur efnið fram á aðgengilegan
hátt þannig að leikir jafnt sem lærð-
ir geta nýtt sér það.
Volcanoes in Iceland er 136 blað-
síður að lengd. Hún erseldákynn-
ingarverði ísumar, 2.980 krónur,
en fullt verð bókarinnar er 3.975 kr.
------»-♦ ♦----
Islenskt
landslag
INGIMAR Ólafsson Waage opnar í
dag, miðvikudag klukkan 18, sýn-
ingu á landslagsmálverkum í Gall-
erí Greip, Hverfisgötu 82, Vita-
stígsmegin. Sýningin verður opin
frá 10. til 25. ágúst alla daga nema
mánudaga kl. 14-18.
„Eftir nám í MHÍ sótti Ingimar
menntun sína til Frakklands. Á
sýningunni era málverk unnin á
þessu ári. Viðfangsefnið er landslag
og hefur listamaðurinn velt upp
þeirri spurningu hvort hið dæmi-
gerða íslenska myndefni, landslag,
sé með öllu úrelt eða hvort það á
ennþá erindi við nútímamanninn,“
segir í kynningu. Þetta er önnur
einkasýning Ingimars en hann hef-
ur tekið þátt í nokkrum samsýning-
um.
Ari Trausti
Guðmundsson