Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HUSSEIN Aideed fagnar eftir að hafa verið kjörinn „forseti" Sómalíu. Reuter Sonur Aideeds nýr leiðtogi Mogadishu. Reuter. HUSSEIN Aideed, sonur sómalska stríðsherrans Mohameds Farah Aideeds, sem lést á fimmtudag, varð fyrir valinu sem eftirmaður föður síns á sunnudag. Hussein Aideed var sjóliði í bandaríska flot- anum og tók þátt í hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Sómalíu árið 1992. Hussein var kjörinn forseti Sóm- alíu á fundi 80 stuðningsmanna stríðsherrans. Þeirra á meðal voru ráðherrar í ríkisstjórn Aideeds sem aðeins tvö ríki, Súdan og Líbýa, hafa viðurkennt. Hussein er 31 árs og bjó í Bandaríkjunum frá 14 ára aldri þar til hann sneri aftur til Sómalíu árið 1992 þegar hernaðar- íhlutun Bandaríkjanna hófst vegna hungursneyðar og óaldar í landinu. Hann gegndi hlutverki tengiliðar milli Bandarikjahers og föður síns, en fór frá Sómalíu árið 1993 áður en Sameinuðu þjóðirnar fyrirskip- uðu handtöku Aideeds. Hann hélt aftur til Sómalíu fyrir ári og gekk í hjónaband á yfirráðasvæði föður síns í suðurhluta Mogadishu. Óljóst er hvort hann heldur bandarísku vegabréfi sínu eða hefur afsalað sér því. Ali Mahdi Mohamed, helsti and- stæðingur stjórnar Aideeds, hefur hvatt til friðarráðstefnu með þátt- töku allra fylkinganna til að binda enda á átökin sem staðið hafa í Sómalíu i sex ár. Ráðherrar Aid- eeds sögðust ekki ætla að sitja ráð- stefnuna nema stjórnin yrði viður- kennd. Sýrlendingar hafna tilboði Israela um að hefja friðarviðræður Segja orð Net- anyahus innan- tóman fagurgala Damaskus, Amman, Kaíró. Reuter. SÝRLENDINGAR höfnuðu í gær tilboði Benjamins Netanyahus, for- sætisráðherra Israels, um frekari friðarviðræður og sögðu orð forsæt- isráðherrans vera fagurgala einan og ekki eiga sér stoð í raunveruleik- anum. í opinberu málgagni Sýrlands- stjórnar, Tishreen, sagði að Net- anyahu vildi að viðræðumar snér- ust að mestu leyti um öryggismál ísraela í suðurhluta Líbanon, en ekki brottför ísraelskra hermanna frá Gólanhæðum, sem ísraelar her- tóku í stríði við Sýrlendinga 1967. „Þetta er marklaust hjal sem skiptir engu máli í friðarumleitun- um,“ segir í Tishreen. „Þetta er einungis fagurgali sem á sér engar forsendur. Það sem skiptir máli er ekki að viðræður hefjist, heldur það sem rætt verður um.“ Var Netanya- hu hvattur til að lýsa sig reiðubúinn til að hörfa frá þeim landsvæðum sem ísraelar hafa hertekið. Utanríkisráðherra Sýrlands, Farouq al-Shara, sagði á vikulegum ríkisstjórnarfundi í gær, að stjórn Netanyahus neitaði enn að ræða möguleika þess að ísraelar létu land af hendi fyrir frið. Rætt verður um Hebron Á mánudag kom Netanyahu til Amman, höfuðborgar Jórdaníu, i fýrsta skipti frá því hann var kjörinn forsætisráðherra í maí. Átti hann fund með Hússein Jórdaníukonungi, og sagði hann konunginn hafa flutt sér þau skilaboð að Sýrlendingar hyggðust leita eftir friðarviðræðum við nýja ríkisstjóm ísraels. Netanyahu greindi ennfremur frá því, að innan fárra vikna myndu Israelar hefja viðræður við Palest- ínumenn um brottför ísraelskra hermanna frá bænum Hebron á Vesturbakkanum. Assad Sýrlandsforseti kemur í heimsókn til Egyptalands í dag og mun þar eiga viðræður við Hosni Mubarak forseta um framhald frið- arþróunar í Mið-Austurlöndum, að því er utanríkisráðherra Egypta- lands, Amr Moussa, greindi frá í gær. Sagði hann leiðtogana tvo myndu ræða þá ógn sem stafaði af þeirri ákvörðun ísraelsstjómar að afnema bann við útfærslu land- náms gyðinga á herteknu svæðun- um á Gazaströndinni og Vestur- bakkanum. Tillaga Breta á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins Vilja hindra kvótahoppið BREZKA stjórnin hefur lagt fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins tillögu um breytingu á Rómarsátt- málanum, sem komi í __ veg fyrir kvótahoppið svokallaða. í tillögunni felst að aðildarríkjum ESB verði í sjálfsvald sett að ákveða skilyrði þau, sem útgerðarfyrirtæki verður að uppfylla til að teljast í „raunvem- legum efnahagslegum tengslum" við það aðildarríki, þar sem skip þess em skráð. Gera má ráð fyrir að tillagan komi til umræðu á ríkj- aráðstefnunni í næsta mánuði, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Þegar samkomulag náðist um núverandi sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins árið 1982 var gert ráð fyrir að aðildarríkjum sam- bandsins yrði úthlutað kvóta, sem tryggði svokallaða hlutfallslega stöðuga veiði úr hveijum fiski- stofni. Við úthlutun kvótans var horft til þriggja atriða; veiðireynslu viðkomandi rikis, þess hversu háðar strandbyggðir ríkjanna væm fisk- veiðum og loks hversu miklum afla aðildarríkin hefðu tapað vegna út- færslu efnahagslögsögu ríkja utan ESB í 200 mílur. Hins vegar hefur alla tíð verið ósamræmi milli þess fyrirkomulag að úthluta kvóta eftir aðildarríkjum og annarra reglna Evrópusambands- ins, einkum um frjálsa fjármagns- og fólksflutninga og stofnsetningar- rétt. Þannig hafa fyrirtæki frá einu aðildarríki getað Qárfest í útgerðar- fyrirtækjum í öðm og þar með öðl- azt hlutdeild í kvóta þess. Þetta er kvótahoppið svokallaða, sem komið hefur harðast niður á Bretlandi, en einnig á írlandi, Danmörku, Frakk- landi, Belgíu og Þýzkalandi í ein- hveijum mæli. Það hafa ekki sízt verið Spánveijar, sem hafa stundað að kaupa brezka fiskibáta og skrá þá í Bretlandi til að veiða úr kvóta, sem Bretum hefur veríð úthlutað. Á Brezk stjornvöld vilja breyta Rómarsáttmál- anum til að koma í veg fyrir svokallað kvóta- * hopp. Olafur Þ. Steph- ensen fjallar um brezku tillögumar, sem lagðar hafa verið fyrir ríkjaráð- stefnu Evrópusam- bandsins. bátunum hafa gjaman verið spænskar áhafnir og þeir landað meirihluta aflans á Spáni. Evrópudómstóllinn hefur dæmt Bretum í óhag Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur sýnt kvörtunum Breta og Ira nokkurn skilning, en tilraunir hennar til að koma í veg fyrir kvótahoppið hafa strandað á því að mismunun eftir þjóðerni er bönnuð samkvæmt Evrópurétti. Árið 1988 settu Bretar eigin lög, sem gerðu hertar kröfur til fiski- skipa sem skráð voru í Bretlandi, meðal annars að áhafnir væru brezkar að mestu eða öllu leyti, skipin gerð út frá brezkum höfnum og lönduðu afla sínum þar. Spánveijar höfðuðu nokkur dómsmál fyrir Evrópudómstólnum (þau þekktustu eru kennd við Age- gate, Jaderow og Factortame) og varð niðurstaða þeirra allra sú að ekki mætti gera kröfur um þjóðerni eða búsetu til útgerðarfyrirtækja. Hins vegar útilokaði dómstóllinn ekki að reglur um „raunveruleg efnahagsleg tengsl" væru settar. í marz síðastliðnum dæmdi Evr- ópudómstóllinn síðan að brezk stjórnvöld væru skaðabótaskyld gagnvart spænskum útgerðaraðil- um, sem hefðu orðið fyrir barðinu á lögunum frá 1988. Dómurinn hefur vakið mikla reiði í Bretlandi og hefur John Baldry sjávarútvegs- ráðherra sagt að ekki komi til greina að Bretar fari að tillögum framkvæmdastjórnar ESB um að skera niður fiskiskipaflota sinn nema áður verði tekið fyrir kvóta- hoppið. 22% fiskiskipaflotans kvótahoppsskip í greinargerð með tillögu sinni á ríkjaráðstefnunni segja brezk stjóm- völd að 150 „kvótahoppsskip" séu nú skráð í Bretlandi. Þessi skip séu að hluta eða öllu leyti í eigu er- lendra aðila. Samanlagt samsvari þessi skip, sem einkum séu mönnuð þegnum annarra aðildarríkja ESB, 22% af tonnafjölda brezka fiski- skipaflotans. Þessi skip veiði einkum úr botnfískstofnum og hafí árið 1995 veitt 10% af öllum botnfiski í brezku lögsögunni. Sama ár hafí kvóta- hoppsskip veitt 46% lýsingskvótans, 44% skarkolakvótans og 35% lang- hverfukvótans, svo dæmi séu nefnd. Bretar segja að tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar um lausn vandans hafi allar annað hvort strandað á dómum Evrópudóm- stólsins eða séu ólíklegar til að skila miklum árangri. „Fyrst fram- kvæmdastjórnin hefur engar tillög- ur gert um lausn vandans innan núverandi ramma [Rómarjsáttmál- ans, hefur Bretland með semingi komizt að þeirri niðurstöðu að eina lausnin felist í breytingum á sátt- málanum," segir í greinargerðinni. Vilja sérstaka bókun við Rómarsáttmálann Bretar leggja til að gerð verði sérstök bókun við Rómarsáttmál- ann, sem tryggi „raunveruleg efna- hagsleg tengsl“ fiskiskipa við strandbyggðir aðildarríkisins, þar sem þau eru skráð. í tillögunni er gert ráð fyrir að aðildarríki geti gert eftirtaldar kröfur, eina eða fleiri, til fiskiskipa sem þar eru skráð: • Stjórnvöld geti ákveðið að ein- staklingar, sem hafa fasta búsetu í aðildarríkinu, eða fyrirtæki sem reka þar meginhluta starfsemi sinn- ar eða hafa þar höfuðstöðvar, skuli eiga lágmarkshlut í fískiskipi sem þar er skráð. • Ákveða megi að ákveðið lág- markshlutfall af fjölda manna í áhöfn fiskiskips skuli eiga fasta búsetu í ríkinu. • Gera megi þá kröfu að fiskiskip hefji ákveðið hlutfall veiðiferða sinna í höfn á landsvæði ríkisins. • Ákveða megi að fiskiskip skuli landa ákveðnu lágmarkshlutfalli af afla sínum úr einum eða fleiri fisk- stofnum á landsvæði ríkisins. Tillögum Breta hefur skiljanlega ekki verið vel tekið á Spáni. Hins vegar hafa írland og Frakkland lýst yfír stuðningi við þær. Afstaða ann- arra aðildarríkja kemur væntanlega fram þegar samningamenn á ríkjar- áðstefnunni koma saman til fundar í næsta mánuði. Tillagan á þó tak- markaða möguleika á að hljóta sam- þykki, leggist Spánn eindregið gegn henni. Það væri helzt að Bretar gætu haft sitt fram með hrossakaup- um við Spánveija, sem væntanlega myndu gera miklar kröfur á móti. Norskur eldislax Undirboðs- rannsókn ákveðin FRAMKV ÆMD ASTJ ÓRN Evrópu- sambandsins hefur ákveðið að heíja formlega rannsókn á því hvort norsk- ir útflytjendur eldislax stundi undirboð á Evrópumarkaðnum. Talið er að rannsóknin geti staðið allt fram á mitt næsta ár. Verði nið- urstaðan sú að sannað þyki að norsk- ir útflytjendur selji Iax undir kostnað- arverði, getur ESB lagt refsitolla á norskan lax. Hins vegar hefur ekki verið útilokað að tímabundinn refsi- tollur verði innheimtur á meðan á rannsókninni stendur. Slík ákvörðun kæmi þó tæplega til framkvæmda fyrr en upp úr áramótum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Mikið offramboð hefur verið af ferskum laxi frá Noregi á Evrópu- markaðnum og hefur hann verði seld- ur við afar vægu verði. Skozkir laxeld- ismenn hafa vænt Norðmenn um undirboð. í desember í fyrra brást framkvæmdastjómin við með þeim hætti að setja lágmarksverð á lax, sem fluttur er inn frá EíTA-n'kjunum Noregi og íslandi, með tilvísun til ör- yggisákvæða í EES-samningnum. Undirboðsrannsóknin beinist hins veg- ar einvörðungu að norskum útflytj- endum og refsitollar myndu ekki koma við íslenzkan útflutning á laxi, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. ---------» ♦ ♦--- Evrópunefnd í heimsókn FUNDUR Evrópunefndar Norður- landaráðs hófst í Reykjavík í gær. Fundinn sækja á þriðja tug norrænna þingmanna og embættismanna. Að sögn Siv Friðleifsdóttur, vara- formanns Evrópunefndarinnar, verður hinum norrænu gestum kynnt um- ræða um Evrópumál á íslandi og sér- staða íslands, einkum í sjávarútvegs- málum. Nefndin mun meðal annars heimsækja atvinnufyrirtæki í Reykja- vík og Stykkishólmi og eiga fund með utanríkismálanefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.