Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 19 Dularfullir hringir DULARFULLIR hringir, sem birst hafa á kornökrum í Eng- landi, hafa lengi vakið furðu manna og er engin ein skýring til á tilurð þeirra. Þó er ljóst, að stundum hafa einhverjir prakkarar verið að verki en ekki er ljóst hvort slíkir fuglar bera ábyrgð á þessu mynstri, sem menn tóku skyndiíega eft- ir á akri í Swindon í Wiltshire. Er þvermál hvors hring nokk- ur hundruð metrar. ERLENT Reuter YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúia 15, auglýsir sumarnámskeið í yoga byrja 8. ágúst. Kennt verður mánud. og fimmtud. Sértími jy'rir barnshafnandi konur. 0Yogastööin Heilsubót Síðumúla 15. Sími 588 571 1 - kjarni málsins! Mál Erichs Priebke á Ítalíu Segir gyð- inga að baki „lúalegum leik“ Róm. Reuter. ERICH Priebke, fyrrverandi höfuðs- maður í SS-sveitum nazista í hernámsliði Þjóðverja á Ítalíu í síð- ari heimsstyrjöld, sagði í viðtali sem ítalskur dómari átti við hann í fang- elsi í gær, að hann myndi berjast gegn tilraunum til að fá sig fram- seldan til Þýzkalands. Um helgina tjáði Priebke blaðamanni La Stampa að það væru gyðingar, sem stæðu að baki „lúalegum leik“ með sig. Dómstólar í Róm staðfestu á laug- ardag handtökuskipun yfir Priebke, sem var gefin út átta klukkustund- um eftir að máli hans var vísað frá af herrétti á fimmtudag. Dómurinn kvað upp um að glæpir þeir, sem Priebke var ákærður fyrir, féllu und- ir 30 ára fyrningarreglu. Priebke, sém nú er 83 ára að aldri, var ákærð- ur fyrir að hafa verið einn þeirra sem mesta ábyrgð báru á aftöku 335 ítala, þar af 75 gyðinga, í Ardeatine- hellunum sunnan við Róm í marz 1944. Þegar dómurinn var kveðinn upp reyndi æstur múgur ungra manna að ráðast til inngöngu í dómsalinn. „Ég skil sársauka þeirra, sem varir áfram þrátt fyrir árafjöldann, en mér sýndust vera nokkrir öfga- menn þarna,“ sagði Priebke í viðtali við þingmanninn Jas Gawronski, sem er einn af virtustu blaðamönn- um Ítalíu. „Fólkið sem efndi til þess- arar mótmælastöðu eru minnihluti. Ég vil ekki ásaka gyðinga, en það eru þeir sem eru að leika lúalegan leik, þeir eru að reyna að ganga frá mér,_“ sagði hann. „Ég held þeir hafi ákveðið að ein- beita sér að mér vegna þéss að ég er orðinn eins konar tákn ... ég er eins og síðasti móhíkaninn," sagði Priebke. Áfrýja handtökuúrskurði Dómarinn, sem fór á fund Priebk- es í Regina Coeli-fangelsið í gær, spurði hann meðal annars, hvort hann myndi fallast á framsal til Þýzkalands. Að sögn lögmanns Pri- ebkes, Velio Di Rezze, hyggst hann beijast gegn. öllum tilraunum til að fá sig framseldan. Di Rezze sagðist mundu áfrýja handtöku umbjóðanda síns til hæstaréttar Ítalíu, þar sem hin væntanlega framsalsbeiðni frá Þýzkalandi væri ekki nægjanlega sterkur lagagrunnur fyrir því að halda umbjóðanda sínum í fangelsi. Þjóðverjar hygðust sækja Priebke til saka fyrir sömu sakir og búið var að dæma í á Ítalíu, en slík tvítekn- ing réttarhalda samræmist ekki evr- ópskri réttarhefð. Auk þess þarf Argentína að samþykkja framsal Priebkes til annars lands en Ítalíu, þar sem framsal hans þaðan var bundið við Ítalíu eingöngu. Borgin með mörgufPlúsana þegar skemmtanalífið er annars vegar! Gisting Þessa borg verður maður að heimsækja. Sagan, götulífið, verslanimar, veitingahúsin, krámar og skemmtistaðimir. Það er allt sem mælir með þessari sérstöku borg. Fyrsta flokks hótel, víðfræg söfn og skoðunarferðir á spennandi staði. Ógleymanleg ferð, ótrúlegt verð, hvort heldur sem helgar- eða vikuferð. Verð pr. niannfrá kr. Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting í 2ja m. herb. 3 nœtur. Verð pr. mannfrá kr. Sjálf drottning heimsborganna. Otrúleg og trúverðug i senn. Elskuð aföllum, -gestunum sem íbúunum sjálfum. Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting í2ja m. herb.3 nœtur. (//f^Gisting Merkileg menningarborg ífögru umhverfi. Skemmtilegt og fjörugt fólk. Verðlag sem hentar Skotunum sjálfum, hlýtur að henta okkur íslendingum! Verð pr. mann frá kr: Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting (2ja m. hcrb.3 nœtur. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. OPIÐ ÁLAUGARDÖGUM kl: 10-14 Faxafeni 5 108 Reykjavík. S(mi: 568 2277 Fax: 568 2274

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.