Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ _________________________________MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 33 MINNINGAR VALDIMAR S VEINBJÖRNSSON Valdimar Sveinbjörnsson var fæddur 15. ág- úst 1931. Hann lést 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar Valdi- mars voru Svein- björn Benediktsson og Hallgerður Hall- grímsdóttir. Utför Valdimars fer fram frá Keflavíkur- kirkju 7. júlí. í þvergötuna var kominn nýr dreng-ur, Valdimar Sveinbjörns- son. Faðir hans Sveinbjörn Bene- diktsson, hafði nú kvænst Guðrúnu Guðmundsdóttur á ísafirði, og átti Valdi, nú 12 ára gamall, að eign- ast framtíðarheimili á ísafírði og ljúka fullnaðarprófi úr Barnaskóla Isafjarðar. Lítið veit ég hvar hann hafði dvalist fram til þess, en veit þó að hann kom úr Bolungarvík og talaði ætíð um Jens sem hefði gengið sér í föðurstað. Næsta sumar var hann við störf í sveitinni að Læk í Aðalvík, um veturinn voru höfð mannskipti, á honum og Jóa Palla syni Jóns á Læk, sem nú skyldi stunda nám við Gagnfræðaskólann á ísafirði, og búa hjá þeim Svenna og Gunnu, en á móti átti Valdi að sinna vetrar- störfum hans heima í sveitinni, hann varð þar áfram um sumarið, þar fannst honum gott að vera. Hann var mikill. einstæðingur, mjög léleg sjón háði honum mikið, hnausþykk og þung gleraugu höfðu áhrif á útlit hans og framkomu, mörgum sem ekki þekktu betur til, varð það því á að dæma hann meira af útliti hans en persónuleg- um eiginleikum. Hann varð ein- stæðingur í þessa orðs fyllstu merkingu. í lífi hans var sá einn aðili sem hann dáði og tilbað, faðir hans. Sólveig, gömul kona, móðir stjúpu hans reyndist honum eins og besta amma, en eigi að síður, hann blandaðist ekki hópi jafnaldra sinna, hann varð fyrir miklu ein- elti, en bar harm sinn einn og í hljóði. Vorið 1947 kom skip með bygg- ingarvörur til kaupfélagsins á ísafirði, það voru mikil hlunnindi að fá vinnu við uppskipun og sorteringu timbursins. Við Valdi vorum meðal þeirra sem röðuðu sér upp á kaupfélagsreitunum í þeirri von að verða á meðal þeirra sem valdir yrðu úr hópnum til starfans, ekki fengu allir vinnu. Við vorum ráðnir, yngstir þeirra sem fengu það hlutverk að sortera timbrið, einhvernveginn hafði það farið svo við hleðslu skipsins, að öllu ægði saman, löngum, stuttum, breiðum og mjóum borðum ásamt plönkum af öllum stærðum. Það voru hörku- karlar sem við unnum með, veðrað- ir og sjóaðir af harðri lífsbaráttu, sumir ljúflingar og gæðablóð sem vildu öllum mönnum aðeins það besta, en aðrir harðir, mótlæti lífs- ins hafði myndað á þá harðan skráp, þeir voru þögulir, höfðu stundum allt á hornum sér, voru jafnvel meinfýsnir. Við Valdi vorum látnir í lengstu borðin, við áttum að sortera þau úr hrúgunum og stafla snyrtilega upp í stæður. Við gengum rösklega til verksins, ung- ir, stæltir og kappsamir, við feng- um á okkur smáskot frá sumum eldri mannanna, um það hvort við værum að vinna okkur í álit. Við það hljóp okkur kapp í kinn, við hömuðumst, til að sýna að við værum ekki eftirbátar þeirra, okk- ar stæða hækkaði hraðast. Við vorum ánægðir og stoltir af dags- verkinu þegar við gengum heim, þetta steinsnar, um kvöldið. Hann hafði í huga mínum fengið á sig allt aðra mynd en áður, ég sá hann í nýju ljósi, hann var allt annar en ég hafði álitið, hann var góður vinnufélagi. Þegar við höfðum hamast svona í tvo eða þtjá daga fór að bera á illkvittni frá sumum þeirra er eldri voru, þegar við sátum saman inni í skemmunni og drukkum kaffíð okkar, fóru að koma smá at- hugasemdir í okkar garð, smá erting, og stríðni, um að við vær- um ekki kvensterkir og annað í þá veru, og smám saman tókst að etja okkur saman til að reyna kraftana, það endaði í átökum, hvorugur vildi láta undan og viðurkenna að hinn væri sterkari, smám saman færðist meiri og meiri harka í leikinn, Valdi hafði mig undir, þessi langi dreng- ur með grönnu og sinaberu hand- leggina, reyndist sterkari en ég. Við stóðum upp og settumst, leikn- um hefði þar með átt að vera lok- ið. En þá byrjuðu áfrýjunarorðin, - þú ert mikið sterkari, þú varzt bara óheppinn -, - ætlarðu að láta það spyijast um þig að þú látir hann snúa þig svona niður -. Og áður en varði vorum við roknir saman aftur. Illskan hafði tekið við af því sem áður var gleði og vinátta. Þegar haldið var áfram við vinn- una, hafði kerskni og stríðni tekið við af vinnugleðinni, og svo fór að lokum að verkstjórinn stíaði okkur í sundur, við skyldum bera með sitt hvorum öldungnum, svo kannski mætti kenna okkur að vinna eins og menn! Við vorum báðir leiðir þegar við fórum heim af reitunum þetta kvöld, en þar var miklu misskipt. Ég átti foreldra og tug systkina, frændur og frænkur í öðruhvetju húsi, ég átti alstaðar athvarf, en faðir hans var á sjó, Valdi varð að sitja einn, hnípinn, með sína sorg. Vinarþelið og samstarfíð sem hafði byijað svo vel, hafði hrunið á ör- skömmum tíma, ég hafði látið etja mér til óþurftarverka. Mikið skammaðist ég mín. Leiðir skildu, ég fór að stunda mitt starf og Valdi sitt, sem var sjómennska á litlum og stórum bátum allan ársins hring, það var oft kalsamt. Á sumrin stundaði hann oftast handfæraveiðar, ég hitti hann stundum þegar hann var að koma úr róðri, við vissum báðir að við höfðum gert mistök og smá saman greri yfir þau, ég tók hann þá oft tali, og spurði hvernig hefði veiðst, hann svaraði ætíð eins. Ef hann var ósáttur við aflabrögðin, þá var þetta dauður sjór, og ekkert nema bölvaðir smátittir, jafnvel þótt aflinn hefði verið allsæmileg- ur, en oftar var það sem bjart var yfir honum og hann glotti skemmti- lega og svaraði - Tonnið eina - þá var hann dijúgur með sig, hafði dregið tonn eða þar yfir í róðrinum, hann var helst ekki ánægður nema svo væri. Efalaust hefir hann eignast vini og kunningja til sjós, en á ísafirði varð hann samt afskiptur, oftast einn nema þegar hann var að dytta að bátnum hans pabba síns með honum, lífið varð honum nöturlegt. Faðir hans og stjúpa tóku litla telpu í fóstur, hann hafði eignast litla systur. Þegar hún komst á göngu- stig, leiddi hann hana sér við hlið, þessa litlu syarthærðu telpu með stóru tindrandi brúnu augun, hún varð sólargeislinn sem kom inn í líf hans sem barn, en gleðin er skammæ. Árið 1959 á Þorláksmessu liggur bátur föður hans, vélbáturinn Mummi, bundinn við bæjarbryggj- una á ísafirði, vélin er í gangi, og skrúfan á, Svenni faðir hans er að lagfæra, prufa og dytta að bátnum sínum, báturinn togar í landfest- arnar, þær eru strekktar af átaki vélarinnar, þannig er báturinn bú- inn að vera lengi, lengi. Vélarhúsið er opið og allir gera ráð fyrir að Svenni sé niðri í vélarrúminu, þeg- ar einhveijum finnst þetta eitthvað athugavert, kemur í ljós að um borð er enginn Svenni, Þessi hæg- láti þéttvaxni og góðlegi maður, hefir hallað sér út fyrir borðstokk- inn að aðgæta eitthvað, annaðhvort stýrisútbúnað eða skrúfu, - en of langt -. Þetta skeður á Þorláks- messu. Engin jól verða í Silfurgöt- unni heima hjá Valda. Hinu megin við Silfurgötuna býr útgerðarmað- ur, fjölskylda hans hefir ætíð sýnt honum og litlu systur hans vinar- þel, þar er gott að koma þegar syrtir að. Á pollinn á ísafirði, streyma inn og út þúsundir tonna af sjó við aðfall og útfall, þar myndast því miklir straumar, kafað er við bryggjuna og leitað tímum saman, líkið finnst ekki. Ungur piltur eyðir öllum sínum frístundum í göngur inn með firði, út með sundum með- an dagsbirtu nýtur, í þeirri von að finna líkið af þeim sem honum þótti vænst um, oftast einn, allir eru búnir að gefa upp alla von um að það fyndist nokkurn tíman. Það er ekki fyrr en í maí að líkið kem- ur undan ís. Strax að jarðarförinni lokinni tekur Valdi saman pjönkur sínar, aleiga hans er nánast aðeins fötin sem hann stendur í, og eini verald- legi dýrgripurinn sem hann á, reið- hjólið sem hann hafðí fengið í ferm- ingargjöf. Hann er farinn burtu úr byggðarlaginu. Hann fer inn í Súðavík og síðan til Keflavíkur, og rær frá mörgum verstöðvum landsins, á öllum gerð- um fiskiskipa smáum og stórum, ýmist háseti eða kokkur, hann langar að verða vélstjóri, hann dútlar við vélar, það er hans líf og yndi, hann er einn, alltaf einn, sjón- in háir honum mjög, en hann heyr- ir þeim mun betur, hann getur af vélarhljóðinu einu saman gert skil á hveijum einasta bát í Keflavík áður en hann kemur í sjónmál. Hann var mjög næmur á talað mál, hann talaði hægt, en rétt, hlustaði mikið á útvarp, og gerði góðlátlegt grín að ambögum í máli, en aðeins ef hann var viss um að viðkomandi hefði hlotið langa skólagöngu. í síðasta samtalinu sem við áttum sagði hann við mig, að hann hann hefði verið að hlusta á fréttir, þulurinn hefði sagt frá því að einhveijir bátar væru farnir á saltfiskveiðar. „Margan fiskinn er ég nú búinn að veiða um ævina, margar tegundir, en aldrei hefi ég fengið saltfisk á færið. Fyrir vestan veiddum við í salt eða ísuðum fisk- inn.“ Fyrir 19 árum stofnar hann loks til sambúðar með Hólmfríði Árna- dóttur, sem verður hans lífsföru- nautur til æviloka, hún átti stóran frændgarð, sem tók Valda vel, vin- átta og væntumþykja hefir loks knúð dyra hjá honum, þessi síðustu nítján ár verða nánast hans einu gleðiár. Þegar ég heimsótti þau síðast, sýndi hann mér mynd af vélinni úr gömlu trillunni sinni, hún stóð á búkkum niðri í geymslunni hans, hann var búinn að rífa hana til grunna, slípa og pússa hvern ein- asta smáhlut, raða henni saman aftur og stíflakka, þarna stóð hún gljáandi fín og hefði svo sannarlega sómt sér vel sem sýningargripur á sjóminjasafni. I dag ríkir kyrrð og ró í stofunni þeirra, algjör þögn, gamlar myndir frá Isafírði hanga á veggjum og vekja upp gamlar minningar um liðinn tíma. Upp við vegginn stend- ur dýrgripurinn hans, í kvöldhúm- inu gljáir á hann, pússað og bónað, eins og nýtt úr kassanum, — fimm- tíu ára gamla reiðhjólið sem hann fékk í fermingargjöf frá föður sín- um_ -. Ég votta Friðu og fjölskyldu hennar, systur hans og vinum dýpstu samúð mína, ég vil þakka Þórði Fiskimanni, Gerðari og fjöl- skyldu, fyrir þá tryggð og vinsemd sem þau ætíð sýndu honum, sem minnimáttar var. Jón A. Bjarnason. HARPA RUT ÞOR VALDSDÓTTIR + Harpa Rut Þorvaldsdóttir fæddist 6. júlí 1982. Hún lést þann 28. júlí sl. á heimili sínu, Hjarðarslóð 3e, Dalvík. Foreldrar Hörpu Rutar eru Þorvaldur Oli Traustason og Arnleif Gunnarsdóttir. Systkini hennar eru Róbert Már og Anna Björg. Útför Hörpu Rutar fór fram þriðjudaginn 6. ágúst kl. 13.30 frá Dalvíkurkirkju. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarði drottins í, þar átt þú hvíld að hafa hörmunga, og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (H. Pétursson.) Hún Harpa Rut er dáin og það aðeins 14 ára gömul. Þá spyr mað- ur sig af hveiju? Hver er tilgangur- inn með þessu öllu? í hjarta mínu veit ég að henni _er ætlað annað og meira hlutverk. Ég er Guði þakklát fyrir að hafa ekki haft þessa þrauta- göngu hennar lengri. Göngu sem hún svo sannarlega gekk til enda með miklu æðruleysi. Hún sagði oft, „þegar mér er batnað“, og nú er þér batnað, elsku Harpa min. Élsku Addý, Olló, Róbert og Anna, minningarnar eigum við, þær eru nokkuð sem ekki verður tekið frá okkur. Megi þær og algóður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Ragnheiður Rut, Sævar Freyr, Ómar Freyr, Elíngunn Rut, Arnar Ingi og Rebekka Rún. Elsku Harpa mín. Það er erfitt fyrir mig að skilja að þú sért farin, eigir ekki eftir að passa mig oftar, að ég geti ekki komið í heimsókn til þín og við leik- ið okkur saman eins og forðum. En ég skil að þú ert núna þar sem hún amma er og að Guð passi þig eins og hana. Elsku Harpa, takk fyrir allar samverustundirnar, ég á eftir að sakna þín mikið. Guð blessi þig og megi þér líða sem allra best. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Þín litla vinkona, Rebekka Rún. LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 "A" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar og ömmu, ELÍNAR SIGURÁSTAR BJARNADÓTTUR, Dísarstöðum, Sandvíkurhreppi. Jóna Hannesdóttir, Erna Hannesdóttir, Sindri Freyr Eiðsson, Oddgeir Agúst Ottesen, Hannes Þór Ottesen, Trausti Geir Ottesen, Linda B. Guðmundsdóttir. Okkar elskulega eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Meöalholti 10, lést á Vífilsstöðum 20. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða fyrir umönnun, vinsemd og hlýju. Árni Einar Guðmundsson, Guðrún Árnadóttir, Bjarni Ólafsson og barnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ( úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttncfni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.