Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI 14 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Velta HB jókst um 140% fyrstu sex mánuði ársins Haraldur Böði ™ L Úr milliuppgj rarsson I öri 1996 fegl hf. iééhL j Rekstrarreikningur Miiijónir króna Jan.- júní 1996 Jan.- júní 1995 Breyting Rekstrartekjur (nettó) 1.415,4 1.237,8 +14% Rekstrargjold (nettó) 1.088,8 995,0 +9% Haqnaður fyrir afskriftir 326.6 242,8 +34% Afskriftir 119,1 109,1 +9% Fjármagnsgjöld umfram tekjur 25,7 55,7 -54% Haqnaður af reglulegri starlsemi 178.1 78.0 +128% Hagnaður tímabilsins 178,1 79.6 +124% Efnahaqsreikningur 31. DES.: I Eiantr: I Milljónir króna Veltufjármunir 1.204,5 502,9 +140% Fastafjármunir 2.743,3 2.303,5 +19% Eignir alls 3.947,8 2.806,4 +41% Skuldir og eigið ió: l Skammtímaskuldir 387,2 375,4 +3% Langtímaskuldir 2.004,7 1.658,4 +21% Eigið fé 1.555.9 772,5 +101% Skuldir og eigið fé ails 3.947,8 2.806,4 +41% Spurningar uppi um sýndarviðskipti með hlutabréf í SÍF Reynt að lækka gengi bréfanna? Hagnað- ur 178 milljónir HAGNAÐUR Haralds Böðvarsson- ar hf. (HB) nam 178 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hefur hagnaðurinn aukist um 122% miðað við sama tímabil í fyrra en þá nam hann tæpum 80 milljón- um. Þá er hagnaðurinn fyrstu sex mánuði þessa árs 43% meiri en allur hagnaður síðasta árs, sem nam 124 milljónum. Mest munar um aukinn hagnað af reglulegri starfsemi fyrirtækisins en allar rekstrareiningar þess, bæði til sjós og lands, skiluðu hagnaði fyrstu sex mánuðina. Velta HB nam rúm- um 1.200 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra nam veltan 500 milljónum en þá setti sjómannaverkfall reynd- ar strik í reikninginn. Helstu lykil- tölur úr miliiuppgjöri fyrirtækisins eru sýndar á meðfylgjandi töflu. í lok júní var eigið fé HB 1.556 milljónir króna samanborið við 933 milljónir um síðustu áramót. Þar af voru seld hlutabréf í útboði í maí 1996 fyrir 462 milljónir. Eig- infjárhlutfall var 39% í júnílok og hafði hækkað úr 32% í árslok 1995. Hagnaður af öllum rekstraeiningum Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri HB, segir að afkoma félagsins á fyrri hluta ársins sé mjög vel viðunandi. Sérstaklega sé ánægjulegt að sjá að hagnaður sé af öllum rekstrareiningum en það gerist ekki oft. „Þessar tölur endur- spegla að okkur hefur gengið flest í haginn á árinu. Veiðar og vinnsla á loðnu hafa gengið sérstaklega vel og úthafsveiðarnar einnig. Frystiskipið og ískfisktogarinn hafa náð að halda frystihúsinu gangandi með úthafskarfa og það er því yfir núllinu. Það er rétt að geta þess að í fyrra hafði sjómanna- verkfallið áhrif á afkomuna fyrri hluta ársins en niðurstaðan nú er mjög jákvæð en samkvæmt áætl- unum var gert ráð fyrir 108 millj- óna króna hagnaði fyrir árið í heild.“ Haraldur vill litlu spá um afkom- una síðari hluta ársins en segir að fyrri hlutinn sé yfirleitt mun betri. „Það hefur verið ágætt í loðnunni í júlí en síðan má búast við lægð. Það væri í sjálfu sér ágætt ef það tækist að halda rekstri fyrirtækis- ins í jafnvægi síðari hluta ársins." Mikil hækkun á gengi hlutabréfa Gengi hlutabréfa í HB hækkaði lítillega á Verðbréfaþingi í gær og urðu síðustu viðskipti með þau á genginu 4,95. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa í félag- inu hækkað um 126% en til saman- burðar má geta þess að hækkunin nam samtals 57% á síðasta ári. SPURNINGAR hafa vaknað um það á hlutabréfamarkaði hvort reynt hafi verið að hafa óeðlileg áhrif á verðmyndun hlutabréfa í SIF með sýndarviðskiptum á und- anfömum dögum og vikum. Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings íslands, sagði þeg- ar Morgunblaðið innti hann eftir því hvort slík mál hefðu borist inn á borð þingsins, að sér væri ekki heimilt að veita upplýsingar um slíkt, hvorki af eða á. Hann sagði hins vegar fulla þörf hafa verið á því að setja ákvæði gegn sýndarvið- skiptum í núgildandi lög um verð- bréfaviðskipti. „Verðbréfaþing mun fyrir sitt leiti beita sér fyrir því að fram- fylgja þessu ákvæði og koma í veg fyrir að slík viðskipti séu stunduð. Við getum hins vegar ekkert sagt til um hvort slíkt hafi gerst hér á landi eða ekki,“ sagði Stefán. Óvenjuleg þróun á gengi hlutabréfa Spurningar um sýndarviðskipti hafa sem fyrr segir vaknað í tengsl- um við viðskipti sem átt hafa sér stað með hlutabréf í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda undan- farna daga og vikur. Þannig áttu sér t.d. stað viðskipti að nafnvirði 1 milljón króna sl. föstudag á geng- inu 3,13 en um 30 mínútum síðar var gengið inn í kauptilboð á hluta- bréfum í SÍF að fjárhæð 100 þúsund krónur að nafnvirði á genginu 3,06. Telja kunnugir að undir venjuleg- um kringumstæðum hefði viðkom- andi seljandi heldur lagt inn sölutil- boð í ljósi undangenginna viðskipta til þess að reyna að hámarka arð- semi fjárfestingar sinnar. Slíkt hefði líka að öllum líkindum borgað sig því lokagengi bréfanna var 3,20 þennan tiltekna dag. í 30. grein laga um verðbréfavið- skipti segir að einstaklingum eða lögaðilum sé óheimilt að taka þátt í, stuðla að eða hvetja til viðskipta með verðbréf eða annarra aðgerða í því skyni að gefa ranga mynd af umfangi viðskipta með tiltekin verðbréf eða hafa óeðlileg eða óhæfileg áhrif á verðmyndun í verð- bréfaviðskiptum. I ljósi fyrrgreinds dæmis og fleiri hafa því vaknað upp spurningar um hvort að um sýndarviðskipti geti verið að ræða, þar sem vísvitandi sé reynt að lækka gengi hlutabréf- anna í einhvetjum óþekktum til- gangi. Sem fyrr segir segir Stefán að sér sé ekki heimilt að veita upp- lýsingar um hvort slík mál séu til athugunar eða ekki. Hins vegar séu fjölmörg mál til athugunar hjá Verðbréfaþingi hveiju sinni og það reyni eftir bestu getu að sinna eftir- litshlutverki sínu, sem m.a. felist í því að koma í veg fyrir að slík við- skipti séu stunduð. Verðbréfaþing hefur afskipti af „leppviðskiptum“ tveggja verðbréfafyrirtækja í SÍF H Carnival. SUÐURUMH0RN! Nýjustu, stærstu og glæsilegustu skemmtiferðaskip heimsins - Umboð á íslandi - CARNIVAL CRUISE LINES: IMAGINATION, INSPIRATION, FASCINATION, SENSATION og DESTINY, stærstu farþegaskip heimsins. Einstakt sértilboð á nokkrum brottíorum í ágúst, sept. og okt. Láttu drauminn rætast í tengslum við draumadvöl á DÓMINIKANA. Verð frá kr. 50 þús. á mann í 7 daga siglingu. TÖFRAR AUSTURLANDA Ferðaævintýri ævi þinnar! STÓRAAUSTURLANDAFERÐIN 5.-23. okt. Perlurnar BALI, SINGAPORE, HONG KONG, BANGKOK, LONDON. Fá sæti laus. TÖFRAR1001 NÆTUR 17. okt.-6. nóv. BANGKOK, RANGOON, MANDALAY, PHUKET, BAHRAIN, LONDON. Einstök, spennandi og heillandi lífsreynsla. Hágæðaferðir á tækifærisverði núna. Fararstjórar: Ingólfur Guðbrandsson og Jón Ormur Halldórsson, dósent, stjórnmálafræðingur. CARNIVAL CRUISES UMBOfi Á ÍSLANDI FERÐASKRIFSTOFAN PRjMAP Dl VS.HEIMSKLUBBUR & INGOLFS Austurstræti 17,4. hæö,101 Reykjavík, Sími 56 20 400, lax 562 6564 Brjóta í bága við ákvæði gegn sýndarviðskiptum VERÐBREFAÞING hafði afskipti nýlega af skráningu eignarhluts tveggja verðbréfafyrirtækja í Sölu- sambandi íslenskra saltfisksfram- leiðenda hf. (SÍF), þar sem fyrir lá að ekki væri um hlut viðkomandi fyrirtækja að ræða heldur umbjóð- enda þeirra. Telur VÞÍ að slíkir starfshættir brjóti í bága við iaga- ákvæði sem ætlað er að sporna gegn sýndarviðskiptum á hluta- bréfamarkaði. Bæði verðbréfafyrir- tækin hafa í kjölfarið óskað eftir því að skráningu á eignarhlut þeirra yrði breytt í samræmi við athuga- semdir VÞÍ. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Verðbréfamarkaður íslandsbanka og Fjárfestingarfélagið Skandia. Samanlagður eignarhlutur þeirra nam tæplega 9% af nafnvirði hluta- Qár í SIF og voru bæði fyrirtækin skráð meðal 10 stærstu hluthafa í SÍF og var Skandia raunar skráð sem stærsti einstaki hluthafi í félag- inu. í bréfi Verðbréfaþings til hlutað- eigandi aðila segir að það sé mat þess að verðbréfafyrirtæki eða aðr- ir milligönguaðilar eigi ekki að láta nafn sitt standa á hlutaskrá eins og um fullgilda eign sé að ræða, þegar bréfín séu ekki færð til eign- ar í bókhaldi fyrirtækisins. I bréfinu segir ennfremur: „ Verð- bréfaþing er þeirrar skoðunar að slík tilhögun sé brot á anda 30. greinar laga um verðbréfaviðskipti þar sem bann er lagt við hvers konar aðgerðum sem eru til þess ætlaðar að gefa ranga mynd af við- skiptum eða hafa óeðlileg áhrif á verðmyndun. Fjárfestum er augljóslega mikil- vægt að vita hverjir séu stærstu hluthafar í félagi; aðgerðir til að leyna því með því að fá aðra til að „leppa“ í hlutaskrá eru því villandi þegar um verulega hlutafjáreign eða atkvæðarétt er að ræða.“ Skýrar reglur til staðar Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki geta neitað því að þetta bréf hefði verið ritað en að það hefði ekki verið ætlað til opinberrar dreifingar. „Við töldum að þessi skráning í útboðslýsingu væri villandi og vild- um að öðruvísi væri staðið að mál- um. Reglurnar eru alveg skýrar um það að hlutafjáreign verður að skrá þannig að það fari ekki á milli mála hvort þessi verðbréfafyrirtæki haldi á hlutnum sem umboðsmenn eða sem eigendur. Hversu langt á að ganga í því að gefa upp nöfn er spurning sem ég hef svo sem engin svör við á þessari stundu. Það er mjög algengt erlendis að vörslufyrirtæki, eins og verðbréfafyrirtæki, skrái sig sem hluthafa í umboði fyrir einhvem umbjóðanda án þess að tilgreina nánar hver hann sé.“ Brýtur hugsanlega gegn upplýsingaskyldu stærri hluthafa í bréfi Verðbréfaþings er einnig vísað til tilskipunar ESB um upplýs- ingar sem birta skal þegar aflað er eða ráðstafað verulegum eignar- hlut í félagi sem skráð er á verð- bréfaþingi. Þessi tilskipun nái að vísu aðeins til þeirra fyrirtækja sem skráð eru á opinberu verðbréfaþingi en VÞI telji hins vegar eðlilegt að sömu kröfur séu gerðar til félaga sem efni til almenns markaðsút- boðs. í bréfinu segir að um sé að ræða verulegan hlut sem geti haft áhrif á atkvæðarétt einstakra hluthafa. Bent er á að einungis vanti rúmlega 1% upp á að hér sé um 10% af heildarhlutafé að ræða, en við þær kringumstæður beri raunverulegum eiganda skyida til að upplýsa um yfirráð yfir atkvæðarétti. Sé í þessu tilfelli um sama eiganda að ræða hjá báðum verðbréfafyrirtækjum sé vel hugsanlegt að hann sé einnig skráður fyrir nægjanlega stórum hlut í eigin nafni til þess að um brot á þessari reglu sé að ræða. Sem fyrr segir hafa bæði VÍB og Skandia í kjölfarið óskað skrif- lega eftir því að skráningu á um- ræddum hlutaijáreignum í SÍF verði breytt í samræmi við þessar athugasemdir. í bréfi til SÍF hefur Skandia óskað eftir því að umrædd- ur eignarhlut verði skráður sem Fjármálareikningur/Fjárfestingar- félagið Skandia og á sama hátt hefur VÍB óskað eftir því að eignar- hlutur í nafni þess verði skráður sem fjárvörslureikningur sem VIB hafí umsjón með fyrir umbjóðanda sinn. Árétting FRÉTT á forsíðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins sl. fimmtudag, gaf villandi mynd af viðskiptum með hlutabréf í SÍF að undanfömu. í fyrsta lagi er Ijóst, að Sighvatur Bjarnason, stjórnarformaður SÍF hefur engin bréf selt í fyrirtækinu enda ekki eigandi að slíkum bréf- um. Jafnframt liggur fyrir, að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, sem Sighvatur Bjamason er fram- kvæmdastjóri fyrir, hefur engin hlutabréf selt í SÍF. Þótt Bjarni Sighvatsson, faðir stjórnarfor- mannsins hafi selt eitthvað af umtalsverðri hlutafjáreign sinni í fyrirtækinu er ekki við hæfi að setja þá sölu í það ljós, sem gert var í umræddri frétt. I öðm lagi var óvarlegt að bera nafnlausan heimildarmann eða heimildarmenn fyrir því, að upplýs- ingar skorti um yfírstandandi hlut- afjárútboð á vegum SÍF. Fyrirtæk- ið hefur sent frá sér ítarlega greinargerð um hlutafjárútboð þetta. Eðlilegt er að þeir, sem hafa athugasemdir fram að færa við þá greinargerð, geri það í eigin nafni. í þriðja lagi er ljóst, að SÍF hef- ur ekki síður veitt ítarlegar upplýs- ingar um rekstrarniðurstöður sínar en mörg hlutaféiög, sem skráð em á Verðbréfaþingi, þar sem SÍF hefur birt ársfjórðungstölur um afkomu fyrirtækisins. Tregða á upplýsingagjöf um rekstur getur því ekki verið ástæðan fyrir því, að fyrirtækið er ekki skráð á Verð- bréfaþingi, eins og látið var liggja að í umræddri frétt. Morgunblaðið biður hiutaðeig- andi velvirðingar á þessum villandi upplýsingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.