Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
AÐRA bifreiðina þurfti að klippa til að ná farþega út úr henni. Báðir bílarnir eru ónýtir.
Umferðarslys á Sandskeiði
UMFERÐARSLYS varð á Suður-
landsvegi við Sandskeið á mánudags-
kvöld. Bifreið var ekið yfir á rangan
vegarhelming og lenti framan á bif-
reið sem kom úr gagnstæðri átt.
Ökumaður og farþegi voru í öðr-
Snjóflóðavarnir
á Flateyri
Klæðn-
ing bauð
lægst
isafjorður. Morgunblaðið.
OPNUÐ hafa verið hjá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins tilboð
í gerð snjóflóðavarna fyrir
ofan Flateyri. Útboðið var
lokað að undangengnu for-
vali þar sem sex verktökum
var gefinn kostur á að bjóða
í verkið. Einn þeirra, JVJ
ehf., bauð ekki í verkið.
Kostnaðaráætlun hönnuða
hljóðaði uppá kr.
372.741.150 og var lægsta
tilboð rúmum 133 milljónum
króna lægra en áætlun gerði
ráð fyrir.
Framkvæmdasýsla mælti
með klæðningu
Lægsta tilboð kom frá
Klæðningu hf., kr.
239.568.000 og mælti Fram-
kvæmdasýsla ríkisins með að
því tilboði yrði tekið. Önnur
tilboð í verkið voru frá ístaki
hf.,kr. 246.339.444, frá Suð-
urverki hf., kr. 246.863.600,
frá Ræktunarsambandi Flóa
og Skeiða hf., kr.
277.000.000, og frá Háfelli
ehf., sem hljóðaði uppá kr.
286.300.000.
Snjóflóðavarnirnar eru
fólgnar í byggingu jarðvegs-
garða í hlíðinni fyrir ofan
byggðina á Flateyri. Reistir
verða tveir leiðigarðar til
varnar snjóflóðum úr Skolla-
hvilft og Innra-Bæjargili,
auk þvergarðs milli leiði-
garðanna. Efni í garðana
verður tekið úr aurkeilum
neðan giljanna en þær verða
jafnframt mótaðar þannig
að snjóflóð leiti sem minnst
að görðunum.
um bílnum og þurfti að klippa bílinn
til að losa farþegann úr honum.
Ökumaður var einn í hinum bílnum.
Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á
slysadeild og sá þriðji með lögreglu.
Annar ökumannanna kvartaði und-
an eymslum á báðum fótum og
höfði, hinn var meiddur á hálsi og
bijóstkassa. Farþeginn slasaðist
mest, var m.a. lærbrotinn og með
meiðsli á kviðarholi.
Báðir bílamir eru óökufærir.
Morgunblaðið/Einar S. Einarsson
GREIÐLEGA gekk að slökkva í plasteinangrun í verslunarhús-
næði í Rimahverfi í fyrrakvöld.
Kveikt í nýbyggingu
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var
í fyrrakvöld kallað að nýbygg-
ingu Rimavals við Langarima í
Grafarvogi.
Samkvæmt upplýsingum
slökkviliðs var Iagt af stað með
talsvert lið vegna þess að ekki
var vitað hversu langt byggingin
var komin. Þegar þangað var
komið kom í Ijós að kveikt hafði
verið í plasteinangrun á fyrstu
hæð og lagði reyk af. Ekki var
kominn eldur í neitt annað og
gekk greiðlega að slökkva.
Eitthvert tjón varð af reyk.
Grunur leikur á að kveikt hafi
verið í einangruninni en nokkuð
hefur verið um að eldur hafi
verið lagður að nýbyggingum í
Rimahverfi, samkvæmt upplýs-
ingum frá slökkviliði.
Ósennilegt að
Æsu verði lyft
ÓLÍKLEGT er að reynt verði að
bjarga Æsu ÍS, sem fórst í Arnar-
fírði í síðasta mánuði. Páll Sigurðs-
son, forstjóri Samábyrgðar Islands
á fískiskipum, segir að skipið liggi
á 70-80 metra dýpi og sé með fullan
farm af skelfíski. „Það þarf einhver
fullkomnari tæki en við höfum yfir
að ráða til þess að lyfta skipinu,"
segir Páll. Hann efast um að slík
tæki séu til á landinu.
Æsa var frumtryggð hjá Vélbáta-
ábyrgðafélagi ísfírðinga og endur-
tryggð hjá Samábyrgð lslands á físki-
skipum og íslenskri endurtryggingu.
Hinrik Matthíasson, forstjóri Vél-
bátaábyrgðafélags ísfírðinga, kveðst
hafa séð mynd af skipinu sem tekin
var með neðansjávarmyndavél og
segir hann að sér hafí sýnst að bátur-
inn sé töluvert mikið skemmdur. Svo
virðist sem báturinn hafi lent með
stefnið á gijóti og fallið síðan ofan
í pytt á hafsbotni.
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður
á Patreksfírði, hefur farið þess á
leit við Landhelgisgæsluna að hún
kanni möguleika á því að draga
bátinn á minna dýpi. „Þar stendur
málið núna. Landhelgisgæslan ætlar
að kanna hvort það sé tæknilega
framkvæmanlegt með þeim tækjum
og búnaði sem til er í landinu," sagði
Þórólfur.
Ingólfur H. Ingólfsson
►ingólfur H. Ingólfsson er
fæddur árið 1950 á Akureyri.
Eftir stúdentspróf frá MA,
stundaði hann nám í félags-
fræði í Þýskalandi og lauk
mastersprófi frá Universitat
Bremen. Hann réðist til starfa
hjá Tryggingastofnun ríkisins
árið 1981 og starfaði þar um
tíma og var í einkarekstri um
skeið en hefur starfað að mál-
efnum fatlaðra frá 1988 og ver-
ið framkvæmdastjóri Geðhjálp-
ar frá áramótum. Eiginkona
Ingólfs er Bárbel Schmid fé-
lagsráðgjafi. Þau eiga tvö börn.
Samdráttur í geðheilbrigðisþjónustu
Sumarlokanir fara
yfir mörk almenni-
legrar þjónustu
ÞAÐ hefur alltaf verið
reynt að spara í geð-
heilbrigðisþjón-
ustunni en það er nýtt að
það skuli vera lokað og
skorið niður á geðdeildum
eins og verið hefur tvö síð-
astliðin ár. Þetta er mjög
viðkvæmur málaflokkur og
út frá heilbrigðisþjónustu-
sjónarmiði skilur maður
ekki rökin fyrir því hvernig
hægt er að skera niður í
þessum málaflokki, þvert á
móti. Ég tel að um leið og
menn fara að velta vöngum
yfir geðheilbrigðismálum
komi í ljós að þessi mála-
flokkur kallar á fé til upp-
byggingar."
- Hvað áttu við með að
það vanti fé til uppbygging-
ar?
„Það er alveg dagljóst og hefur
verið sýnt fram á af Tómasi
Helgasyni yfirlækni og fleirum að
bráðamóttökum og innlagnar-
plássum á geðdeildum er ekki
hægt að fækka. Þá er ekki lengur
hægt að tala um um almennilega
geðheilbrigðisþjónustu. Með sum-
arlokununum er farið yfir þau
mörk og menn hafa reiknað út
að það sparast ekkert. Þegar
deildirnar taka aftur til starfa þá
kemur holskeflan og þá verður
dýrara og erfíðara að leysa úr
þeim vandamálum sem hafa safn-
ast upp.
Það er samt verst í þessum
málum að utan sjúkrahúsa er
þjónusta við geðfatlaða, þ.e.
hjúkrunarþjónusta og samfélags-
þjónusta, nánast engin hér á landi.
Þess vegna er ekkert sem tekur
við eftir sjúkrahúsvist. Sjúklingar
eru útskrifaðir á götuna eða til
foreldra og aðstandanda sem geta
ekki glímt við þennan sjúkdóm.
Sjúklingar geta misst veruleika-
skyn og það getur verið erfitt að
tjónka við þá og oft eru þeir sínum
nánustu erfiðastir þegar þeir eru
veikir. Þess vegna þarf að vera
til staðar stuðningur við aðstand-
endur. Þeir þurfa fræðslu, stuðn-
ing og aðstoð inn á heimilin, þar
sem lífið fer oft allt að snúast um
sjúklinginn með þeim afleiðingum
að álagið á fólkið verður gífurlegt.
Fjölskyldur geðfatlaðra hafa
ákveðna sérstöðu umfram fjöl-
skyldur annarra sjúklingahópa.
Staða þeirra er mjög erfið og þær
ráða illa við að hafa mjög veika
einstaklinga hjá sér. Geðfatlaðir
veikjast yfirleitt ungir og búa í
foreldrahúsum. Fjárhagsaðstæður
aðstandenda þeirra eru aðrar og
alvarlegri en aðstand- ----------
enda annarra sjúkl-
ingahópa. Þeir hafa t.d.
oft þurft að hlaupa und-
ir bagga og greiða
skuldir sjúklingsins.
Það fylgir því einnig að
geðsjúkir veikjast ungir að þeir
hafa ekki náð starfsreynslu eða
réttindum úr lífeyrissjóðum stétt-
arfélags. Þeir hafa því oft engar
aðrar bætur en bætur Trygginga-
stofnunar og geðsjúkir eru í dag
nálægt fjórðungur lífeyrisþega
stofnunarinnar.
En þótt aðstandendurnir eigi
mjög erfitt um vik, þá heyrist
ekki mikið í þeim opinberlega.
Þótt þeir séu oft tilbúnir til að
koma fram opinberlega og tala
sínu máli þá er sjúklingurinn sjálf-
ur ekki tilbúinn til þess og þá er
það ekki gert. Þarna eru viðkvæm
mál á ferðinni; þetta starf fer fram
í kyrrþey.
Annað málefni geðfatlaðra, sem
ekki er sinnt, er endurhæfíng og
atvinnumál. í þeim efnum er ekk-
ert til hér á landi nema iðjuþjálfun
á geðdeildum. Þegar henni lýkur
tekur nánast ekkert við og þó er
fólkið flest á vinnufærum aldri.“
Ingólfur segir að þrátt fyrir lok-
anir í sumar, þegar tveimur deild-
um með um 30 rúmum er lokað,
reyni sjúkrahúsin að taka við
bráðveiku fólki, en það sé þá á
kostnað þess að í staðinn þurfi
að útskrifa aðra sjúklinga of fljótt,
á götuna eða til aðstandenda
þeirra.
Samkvæmt samningi við fé-
lagsmálaráðuneytið rekur Geð-
hjálp stuðningsþjónustu fyrir 30
geðfatlaða einstaklinga og Ingólf-
ur segir að hvað þá varðar sé stað-
an önnur en lýst hefur verið varð-
andi þá sem búi á heimilum fjöl-
skyldna sinna eða hafí ekki í nein
hús að venda. „Það er lykilatriði
í okkar þjónustu að sjúklingar
komist inn á geðdeild þegar þeir
veikjast - þeir útskrifast venju-
lega fljótlega og koma til okkar
aftur - en þegar deild-
um er lokað eins og
núna þá er þetta nán-
ast ekki hægt. Þetta
er þó ekki eins alvar-
legt hjá okkur og sú
staða er sem getur
komið upp hjá einstaklingum úti
í bæ.
Ef sú þjónusta sem við veitum
væri ekki fyrir hendi þá væri
a.m.k. 'A þessara 30 einstaklinga
inni á geðdeildum - sumir í lang-
tímameðhöndlun árum saman.
Jafnstór hópur væri í reiðileysi á
götum úti.
í þessari þjónustu kostar hvert
rúm 1.000 krónur á sólarhring
samanborið við rúm í bráðaþjón-
ustu sem kostar 26 þúsund krónur
á sólarhring.
Þannig að þótt það þurfi að
leggja töluvert fjármagn í samfé-
lagsþjónustu og utanspítalaþjón-
ustu þá er það fjármagn sem er
farið vel með.“
Þótt aðstand-
endureigi erf-
itt heyrist lítið
í þeim