Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ljósmynda- maraþon í fimmta sínn LJ ÓSMYNDAM ARAÞON verður haldið í fimmta sinn á Akureyri næstkomandi laug- ardag, 10. ágúst. Það er Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar, ÁLKA sem heldur keppnina í samvinnu við Kod- ak umboðið, Hans Petersen og Pedromyndir, en auk þeirra styrkja fleiri fyrirtæki keppn- ina með ýmsum hætti. Keppnin felst í að taka ljós- myndir af fyrirfram ákveðnum verkefnum eða myndefnum eftir tiltekinni röð á ákveðnum tíma. Keppendur fá í hendur 12 mynda litfilmu kl. 10 um morguninn og þijú fyrstu verkefnin, en þurfa síðan á þriggja klukkustunda fresti að mæta á ákveðinn stað til að fá næstu úrlausnarefni. Kepp- endur koma síðan í mark kl. 22 um kvöldið og skila fíl- munni. Aðeins má taka eina mynd af hveiju myndefni. Verðiaunaafhending og sýn- ing á öllum myndunum verður sunnudaginn 11. ágúst og hefst kl. 15. Verðlaun verða veitt fyrir bestu fílmu keppninnar, bestu mynd og einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu mynd hvers einstaks verkefnis. Keppnin er öllum opin, en keppendur þurfa einungis að hafa meðferðis myndavél fýrir 35 mm filmu. Þátttökugjald er 1.000 krónur og innifalið í því er litf- ilma, framköllun, grillveisla á einum áfangastaðanna, tæki- færi til að koma myndum sín- um á framfæri sem og mögu- leiki á að vinna til verðlauna. Skráning fer fram í Pedro- myndum við Skipagötu og þar fást einnig nánari upplýsingar. (§#° Hótel Harpa Akureyri Gisting við allra hæíi. Pú velur: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sími 461 1400. ! ' , í Morgunblaðið/Kristján HJÁ Slippstöðinni er unnið við að setja vinnslubúnað um borð í Eyborgu EA en skipið kom til lands- ins fyrir skömmu frá Noregi, þar sem það var lengt um heila 19 metra. Góð verkefnastaða Slippstöðvarinnar Mikil vinna og bjart framundan Morgunblaðið/Margrét Þóra Flaggstöngin fær nýjan lit H ANN var töluvert hátt uppi við vinnu sína þessi knái og eflaust langt í frá lofthræddi málari, en hann var í óða önn að mála fána- stöngina á Menntaskólanum á Akureyri í gærdag. VERKEFNASTAÐA Slippstöðvar- innar á Akureyri er mjög góð um þessar mundir og er útlit fyrir að svo verði áfram fram að áramótum í það minnsta. Slippstöðin auglýsti eftir járniðnaðarmönnum núverið til tímabundinna starfa og segir Krist- ján Þ. Kristinsson verkstjóri að við- brögðin við auglýsingunni hafi ekki verið mikil en þó merkjanleg. „Það er mikið að gera hér og verkefnum alltaf að fjölga og því ljóst að okkur vantar mannskap í vinnu. Verkefnastaðan hefur verið góð allt árið og mikil vinna hjá starfsmönnum. Þeir hafa því getað leyft sér frekar að fara í sumarfrí og það hefur líka sín áhrif,“ segir Kristján. í síðustu viku kom Sunna SI til Akureyrar en togarinn fer í vélar- upptekt, málningu og fleira hjá Slippstöðinni. Verið er að vinna við breytingar á millidekki í Árbaki EA og einnig er verið að setja vinnslu- búnað á millidekkið í Eyborgu EA. Þá er Skutull ÍS í mikiili yfirhaln- ingu hjá stöðinni. Árni Björn Árnason, verkefna- stjóri segir að það hafí verið vitað mál að erfitt yrði að koma greininni á fullt skrið á ný eftir þau áföll sem hún varð fyrir á sínum tíma. Járniðn- aðarmenn hafi snúið sér að öðrum störfum og að ekki sé sjálfgefið að þeir snúi allir aftur til fyrri starfa, þótt ástandið í greininni fari batn- andi. Þriðja starfsár Menntasmiðju kvenna að hefjast Hulda Biering ráðin verkefnisstjóri HULDA Biering hefur verið ráðin verkefnissljóri Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Hún tók við starf- inu á fimmtudag og er ráðin til eins árs. Þá hefur Sigríður Soffía Gunnarsdóttir verið ráðin 150% starf sem rekstrarstjóri og leiðbeinandi og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir í 50% starf leiðbeinanda og eru þær einnig ráðnar til eins árs. Menntasmiðja kvenna er að hefja sitt þriðja starfs- ár og hefst fimmta önn skólans 9. september nk. Skólinn er dagskóli fyrir konur án atvinnu og er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að síðan um mitt ár 1994 á vegum jafnréttisnefndar Akureyrar- bæjar. Alls 20 konur geta stundað nám á hverri önn. Um 80 konur hafaverið útskrifaðar frá skólan- um frá upphafi. Framtíð Menntasmiðju kvenna er í nokkurri óvissu eftir starfsárið sem nú er að hefjast. Skólinn hefur rekstrarstyrk fram á næsta sumar en eftir það er óvíst með fjármögnun starfseminnar. í vetur verða í boði kvöld- og helgarnámskeið fyrir konur og karla og er það nýjung í starfsem- Morgunblaðið/Kristján GUÐRÚN Pálína Guðmundsdóttir, leiðbeinandi, Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafnréttisfulltrúi, og Hulda Biering, verkefnissljóri. inni. Einnig verður námskeið sem ber heitið Konur og upplýsingatækni, þar sem alnetið kemur m.a. við sögu, Um þá kennslu sér Lára Stefánsdóttir. Guðrún Pálína hefur starfað hjá Menntasmiðjunni frá upphafi og fyrsta árið sem verkefnissljóri og Sigríður Soffía kenndi ensku eina önn á síðasta starfsári. Hulda hefur ekki áður starfað við Mennta- smiðjuna. Hún býr á Akureyri og hefur fylgst með starfseminni úr fjarlægð og hún segist full tilhlök- kunnar að takast á við þetta nýja starf. Hulda er með masterspróf í fullorðinsfræðslu og námskeiðs- haldi frá University of Minnesota í Bandaríkjunum. DALVIK.URSK.au DALVIKURBÆR DALVIKURSKOLI DALVÍKCIRSKÓLI Kennara í 2/3 eða heila síöðu í kennslu yngsíu nemenda vantar næsía vetur. Til greina kemur að ráða leikskólakennara í starfið ef ekki fæst grunnskólakennari. llngri stúlku var bjargað frá drukknun Nánari upplýsingar gefa Þórunn Bergsdóttir, skólastjóri, símar 466 1380 og 466 1162, Sveinbjörn M. Njálsson, aöstoðarskólastjóri, sími 466 1812. SJÖ ÁRA gamalli stúlku var bjargað frá drukknun í sundlaug Dalvíkur síðdegis á sunnudag. Gestur í sundlauginni fann stúlk- una þar sem hún lá á botni dýpri enda laugarinnar. Dró hann stúlk- una upp á bakkann og með aðstoð annars sundlaugargests voru þegar hafnar lífgunartilraunir. Sjúkrabif- reið og læknir komu fljótlega á stað- inni og var farið með stúlkuna á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en hún var á batavegi. Bragi Stefánsson, heilsugæslu- læknir á Dalvík, brá skjótt við þegar til hans var leitað, en hann, eins og margir aðrir heilsugæslulæknar, er í verkfalli um þessar mundir. „Við erum alltaf tilbúnir og förum vitan- lega af stað þegar mannslíf eru í hættu, sama hvert ástandið annars er,“ sagði Bragi. Talið er að stúlkan hafí stungið sér til sunds af bakkanum, lent á botninum og rotast. Margt um manninní sundlauginni GÍFURLEGUR mannfjöldi sótti Sundlaug Akureyrar heim um verslunarmannahelgina en að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar, forstöðumanns komu um 8.400 gestir í laugina frá fimmtudegi til mánudags. „Hér var mikið að gera um helgina en við vorum búin að undirbúa okkur undir það og því fór allt vel. Einstaka gestur var nokkuð drukkinn en ekki kom þó til neinna vandræða. Eftir að salernin á tjaldsvæðinu lokuðust þurftum við að taka á móti mikið af fólki sem þurfti að komast á salemi og það gekk allt vel,“ segir Sigurður. Hann sagði að á tímabili hafi myndast ansi mikil biðröð við innganginn og t.d. á laug- ardeginum hafi verið biðröð fólks I um 6 klukkustundir. Sigurður, sem verið hefur forstöðumaður Sundlaugarinn- ar síðustu ár, lætur af störfum innan skammms en hann hefur verið ráðinn íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar. Rólegt í Vaglaskógi RÓLEGT var í Vaglaskógi um verslunarmannahelgina, að sögn Sigurðar Skúlasonar, skógavarðar en þegar mest var gistu um 600 manns í skógin- um. Fólk gekk vel um og skemmti sér ágætlega þótt ekki hafi verið boðið upp á sérstaka dagskrá á svæðinu. „Hér var eingöngu fjöl- skyldufólk á ferð og ungmenni yngri en 16 ára fengu ekki aðgang nema í fylgd með full- orðnum. Fólkið naut þess að dvelja hér í ró og næði, ganga um skóginn þegar veður leyfði og taka lagið þess á milli. Gæslan í skóginum var aukin um helgina og þá var umferð takmörkuð um skóginn að nóttu til.“ Sigurður sagði að nýliðin helgi hefði verið eins og góð venjuleg helgi en þetta 4-600 manns hafa gist í skóginum bestu helgarnar í sumar. „Það er viss kjarni sem kemur hing- að um verslunarmannahelgina og hefur gert það síðustu ár. Sumt af fólkinu kom þó aðeins við í skóginum á ferðalagi sínu og dvaldi eina nótt.“ Selló og píanó STEFÁN ÖRN Arnarson selló- leikari og Jónas Sen píanóleik- ari halda tónleika í Deiglunni, Kaupvangsstræti á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. ágúst kl. 20.30. Á efnisskrá þeirra verða verk eftir Hindermith, Shostako- vitsj, Atla Heimi Sveinsson og Hafliða Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.