Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Akvarell ísland“ MYNPUST Ilafnarborg VATNSLITAMYNDIR Alda Armanna Sveinsdóttir, Eiríkur Smith, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Haf- steinn Austmann, Katrín H. Agústs- dóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Pétur Friðrik, Torfi Jónsson. Gestur: Hjör- leifur Sigurðsson. Opið frá 12-18 alla daga, lokað laugardaga. Til 22. ágúst. Aðgangur 200 krónur og sýn- ingarskrá 200 krónur. ÞÁ KOM að því að hinir svo- nefndu „akvarellistar“ á íslandi stofnuðu sérsamtök og er ekki nema gott um það að segja, því að eðli þessara sérstöku gagnsæju lita sker sig úr öðrum og meira þekjandi teg- undum, sem efnafræðin hefur fjölg- að mjög á undanförnum áratugum. Ennþá er ekki til neitt íslenzkt sérheiti er nær hugtakinu fullkom- lega og ófróðir geta hæglega ruglað akvarellunni við almenna vatns- málningu, tempera, gvass og þekju- liti svo og alla aðra málningu sem þynna má út í vatni. Fáum dytti þó í hug að rugla akvarellu saman við almenna vatnsmálningu ytra og þó útleggst orðið „akvarella" í sjálfu sér einfaldlega vatnsmálning tærra og ekki þekjandi lita. Sjálf málunar- tæknin þekktist í Egyptalandi til foma og var einnig notuð í vegg- myndir. Hér erum við um sumt í líkum farvegi varðandi tízkuorðið „skúlptúr" yfir alla nútímalega höggmyndalist, sem sömuleiðis þýð- ir einfaldlega höggmynd á latnesk- um málum, en í báðum tilvikum eru heitin réttlætanleg, í öllu falli vel nothæf, til áherslu og aðgreiningar. Hins vegar getur sér- og alhæfing þeirra valdið misskilningi og rang- þróun og hefur gert á seinni tímum. Munurinn er þó að skúlptúr er upp- runalega samheitið á allri rýmislist, en akvarella einungis á einni tegund málunartækni. Svo fjölþætt og möguleikarík sem akvarellutæknin er, einkum fyrir yfirburða ferskleika í höndum hins þjálfaða listamanns, hefur hún leitt margan á hliðarspor, því hraði og augnabliksáhrif er ekki endilega einkenni hennar þó því sé oft haldið fram. Þannig hafa mörg meistara- verkin verið byggð upp á mjög flóknu hægu og vísindalegu ferli, þótt eðli litanna eins og sindri af þeim. Akvarella er þannig síður sér- heiti yfir hraða, stigmögnun áhrifa (effekta), né að fanga lifun núsins. Ollu frekar að efnasambönd litanna og hinna miklu gagnsæju ljós- magna, sem eru höfuðeinkenni þeirra, opni marga möguleika til slíkra vinnubragða. Fyrir þessi sér- stöku efnasambönd, ótakmarkað og gagnsætt ljósnæmi, er akvarellan kjörin til að fanga augnablikið og andrúmsloftið í kringum myndefnið, ef það er á annað borð tilgangur gerandans, og hefur hér að vissu marki yfirburði yfir olíu. i. Hins vegar má nýta þennan ferskleika á margan hátt, því tjáningarforði, stafróf og orðaforði akvarellunnar er mun yfirgripsmeiri en margur hyggur. Hins vegar krefst akvar- ellutæknin mjög markvissra, hreinna og agaðra vinnubragða, og hér er það hin mikla þjálfun og ein- beitni sem veitir gerandanum helst frelsi til athafna. Á þessari fyrstu sýningu listhóps- ins „Akvarell ísland" koma fram ýmiss konar vinnubrögð, en þó er í heildina fullmikið lagt upp úr hrað- anum og glæsilegu yfirborði, sem þó er einungis einn eiginleiki akvar- ellunnar. Fram kemur einnig, að það eru helst hinir þrautþjálfuðu lista- menn sem valda tækninni, eins og t.d. Eiríkur Smith og þá einkum í myndunum „Sumardagurinn fyrsti“, 1966 (29), „Tilbrigði um landslag", 1995 (34) og „Dögun við vatnið", 1996 (37). Allar eru þessar myndir hratt og kröftuglega málað- ar, litaspilið yfirvegað og samgróið myndfletinum, þótt vinnubrögðin séu í senn óformleg og loftkennd. Hafsteinn Austmann framkallar hraðann, gagnsæið og ferskleikann á allt annan hátt ásamt því að hann gengur meira út frá formrænum styrkleika, sem kemur helst fram í myndunum „Akvarell", 1995 (52), „Akvarell", 1996 (54) og „Akvarell" 1995 (57). Hjörleifur Sigurðsson notar mun hægari og Ijóðrænni vinnubrögð þar sem flöturinn er brotinn upp með lóðréttum og lárétt- um línuáherslum, sem hann stig- magnar með dularfullri roðaglóð í bakgrunninum, einkum { myndun- um „Vetrarsólhvörf", 1995 (64) og „Minning“, 1995 (65), sem báðar búa yfir sérstæðum þokka og safa- ríku litaspili. Pétur Friðrik og Krist- ín Þorkelsdóttir virðast uppnumin af leikgleði augnabliksins með land- ið í sjónmáli, en myndir þeirra virka helst til lausar og vélrænt tæknileg- ar að þessu sipni. Eyjafjallajökull í samnefndri mynd frá 1984 (2) er mjög fínt málaður hjá Pétri, kýrnar falla að landslaginu en forgrunnur- inn er órólegur og laus. Myndin af Guðmundi í Ásum frá 1986 (58) er öllu meira sannfærandi sem heild. í myndum Kristínar „Á Mývatsör- æfum“, 1995 (5), og „Snæfellsjök- ull kallar", 1995 (12), koma fram ýmsir bestu eiginleikar Kristínar, en hinar virka lausari þrátt fyrir glæsilegar pensilstrokur. Torfi Jóns- son notar óvenju dauft litróf, sem fellur í skugga ábúðarmeiri vinnu- bragða í nágrenninu, en myndir TÖNIIST Sigurjónssaf n KAMMERTÓNLEIKAR Brimsaltar úthafsöldur Brahms: Scherzo Op. posth.; Sónata í G-dúr Op. 78; Schumann: Sónata í a-moll Op. 105. Elisabeth Zeuthen Schneider, fiðla; Halldór Haraldsson, pianó. Listasafni Siguijóns Ólafsson- ar, þriðjudaginn 30. júlí kl. 21:30. VIKU fyrir verzlunarmannahelgi, í bullandi búverkum, gúrkutíð, ferðalögum og ólympíuleikum, af- rekaði Siguijónssafn að fylla sal sinn tónleikagestum út að dyrum. Vitaskuld eru góðskáldin Brahms og Schumann allra árstíða verðir, en ef er rétt munað, þýddi samt lít- ið hér áður fyrr að gera ráð fyrir teljandi aðsókn að kammertónlist viku eftir miðsumar. Elisabeth Zeuthen Schneider fíðluleikari hefur áður staldrað við hér á landi; lék m.a. h-moll partítu Bachs og fiðludúósónötu Prokofievs KYNNING í GARÐSAPÓTEKI SOGAVEGI 108 i dag, Miövikudag 7/8 kl. 14-18 K > VICHY LABORATOIRES V HEILSULIND HUÐARINNAR % V með Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara í Fella- og Hóla- kirkju fyrir réttu ári, ef minnið bregzt hér ei heldur. Frú Schneider er dósent við Kgl. tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn, hefur starf- að með Konungskapellu og dönsku ríkisútvarpshljómsveitinni og m.a. haldið tónleika í Bandaríkjunum. Með henni lék Halldór Haraldsson tónlistarskólastjóri, og hefur mun meira vatn til sjávar runnið frá því er undirritaður heyrði síðast til hans á hljómleikum. Scherzóið eftir Jóhannes Brahms var fyrst gefið út að honum látnum og mun fremur sjaldan betja hlustir landsmanna. Til þess virðist þó lítil ástæða, því þátturinn ber sízt nein hrumleikamerki, enda að vonum vel samin og kraftmikil tónsmíð; reynd- ar svo jaðraði við prímítívisma önd- verðrar 20. aldar. „Sigurmerki“ Beethovens úr Fimmunni, þijár stuttar og ein löng (en með aðal- áherzlu á fyrstu nótu), gekk sem rauður þráður gegnum allt. Var þátturinn ekki þakklátasta upphitun sem völ var á, en heppnaðist engu að síður ágætlega hjá þeim Halldóri og Schneider. Hin ástsæla „Rigningar“-sónata Brahms, sú fyrsta af þremur fiðlu- sónötum hans og samin næst á eftir Fiðlukonsertinum (aðalstef 1. þáttar (Vivace ma non troppo) [6/4]: so so 'so - famído 'so) dregur nafn sitt af sönglagi sama höfundar, Regenli- ed, úr Ijóðaflokknum Op. 59. Þetta er Brahms upp á sitt ljóðrænasta, og fóru þau Halldór sérlega fallega með andríkar náttúrustemmningar verksins í löngum og dreymandi hendingum. Þó að 1. þáttur hafí e.t.v. verið í hlédrægara lagi, kom tón- smíðin ekki verr út fyrir það; hér sem í Schumann héldu þeir félagar fullri athygli áheyrenda í hvívetna. Þeim var lagið að fylla út taktinn í hæg- genga þættinum, sem oft hættir til að kalla fram eirðarleysi hjá óreynd- ari flytjendum, og lokaþátturinn bar aðalsmerki innlifunar af því tagi sem útheimtir ekki virtúósískt sýndarflug til að vinna áheyrendur á sitt band - enda þótt ögn óbeizlaðri túlkun Hraðlestrarnámskeið + Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og afköst í námi? 4 Vilt þú stórauka afiköst þín í starfií? Svarir þú játandi skaltu skrá þig strax á næsta námskeið I í hraðlestri sem hefst 13. ágúst n.k. Lestrarhraði þátt-1 takenda fjórfaldast að jafnaði. Við ábyrgjumst árangur! Skráning er í síma 564-2100. HFVVÐLJESlTtARSKÖILINN hans kunna að vinna á og maður kennir fyrri efniskennd í myndinni „Á heiðum uppi“, 1993 (13). Slíkar myndir þurfa helst að hafa mattan lit í bakgrunni, því þá magnast upp líf í veikum blæbrigðum. Að hafa allt hvítt í sýningarsölum er sérís- lenzkt fyrirbæri og okkur til lítils sóma. Gunnlaugur Stefán Gíslason er samur sér og breytist lítið, sem ekki ber endilega að lasta og mynd- in „Skjöldur“, 1994 (28), er verð allrar athygli í einfaldleika sínum. Það er helst ein mynd eftir Öldu Ármönnu Sveinsdóttur er athygli vekur, sem er „Hvítserkur", 1996 (41), og þá fyrir geislandi litagleði. Katrín H. Ágústsdóttir virðist loks vera að fínna sig í akvarellunni, en litir hennar eru nú mun ferskari en áður og myndbyggingin traustari, sem kemur helst fram í myndinni „Öræfí“, 1996 (44). Guðrún Svava Svavarsdóttir vinnur út frá einfald- leikanum og nær samfelldastri heild út úr myndunum „Sandfell" (71) og „Þríhymingur“ (75), sem báðar eru frá þessu ári. Litið á heildina fer listhópurinn vel af stað og er ég var þar staddur um tvöleytið á sunnudaginn var þar meira fjöl- menni í sölunum en ég hefi séð í langan tíma utan opnunardags. Hlýtur það að staðfesta áhuga fólks á miðlinum enda skoðaði fólkið myndirnar vel og gaumgæfilega og dvaldist lengi. Satt að segja er þetta undarlega samsettur listhópur og maður sakn- ar ýmissa, sem fást við akvarelluna, en lýðræðið er þó í samræmi við keimlíkar framkvæmdir ytra, og er þannig séð framför. Sýningarskráin er handhæg og ágætlega úr garði gerð, en það verk önnuðust Kristín Þorkelsdóttir og Prentsmiðjan Oddi. Margur mun þó sakna nafna listamannanna undir myndunum, auk þess að sumar þeirra eru ekki á sýningunni. Aðal- steinn Ingólfsson skrifar inngang og er hann vel skrifaður en nokkuð hástemmdur og skáldlegur. Bragi Ásgeirsson og meiri skaphiti hefði getað fært þessa ídyllísku stofutónlist nær guðs- grænni náttúru. Ekki var það þó beinlínis téður skaphiti sem gneistaði mest af fíðlu- leikaranum hér fyrir ári, og virtist það lítið hafa breytzt í millitíðinni. En hún hafði margt til brunns að bera í staðinn. Tónninn var sem fyrr einstaklega þýður og hljómmikill, en þó fjölbreyttur eftir aðstæðum, og gat bæði sungið og hvíslað. Brá t.d. áhrifamiklu og Ijóðasöngslegu „canto plano“ víbratóleysi fyrir á hárréttum dulúðarmettuðum stöðum, þar sem bezt gegndi. Hendingamótunin var ekta kammermúsíkölsk, og samleik- ur þeirra Halldórs undantekningar- lítið í frábæru jafnvægi. Aukið fjör færðist í leikinn í Schumann, sem í meðförum þeirra félaga varð öllu dramatiskari en Brahms, enda forskriftin „Mit leid- enschaftlichen Ausdruck". Hafí vatnakyrrð Kárntenfjalla svifið yfír fyrri sónötunni, var nú sem brim- sölt úthafsaldan freyddi um fágaða stofutónlistina, án þess þó að spilla hinu næma jafnvægi milli hljóðfær- anna. Hinn þjóðlagainnblásni Allegrom- iðþáttur var Ieikinn með hæfílegum óperettuléttleika, og í lokaþættinum („Lebhaft"), þar sem Schumann bregður á glens með iðandi perpetuo mobile er kemur flestum til að kíma nema þeim sem þarf að standa skil á öllum nótunum, var glatt á hjalla. Einstaka sinnum gætti þó smá stirð- leika í hljómborðsrununum, enda vart furða í jafnhressu tempói. Sýndist manni bæði þar sem á tón- leikunum í heild Halldór vera í ágætu formi, og nægði öryggið jafn- vel til að neita sér um öryggisnet legatófetilsins í þeim mæli, að end- rum og eins, einkum i lokaþætti Schumanns, meitluðust út tónar með fullmiklu stakkatói. Þetta voru sérlega ánægjulegir kammertónleikar, og undirtektir áheyrenda voru að sama skapi hlýj- ar og þakklátar. Ríkarður O. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.