Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
GREINARGERÐ
Staða ríkisfjármála
og afkoma ríkissjóðs
<'ST5ID^i
ft§RAR,yrir
steinsteypu.
ST® Léttir
meðfærilegir
viðhaldslitiir.
Avallt lyrirUggJandl. /
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
Árrnúla^Reykjavik, sími 553 8640
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi greinargerð frá Ríkis-
endurskoðun um stöðu ríkisfjár-
mála á miðju ári og áætlun um
afkomu ríkissjóðs á árinu 1996:
I tengslum við umræðu fjölmiðla
að undanförnu um framvindu ríkis-
fjármála fyrstu sex mánuði þessa
árs og mat á afkomuhorfum ríkis-
sjóðs á árinu 1996 þykir stofnun-
inni rétt að koma eftirfarandi á
framfæri:
Ríkisendurskoðun starfar eftir
lögum nr. 12/1986. Samkvæmt 1.
grein laganna hefur stofnunin m.a.
eftirlit með framkvæmd fjárlaga, en
á grundvelli þessa hafa jafnan verið
teknar saman skýrslur um fram-
kvæmd fjárlaga og afkomu ríkis-
Góður kostur frá
Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík
í sumarhúsið eða á heimilið
Idavélar
# 50 og 60 sm breiðar.
# Grill og grillteinn.
# Með og án blásturs
©
fnar með
helluborði
# Venjulegt helluborð.
# Keramik helluborð.
# Með og án blásturs
# Grill/grillteinn.
39.900,-
# Venjulegar hellur.
# Með rofum.
# 2 hraðsuðuhellur.
# 20 lítra ofn.
# Grill.
# Ofnljós.
# 2 hellur.
14.000,-
17.000,-
Umboðsmenn um allt land.
Opið alla virka daga kl. 9—18,
laugardaga kl. 10—16.
ZR-OLé-h f¥ J
SUÐURLANDSBRAUT 16,108 REYKJAVÍK, SÍMI 588-0500, FAX 588-0504.
sjóðs á miðju ári fyrir yfirstandandi
fjárlagaár, þegar níu mánuðir eru
liðnir af árinu og að lokum þegar
greiðslustaða fyrir allt árið liggur
fyrir. í skýrslunum innan ársins
hefur stofnunin auk þess leitast við
að gera Alþingi grein fyrir afkomu-
horfum ríkissjóðs til ársloka.
Á undanförnum árum virðist
gæta ákveðins misræmis milli
þeirra afkomutalna eða afkomu-
spáa sem Ríkisendurskoðun annars
vegar og aðrir opinberir aðilar hins
vegar hafa sett fram. Að mati stofn-
unarinnar skapast þetta fyrst og
fremst af mismunandi framsetn-
ingu þeirra fjárhagslegu upplýsinga
sem fást út úr reikningsskilum rík-
issjóðs. í þessu sambandi ber að
geta þess að fjárlögin eru sett fram
á svokölluðum greiðslugrunni, en
þeim uppgjörsgrunni má með nokk-
urri einföldun líkja við sjóðsstreymi
fyrirtækja eins og hann hefur verið
framkvæmdur hér á landi. Ríkis-
reikningurinn er hins vegar settur
fram á svokölluðum rekstrargrunni,
en í honum hefur verið tekið tillit
til ýmissa úgjaldaskuldbindinga rík-
issjóðs og tekna sem ekki koma til
greina á viðkomandi fjárlagaári
heldur einhvern tíma í framtíðinni.
í skýrslum sínum um fram-
kvæmd fjárlaga hefur Ríkisendur-
skoðun ávallt birt tölur um afkomu
ríkissjóðs á greiðslugrunni til að
gæta samræmis við uppgjörsgrunn
fjárlaga. Er þá ávallt tekið tillit til
allra gjalda og tekna sem leiða til
út- eða innstreymis fjármagns skv.
greiðslyfirlitum frá ríkisbókhaldi. Á
sama hátt er í afkomuáætlunum
reynt að taka tillit til allra þátta
sem áætlað er að munu hafa áhrif
á greiðslustöðu ríkissjóðs til loka
viðkomandi fjárlagaárs.
Ef litið er á afkomuhorfur ríkis-
sjóðs til loka árs 1996 á greiðslu-
grunni gerir stofnunin ráð fyrir eft-
irfarandi:
Fjárlög ársins 1996 gera ráð fyr-
ir að rekstrarhallinn verði um 3,9
milljarðar króna. Endurskoðuð
áætlun ríkisendurskoðunar gerir
ráð fyrir að rekstrarhallinn verði
um 11,7 milljarðar króna á greiðslu-
grunni á árinu 1996. Fjármálaráðu-
neytið gerir hins vegar ráð fyrir að
afkoman í árslok verði um 13,7
milljarðar króna, en það er um 2,0
milljörðum króna lakari afkoma en
áætlun Ríkisendurskoðunar gerir
ráð fyrir.
hæð 17,3 milljarðar króna, en þar
af eru vaxtagjöld 10,7 milljarðar
króna. Ákvörðun þessi er að mati
Ríkisendurskoðunar skynsamleg og
tímabær þar sem hún mun draga
úr þörf á aukinni skattheimtu vegna
2,0 milljarða króna vaxtakostnaðar
sem ella myndi falla á ríkissjóð
næstu þrjú ár.
í öðru lagi hafa forsendur fjár-
laga breyst er varðar verðlag og
umsvif í þjóðfélaginu þannig að
búist er við auknum tekjum umfram
fjárlög, en jafnframt er búist við
viðbótarútgjöldum. Að mati Ríkis-
endurskoðunar munu auknar tekjur
umfram aukin útgjöld nema rúmum
2 milljörðum króna umfram fjárlög
án tillits til áðurnefndrar innlausn-
ar. Fjármálaráðuneytið telur aftur
á móti að auknar tekjur muni verða
þær sömu og viðbótarútgjöld.
Lántökuþörf ríkissjóðs mun auk-
ast um 17,4 milljarða króna um-
fram lánsfjárlög skv. mati Ríkisend-
urskoðunar, en um 18,6 milljarða
króna skv. mati fjármálaráðuneytis.
Áhrif aukinnar lánseftirspurnar rík-
issjóðs á íjármagnsmarkað mun
fyrst og fremst ráðast af því hvern-
ig ríkissjóður mun fjármagna þá
Aætluð afkoma ríkissjóðs á árinu 1996 í samanburði við fjárlög
(greiðslugrunnur)
í milljörðum kr. Fj'árlög 1996 Áætl.afk. Ríkendursk. Áætl. afk. Fjármálam. Frávik Rík.-fjm. Fjárlög - Rík.
Tekjur 120,9 125,4 124,0 1,4 4,5
Gjöld 124,8 127,0 127,8 (0,8) 2,2
Halli án innlausnar 3,9 1,6 3,8 (2,2) (2,3)
Vaxtagj. v/innlausnar 0,0 10,1 9,9 0,2 10,1
Rekstrarhalli alls 3,9 11,7 13,7 (2,0) 7,8
Lánahr. nettó 0,1 2,5 2,5 0,0 2,4
Afborg. tekinna lána 21,2 28,4 28,6 (0,2) 7,2
Lántökuþörf 25,2 42,6 44,8 (2,2) 17,4
Ástæður aukins rekstrarhalla
ríkissjóðs á árinu 1996 má rekja
til tveggja meginþátta:
í fyrsta lagi ákvað íjármálaráð-
herra fyrr á þessu ári að innleysa
spariskírteini frá árinu 1986 að fjár-
NORDISKA AFRIK AIN STITUTET
auglýsir eftir umsóknum um
FERÐASTYRK
til rannsókna í Afríku.
Umsóknarfrestur til 16.9. 1996
NÁMSSTYRKI
fyrir nám við bókasafn stofnunarinnar
tímabilið janúar-júní 1997.
Umsóknarfrestur til 1.11. 1996
Umsóknir skulu sendar á sérstökum
eyðublöðum sem fást hjá
Nordiska Afrikainstitutet.
sími 00 46 18 56 22 00, box 1703, SE-751 47 Uppsala, Svíþjóð.
KYNNING I SELFOSSAPOTEKI
í dag, miðvikudag 7/8 kl.13-18
%
%
h
VICHY
LABORATOIRES
o
HEILSULIND HUÐARINNAR
rúmlega 17 milljarða króna sem
áðurnefnd innlausn kallar á. Ríkis-
sjóður hefur nú þegar tekið um 10
milljarða króna að láni innanlands
og rúmlega 5 milljarða króna erlent
bráðabirgðalán til að mæta
greiðsluþörf vegna innlausnar
spariskírteinanna. Fjármálaráð-
herra áformar að á seinni hluta
ársins afli ríkissjóður innanlands
þessara 5 milljarða og greiði bráða-
birgðalánið upp. Ekki verður séð
fyrr en í árslok hvemig til muni
takast með öflun þessa viðbótar
lánsfjár.
Að lokum telur Ríkisendurskoðun
sérlega mikilvægt að upplýsingar
um afkomu ríkissjóðs séu settar
fram með samræmdum hætti af
opinberum aðilum og á þann hátt
að notendur upplýsinganna velkist
ekki í vafa um áreiðanleika þeirra.
í þessu sambandi gegna fjölmiðlar
lykilhlutverki að upplýsa á hlutlaus-
an og greinargóðan hátt um fjár-
hagsmálefni hins sameiginlega
sjóðs skattgreiðenda.
Haustvörurnar streyma inn
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Vantar þig
VIN
að tala við?
Til að deila með
sor-g og gleði?
VINALÍNAN
561 6464 • 800 6464