Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Framfylgið fyrri stefnu
í STJÓRNSÝSLUFRÆÐI er
bókin Inside Bureaucracy, eða Inn-
an skrifræðisins, eftir Antony
Downs, einskonar skyldulesning.
Bókin greinir þær manngerðir sem
gjarnan starfa innan skrifræðisins.
Fjallað er um hvernig ólíkir per-
sónuleikar hafa áhrif á pólitíska
stefnumótun og framkvæmd henn-
ar. Sérstaklega varar bókin við
svokölluðum einstefnumönnum,
sem gjarnan höfðu öfgafullar skoð-
anir og hömruðu stöðugt á þeim.
Þegar skrifræðið er í jafnvægi,
þarf ekki að óttast einstefnumann-
inn. Þá eru sjónarmið hans rök-
rædd, verða stundum til að skapa
aðrar hugmyndir, en varla mikið
meira. En þegar skrifræðið er í
ójafnvægi og skyndikröfur um
samdrátt koma frá stjórnmála-
mönnum og stjórnendur standa
ráðþrota til að mæta þeim, er hætt-
an talin mest. Því þá stíga ein-
stefnumennimir fram með fullbúnu
lausnirnar sínar og hamra þær í
gegn í ráðaleysi annarra, segir i
bókinni.
þetta kemur upp í hugann, þegar
endurtekið koma fram þær skoðan-
ir að eina skynsamlega leiðin til
hagræðingar sé að sameina Sjúkra-
hús Reykjavíkur og Ríkisspítala.
Við ættum frekar að nýta okkur
slíkar hugmyndir sem viðmið um
hvað getur gerst ef stefnuleysi rík-
ir í ráðuneyti. Við ættum að nýta
rökin til að koma fram með enn
betri lausnir en nú eru boðnar.
Einokun er rót óskilvirkni
Ríkið krefst stöðugt meiri sparn-
aðar og hagræðingar gagnvart
sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæð-
inu. Sjúklingar streyma hingað en
fjármagnið fylgir þeim ekki eftir.
Niðurstaðan verður óyfirstíganleg-
ur vandi fyrir stjómir sjúkrahús-
anna, sem eiga að skila hallalaus-
um rekstri.
Erlendar viðmiðanir sýna að
bæði Sjúkrahús Reykjavíkur og
Ríkisspítalar eru reknir á hag-
kvæmari hátt en gert er í ná-
grannalöndum okkar. Það má samt
hagræða enn frekar í heilbrigðis-
kerfinu. Nýr tækja-
búnaður, betri stjóm-
un og betri forvamir í
samfélaginu era leið-
imar.
Það verður þó ekki
gert með einu stóra
ríkissjúkrahúsi, líklega
hinu stærsta á Norður-
löndum. Slíkt sjúkra-
hús myndi skorta allar
viðmiðanir hér á landi
og leita eftir þeim ut-
anlands. Þær viðmið-
anir munu allar benda
til að auka þurfi fé í
reksturinn, þvi þar er
kostnaður á sjúkling
meiri en hér. Einok-
unarstaða innanlands mun því auka
þrýsting á fjárveitingavaldið um
meira fé, ekki minna. Hveijum
dettur í hug að einokun í sjúkrahús-
rekstri sé lausn þegar einokun ann-
ars staðar er talin undirrót óskil-
virkrar þjónustu?
Ég mótmæli þessum hringlanda-
hætti heilbrigðisráðuneytisins og
sakna þess að ekki skuli fremur
unnið að því að framfylgja þeirri
stefnu sem sýnd var í verki í síð-
ustu ríkisstjóm Davíðs Oddssonar.
Árangur Sjúkrahúss
Reykjavíkur er augljós
Þá studdi ríkisstjórnin samein-
ingu Landakots og Borgarspítala.
Það eru undarleg skilaboð til starfs-
fólks og stjórnenda Sjúkrahúss
Reykjavíkur að gera lítið úr ár-
angri af þeirri sameiningu. Á síð-
asta ári voru rekstrarútgjöld hins
Árni
Sigfússon
sameinaða sjúkrahúss
151 milljón kr. lægri
en þau vora árið 1991,
samkvæmt framreikn-
ingi Ríkisendurskoð-
unar. Á sama tíma
höfðu árleg rekstrar-
útgjöld Ríkisspitala
aukist um 296 milljón-
ir króna. Sú útgjalda-
hækkun var að mestu
vegna launahækkana
í gegnum samninga
ríkis og viðsemjenda.
Flest bendir til að án
sameiningar hefði
mátt búast við sömu
þróun hjá Landakoti
og Borgarspítala og
var hjá Ríkisspítölum.
Sameiningin hefur nú þegar
sparað ríkinu um 860 milljónir
króna miðað við reksturskostnað
spítalanna 1991. Ég fullyrði að sá
árangur er ekki síst vegna viðleitni
til samanburðar við Ríkisspítala,
sem þó er í meginatriðum vel rekin
stofnun.
Árangur aukinn með
verkaskiptingu
Ríkisstjórnin ákvað að í fram-
haldi af stofnun SHR yrði unnin
skýrari verkaskipting á milli þess
og Ríkisspítala. Slík stefna stuðlaði
að heilbrigðum samanburði á þeim
sviðum þar sem það átti við og
sameiningu á öðrum sviðum sem
kölluðu á mikla sérhæfmgu.
Við megum ekki gera lítið úr
mikilvægi þess að geta borið saman
gæði í þjónustu og kostnað tveggja
Sjúklingar streyma
til Reykjavíkur segir
Árni Sigfússon, en
fjármagnið fylgir þeim
ekki eftir.
stofnana. Það er driffjöður betri
þjónustu og lægra verðs í viðskipt-
um og ber að virkja á öðram svið-
um. Slíkt er hægt að gera ef teknir
eru upp samningar um kaup á vissri
þjónustu hvers sjúkrahúss. Þar sem
skynsemin segir okkur að sérþekk-
ing sé svo dýr að ekkert hagræði
sé af tvöföldun hennar, ber að stuðla
að sameiningu deilda. Þessi stefna
viðurkenndi einnig þær staðreyndir
að nú þegar starfa tvö sjúkrahús í
Reykjavík með tugi milljarða króna
bundna í húsnæði, að mestum hluta
á tveimur landareignum í Reykja-
vík. Ef hagræði af sameiningu ætti
að byggja á einni stjórnunarlegri
einingu, þyrfti marga milljarða
króna í nýjar íjárfestingar á öðram
hvoram staðnum.
Heilbrigðisráðherrarnir í síðustu
ríkisstjórn fóru skynsamlega leið,
sköpuðu svigrúm fyrir tvo spítala,
en tóku fyrstu skrefin í að stýra
sérhæfðustu sjúkraþjónustunni og
þeirri dýrastu á annan hvorn stað-
inn, eftir því sem hagkvæmara
þótti.
Þessi stefna byggði á að heil-
brigðisráðuneytið hefði styrk til að
framfylgja eigin stefnu. Til þess
þurfti að styrkja innviði þess og
beita nútíma stjórnunarháttum
gagnvart sjúkrahúsunum, m.a.
með gerð þjónustusamninga. Til
stóð að taka þau skref í samstarfi
ráðuneytisins og SHR á þessu ári.
Sú stjóm sem nú situr yfir SHR
skyldi hafa það meginverkefni að
vinna með heilbrigðisráðuneytinu
og fjármálaráðuneytinu að gerð
þjónustusamnings. Þar gat kaup-
andi þjónustunnar, ríkið, ákveðið í
samningnum hvaða þjónustu það
vildi kaupa af SHR. Með því var
hægt að framfylgja stefnu um
skýra verkaskiptingu á milli sjúkra-
húsa, stuðlað að sameiningu deilda
á sumum sviðum en stuðlað einnig
að samanburði á öðrum sviðum.
Istöðuleysi
heilbrigðisráðuneytis er
vandamálið
í skýrslu sem Ríkisspítalar létu
ráðgjafafyrirtæki vinna fyrir fimm
áram, var helsti ókostur uppbygg-
ingar tveggja góðra spítala í
Reykjavík talinn vera þrýstingur
heilbrigðisstétta innan hvorrar
stofnunar og metingur þeirra á milli.
Nýjar deildir yrðu stofnaðar og dýr
búnaður yrði keyptur á báðar stofn-
anir. Lítið samfélag eins og okkar
hefði ekkert að gera við slíka tvö-
földun og því væri hagkvæmast að
sameina. Vissulega er sterkur vilji
fagfólks á flestum sjúkrahúsum að
búa þau fjölhæfri þjónustu og eign-
ast besta tækjabúnað sem völ er á
fyrir sjúklingana. Niðurstaða breska
ráðgjafafyrirtækisins er röng að
mínu mati m.a. vegna þess að
tækjakaup era aðeins brot af rekstr-
arkostnaði spítala og auðvitað er
hægt að hafa hemil á stofnun nýrra
deilda. Á það hefur þó skort að
undanförnu.
Því miður hefur bæði skort á
stefnu og framkvæmd þeirrar
stefnu sem þó hefur verið mótuð.
Til dæmis um þetta má nefna að
heilbrigðisráðuneytið auglýsti
ákvörðun sína um verkaskiptingu á
Hvers eiga aldraðir að gjalda?
ENNÞÁ fréttum við úr fjölmiðl-
um að spamaðartillögur í heilbrigð-
ismálum í Reykjavík eigi fyrst og
fremst að byggjast á skerðingu á
þjónustu við aldraða og þá við þá
sem verst eru settir og þurfa á stöð-
ugri umönnun og hjúkrun, sem ekki
er hægt að veita í heimahúsum.
RELAIS &
CHATEAUX.
TM
I^RIGG)A
RÉTTA
ÁDEGISVERÐUR
»
AÐ EIGIN VALI
FYRIR AÐEINS
Ws’,
BORÐAPANTANIR
í SÍMA 552 5700
Nú gerir stjóm
Sjúkrahúss Reykjavík-
ur tillögur um að loka
deildum og stofnunum
fyrir 54 sjúklinga í
hjúkrun aldraðra og
auk þess 15 á sviði
endurhæfingar sem
vissulega snertir okk-
ur aldraða líka. Þar
að auki á að flytja fólk
milli deilda og stofn-
ana eins og um stofu-
húsgögn sé að ræða.
Þetta veldur miklum
ótta og jafnvel ör-
væntingu hjá sjúkum
og aðstandendum
þeirra.
Formaður stjórnar sjúkrahúss-
ins segir að þetta sé „illskásti
kosturinn", en þetta sama orðalag
var notað í fyrra þegar leggja átti
niður sömu stofnanir en þó ennþá
meira nú.
Félag eldri borgara í Reykjavík,
en þetta snertir mest eldri félaga
okkar, mótmælir eindregið þessum
tilögum og líka hvemig þær eru
settar fram. Nú er mál að linni
þessari aðför að sjúku, öldraðu
fólki.
Sjúkrahús Reykjavíkur sinnir
víðtæku sviði í heilbrigðismálum,
svo og þjónustu við aldraða. Hætt
er við að þessi spamaður komi til
þess að hækka útgjöld annars stað-
ar, svo að ekki séu nefndar þær
þrengingar, sem sjúkt aldrað fólk
verður fyrir og snertir
mannlegar tilfinning-
ar fólks.
Hér er fyrst og
fremst um tilfærslu á
kostnaði innan heil-
brigðisgeirans, nema
að menn haldi að ekki
sé þörf fyrir þessi
hjúkrunarrými. Hér
verður ekki um sparn-
að fyrir þjóðfélagið að
ræða.
Þörfin er brýn
Ég þykist þess full-
Páll viss að stjómendur viti
Gíslason • vel af þeim mikla
skorti, sem er í
Reykjavík á hjúkrunarrými, svo að
ekki era þessar ráðstafanir af
skorti á upplýsingum, en svo að
Reykvíkingum sé ljós staðan, skal
hér sagt frá tölum frá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur frá 16. júlí
1996. Þar er þörfín metin svo:
Þörf: 11 sjúklingar
Brýnþörf: 15 sjúklingar
Mjög brýn þörf: 177 sjúklingar
eða alls 208 manns, sem hafa
verið úrskurðaðir samkvæmt vist-
unarmati fagfólks. Það má því
augljóst vera að frekar væri þörf
á fleiri plássum en hitt að skyn-
samlegt sé að fækka þeim. Það
er því að bregðast vanda hinna
sjúku og öldruðu að setja fram
svona tillögur. Slíkt má ekki ger-
ast oftar.
Mál er að linni, segir
Páll Gíslason, um
tillögur um skerta heil-
brigðisþjónustu við
aldraða.
Er þetta sparnaður?
Ég held að þegar betur er að
gáð sé hér ekki um sparnað að
ræða heldur verið að ýta vandan-
um og útgjöldunum á aðra þjón-
ustu þjóðfélagsins. Ég hef heyrt
ávæning af því að loka ætti starf-
semi öldrunarlækningadeilda Rík-
isspítala í Hátúni og flytja sjúkl-
ingana annað, en fækka plássum
um leið. Vonandi verður ekkert
úr þessu.
Spyija má yfírvöld fjármála og
heilbrigðismála á öllum stigum:
„Era engin takmörk fyrir því
hvernig spítalastjórnir geta ráð-
stafað öldruðum þegnum þessa
lands?“ Þó í sparnaðarskyni sé.
Nú er mál að linni
Strikum yfír þessar tillögur aft-
ur og leitum annarra leiða úr
vandanum, það er ekki hægt að
bjóða upp á þetta.
Hðfundur er formaður Félags
eldri borgara.
i dag”1
kl. 9
SKOVERSLUN KOPAVOGS
ÚTSALA