Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 39
FRETTIR
Vífilsgangan
o g farið um
borð í langskip
MIÐVIKUDAGINN 7. ágúst fer
HGH sjötta áfanga sinn úr Grófinni
með viðkomu á Víkurbæjarstæðinu
og Vífilsstöðum á leið upp að Vífils-
felli. Mæting kl. 20 við Hafnarhús-
ið. í byijun ferðar verður farið um
borð í langskip Gunnars Marels þar
sem það liggur í Suðurbugt. Að því
búnu verður farið með rútu upp í
Heiðmörk. Gengið verður úr Skóg-
arkrika upp á Selfjall og áfram eft-
ir Sandfelli upp í Vífilsfellskróka.
Þetta er nokkuð erfið leið, stíg vant-
ar t.d. yfir úfið hraunið frá Skógar-
krika og að Selfjalli.
Því verður val um að sleppa
hrauninu og hefja gönguna ofar og
sameinast hópnum við Selfjall eða
sleppa jafnvel göngu um Selfjall og
Sandfell og fara í Rjúpnadali norður
við Sandfell og ljúka göngunni með
hinum hópunum.
Allir eru velkomnir í ferð með
Hafnargönguhópnum.
Heimsferðir
hefja flug til
London á ný
HEIMSFERÐIR hefja nú aftur í
september beint flug til London,
og verður flogið tvisvar í viku,
alla fimmtudaga og mánudaga í
haust, frá og með 26. september
fram til 15. desember.
Ferðir Heimsferða til London
nutu vinsælda síðasta vetur en þá
fór á þriðja þúsund farþega með
Heimsborgin London.
Heimsferðum til Lundúna. Heims-
ferðir kynna nú ný hótel og bjóða
ferðir frá kr. 19.930. íslenskir
fararstórar Heimsferða í London
bjóða úrval kynnisferða og aðstoða
farþega Heimsferða á meðan á
dvöl þeirra stendur.
■ NEMENDAÞJÓNUSTAN sf.
heldur upprifjunar- og undirbún-
ingsnámskeið fyrir grunn-, fram-
halds- og háskólanemendur nú í
ágúst. Kenndar verða flestar náms-
greinar á þessum skólastigum. Á
námskeiðunum verður rifjað upp
námsefni síðustu missera og farið
í grunnatriði hverrar greinar. Þau
eru ætluð þeim sem hafa lélegan
grunn til að byggja nám næsta
vetrar á.
Einnig verða haldin námskeið
fyrir þá nemendur sem fara í próf
í haust vegna falls í einhverri náms-
grein sl. vor.
Kennt verður í húsnæði skólans
að Þangbakka 10 á tímum sem
nemendur og kennarar ákveða sam-
eiginlega.
LEIÐRETT
Röng mynd
í DAGSKRÁRKYNNINGU fyrir
mánudaginn 5. ágúst sem birtist í
Morgunblaðinu á laugardag urðu
þau leiðu
mistök að
birt var
mynd af Jó-
hönnu
Harðardótt-
ur í stað
Bergljótar
Baldurs-
dóttur sem
var umsjón-
armaður
þáttarins
Heimur
leikjanna á Rás 1. Um leið og birt
er mynd af Bergljótu eru hlutaðeig-
andi beðnir velvirðingar á mistök-
unum.
ATVIN N U A UGL YSINGA R
Kennara athugið
Við Grunnskólann á Djúpavogi er ein
kennarastaða laus.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í heima-
síma 478 8140 og vinnusíma 478 8836.
Ananda Marga
í Danmörku óskar eftir fólki til starfa á
sveitabæ, sem sérhæfir sig í lífrænni ræktun
og framleiðslu.
Ýmis störf í boði. Má ekki reykja.
Upplýsingar í síma 568 5982.
Sölumaður
- skrifstofumaður
Viljum ráða sem fyrst:
1. Sölumann til starfa við sölu á heimilis-
tækjum og öðrum raftækjum.
2. Skrifstofumann til að annast bókhald, inn-
heimtu og símavörslu.
Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu
og reyklaust umhverfi.
Áhugasamir leggi inn á afgreiðslu Mbl. upp-
lýsingar um nafn, menntun og fyrri störf,
ásamt meðmælendum, fyrir 14. ágúst nk.,
merktar: „S - 1061 “.
Starfsfólk óskast
Samsölubakarí hf., Lynghálsi 7, óskar eftir
að fastráða starfsfólk á nætur- og dagvaktir
strax eða í lok ágúst.
Upplýsingar veitir verkstjóri á staðnum.
Tannlæknastofa
Aðstoðarmanneskja óskast í 65% vinnu frá
septemberbyrjun á tannlæknastofu mið-
svæðis í Reykjavík.
Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl. fyrir
16. ágúst, merktar: „G - 1062“.
Vilt þú starfa
við lifandi skóla?
Laugarbakkaskóli í Miðfirði í Vestur-Húna-
vatnssýslu auglýsir enn eftir starfsfólki.
Skólinn er staðsettur við hringveginn, u.þ.b.
mitt á milli Akureyrar og Reykjavíkur; sam-
göngur eru því góðar. Skólinn er vel búinn
og aðstaða öll til fyrirmyndar. Við skólann
hefur verið rekið metnaðarfullt starf, þróun-
arverkefni tíð og áhugasamt fólk við störf.
Við leitum að starfsfólki
til eftirtalinna starfa:
íþróttakennari (1/1 staða).
Kennt er í nýju og vel búnu íþróttahúsi. Lítils-
háttar bókleg kennsla að auki. Möguleikar á
þjálfun á svæðinu.
Myndmenntakennari (1/2 staða).
Vel búin myndmenntastofa.
Smfðakennari (1/2 staða).
Ný ög rúmgóð smíðastofa.
Umsjónarmaður íþróttahúss.
Um er að ræða fullt starf sem felst í útleigu
og umhirðu íþróttahússins.
Til greina kæmi einnig almennur kennari, með
uppstokkun á störfum þeirra sem fyrir eru.
í boði eru áhugaverð störf, góð vinnuað-
staða, gott samfélag, ódýr húsaleiga og ein
ódýrasta hitaveita landsins.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Albertsson,
skólastjóri, í síma 451 2901 eða í heimasíma
451 2985.
Laugarbakkaskóli.
SJÚKRAH Ú S
REYKJAVÍ KU R
Staða dósents
í háls-, nef- og eyrnalækningum
Við læknadeild Háskóla íslands er laus til
umsóknar staða dósents (50%) í háls-, nef-
og eyrnalækningum. Dósentinn er jafnframt
yfirlæknir og veitir forstöðu háls-, nef- og
eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Gert er ráð fyrir að starfið verði veitt frá
1. janúar 1997 til fimm ára.
Umsóknum skal fylgja greinargóð skýrsla um
náms- og starfsferil, stjórnunarreynslu og
vísindastörf og einnig eintök af helstu fræði-
legum ritsmíðum. Umsækjendur þurfa að
gera grein fyrir því hvaða rannsóknaniður-
stöður þeir telja vera markverðastar og jafn-
framt hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst
er í fjöihöfundagreinum. Ennfremur er óskað
eftir greinargerð um þær rannsóknir, sem
umsækjendur hyggjast vinna að næstu fimm
árin, verði þeim veitt embættið og þá að-
stöðu sem til þarf.
Umsóknargögn þurfa að vera á ensku og
ritgerðum á öðrum tungumálum fylgi útdrátt-
ur á ensku.
Laun samkvæmt kjarasamningi Félags há-
skólakennara, Læknafélags Islands, fjár-
málaráðherra og Reykjavíkurborgar.
Umsóknarfrestur er til 1. sept. nk. og skal
umsóknum skilað í þríriti til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, aðalbyggingu v/Suðurgötu,
101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um stöðuna og leiðbein-
ingar um umsóknir veita Jóhannes M. Gunn-
arsson, lækningaforstjóri, Sjúkrahúsi Reykja-
víkur, 108 Reykjavík, s. 525 1240 og Einar
Stefánsson, forseti læknadeildar, skrifstofu
læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16,
101 Reykjavík, sími 525 4880.
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
auglýsir eftirfarandi tvær stöður lausar til
umsóknar í sálfræðideild:
Sálfræðingur
Sálfræðingur vinnur að greiningu og úrlausn
einstaklingsmála, sem upp koma í námi nem-
enda. Lögð er áhersla á teymisvinnu starfs-
manna sálfræðideildar og samvinnu við aðra
fagmenn við lausn einstaklingsmála, t.d.
kennsluráðgjafa, kennara og stjórnendur.
Næsti yfirmaður: Deildarstjóri sálfræðideildar.
Námsráðgjafi
(tímabundin staða)
Námsráðgjafa er ætlað að vinna í teymi að
lausn einstaklingsmála, samhæfa störf
námsráðgjafa í skólum og vinna að uppbygg-
ingu námsráðgjafar í grunnskólum Reykja-
víkur.
Næsti yfirmaður: Deildarstjóri sálfræðideildar.
Á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur er lögð áhersla
á fagleg vinnubrögð og árangur í starfi.
Leitað er að fagmönnum, er hafa mikinn
metnað og vilja taka þátt í að móta starf-
semi nýrrar stofnunar, sem ætlað er að þjóna
grunnskólum og sérskólum í Reykjavík.
Til greina kemur að ráða í hlutastöður.
Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri
sálfræðideildar.
Umsóknarfrestur er til 19. ágúst nk.
Umsóknir sendist til fræðslustjórans í Reykja-
vík, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um
menntun og fyrri störf.
Reykjavík, 1. ágúst 1996.
Fræðslustjórinn íReykjavík.