Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 23
—■——~—i
á öllum
AÐSENDAR GREINAR
*
Islenska heilbrigðiskerfið
er ódýrt og árangursríkt
íslendingar borga
minna til heilbrigðis-
mála, segir Anna
Lilja Gunnarsdóttir,
en flestar þær þjóðir
sem við berum okkur
saman við.
Anna Lilja
Gunnarsdóttir
A ISLANDI hefur
kostnaður vegna heil-
brigðismála verið
mikið í umræðunni hin
síðari ár. Málflutning-
ur hefur á stundum
verið með þeim hætti
að ætla má að íslenska
heilbrigðisþjónustan
sé mjög dýr í saman-
burði við aðrar þjóðir.
Þessu er greinarhöf-
undur ósammála.
Mikilvægt er þess
vegna að benda á
staðreyndir sem sýna
berlega hversu ódýr
og árangursrík ís-
lenska heilbrigðisþjónustan er í
samanburði við aðrar vestrænar
þjóðir. íslendingar borga minna til
heilbrigðismála en flestar þær
þjóðir sem við berum okkur saman
við. Árangur heilbrigðisþjón-
ustunnar er mjög góður, t.d. er
meðalaldur Íslendinga hærri en
hjá flestum öðrum þjóðum og ung-
barnadauði hér er einn sá lægsti
í heimi. Að sjálfsögðu eru þó fleiri
þættir sem einnig skipta máli varð-
andi þennan góða árangur, t.d.
gott menntunarstig þjóðarinnar og
lág glæpatíðni.
Alþjóðlegur
samanburður
í skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá
því í apríl 1996 kemur fram að
hlutfall heilbrigðisútgjalda af
þjóðarframleiðslu (VLF) hefur ver-
ið svipað undanfarin fimm ár, eða
rúm 8%. Þegar borin eru saman
útgjöld vegna heilbrigðismála á
Islandi og í öðrum OECD ríkjum
(Organization for Economic Co-
Operation and Development) kem-
ur í ljós að á árinu 1992 þegar
ísland lagði 8,2% af sinni þjóðar-
framleiðslu til heilbrigðismála
lögðu Bandaríkin 13,8%, Kanada
10,6%, Finnland 9,4%, Noregur
8,8%, Svíþjóð 8,1%, Danmörk 7,1%
og Bretland 7,0% til sama mála-
flokks. Tekið skal fram að saman-
burður milli landa á kostnaði við
heilbrigðisþjónustu er alltaf erfið-
ur vegna mismunandi skilgrein-
inga á þjónustunni. Til dæmis er
allur kostnaður vegna öldrunar-
mála talinn sem félagsmálaþjón-
usta í Danmörku en hér skiptist
þessi kostnaður á milli félagsmála
og heilbrigðismála. Unnið er að
því að samræma skilgreiningar á
milli landa svo samanburður verði
auðveldari.
Útgjöld til heilbrigðismála sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa
lítið breyst á síðustu árum. Hið
sama má segja um hlutfall heil-
brigðisútgjalda af heildarútgjöld-
um hins opinbera. Þó hafa átt sér
stað margvíslegar breytingar á
heilbrigðisþjónustunni. Hlutfall
aldraðra verður sífellt stærra, en
sá þjóðfélagshópur þarf oft á mik-
illi heilbrigðisþjónustu að halda.
Tæknin við að meðhöndla sjúk-
dóma verður sífellt háþróaðri en
það hefur einnig í för með sér stór-
aukinn kostnað fyrir heilbrigð-
iskerfið. Flestar vestrænar þjóðir
hafa á síðustu árum reynt að
hamla gegn auknum kostnaði
vegna heilbrigðismála með mis-
jöfnum árangri. Bandaríkjamönn-
um hefur ekki tekist að stöðva
þessa kostnaðarþróun og stefnir
allt í að um 15% af þjóðarfram-
leiðslu þeirra fari nú til heilbrigðis-
mála. Bretum hefur tekist að halda
kostnaði niðri en ýmsar blikur eru
á lofti núna sem benda til þess
að kostnaður við bresku heilbrigð-
isþjónustuna fari hækkandi þrátt
fyrir mikið aðhald, sem m.a. hefur
leitt til lengri biðlista eftir aðgerð-
um en þekkist annars staðar.
Frændum okkar Dön-
um, hefur tekist að
lækka kostnað vegna
heilbrigðismála en það
hefur kostað ýmsar
fórnir, t.d. talsverða
skömmtun á heilbrigð-
isþjónustu.
Smæð landsins
Algengt er að sjá
þá staðhæfingu í er-
lendum fræðigreinum
að það þurfi um millj-
ón manns til að það
borgi sig að reka há-
tækniheilbrigðisþjón-
ustu. Á íslandi rekum
við hátækniheilbrigðisþjónustu og
teljum við þó aðeins um 267 þús-
und íbúa. Þetta gerum við með
sóma eins og sjá má í kostnaðar-
tölum og árangri heilbrigðisþjón-
ustunnar. Samkvæmt ofangreindri
staðhæfingu ætti íslensk heil-
brigðisþjónusta að vera talsvert
dýrari en hjá stærri þjóðum en
eins og fram hefur komið áður er
íslensk heilbrigðisþjónusta síst
dýrari en í öðrum löndum. Við
höfum jafnvel verið að færa hing-
að heim hátækniaðgerðir, s.s.
hjartaaðgerðir þar sem árangur
er eins og best gerist erlendis og
kostnaður er lægri en við að sækja
þessa þjónustu til annarra landa.
Þetta sýnir vel hinn frábæra
árangur íslendinga á sviði heil-
brigðismála.
Hagræðing í heilbrigðis-
þjónustunni
Þrátt fyrir góðan árangur þurf-
um við samt áfram að vera í stöð-
ugri leit að leiðum til hagræðingar
í heilbrigðisþjónustunni og leggja
þar með okkar af mörkum til að
mögulegt sé að ná jafnvægi í ríkis-
fjármálum. Varast skal þó að
ganga það nærri kerfinu í sparnað-
arkröfum að það geti ekki lengur
sinnt hlutverki sínu. Ekki viljum
við fórna hinum frábæra árangri
sem íslenska heilbrigðisþjónustan
hefur náð. Spurningin er hversu
langt er hægt að ganga í sparnað-
arátt án þess að gæði þjónustunn-
ar bíði hnekki eða til skömmtunar
á þjónustu þurfi að koma. íslend-
ingar hafa þurft að sætta sig við
lægri hagvöxt en margar OECD
þjóðir á seinni hluta áttunda ára-
tugarins og fyrri hluta þess
níunda. En nú er bjartari tíð fram-
undan. Á þessu ári er spáð um
4% hagvexti sem þýðir að rýmra
verður í ríkisfjármálum þjóðarinn-
ar. Er það von og trú greinarhöf-
undar að í ljósi þessa þurfi heil-
brigðisþjónustan ekki að taka á
sig þær stórfelldu sparnaðarkröfur
sem spáð hafði verið á næsta ári.
Rekstrarkostnaður
sjúkrahúsa
Kostnaður við rekstur sjúkra-
húsa á íslandi fór vaxandi fram
til ársins 1988 en hefur síðan far-
ið minnkandi. Árið 1988 fóru 4,3%
af þjóðarframleiðslu okkar til
reksturs sjúkrahúsa en á síðasta
ári fóru 3,7% til þessa þáttar. Á
Ríkisspítölum hefur mikið verið
unnið að hagræðingarmálum og
mikil framleiðniaukning hefur átt
sér stað á undanförnum árum.
Kemur það greinilega fram í
skýrslu Ríkisendurskoðunar frá
mars 1996 um fjárhagsstöðu
sjúkrahúsanna í Reykjavík. Sjúk-
lingum hefur fjölgað en meðal-
kostnaður á hvern sjúkling hefur
lækkað, þrátt fyrir að öll einfald-
ari meðferð hafi verið færð frá
spítalanum en öll sú flóknari sé
þar áfram. Jafnframt eru Ríkis-
spítalar sífellt að taka í notkun
nýja og flókna tækni sem bætir
árangur þjónustunnar. Áfram
verður leitað leiða til hagræðingar
á Ríkisspítölum en það er álit
greinarhöfundar að nú sé rétt að
doka við áður en lengra er haldið
í sparnaðarátt á stóru sjúkrahús-
unum í Reykjavík, því ljóst er að
ekki verður gengið lengra í hefð-
bundnum hagræðingarleiðum.
Leita verður nýrra leiða, sem krefj-
ast vandlegs undirbúnings, ef ná
á meiri rekstrarhagræðingu en nú
þegar hefur verið náð án þess að
gæði þjónustunnar skerðist. En
fyrst og fremst ber að fagna hin-
um góða árangri íslensku heil-
brigðisþjónustunni sem er einn af
þeim mörgu þáttum í þjóðlífinu
sem íslendingar geta verið stoltir
af.
Höfundur er rekstrarhag-
fræðingur og forstöðumaður
hagdeildar Ríkisspítala.
Helgi Hálfdanarson
Golf Og kólf
SÍRA Örn Bárður Jónsson send-
ir mér í Morgunblaðinu 30.7. mjög
notalegt svar við smáklausu minni
í sama blaði, þar sem ég hafði orð
á því m.a. að þeir sem iðkuðu golf
væru e.t.v. betur kallaðir gylfingar
en kylfingar, fyrst golf er viður-
kennt tökuorð í máli voru og hefð-
bundið heiti á íþrótt þeirra.
Grein síra Árnar er rituð af
mikilli prýði, og þar er að finna
margvíslegan fróðleik, sem gott
er að hafa í huga þegar íðmál þess-
arar íþróttar er til umræðu.
Síra Öm drepur á orðið kólf.
Ekki get ég neitað því, að mér
hefur þótt kólf (hvorugkyns) all-
fýsilegt heiti á íþróttinni; en ég
þóttist víss um að heitið golf væri
orðið svo kirfílega rótgróið, að við
því yrði ekki haggað, úr því sem
komið væri. En það sem fýrir mér
vakti var æskilegt og augljóst sam-
ræmi í orðafari, þannig að þeir sem
golf iðkuðu yrðu greinilega kennd-
ir við íþróttina sjálfa. Ef kylfingar
gætu fellt sig við að hnika til heiti
íþróttarinnar og nefnt hana kólf,
væri öllu réttlæti fullnægt og það
með ágætum: Þeir sem iðkuðu
kólf væru kallaðir kylfingar (eða
kólfungar) að eðlilegum hætti.
Ég nefndi orðið stunga og að
stinga fyrir tökuorðin pútt og að
pútta, en verð að viðurkenna, að
ég hef ekki á þeim neitt sérstakt
dálæti. Ég varpaði þeim fram
fremur sem agni en tillögu; vonað-
ist til að þau kynnu að örva til
leitar að öðrum betri. Og til þess
virðast þau ætla að duga. Síra Örn
nefnir orðin pot og að pota. Án
efa koma þau mjög vel til greina;
og réttilega kveður hann þau hafa
þann kost að minna á ensku orðin,
ef það er kostur. En satt að segja
þykja mér þau dálítið veimiltítuleg
á svipinn, svo að þau tæpast hæfi
nógu vel þeirri íþrótt sem er í senn
vaskleg og vandasöm; og ég hygg
að síra Öm sé vís til að detta nið-
ur á enn betri orð, sem ég hlakka
til að heyra og sjá.
Svo veit ég að síra Öm leggur
það ekki út á verri veg, að mér
kemur í hug gullfalleg oddhenda,
sem Gísli Jónsson menntaskóla-
kennari á Akureyri getur um í
nýrri bók sinni. Éinhver kann að
segja, að sú vísa eigi lítið erindi
inn í þetta spjall, nema hvað göf-
ugum skáldskap sé hvergi ofaukið.
Til vonar og vara skáletra ég stuðl-
uð áherzluatkvæði í síðara vísu-
helmingi:
Öll voru notuð ylfings pot,
eru þar hrotur í standi,
á Reiðgota- á Reiðgot-
á Reiðgotalandi.
Orðin „ylfings pot“ sýna, að
skáldið lagði ekki í að gera upp á
milli orðanna „kylfíngs pot“ og
„gylfmgs pot“, þegar ort var um
snarpar golf-hrotur víkinga á Jót-
landsheiðum að fomu, en skildi
eftir eyðu fyrir einn bókstaf. Sú
hyggilega gát mætti vera mér og
öðrum til eftirbreytni.
Vel fer á því, að iðkun íþrótta
leggi einnig rækt við þá hlið sem
að móðurmálinu veit. Og ljóst er,
að fljótt verða upp vaktar hollar
skeggræður af því tagi.
Eg þakka síra Emi Bárði Jóns-
syni mjög vel fýrir góð viðbrögð
og vinsamleg, og óska honum og
golfíþróttinni alls velfamaðar.
Eldavél
Competence
5001 f-w:
60 sm -Undir
-og yfirhiti,
blástursofn,
blástursgrill, grill,
geymsluskúffa.
Uppþvottavél
Favorít 676 w
6 þvottakerfi AQUA system
Fyrir 12 manns
Verö stgr.
toVcrt'®;
Undir-
borbsofn
Competence
511 E-vf
Undir- og yfirhiti,
grill og blásturl.
Verð stgr.
Verð stgr.
<4
Þvottavél
Lavamat 9205
Vinduhraði
700/1000 + áfanga
-vindingu,tekur 5 kg.,
sér hitavalrofi, sérstök
ullarforskrift, orku
-sparnaSar forskrift,
UKS kerfi (jafnar tau
í tromlu fyrir vindingu),
sér hnappur
fyrir viSbótar- jsLM ]
skolun, orku- pHg A
Kæliskópur,
KS. 7231
Neltólítrar,
kælir: 302 I,
orkunotkun 0,6 kwst
á 24 tímum
hæS 155 sm
breidd 60 sm
dýpt 60 sm
notkun
2,0 kwst
á lengsta kerfi
BRÆÐURNIR
mQRMSSON
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Ðorgfirðinga,
c Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson,
Grundarfirði. Ásubúð.BúðardalVestfirðir: Geirseyrarbúðin,
® Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.
Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún.,
Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð,
0/5 Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA,
«0 Dalvík. KEA, Siglufirðl Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urð, Raufarhöfn.
q Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga,
Vopnafirði. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga,
•Q Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn.
^ Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.
Jón Þorbergs, Kirkjubœjarklaustrí. Brimnes, Vestmannaeyjum.
ID Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavfk.