Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HA UKUR HELGASON + Haukur Helga- son fæddist á Akureyri 1. desem- ber 1936. Hann lést í Reykjavík 27. júlí síðastliðinn, 59 ára að aldri. Foreldrar hans voru Helgi Sveinsson, prestur í Hveragerði, og Katrín Magnea Guð- mundsdóttir. Þau eru bæði Iátin. Eftir- lifandi systir Hauks er María Katrin Kristoffersen, f. 19. ágúst 1946. Haukur kvæntist 5. janúar 1968 Nanci Arnold Helgason, einkaritara, dóttur Lathrops Walkers Arn- olds majors og konu hans Edith- ar Schmitz Arnold í Oak Park i Illinois í Bandaríkjunum. Haukur lauk stúdentsprófi frá MR árið 1955 og prófi í við- skiptafræði frá Háskóla íslands árið 1960. Hann stundaði fram- haldsnám í hagfræði við Ham- borgarháskóla frá 1960 til 1962 og lauk MA gráðu í sömu grein frá Chicago-háskóla árið 1967, Haukur starfaði í hagfræði- Blaðamennska var ævistarf Hauks Helgasonar og þar var hann á heima- velli. Greindur, vel menntaður og bjó yfir mikilli þekkingu á landsmálum sem og erlendum málefnum. Haukur var fljótur að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Hagfræðimenntun hans nýttist vel en hann sérhæfði sig í skrifum um efnahags- og stjómmál auk leiðaraskrifa um langt árabil. Haukur varð blaðamaður á Vísi árið 1968 og ritstjómarfulltrúi frá 1974 til 1975. Hann tók þátt í stofn- un Dagblaðsins árið 1975 og var aðstoðarritstjóri þess og síðar DV þar til hann tók við ritstjórn Úrvals á síðasta ári. Tíminn líður fljótt. Það eru nær 20 ár frá því ég kynntist Hauki Helga- syni. Hann var þá sem æ síðan traust- ur félagi og gott til hans að leita. Nýliða í faginu studdi hann dyggilega og naut þar reynslu sinnar, þekkingar á samfélaginu og yfirsýnar. Á löngum blaðamannsferli hafa margir blaðamenn unnið með Hauki Helgasyni. Þeir hafa notið hollráða hans og minnast hans að leiðarlokum með þökk. Ég veit að ég tala fýrir hönd allra hjá Frjálsri fjölmiðlun er ég þakka farsælt samstarf. Sam- starfsmenn Hauks minnast hans með hlýhug og virðingu. Nanci Arnold Helgason, eftirlifandi eiginkona Hauks, fær samúðarkveðj- ur sem og María Katrín systir hans og aðrir aðstandendur. Jónas Haraldsson. Það er með söknuð í hjarta að ég kveð í dag minn gamla vin og skóla- bróður Hauk Helgason, ritstjóra, sem lést 27. júlí sl. Við gerðumst félagar strax í menntaskóla og varði sú vinátta alla tíð. Hann vakti strax athygii á sér fyrir afburða gáfur og námshæfileika og var jafnan með efstu nemendum á prófum. Gilti þar einu hvort um var að ræða tungumál eða stærð- fræði því allt lá þetta jafn vel fyrir honum. Myndarlegur var hann að vallar- sýn, glaðvær og fylginn sér, haldinn miklum sannfæringarkráfti og spar- aði til þess hvorki tíma né fyrirhöfn. Skemmtilegur var hann, fjölfróður og ráðagóður. Hann var vinmargur alla tíð og mikilsmetinn en samt að vissu leyti einfari og ekki allra. En stjórnmálin voru okkar sameig- inlega áhugamál og fylgdum við Al- þýðuflokknum og jafnaðarstefnunni að málum. Þá sem oftar átti Alþýðu- flokkurinn undir högg að sækja, þótt síðar kæmi í ljós sannleiksgildi orða okkar, og vorum við Haukur tveir af aðeins örfáum talsmönnum jafnað- arstefnunnar í MR á þessum árum. Við störfuðum mikið í FUJ og varð Haukur formaður þess árið 1956 eða á fyrsta ári sínu í háskóla. Hanri starfaði einnig í Stúdentaráði HI, sótti Alþjóðaþing stúdenta í Kaup- mannahöfn og Hamborg árið 1956 deild Seðlabanka ís- lands 1965 til 1967. Hann var ritstjóri tímaritsins Úrvals 1973 til 1974, blaða- maður á Vísi 1968 til 1974 og ritstjórn- arfulltrúi árin 1974 til 1975. Haukur var aðstoðarritstjóri Dagblaðsins og síðar Dagblaðsins Vísis frá árinu 1975 og gegndi því starfi þar til hann varð nýlega ritsljóri Úrvals á nýjan leik. Formað- ur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík 1956. Fulltrúi á al- þjóðaþingum stúdenta í Kaup- mannahöfn og Hamborg 1956 og sat flokksþing Alþýðuflokks- ins 1956. Utanríkisritari Stúd- entaráðs HÍ 1955 til 1956. Grein- ar í blöðum og tímaritum um erlend málefni, efnahagsmál o.fl. Hlaut styrk Egils Vilþjálms- sonar 1960 til 1962 og Fulbright- styrk 1962 og 1963. Útför Hauks fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. og sat flokksþing Alþýðuflokksins sama ár. Haukur tilheyrði kjama flokksins sem alla tíð hefur fylgt honum í blíðu og stríðu. En einhverra hluta vegna varð frami Hauks innan flokksins ekki miklu meiri þótt óhikað megi segja að hann hafi ekki í annan tíma átt á að skipa efnilegri manni en honum. Hann hugði á annað lífs- starf, varð viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1960, sótti framhaldsnám í hagfræði við Ham- borgarháskóla og Chicago-háskóla og lauk prófi þaðan árið 1967. Blaða- mennska varð svo hans ævistarf eftir að heim kom og starfaði hann lengst af sem ritstjóri og ritstjómarfulltrúi hjá DV og Urvali. Ritstörf féllu hon- um afar vel enda átti hann til slíkra að telja. Haukur var fæddur á Akureyri 1. desember 1936 þar sem faðir hans var kennari um tíma, en hann ólst upp í Hveragerði eftir að faðir hans, séra Helgi Sveinsson, varð sóknar- prestur þar. Kom ég þar á þessum árum og var tekið á móti mér af miklum glæsibrag og hlýhug. Móðir Hauks var Katrín Magnea Guð- mundsdóttir, yndisleg kona. Nám var stundað af kappi í háskól- anum alla virka daga en um helgar voru skemmtistaðir gjaman heim- sóttir. Við Haukur vorum mikið sam- an á háskólaárunum og bundumst þar þeim tryggðaböndum sem aldrei rofnuðu. Það gerði og að aðrir vinir okkar og kunningjar vora margir erlendis á þessum tíma í námi. Bakk- us blótuðum við fyrst lítilsháttar í háskóla og auðvitað höfðum við auga- stað á hinu kyninu eins og gengur með unga menn þótt við undruðumst reyndar oft stórlega fálæti þess! Kannski höfðum við of mikið sjálfsá- lit eða etv. var okkar tími ekki ennþá kominn! Svo háttaði til að Haukur leigði húsnæði í Reykjavík öll sín námsár og var því gjarnan byijað þar áður en haldið var út á galeiðuna. En oft var líka rólegt og t.d. gjarnan tefld skák, en Haukur var jafnan með allra bestu skákmönnum í skóla. Og á síðkvöldum eftir fundi eða skemmtan var svo rætt saman, oft á leiðinni heim eða undir götuljósi ein- hverstaðar, stundum lengi. Var þá enginn hörgull á lausnum á heims- vandamálunum! Á háskólaárum sínum í Bandaríkj- unum veiktist Haukur og bar sitt barr aldrei fyllilega eftir það þótt ekki yrðu aðrir varir við. Á móti kom að hann kynntist þar eftirlifandi eig- inkonu sinni, Nanci Arnold Helgason frá Oak Park, Illinois, og giftu þau sig í janúar 1968. Var það honum mikil gæfa. Sjálf er Nanci stórvelgef- in kona en jafnan leit hún á Hauk sem sinn „mentor" og leitaði ráða hans í öllu. Veit ég að fráfall Hauks hefur valdið henni djúpri sorg og eft- irsjá, en Nanci er löngu orðin íslend- ingur í hjarta sínu og á hér fjölda vina sem munu styrkja hana og styðja eftir megni. Nú er skarð fyrir skildi og ísland hefur misst mætan mann. Eftir sitja eiginkona, ættingjar og vinir með trega í hjarta en minningu um góðan dreng sem öllum vildi vel. Við Anna vottum eiginkonu hans, systur og öllum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Sjálfur hefí ég þá von og trú að einhvem tíma komi sú tíð að við munum hittast aftur undir götuljósi. Kristinn R. G. Guðmundsson. Eg vil í fáum orðum minnast vinar míns, Hauks Helgasonar hagfræð- ings og ritstjóra DV og Úrvals. Við áttum margar stundir saman, þar sem rætt var um landsins gagn og nauðsynjar, heimsmálin vora einnig í brennidepli. Sjónarmið okkar fóra oftast saman og aldrei varð okkur sundurorða, svo að neinu næmi. Eg sakna Hauks og bið Guð að blessa eftirlifandi konu hans, Nanci Helga- son, og vona að henni farnist allt vel og að hún finni staðfestu í líflnu, þótt eiginmaður sé farinn. Tárin flóa eftir heimsókn dauðans, vinur er látinn. Minningamar hrannast upp. Við áttum samleið en nú er hann farinn á land eilífðarinnar. Eggert E. Laxdal. Vinátta og gleði lýsti jafnan af Hauki Helgasyni. Ungur hafði hann verið í fararbroddi jafnaðarmanna og trygglyndi til sinna gömlu félaga og hugsjóna var sífellt til staðar. Hann hafði líka næmt skopskyn og naut það sín sérstaklega vel, þegar þjóðfé- lagið allt var á kafí í einhverjum hita- málum. Ein athugasemd eða upplýs- ing frá Hauki varpaði ljósi á málið, sjónarmiðin skýrðust og viðmæland- inn jafnan víðsýnni en ella. Haukur braut blað í íslenskri blaðamennsku þegar hann beitti sér mjög ákveðið fyrir upptöku skoðana- kannana á þjóðmálum. Birtust þær í þeim blöðum, sem hann starfaði við, Vísi, Dagblaðinu og DV. Áhrif þess- ara vönduðu skoðanakannana urðu slík, að nú tala frambjóðendur um skoðanamyndandi skoðanakannanir, taka fullt tillit til þeirra í sínum at- höfnum, sem og sjálflr stjómmála- flokkamir. Hann lagði mikla áherslu á sjálf vinnubrögðin í þessum könnunum, ræddi mikið um þær, lagði útaf niður- stöðunum á prenti og hafði ákaflega gaman af því við vini sína að meta nálægð þeirra við raunveraleikann. Núna framkvæmir fjöldi fyrirtækja svona kannanir fyrir marga fjölmiðla og nálægðin við raunveraleikann slík, að stundum er sagt að það sé bara óþarfi að kjósa. Haukur var boðberi hins fijálsa anda í blaðamennskunni, hann sóttist eftir viðhorfum og skoðunum í grein- um, sem allir fengu inni með í DV, háir sem lágir. Fijáls fjölmiðlun er í rauninni ótrúlega stórt orð, þegar grannt er skoðað. Haukur stóð svo sannarlega undir þeirri hugsjón og kiknaði aldrei. íslendingar era einstæð þjóð varð- andi þekkingu á uppruna sínum og sögu. Þessu til staðfestingar tók DV upp ættfræðisíðu undir stjórn frænda Hauks, Sigurgeirs heitins Þorgríms- sonar BA og ættfræðings. Þar er öll íslenska þjóðin tengd böndum án til- lits til stjórnmálaskoðana, stéttar, ríkidæmis eða hreppapólitíkur. Dag- lega erum við minnt á það, að við erum einfaldlega frændur og frænk- ur, sem sagt ein stór fjölskylda í okkar fagra landi. Er til betri stað- festing á bræðralagshugsjóninni, friði og frelsi fyrir alla menn. Ég votta eftirlifandi eiginkonu mína dýpstu samúð, sem og öllum ættingjum, samstarfsfólki og vinum. Minn hjartahlýi og uppörvandi vinur, sem aldrei hafnaði grein, er nú horf- inn sjónum. Strákurinn, sem byijaði að selja Vísi sex ára gamall á götum borgarinnar og hefur í gegnum tíðina kynnst svo mörgum andans jöfri með hjartað úr gulli á íslenskum fjölmiðl- um, saknar nú sáran. Guð miskunn- semdanna leggi nú Hauk minn sér að hjarta. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. INGVAR ALFREÐ GEORGSSON + Ingvar Alfreð Georgsson var fæddur að Lág í Eyrarsveit 15. sept- ember 1929. Hann lést á Landspítalan- um 29. júlí síðast- liðinn. Foreldrar Ingvars voru Ge- org Grundfjörð Jónasson og Guð- finna Bjarnadóttir. Hann var níundi í röð fjórtán systk- ina, þar af er ein hálfsystir, Guðrún, sem er elst. Alsyst- kyni Ingvars eru: Aðalheiður, Sigurvin, Valný, Þorgils, Ás- laug, Haukur, sem er látinn, Georg, Esther sem er látin, Heiðar, Elsa, Bjarni og Jónas. Ingvar ólst upp við almenn sveitastörf og fór svo sem ung- ur maður að stunda sjó- mennsku og stundaði hana á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Ingvar hóf sambúð með El- ísabetu Óskarsdóttur árið 1951. Eignuðust þau tvö börn, þau eru: Óskar. Heimir tækni- maður, fæddur 29.1. 1954, sem giftur er Guðrúnu Matthías- dóttur ritara. Þeirra synir eru: (1) Halldór Örn, fæddur 1976, og (2) Bjarni Már, fæddur 1982. Sigrún Pálína þroskaþjálfi, fædd 8.11. 1955, unnusti henn- ar er Alfred Wolf- gang Gunnarsson gullsmíðameistari. Sigrún Pálína var áður gift Sigurði Blöndal og eignuð- ust þau þrjú börn, þau eru: (1) Elísa- bet Ósk, fædd 1976, unnusti hennar er Magnús Ríkharðs- son og eiga þau son- inn Aron Pétur, fæddan 1994. (2) Bjarki, fæddur 1981, og (3) Sólveig Hrönn, fædd 1985. Elísabet og Ingvar slitu sam- vistum. Áður átti Ingvar soninn Helga, sem er skipsljóri, fædd- ur 15.6. 1950, giftur Ragnheiði Kjartansdóttur húsmóður, börn þeirra eru: (1) Kjartan Þór, fæddur 1971, (2) Gunnar Örn, fæddur 1972, (3) Ómar Vignir, fæddur 1980, og (4) Guðrún Alda, fædd 1984. Móðir Helga er Guðrún Alda Helga- dóttir. Ingvar giftist síðar Sigríði Stefánsdóttur en þau slitu sam- vistum. Síðustu ár hefur Ingvar búið á Gunnarsholti og vann hann þar við ýmis störf. Ingvar verð- ur jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Elsku pabbi minn, hér eru nokk- ur minningabrot og hugleiðingar dóttur til föður. Örlög okkar urðu til þess að við áttum ekki samleið í gegnum lífið. Lífsleið þín var grýtt og erfið. En aldrei heyrði ég þig kvarta né kenna öðrum um og þú hélst áfram þinn veg sem ekki er víst að þú hafir sjálfur kosið þér. Við hitt- umst ekki oft en þegar við hitt- umst þá fann ég svo vel að þú varst pabbi minn og frá þér streymdi hlýja og stolt til mín. Ég leitaði þig oft uppi í miðbænum til að hverfa í þinn stóra faðm og til að geta sagt þér, hversu vænt mér þótti um þig. Sá tími kom í lífi mínu að ég sá og skildi að við gátum átt hvort annað án þess að verða að lifa lífi hvort annars og þá hætti ég að reyna að breyta raunveruleikanum og þér. Eitt af því sem ég lærði af lífi þínu er að það skiptir ekki máli hvað við erum heldur hver við erum. Þú varst heiðarlegur maður, mjög hlýr og stutt var í glettnina. Okkur fannst gaman að takast á í samræðum og gafst þú þá gjarn- an eftir, horfðir stoltur á mig og sagðir: „Hvaðan hefur þú þessa frekju? Þú ert þó ekki skyld honum Ingvari?" Eitt er það sem við áttum sam- eiginlegt: áhugi og virðing fyrir dýrum. Þú hafðir einstakt lag á eim og naust þín í návist þeirra. hvert skipti sem við hittumst þá rifjaðir þú upp tímann sem þú og mamma áttuð saman í Litladal í Skagaflrði. Þá rifjaðir þú upp fæð- ingu mína og hvernig hundurinn passaði okkur Óskar bróður. Það var greinilegt hvað þetta tímabil í lífi þínu var mikilvægt og það fannst mér svo gott að upplifa. Þegar þú eignaðist heimili að Gunnarsholti þá gat ég komið í heimsókn með börnin mín, það skipti þig miklu máli að við fengj- um gott að borða og vel væri tek- ið á móti okkur. Eitt sinn er ég kom þangað þá stóðstu í ganginum og þegar þú sást mig sagðir þú: „Nei, er ekki dúkkan mín komin,“ og ég hvarf í fangið þitt. Það eru þessar stundir sem gáfu mér svo mikið. Ég var samt aldrei viss um hvort væri betra fyrir þig að gleyma mér eða að vera í sam- bandi við mig. Ég var hrædd um að það væri of sárt fyrir þig og þess vegna ekki rétt af mér að vera að hafa samband. Síðasti tími okkar saman var 25. maí síðastliðinn, þegar við fór- um saman í fimmtugsafmæli Bínu, konu Jónasar bróður þíns. Ég veit varla hvort okkar var stoltara af hinu. Það er góð minning að skilja eftir í hugskoti sínu, þig, elsku pabbi minn, brosandi og stoltan innan um fjölskyldu þína, börnin mín og barnabarnabarn þitt þenn- an sólbjarta dag. Þú horfðir stoltur í kringum þig á allt það sem þú áttir. Ég kveð þig pabbi minn með ást í hjarta, nú veit ég hvar þú ert og að þú ert hvorki kaldur né hrak- inn því þú ert í örmum Guðs. Nú lýkur degi. Sól er sest. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt og blærinn hvíslar: Góða nótt. Guðs friður sigri foldarrann. Guðs friður blessi sérhvem mann. Kom, engill svefnsins, undurhljótt og öllum bjóð þú góða nótt. Hvfl, hjarta, rótt. Hvfl höndin þreytt. Þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. 0, þreytti maður, sof nú rótt. (Valdemar V. Snævarr.) Þín dóttir, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir. Elsku afi. Ég vil þakka þér fyrir samveru- stundirnar okkar, þó að þær hafi verið alltof fáar. Það var yndislegt að fá að kynnast þér því þú varst alltaf svo hress og ánægður að sjá okkur. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst stoltur af þess- ari fjölskyldu sem þú áttir og munt alltaf eiga. Sérstaklega varst þú þó stoltur af dóttur þinni (móður minni) og hafðir mikla ánægju af að horfa á fyrsta lang- afabarnið þitt. Ég vil þakka þér sérstaklega fyrir 25. maí síðastlið- inn þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar. Þar á meðal sagðir þú mér frá draumum þínum um að stunda búskap, sem ég vona að muni rætast þar sem þú ert núna. Afi minn, ég mun aldrei gleyma þér. Elísabet Ósk Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.