Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 4
G 96GI TSuOÁ Á flUöAQUíllVGÍM 4 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 FRÉTTIR Elsta og minnsta timbur- BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, endurvígði Papeyjar- kirkju sl. sunnudag, en endur- bætur á henni hafa staðið yfir sl. fimm ár. Kirkjan er talin elsta og minnsta timburkirkja landsins, en hún er 189 ára göm- ul. Papeyjarkirkja var byggð sumarið 1807 á stað þar sem heimildir herma að kirkja hafi staðið frá ómunatíð. Gísli Þor- varðarson óðalsbóndi í Papey hét því árið 1904 að ef vel ræki á fjörur myndi hann láta endurbyggja kirkjuna. Gekk það eftir, og var hún þá endur- byggð. Arið 1948 lést Gísli í Papey og síðan hefur ekki verið föst búseta í eynni. Afkomendur Gísla hafa þó verið þar á sumr- in og í fyrra hófust skipulagðar ferðir með ferðafólk til eyjar- innar. Fyrir fimm árum hófust endurbætur á Papeyjarkirlgu að frumkvæði Safnastofnunar Austurlands og áhugafólks á Djúpavogi, eftir verklýsingu Hjörleifs Stefánssonar arki- tekts. Kirkjan er fastur við- komustaður ferðamanna sem leggja leið sína til eyjarinnar. Þýðingarmikil fyrir ferðaþjónustu Biskup íslands fór út í Papey sl. sunnudag og endurvígði kirkjuna við messu hjá sóknar- prestinum, séra Sjöfn Jóhann- esdóttur á Djúpavogi. Einnig tóku þátt í athöfninni séra Dav- íð Baldursson á Eskifirði, séra Carlos Ferrer á Kolfreyjustað, séra Gunnlaugur Stefánsson í Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ALDREI hafa jafn margir prestar verið staddir í Papey og sl. sunnudag; fimm prestar auk biskups. Á myndinni eru séra Gunnlaugur Stefánsson, séra Sjöfn Jóhannesdóttir, séra Sigurður Kr. Sigurðs- son, herra Ólafur Skúlason, biskup íslands, séra Carlos Ferrer og séra Davíð Baldursson. SNORRI Gíslason, sem fæddist og ólst upp í Papey, vitjaði æsku- stöðvanna við endurvígslu kirkjunnar, á 81. afmælisdegi sínum. Heydölum og séra Sigurður Kr. Sigurðsson á Höfn. Við messu voru skírðar tvær stúlkur, báð- ar afkomendur Gísla í Papey. Viðstaddir voru nokkrir af- komendur Gísla, m.a. Snorri sonur hans, en hann varð ein- mitt 81 árs á vígslu'daginn. Már Karlsson, framkvæmda- sljóri Papeyjarferða ehf., var ánægður með daginn, og þá sérstaklega að biskup íslands hefði séð sér fært að koma út í eyna til að endurvígja þessa litlu kirkju. Hann sagði að reynt yrði að messa í kirkjunni a.m.k. einu sinni á sumri og sagði að kirkjan hefði geysi- lega þýðingu fyrir ferðaþjón- ustu í Papey. Engin alvarleg óhöpp í heilbrigðisþj ónustunni um helgina Óvissa víða mikil og ástandið fer versnandi EKKI er vitað til þess að nein alvarleg óhöpp hafi orðið í heilbrigðisþjónustunni um verslunar- mannahelgina eða í gær vegna skertrar læknis- þjónustu í kjölfar uppsagna heilsugæslulækna. Ovissan er þó víða mikil, sérstaklega úti á landi, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarland- læknis. Starfshópur heilbrigðisyfírvalda kom saman í gærmorgun til að fara yfir stöðu mála um helg- ina og ákveða næstu skref, að sögn Ragnhildar Arnljótsdóttur, lögfræðings í heilbrigðisráðuneyt- inu. Heilsugæslulæknar sinntu neyðarþjónustu í samráði við héraðslækna á sjö heilsugæslustöðv- um í sjálfboðavinnu yfir helgina en vöktum þeirra lauk kl. 8 í gærmorgun. Á fundinum í gær var ákveðið að óska eftir því við Félag heilsugæslu- lækna að tveir læknar yrðu áfram á neyðarvakt á heilsugæslustöðvunum á Höfn og í Vík en á svæðinu frá Selfossi að Djúpavogi eru engin sjúkrahús og þ.a.l. engir læknar að störfum. Einnig var ákveðið að sögn Ragnhildar að hafa samband við stóru sjúkrahúsin í Reykjavík, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og sjúkrahúsin í Keflavík og á Akureyri um aukinn viðbúnað og mannafla á þessum stöðum svo hægt verði að vísa þangað alvarlegri tilvikum frá heilsugæslu- stöðvum þar sem enginn læknir er. Búist var stórauknu álagi á heilsugæslustöðv- unum eftir helgina en rólegra var þó á stöðvunum í Reykjavík í gærdag en reiknað hafði verið með. „Það eru vissulega erfiðleikar víða. Ástandið fer versnandi og hættan er mest á þeim stöðum úti á landi þar sem erfitt er að ná til iæknis," sagði Matthías Halldórsson. Álag á hjúkrunarfræðinga er víða mikið, að sögn Matthíasar. Ekki sögðu allir heilsugæslu- læknar upp störfum en að sögn Matthíasar eru læknar sem hafa verið á vakt undanfarna sólar- hringa á nokkrum stöðum orðnir mjög þreyttir. í Vestmannaeyjum er t.d. einn læknir við störf. Hafði hann í nógu að snúast í tengslum við þjóð- hátíðina um helgina og þarf á afleysingu að halda. Tilraunir til að leysa úr ágreiningi um bréf LÍ Landlæknir boðaði forystumenn Læknafélags íslands til fundar á sunnudag og aftur í fyrra- kvöld og sátu forsvarsmenn samninganefnda heil- sugæslulækna og ríkisins einnig síðari fundinn. Þar var reynt að leysa úr ágreiningi um túlkun á yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Islands í sein- ustu viku þar sem læknar voru varaðir við að sækja um stöður þeirra lækna sem hættu störfum 1. ágúst en þessi yfirlýsing varð til þess að upp úr samningaviðræðum slitnaði fyrir helgi. Ágætt andrúmsloft var á fundunum, að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar, formanns samn- inganefndar heilsugæslulækna, og jukust talsvert líkumar á að hægt yrði að hefja formlegar samn- ingaviðræður um efni kjaradeilunnar. „Við hjá Landlæknisembættinu viljum ekki að formsatriði um túlkun valdi því að menn talist ekki við. Við gerum okkur vonir um að þetta verði til þess að menn byrji aftur að tala saman um efnisatriði deilunnar," sagði Matthías. Stjórn Læknafélagsins ætlaði að halda fund gærkvöldi eða í dag og gefa'út nánari skýringu á yfirlýs- ingu sinni frá í seinustu viku. Stóðu vonir til að í framhaldi af því yrði unnt að boða deiluaðila á ný til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara. Hjúkrunarfræðingar skora á yfirvöld og lækna Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skor- að á heilbrigðis- og fjármálayfirvöld og heilsu- gæslulækna að aflétta því ófremdarástandi sem nú er í heilbrigðisþjónustunni og ná samningum nú þegar. „Þetta ástand hefur skapað skjólstæðingum heilbrigðisþjónustunnar óöryggi og sett hjúkrun- arfræðinga í óþægilega aðstöðu og óviðunandi vinnuaðstæður. Hjúkrunarfræðingar munu hér eftir sem hingað til sinna frumskyldu sinni og veita skjólstæðingum lið, í þeirri von að samnings- aðilar misnoti sér ekki ábyrgðartilfínningu hjúkr- unarstéttarinnar," segir í yflrlýsingu félagsins. QlÖÁJSMJíWM . MORGUNBLAÐIÐ Umferð gekk bærilega FJÓRIR hlutu alvarleg meiðsl í umferðarslysum um verslun- armannahelgina og fjórtán urðu fyrir minniháttar meiðsl- um, að því er fram kemur í yfírliti Umferðarráðs um helga- rumferðina. Alls skráði lögregla 89 um- ferðaróhöpp um helgina. Þar af voru 29 í Reykjavík og tengj- ast því tæpast umferð ferða- manna. Aðeins færri voru tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur í ár en á síðasta ári eða 66, en þeir voru 73 um verslunar- mannahelgina í fyrra. Um verslunarmannahelgina 1992 voru 107 teknir grunaðir um ölvunarakstur. Það var mat lögreglumanna að eftirlit með ölvunarakstri hefði verið með mesta móti í ár. Þá bar tölu- vert á hraðakstri víða um land, meðal annars í Árnessýslu og í Húnavatnssýslu. Fíkniefni tekin á þrem- ur stöðum LÖGREGLAN í Reykjavík lagði að morgni laugardags hald á fíkniefnaleifar, tæki til fíkni- efnaneyslu og nokkurt magn þýfis í íbúð í austurbænum. Sjö aðilar voru fluttir á lögreglu- stöð og var einn þeirra vistaður í fangageymslu. Að morgni sunnudags voru 5 aðilar handteknir og húsleit gerð í húsnæði við Skúlagötu. Lagt var hald á nokkurt magn af hassi og amfetamíni auk tveggja riffla. í húsnæðinu hef- ur verið stunduð neysla og sala á fíkniefnum. Þá voru haldlÖgð fíkniefni og þýfí í húsnæði við Kleppsveg á sunnudag og voru 3 aðilar handteknir vegna málsins. Skemmti- staðiropnir til kl. 4 SKEMMTISTAÐIR voru opnir til kl. 4 aðfaranótt föstudags, laugardags og sunnudags síð- astliðna helgi samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneyt- isins. Þetta er f fyrsta sinn um verslunarmannahelgi sem skemmtistaðir eru opnir lengur en til kl. 3. Veitt var leyfi til lengri opn- unartíma á skemmtistöðum í tengslum við hátíðarhöld á Norðurlandi um verslunar- mannahelgi og var lögreglu- stjórum um allt land þá gefín heimild til þess að veita leyfí til lengri opnunartíma í sínum umdæmum. Slapp með skrekkinn ÞRIGGJA ára barn slapp svo til ómeitt þegar það hljóp fyrir bíl á Suðurlandsbraut á móts við Húsdýragarðinn í gærdag. Barnið var í fylgd tveggja fullorðinna. Annar þeirra fór yfir götuna, hinn varð eftir og hvorugur áttaði sig á því að barnið hljóp út á akbrautina og í veg fyrir bíl. Bílstjórinn náði að sveigja mikið frá en barnið skall samt sem áður í götuna og fékk kúlu á höfuðið en var ómeitt að öðru leyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.