Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 11 FRETTIR Endurfjármögnun skulda Leifsstöðvar Um 150 míllj. árlegur halli á að þurrkast út MEÐ ákvörðun ríkisstjómarinnar um endurfjármögnun langtíma- skulda flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á að takast að leysa úr áralöngum fjárhagsvanda flugstöðvarinnar. Um er að ræða endurfjármögnun auk framkvæmda að upphæð fimm milljarðar kr. til 20 ára sem mun leiða til þess að árlegur 150 millj- óna kr. rekstrarhalli flugstöðvar- innar á að þurrkast út, að sögn Þórðar Ingva Guðmundssonar, deildarsérfræðings á varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Gera ráð fyrir 3 ‘/2% farþegaaukningu á ári Áekstur flugstöðvarinnar hefur aidrei í tíu ára sögu hennar getað staðið undir afborgunum af lánum sem nema í dag 4.200 millj. kr. og hefur ekki heldur náð að standa undir öllum vaxtagreiðslum. Eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar á rekst- urinn að verða í jafnvægi. Áætlanir um tekjur flugstöðvar- innar á næstu árum, sem ákvörðun ríkisstjómarinnar byggist á, gera ráð fyrir talsverðri aukningu farþega um flugstöðina. Á síðustu 25 árum hefur farþegaaukning á Keflavíkur- flugvelli verið um 3% á ári. Á tíma- bilinu 1989 til 1995 var árleg aukn- ingin 5%. Útreikningar sem ákvörð- un ríkisstjómarinnar byggist á gera ráð fyrir 3 '/2% árlegri fjölgun far- þega á næstu ámm og er það nokk- uð varlegri áætlun en mat Flugleiða sem gera ráð fyrir 5 '/2% aukningu farþega um völlinn á næstu ámm. Staðið verður með nokkuð öðrum hætti að framkvæmdum við stækk- un og endurbætur í flugstöðvar- byggingunni nú en gert var þegar hún var byggð á sínum tíma. Að sögn Þórðar Ingva verður t.d. hönn- un verksins boðin út í mun meira mæli og allir verkþættir verða boðn- ir út. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur yfirumsjón með verkefninu. Viðbótarbyggingin verður hönn- uð með það fyrir augum að auð- velt verði að stækka hana með til- tölulega litlum tilkostnaði ef þörf krefur. Flugvélastæðunum verður fjölgað úr sex í tíu og einnig verð- ur unnt að fjölga þeim með auð- veldum hætti eftir þvi sem þarfirn- ar krefjast i áföngum upp í alls 20 stæði. Fyrsta ísbúðin með gæðavottun ÍSBÚÐIN Álfheimum 4 hefur fyrst ísbúða á landinu fengið gæðavottun GÁMES sem öllum matvælaframleiðendum og inn- flyljendum verður skylt að hafa frá og með næstu áramótum. Gæðavottunin tryggir það að þrif í fyrirtækinu séu eftir ákveðnum EES-staðli. Ætlast er til þess að framleiðendur mat- væla eða innflytjendur verði sér úti um aðstoð hjá fagmönnum til þess að koma GÁMES-kerfinu í kring. Það var Matvælatækni hf. sem aðstoðaði eigendur ísbúðar- innar við að koma gæðavottunar- kerfinu á. Hilmir Sigurðsson, eigandi Is- búðarinnar Álfheimum 4, segir að gæðavottunin þýði það fyrir fyrirtækið aðfólk geti treyst því á þessu sviði. Isbúðin verður níu ára 12. desember nk. Starfsemin hófst í Álfheimum 2 í 29 fermetra húsnæði en fluttist í Álfheima 4 15. júní sl. í 65 fermetra húsnæði. Bréf í The Times um laxaverndun Tekiðundir hugmyndir Orra BRESKA dagblaðið The Times hef- ur birt bréf frá forystumönnum samtaka breskra stangveiðimanna þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við hugmyndir Orra Vigfússonar, for- manns Norður-Atlantshafslaxa- sjóðsins (NASF), um aðgerðir til að vernda Atlantshafslaxinn. The Times hafði áður birt bréf frá Orra sem hann skrifaði í tilefni af ársfundi Laxavemdunarstofnunar Norður-Atlantshafsríkja (NASCO) í Svíþjóð nýlega. Hann segir þar að þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir Alþjóðahafrannsóknaráðsins, skýrslur frá fy'ölda sérfræðinga og nokkurra daga umræður á ársfund- inum hafi ekki náðst samkomulag um iaxveiðikvóta fyrir Vestur- Grænland. Allt þetta „árangurslausa starf“ hljóti að hafa kostað gífurleg- ar fjárhæðir og ef hluti fjármagnsins hefði verið notaður í aðgerðir til að stöðva úthafsveiðar á laxi hefðu þær strax borið árangur. Bótagreiðslur nauðsynlegar „Hvernig er hægt að ætlast til þess að Grænlendingar hætti að veiða lax í landhelgi sinni á meðan Skotar, Englendingar, írar og Kanadamenn halda áfram netaveið- um úr sama stofni?“ skrifar Orri. „Samtök okkar telja að aðeins með því að greiða handhöfum netveiði- réttinda rausnarlegar bætur verði hægt að tryggja framtíð Atlants- hafslaxins." Orri segir tímabært að nota hluta af því fjármagni, sem fer í slíkar rannsóknir og fundi, í raunhæfar aðgerðir. „Gerist þetta ekki, meðan stjórnvöld og vísindamenn halda áfram erfiðum viðræðum sínum, mun Atlantshafslaxinn hverfa.“ Tíu forystumenn samtaka stang- veiðimanna taka undir sjónarmið Orra í bréfi sem birt var í The Tim- es 30. júlí. „Það var vegna einstaks eldmóðs og samningahæfileika Orra Vigfússonar að Færeyingar hafa ekki stundað laxveiðar í at- vinnuskyni frá árinu 1991 og Græn- lendingar fengust til að hætta veið- um sínum á árunum 1993 og 1994. Hann aflaði fjár til að greiða sjó- mönnunum bætur, aðallega frá ein- staklingum og samtökum en með stuðningi nokkurra upplýstra ríkis- stjórna (okkar stjórn hefur ekki verið þeirra á meðal) og Norður-Atl- antshafslaxasjóðurinn hefur haft frumkvæði að nýjum veiðiverkefn- um fyrir sjómenn sem stunda ekki lengur laxveiðar," segir í bréfí sam- takanna og þau segja þetta starf mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr. Meðal þeirra sem undirrituðu bréfið eru Ted Hughes og Tom Barn- es fyrir hönd Sambands evrópskra stangveiðimanna (EAA), Bill Bewsher f.h. Atlantshafslaxasjóðs- ins (AST), Jack Charlton, Max Hast- ings og Jean Howman f.h. Laxa- og silungasambandsins (STA). NASCO andmælir The Times birti einnig bréf frá Malcolm Windsor, ritara NASCO, sem telur Orra hafa gert of lítið úr árangri stofnunarinnar. Hann bendir á að NASCO hafi aðeins úthlutað Grænlendingum 77 tonna kvóta í fyrra og verið sé að ræða svipaðan kvóta fyrir þetta ár. 2.500 tonn hafi hins vegar verið veidd við strendur Vestur-Grænlands áður en NASCO var stofnað árið 1984. Vandamálin, sem stofni Atlants- hafslaxinum í hættu, séu flóknari en ráða megi af skrifum Orra. Ákvörðun um áfrýjun tekin í vikunni ÁKVÖRÐUN um það hvort dómi í máli ákæruvaldsins gegn Jóhanni G. Bergþórs- syni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Hagvirkis- Kletts hf., verður áfrýjað til Hæstaréttar verður væntan- lega tekin í þessari viku. Að sögn Bjarna Þórs Osk- arssonar, lögmanns Jóhanns, stóð til að ákvörðunin yrði tek- in nú fyrir helgi, en ýmislegt hefði valdið því að það dróst. Jóhann var dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjaness í 12 mán- aða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 4 milljóna króna sektar fyrir brot á lögum um v'rðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Hann hefur fjórar vikur frá og með 1. ágúst til að gera það upp við sig hvort hann áfrýjar dómnum. Fólk HILMIR Sigurðsson og eiginkona hans, Erla Erlendsdóttir, eig- endur ísbúðarinnar Álfheimum 4, taka við gæðaviðurkenningunni úr hendi Ágústs Thorsteinsen hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Varði doktorsritgerð Rannsókn á fóstur- hreyfingum BRYNJAR Karlsson varði í upphafi ársins doktorsritgerð í eðlisfræði við háskólann í Tours í Frakklandi. Doktorsverk- efnið vann Brynj- ar á rannsóknar- stofu frönsku heilbrigðis- og læknisfræði- stofnunarinnar (INSERM) í To- urs í Frakklandi undir stjóm prof. Léandre Pource- lot og dr. Marceau Berson. Til verks- ins hlaut Brynjar styrk frá franska ríkinu og héraðsstjóminni í „La régi- on centre“ og stundaði jafnframt kennslu við Háskólann í Tours. Grunnforsenda verksins er að hægt sé að lesa ýmislegt varðandi heilsu og ástand fósturs í móður- kviði úr hversu_ mikið og hvernig það hreyfir sig. í ritgerðinni er sýnt fram á að miklar ónýttar upplýs- ingar um hreyfmgar fóstra em til staðar í Dopplerviki sem verður í úthljóðgeislum sem beint er að ann- arsvegar hjarta og búk ófædds barns og hinsvegar að útlimum þess. Vonir standa til að hægt verði að nýta mun betur upplýsingar þær sem fást með venjulegri fósturritsjá sem notuð er til rannsókna á svo til öllum vanfærum konun og auka þannig gæði mæðraeftirlits án þess að auka kostnaðinn né umstangið sem því fylgir. Brynjar er sonur Karls heitins Sigurðssonar leikara og Önnu Óskar Sigurðardóttur. Hann iauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984 og BS prófi í kennilegri eðlisfræði frá Háskóla íslands árið 1990. Síðan lá leið hans til Parísar þar sem hann lauk Maitr- ise de Physique fondamentale árið 1991 og D.E.A. d’Acoustiwue Physique árið 1992. Brynjar hefur nú hlotið rannsóknarstöðustyrk frá Rannsóknaráði íslands til að vinna áfram í rannsóknum á þessu sviði. Brynjar hefur hafið störf á Land- spítalanum. TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐS VERÐ B RE.F A SNÆFELLINGUR HF. Almennt lilutaíjárútboð Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Sölugengi: Sölutímabil: Söluaðili: Umsjón með útboði: Forkaupsréttur: Skráning: 75.000.000.- kr. 1,40 til forkaupsréttarhafa. Gengi hlutabréfanna ;etur breyst eftir að forkaupsréttartímabili ýkur og almenn sala hefst. Forkaupsréttartímabil er frá 7. ágúst 1996 - 28. ágúst 1996 og almennt sölutímabil frá 30. ágúst 1996 - 31. desember 1996. Askrift fer fram á skrifstofu Snæfellings hf. og hjá Landsbréfum hf. Landsbréf hf. eru söluaðili á almennu sölutímabili. Landsbréf hf. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að nýju hlutafé í hlutfalli við eign sína. Hlutabréf Snæfellings hf. eru skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Útboðs-og skráningarlýsing ofangreindra hlutabréfa mun liggja framrni hjá Snæfellingi hf. og Landsbréfvim hf. 3MKFELUNfiW íf LANDSBREF HJ. <i tn- - /t tH Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.