Morgunblaðið - 07.08.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.08.1996, Qupperneq 27
26 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HELGIVERSLUN- ARMANNA VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkurefndi á mánu- dag til fjölskylduskemmtunar í Fjölskyldugarðinum í Laugardal í tilefni af frídegi verslunarmanna. Þrátt fyrir að veður hafí ekki verið hið ákjósanlegasta til útivistar lögðu fjölmargir leið sína í garðinn til að eiga þar góða stund. Frídagur verslunarmanna á sér langa hefð og líklega erti fáar stéttir jafnvel að sérstökum frídegi komnar og starfs- fólk verslana. Vinnudagur margra verslunarmanna er langur og nútímasamfélag gerir sífellt meiri kröfur um lengri og sveigjanlegri afgreiðslutíma verslana. Verslunarmannahelgin hefur hins vegar þróast alllangt frá uppruna sínum. í augum flestra tengist hún ekki lengur verslunarfólki öðru fremur heldur miklu frekar ferðalögum og útiveru, í einhverri mynd. Þrátt fyrir að margir noti þessa helgi til heilbrigðrar úti- vistar er þó helsta einkenni hennar „útihátíðirnar" er keppa um hylli unglinga. Útihátíðir þessar eru eins konar sérís- lenskt framlag til skemmtanamenningar heimsins og endur- spegla margt af því undarlegasta og vérsta i fari lands- manna. Helstu einkenni þeirra eru óhófleg neysla áfengis og annarra vímugjafa með þeim ömurlegu afleiðingum sem slíkt hefur í för með sér: tilgangslausu ofbeldi, skemmdar- starfsemi og jafnvel nauðgunum. Hvernig er hægt að búast við því að þjóðfélag okkar ein- kennist af aga og festu, þegar óhófið og hömluleysið er lát- ið viðgangast með þessum hætti og jafnvel stofnanabundið með útihátíðum? Hvað segir það okkur um þjóðfélag okkar þegar fólk undrast það að mótshaldarar skuli ekki vera reiðu- búnir að greiða fyrir þjónustu Stígamótakvenna en ekki að haldnar skuli vera samkomur þar sem brýn þörf þykir á slíkri þjónustu? Það þýðir ekki að hneykslast á þeim unglingum og ung- mennum er sækja þessar samkomur. Þeir eru ekki vandamál- ið heldur þau viðhorf sem þessi „skemmtanamenning" er sprottin upp úr. ÍSLENDINGAR Á ÓLYMPÍULEIKUM EINHVERJUM umfangsmestu og glæsilegustu Ólymp- íuleikum sögunnar lauk í Atlanta aðfaranótt sunnu- dags. Atlantaleikarnir mörkuðu 100 ára afmséli endur- reisnar hinna fornu kappleika Grikkja, sem fóru fram í Aþenu árið 1896. Þá tóku 13 þjóðir þátt í þeim og kepp- endur voru alls 311. í Atlanta voru þátttökuþjóðirnar 197 og þær sendu yfir tíu þúsund íþróttamenn til keppninnar. Margir þeirra náðu ótrúlega góðum árangri og metin, sem sett voru í nokkrum greinum, eru söguleg. í samanburði við umfang Ólympíuleikanna nú var hlut- ur Islands örsmár. Hann hefur stundum áður verið meiri. Að þessu sinni voru íslenzku keppendurnir níu talsins, en voru 29 í Barcelona fyrir fjórum árum. Árangur tveggja íslenzkra íþróttamanna var mjög góður og settu báðir íslandsmet. Guðrún Arnardóttir náði tíunda bezta tíma keppninnar í 400 m grindahlaupi og Jón Arnar Magnús- son varð í tólfta sæti í mjög jafnri keppni í tugþraut með 8.274 stig. íslendingar geta verið stoltir af framgöngu þeirra beggja. íslendingar hafa áður náð lengra á Ólympíuleikum en nú og komist á verðlaunapall. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaunin í þrístökki í Melbourne árið 1956 og Bjarni Friðriksson bronzverðlaunin í júdo í Los Angeles árið 1984. Þá náði íslenzka liðið í handbolta frábærum árangri á leikunum í Barcelona fyrir fjórum árum, en það varð í fjórða sæti. Mikilvægt er fyrir íslenzka afreksmenn i íþróttum að geta reynt hæfni sína og krafta í keppni á alþjóðlegum vettvangi og þá fyrst og fremst á Ólympíuleikunum, sem eru sveipaðir sérstökum ljóma í hugum allra íþróttaunn- enda. Til þess að ná markverðum árangri og komast á verðlaunapall þarf mikla þjálfun, þrautseigju og ein- beitni. Stuðningur við efnilegt íþróttafólk er frumskilyrði þess að það nái að vera meðal þeirra beztu á Ólympíuleik- um. Það þarf að vera markmið íslenzku Ólympíunefndar- innar og íþróttahreyfingarinnar allrar að finna leið til að tryggja þennan stuðning við afreksmenn okkar í íþróttum. MORGUNBLAÐIÐ ''IIB’fJOU/' - GICI/.)Ht/:idhom MORGUNBLAÐIÐ aeer >'V.I V- nVr MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST Í996 27 Níu manns fórust er flugvél frá danska hernum hrapaði í Servágsfirði í Færeyjum Gulfstream III þotan brotlenti utan í f jallshlíð sunnan fjarðar Fokker flugvél Flugfélags ísl. brotlenti 1970 á Mykinesi Suðuroy 25Jkm eðlileg aðllugsleið -3bsEat. Ibíó Gnlíc Erfitt aðflug Aðflugið að flugvellinum í Vogum þykir mjög erfitt. Aðkoman er í gegnum þröngan fjörð þar sem er vindasamt og allra veðra von. Mikil ókyrrð er oft í lofti og skyggni slæmt. Þá er flugbrautin sjálf mjög stutt. forvagur flugvöllur Hættulegir sviptivindar Hættulegir sviptivindar myndast oft í Srvagsfirði í suðvestanátt. Fjallið klýfur lofstrauminn og myndast þá mikil ókyrrð og sviptivindar hlémegin er geta valdið því að flugvélar veltast um í vindhviðunum. DANSKA stjómin ætlar að beita sér fyrir úrbótum á flugyellinum í Vogum í Færeýjum eftir að Gulf- stream Ill-flugvél frá danska flug- hernum fórst þar sl. laugardag. Með henni fórust níu menn, þar á meðal Hans Jargen Garde aðmíráll og yfir- maður danska hersins og eiginkona hans. Ekki er vitað hvað slysinu olli en haft er eftir vitnum, að þegar vél- in kom inn tíl lendingar hafi hún svipst til og hvolft í lofti áður en hún skall utan í fjallshlíð. Flugvélin var að koma frá opin- berri heimsókn í Grænlandi með við- komu á íslandi og voru lendingarskil- yrði slæm, suðaustanátt og þoka. Þykir flugvöllurinn í Vogum mjög erfiður og oft mikil ókyrrð í lofti yfir Sorvágsfirði þegar komið er inn til lendingar. Er flugbrautin ekki nema 1.250 metrar, ein sú stysta í heimin- um fyrir nútímaþotur, og af þessum sökum er til jafnaðar fellt niður 10. hvert flug til Voga. Svarti kassinn fundinn Danska stjórnin skipaði í fyrradag 10 manna rannsóknamefnd tii að kanna ástæður flugslyssins en brakið úr flugvélinni er dreift yfir stórt svæði í sunnanverðum Sorvágsfirði. Er svarti kassinn fundinn og er vonast til, að hann geti veitt mikilvægar upplýsingar. Nokkur vitni voru að því er flugvél- in kom inn til lendingar. Eitt þeirra, íbúi í Sorvági, segir, að skyndilega hafí hún kastast til nokkrum sinnum, hvolft í lofti og hrapað beint inn í fíallshlíðina í sunnanverðum firðinum. Heitir þar Selvík sem hún kom niður og splundraðist í miklu eldhafí og sprengingu, sem heyrðist víða í eyjun- um. Aðrir segja, að rétt áður en vélin hrapaði hafi vélaraflið verið aukið eins og þegar gert er þegar hætt er við lendingu og flugvél tekin upp aft- ur. Einn sjónarvotta, færeyskur áhugamaður um svifflug, telur að vélin hafí flogið of hægt og verður það ásamt hugsanlegri vélarbilun meðal þeirra atriða, sem rannsóknar- nefndin mun kanna. Erfiðar aðstæður Slysið átti sér stað rétt eftir há- degi á laugardag en þá var skyggni slæmt og stóð vindurinn þvert á brautina. Hafði gengið á með skúrum og miklum rokhviðum annað slagið. Er það haft eftir dönskum flugmönn- um, að í Vogum verði skyggnið að vera þrír km til að þar sé unnt að lenda en til samanburðar má nefna, að lent er í Kastrup þótt skyggni þar sé aðeins 200 metrar. Slysstaðurinn sést ekki frá Vogum eða flugturninum þar en svo vildi til, að danska eftirlitsskipið Vædderen lá við bryggju í Sorvági. Fóru 30-50 menn úr áhöfn þess strax á vettvang og þegar þeir komu að mátti heita að fíallshlíðin iogaði. Var strax ljóst, að enginn hefði komist lífs af. Brakið úr vélinni dreifðist yfír um 300 metra langt svæði frá þeim stað, sem hún kom niður, og er haft eftir Kastaðist til og hvolfdi í lofti Morgunblaðið/Dimmalætting BRAKIÐ úr flugvélinni dreifðist yfír stórt svæði. / w ■ 'ái'-v r ■ Morgunblaðið/PPJ GULFSTREAM III-þota danska flughersins á Reykjavíkurflugvelli. kynningarferð hans vegna embættistökunn- ar. Með honum fórust kona hans, Anne Garde; tveir nánustu samstarfs- menn hans, Ole Jorgen- sen ofursti og Jens Blæhr majór; Hans Hen- rik Spohr kapteinn og fjórir flugmenn. Var einn þeirra færeyskur, Tummas Askham, og frá Sorvági. Faðir Tummas,. Tryggvi Askham, er flugumsjónarmaður í aðmíráll var skipaður yf- Hans J. Garde Vogum og var hann á irmaður danska hersins vakt sl. laugardag. í apríl sl. og var heimsóknin til Græn- Ræddust þeir feðgar við þegar vélin lands, islands og Færeyja síðasta var að koma inn til lendingar, örfáum sjónarvottum, að fáir hlutir séu stærri en svo, að þeim megi ekki koma fyrir í poka. Var byijað á að flytja lík hinna látnu, Gardes og eig- inkonu hans, þriggja háttsettra manna í danska hernum og fjög- urra flugliða, út í Vædd- eren og var svæðinu síð- an lokað. Síðasta kynningarferðin Hans Jorgen Garde andartökum áður en hún hrapaði til jarðar. Áður en Hans Jergen Garde var skipaður yfirmaður danska hersins var hann yfírmaður herráðsins og við því starfí hans tók Christian Hvidt hershöfðingi. Telja fjölmiðlar í Dan- mörku líklegt, að Hvidt muni nú taka við embætti Gardes. Flaggað var í hálfa stöng í öllum stöðvum danska hersins í fyrradag og haldnar voru minningarathafnir um þá látnu. 29 manns hafa farist frá 1970 Mesta slys í eða við Voga áður átti sér stað 1970 þegar Fokker-flug- vél frá Flugfélagi íslands flaug inn í fjallshlíð á Mykinesi með þeim afleið- ingum, að átta manns týndu lífi. Frá 1970 hafa alls 29 manns misst lífið í flugslysum í Færeyjum. Ákveðið hefur verið, að Jan Trej- borg, samgönguráðherra Danmerkur, komi til Færeyja 13. þessa mánaðar og verður þá rætt um til hvaða ráða megi grípa til að auka öryggi flugvall- arins í Vogum. Reunar telja Færey- ingar, að því sé í sjálfu sér í litlu ábótavant, það séu aðflugsskilyrðin, sem séu erflð, og úr þeim verði ekki auðvelt að bæta. Til bóta sé þó að lengja flugbrautina eða jafnvel að leggja nýjan flugvöll annars staðar. (Heimildir; Reuter, Berlingske Tidende, Jyttands-Posteh) + Straumurinn var til Akureyrar um verslunarmannahelgina Allt að 6.000 manns á tjald- svæðunum þegar mest var IVAR Sigmundsson forstöðumaður Tjaldstæðisins á Akureyri segir ómögulegt að segja til um hversu margir hafi verið þar um verslunar- mannahelgina. Þegar búið hafí verið að rukka tæplega 1.500 manns um miðjan dag á laugardag hafi tjaldverðir hætt að innheimta gjald, enda ölvun þá mikil á svæðinu. Flestir þeir sem dvöldu á tjaldsvæð- inu voru á aldrinum 15 til 25 ára og var ölvun mikil og almenn. „Þarna fengu Akureyringar að sjá útihátíð eins og hún verður í sinni næstverstu mynd og hugsa sig kannski tvisvar um áður en þeir senda böm sín á útihátíð um næstu verslunarmannahelgi," sagði ívar. Akureyrskir unglingar voru einnig í hópum á tjald- stæðinu, svo þar var margt um manninn. Þurfti að taka 500 ólátabelgi úr umferð Að sögn ívars voru miklar skemmdir unnar á svæð- inu, en um 25 manna hópur vann við lagfæringar bæði á mánudag og í gær. „Það voru mörg þúsund manns í bænum sem voru til mikils sóma og skemmtu sér hið besta, þeir sem voru hér á tjaldstæðinu eru aðeins lítið brot af gestunum en umræðan snýst öll um þann hóp.“ Tíu manns voru við störf á hverri vakt auk þess sem félagar úr hjálparsveit skáta voru á svæðinu yfír daginn og lögregla á næturnar, en ívar sagði það hefði sjálfsagt litlu breytt þó 110 manns hefðu verið að störfum á tjaldstæðinu. „Ef koma hefði átt einhveiju skikki á hlutina hefði þurft að taka svona 500 ólátabelgi úr umferð," sagði ívar. „Það sem gerðist hér um helgina undirstrikar enn frekar þá skoðun mína að það á að loka þessu tjald- svæði. Það á að hætta að reka tjaldsvæði inni á opnu svæði inni í miðjum bæ, það getur hver sem er farið inn á svæðið hvar sem er, þannig að það er vonlaust fyrir starfsfólkið að veija svæðið." Fimm plástrar í Kjarnaskógi Um 3.000 manns gistu í Kjamaskógi við Akur- eyri þegar mest var og sagði Tryggvi Marinósson, sem hafði umsjón með tjaldsvæðinu fyrir hönd skáta- félagsins Klakks, að svæðið hefði einkum verið ætlað UMGENGNIN á tjaldsfíeðunu var ekki til fyrirmyndar. Morgvnblaðið/Knstján fjölskyldufólki. Töluverður íjöldi unglinga gisti þó í skóginum, en margir fluttu sig af aðaltjaldsvæði bæjarins og á fjölskyldutjaldsvæðin í Kjarnaskógi og á svæði íþróttafélagsiris Þórs. „Unglingarnir sem hér dvöldu voru til sóma, það vom engin vandræði hér,“ sagði Tryggvi. Til marks um það nefndi hann m.a. að gestum hefðu verið gefnir fímm plástrar, annað hefði ekki komið upp. Aldrei hefði þurft að leita eft- ir aðstoð lögreglunnar og í rauri hefði eina vandamál- ið verið að erfitt var að stjóma umferðinni, fólk hefði viljað fara á bflum sínum helst alveg heim að tjaldi. Andri Gylfason hjá Þór sagði að um 800 manns hefðu verið á tjaldsvæði félagsins þegar mest var um ALGENG sjón að morgni dags. helgina og þar hefði ekki komið til neinna vandræða. FRÁ MÍNUM bæjardyrum séð eru skemmdir í bænum ótrúlega litlar, miðað við það sem ég bjóst við. Hins vegar var víða mikið um rusl og það var nokkuð mikið álag á blómabeðum á miðbæjarsvæði en alls ekkert meira en við var að búast og ég átti von á,“ segir Árni Steinar Jóhannsson, umhverfis- sljóri Akureyrarbæjar. „Eins og bæjarbúar fengu líka að sjá þegar þeir mættu til vinnu í morgun [gærmorgun] leit bærinn mjög vel út. Þannig að það tók nú ekki nema daginn að koma hlutun- um í samt lag aftur eftir helgina og það er nú varla hægt að kvarta yfir því.“ Menn þrífisitt nánasta. umhverfi Árni Steinar segist þó óánægð- astur með þá aðila sem séu að þéna hvað mesta peninga á þessum dögum, en hafi gert allt of lítið Árni S. Jóhannsson, umhverfissljóri Hátíðin tókst vel í heild af því að þrífa sitt nánasta um- hverfi. „Það er alveg óþolandi fyr- ir okkur opinbera starfsmenn að verða vitni að því að menn geti ekki einu sinni sópað fyrir utan dyrnar hjá sér að loknum vinnu- degi. í öllum öðrum löndum er það talinn sjálfsagður hlutur í lok vinnudags að skola gangstéttina fyrir framan fyrirtæki sitt. Menn eru kannski of góðu vanir hér á Akureyri." Alltaf ólátabelgir innan um Árni Steinar segir jafnframt að það gefi auga leið að þar sem safn- ist saman um 10 þúsund manns, séu alltaf einhveijir ólátabelgir innan um sem geri eitthvað af sér. „Eg hefði þó viljað sjá meiri umfjöllun um Kjarnaskóg og félagssvæði Þórs, þar sem hlutirnir voru tii fyrirmyndar hjá því fjölskyldufólki sem þar gisti. Þannig að í heildina fannst mér þessi hátið hafa tekist vel. Það er þó [jóst að við þurfum að setjast niður, ræða málin og fara yfir þau atriði sem betur mega fara. Einnig er Ijóst að hvort sem verður hér hátið sem nefnist Halló Akureyri eða ekki að ári, munu fleiri þúsund manns sækja okkur heim og þvi er nauðsynlegt að koma málum í réttan farveg,“ sagði Árni Steinar. Jakob Björnsson, bæjarsljóri Þurfum að gera betur næst JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri segir enga ástæðu til að gefast upp við hátíðahöld í bænum um verslunarmannahelgina, þótt vissulega sé margt sem betur megi fara. „Það er ekkert laun- ungarmál að það fór ýmsilegt úr böndunum eins og t.d. á tjaldstæð- inu og vissulega hefðu menn þurft að bregðast við þvi. En það eina sem menn gera af viti nú er að fara yfir málin, meta stöðuna, kanna hvað fór úrskeiðis og reyna að gera betur næst.“ Jakob segir að mun fleira fólk hafi komið til bæjarins en hann átti von á og því hefði á ýmsum * sviðum þurft að hafa betri viðbún- að þegar ijóst var hvert stefndi. Eins hafi það komið honum á óvart hversu margir ungir krakk- ar komu til bæjarins og jafnvel langt að. Ýmisiegt niá beturfara „Það er nauðsynlegt að svona hátíð raski sem minnst daglegu lífi bæjarbúa og því er spurning hvort staðsetning tjaldstæðisins sé rétt þegar svo mikið er um að vera. Þessu fylgja bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Hingað kom mikill fjöldi fólks og þótt ýmsilegt megi betur fara er ekki ástæða til að gefast upp og Akureyri hef- ur hér eftir sem hingað til alla burði til að taka á móti töluverð- um fjölda gesta um verslunar- mannahelgina eða í kringum aðra viðburði.“ Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Halló Akureyri Engin ástæða til að leggia niður skottið MAGNÚS Már Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri fjölskylduhátíðar- innar Halló Akureyri, segir að vissulega hafi ýmislegt mátt betur fara um helgina en hins vegar sé sú dökka mynd sem dregin var upp í fjölmiðlun ansi bjöguð. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ein nauðgun eða ein hnífstunga er einni nauðgun eða einni hnífstungu of mikið en það að gera hátíðinni skil með þessum hætti er dónaskap- ur við aðra gesti sem hingað komu og þeir voru um 10.000 talsins.“ Magnús Már segir að hátíðin hafi að mestu leyti tekist mjög vel en þó hafi áfengisdrykiqa verið of mikil. „Það er tvennt sem þarf að laga, fyrir það fyrsta sprungu tjald- stæðin þar sem unglingarnir voru og eins þarf að herða eftirlitið í miðbænum. Við buðum upp á ungl- ingadansleiki í Skemmunni en þeir voru vægast sagt illa sóttir. Bæði fannst unglingunum of dýrt inn og eins var of langt fyrir þau að fara úr miðbænum." Hlutimir víða til fyrirmyndar Magnús Már bendir á að mikið af fólki hafi gist á tjaldsvæðunum í Kjarnaskógi, á félagssvæði Þórs og í Húsabrekku og þar hafi hlut- irnir verið hreint til fyrirmyndar. „Það gleymist líka að við buðum upp á skipulagða dagskrá í mið- bænum, fjölskyldugarðurinn við sundlaugina var opinn alla helg- ina, og dagskrá var í Kjarnaskógi en það er ekki á það minnst að þessi atriði hafi farið vel fram.“ Aðspurður sagði Magnús Már að vissulega hefði mátt fjölga starfsfólki á tjaldsvæðinu við Þór- unnarstræti þegar fíóst var hvert stefndi strax á föstudagsmorgun. Eins hefði mátt senda hreinsunar- deildir inn á svæðið alla dagana og þá hefði svæðið ekki litið eins illa út á mánudag og raun bar vitni. Stærstahátíðin á íslandi Þeir aðilar sem að hátíðinni stóðu, héldu fund í gærmorgun, þar sem farið var yfir stöðuna. „Við látum engan bilbug á okkur finna, ekki síst vegna þess að við höfum fengið mikla hvatningu viðs vegar að. Við þurfum að endurskoða ýmis atriði en það er engin ástæða til þess að leggja niður skottið og þvert á móti munu menn, í samráði við bæjaryfirvöld, kanna mögu- leika á því að halda hátið hér að ári,“ segir Magnús Már.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.