Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 13 LANDIÐ Sigurður Sigmundsson GRÆNMETINU var haganlega komið fyrir á límtrésboga og brögðuðu margir á lostætinu. Syðra-Langholti - Það er óhætt að segja að verslunarmannahelg- in hafi verið friðsæl og frekar fámenn á Flúðum. Allmargt fólk tjaldaði þó á tjaldstæðinu á Flúð- um og einnig á Alfaskeiði en margir hröktust í burtu í vatns- veðrinu sem gekk yfir á laugai’- daginn. Margt fólk dvaldist í sumarbú- staðahverfunum fimm sem eru í sveitinni. Dagská á útivistar- svæðinu í Torfdal á Flúðum rask- aðist verulega vegna veðursins Friðsælt á Flúðum og hætta varðyið nokkur fyrir- huguð atriði. A sunnudaginn fór fram furðubátakeppni en siglt var á Litlu-Laxá. Gaf þar að líta margt furðulegt fleyið sem börn höfðu búið til, sum með aðstoð feðra sinna. Boðið var uppá gönguferðir í nágrenni Flúða, þá fór fram rat- leikur fyrir unga sem aldna svo eitthvað sé nefnt. A sunnudags- kvöld var settur upp stærsti „sal- átbar“ á landinu þar sem garð- yrkjubændur í Hrunamanna- hreppi sýndu framleiðslu sína og öllum sem vildu var gefinn kost- ur á að bragða á nýuppteknu grænmeti. Undir lokin var veg- legur varðeldur tendraður og slegið upp harmonikkuballi í fé- lagsheimilinu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Skipin loksins í öruggri höfn Blönduósi - Skipafloti Blönduósinga hefur loksins eign- ast alvöru heimahöfn. Þessum áfanga var náð skömmu fyrir helgina þegar lokið var við að ganga frá viðlegu- kanti við norðanverða bryggjuna. Brimvarnargarður var byggður norðan við bryggjuna í fyrra og í sumar hefur verið unnið að því að ljúka hafnarframkvæmdum. Því verki mun Ijúka í haust þegar lokið verður við að fullgera stálker við hafnarmynnið. Það var rækjuveiði- skipið Gissur hvíti sem fyrst lagðist að hinum nýja við- legukanti og Ingimundur gamli fylgdi í kjölfarið. 3.000 gestir á Neistaflugi Neskaupstað - Um 3.000 utan- bæjargestir sóttu hátíðina Neista- flug í Neskaupstað um helgina. Veðrið lék við gestina á laugardag og sunnudag og hátíðahöldin fóru fram með friði og spekt. Margir gestanna voru Austfirð- ingar eða brottfluttir bæjarbúar, og nánast allt fjölskyldufólk. Nokkur ölvun var á kvöldin og að næturlagi, en lítið bar á ölvun annars. Hátíðargestir höguðu sér vel og ekki kom til kasta lögregiu. Full dagskrá var frá hádegi fram til kl. 19 alla dagana, og dansleikir voru haldnir á kvöldin fyrir bæði unglinga og fullorðna. Fjölmenni fylgdist svo með loka- kvöldvöku og flugeldasýningu í skrúðgarðinum á sunnudagskvöld. ■: ‘ ■ ■■■■ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal SÓL og blíða var í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hvernig sjónvarpstæki fengirðu þér ef þú ynnir 44 milljónir í Víkingalottóinu? V I K I N G A L#T' 777 mikils að vinna! Alla miðvikudaga Jyrirkl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.