Morgunblaðið - 07.08.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 7
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
HJÓLABÁTURINN Farsæll frá Vík í Mýrdal.
aði ég akkeri og hringdi í mann-
skapinn í hinum bátnum okkar,
Fengsæl, og bað þá að sækja
okkur,“ sagði Gísli.
Hann sagði að Fengsæl væri
haldið úti til þess að sinna svona
tilfellum. „Það er eiginlega eina
tryggingin sem við höfum þegar
svona fer að hafa annan bát til
þess að kalla í. Það var komin
taug á milli bátanna 35 mínútum
eftir að drifskaftið brotnaði. Þeir
drógu okkur austur fyrir Reynis-
fjall og upp í fjöruna í Vík. Þar
var mun minna brim en þyngri
sjór var í Reynishverfi eins og
alltaf er eftir suðvestanátt,“ sagði
Gísli.
GÍSLI D. Reynisson, skipstjóri á Farsæl, heldur á brotnu drifskaftinu.
Ferðamennirnir
rólegir
Gísli sagði að ferðamennirnir
hefðu verið mjög rólegir meðan á
þessu stóð og tekið þessu með
jafnaðargeði. „Það fór hins vegar
að fara um þá þegar við komum
í land og þeir sáu allan viðbúnað-
inn. Þá runnu á þá tvær grímur,"
sagði Gísli.
Hann sagði að þetta hefði aldr-
ei áður gerst en fyrir mörgum
árum bilaði hráolíudæla úti á
rúmsjó í blíðviðri. Gísli sagði að
menn í landi hefðu kallað eftir
aðstoð Landhelgisgæslunnar og
kom TF-LÍF, þyrla Gæslunnar, á
staðinn. „Það var sjálfsögð örygg-
isráðstöfun því ef allt hefði farið
á versta veg stefndum við á sker-
in og því hefði verið gott að hafa
þyrluna þarna til þess að taka
fólkið. Báturinn hefði sjálfsagt
eyðilagst hefði hann lent í skeijun-
um en hann hefði líklega ekki far-
ið niður í einu vetfangi," sagði
Gísli.
Gísli sagði að fyrir nokkrum
árum hefði bólfæri flækst í skrúfu
bátsins. Gísli stakk sér þá í sjóinn
td þess að losa flækjuna með haka.
„Ég þurfti að fara aðeins í kaf til
þess að ná inn undir bátinn," sagði
Gísli.
Fjölmörg
innbrot í
Reykjavík
um helgina
TUTTUGU og þrjú innbrot voru
kærð til lögreglunnar í Reykjavík
um helgina, flest í heimahús, fimm
í fyrirtæki og tvö í bíla. Flest inn-
brotin voru í Vesturbæ og öll vest-
an Elliðaáa. Brotist var inn í íbúð-
ir m.a. við Reynimel, Hringbraut,
Efstasund, Baldursgötu, Tungu-
veg, Freyjugötu, Ásvallagötu, Há-
teigsveg og Austurbrún.
Meðal þess sem stolið var voru
myndavélar, skartgripir, hljóm-
flutningstæki, sjónvörp og áfengi.
Á einum stað var stolið skotvopn-
um. Samkvæmt upplýsingum frá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem
rannsakar málin, er í sumum til-
fellum ekki enn fyllilega ljóst
hveiju var stolið vegna þess að
húsráðendur eru að heiman.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Kópavogi var lögð
mikil áhersla á eftirlit í íbúðargöt-
um um helgina. Það virðist hafa
skilað nokkrum árangri því í gær-
morgun hafði ekki verið tilkynnt
um neitt innbrot þar í bæ um helg-
ina.
----»-■■»-♦-
Ólympíumót barna
í skák
Titilvörn
íslendinga
að hefjast
ÓLYMPÍUSKÁKMÓT fyrir skák-
menn 16 ára og yngri, fer fram
í Svartfjallalandi dagana 9.-18.
ágúst. ísland sendir lið til keppni
á mótið og hefur íslenska liðið
titil að verja því það vann þetta
mót á síðasta ári.
Keppt er í 4 manna sveitum
auk varamanns og skipa eftirtald-
ir íslenska liðið: Jón Viktor Gunn-
arsson, Einar Hjalti Jensson,
Bergsteinn Einarsson, Bragi
Þorfinnsson og Davíð Kjartans-
son. Fararstjóri er Haraldur Bald-
ursson.
ACCENT 5 dyra, 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum, samlitum stuðumm og lituðu gleri. Aukabúnaður á mynd, álfelgur og vindskeið.
Gerðu kröfur
Hyundai uppfyllir þær!
Þótt gerðar séu mismunandi kröfur
til bíla eru líklega allir á sama máli
um að nokkur atriði vegi þyngst.
# Útlit
Búnaður
Aksturseiginleikar
<S) Rekstrarkostnaður
Öryggisbúnaður
Endursöluverð
Hyundai stenst vel samanburð við aðra bíla hvað varðar
öll þessi atriði og þá er bara eitt eftir, verðið sem er
aðalatriðið þegar allt annað stenst samanburð
ocj nú Gýöót Hyunbaí á ótórtcekkuöu verðí
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum og umboðsmönnum um allt land
HYunoni
til framtíðar
JÍÍíWLn'
ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200
BEINN SlMI: 553 1236
SONATA 2000 sm3,140 hestöfl.
ELANTRA 1800 sm3, 128 hestöfl.