Morgunblaðið - 11.08.1996, Side 27

Morgunblaðið - 11.08.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 27 JÓHANN FRIÐÞÓRSSON óska þér velfarnaðr á þeirri leið, sem þú hefur nú lagt út á. Ástvinum þínum votta ég innilega samúð. Megi hinn Hæsti vera með þér nú og ævinlega. Bruno Hjaltested. Vinur okkar, Sveinn Ólafsson, er vaknaður til veruleikans, sem bíður allra handan jarðlífsins. Hann vissi eins og Einar, skáld, Bene- diktsson, að „heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem himinsins dýrð oss felur“. Hann mat kenningar sænska sjáandans Swedenborg (1688- 1772) svo mikils, að hann kynnti mörg verk hans og þýddi. Aðgengi- legasta verkið á þeim vettvangi hygg ég vera bók Helenar Keller, „Emanuel Swedenborg og eilífðar- trúin mín.“ Ég heimsótti Svein á spítalann eftir að hann hafði fengið hjarta- áfall. Hann var hinn rólegasti, en langaði á því stigi málsins til að fá svolítið svigrúm hérna megin til að ganga betur frá sínum málum. Eina vonin til þess var að fara í hjartaað- gerð. Hann vissi vel, að hvergi væri völ á færari læknum og hjúkr- unarfólki en hér á landi, svo að hann lagði í þetta ótrauður. En eft- ir aðgerðina, sem í fyrstu virtist ætla að skila árangri, kom í ljós, að ýmislegt hafði raskast, þannig að til lítils var að snúa hingað aft- ur. Ég veit, að Sveinn ákvað sjálfur að láta þessu lokið þegar fyrir lá að engin von væri um sæmilega heilsu. Hann gerði mér þann greiða síð- astan í lifanda lífi, að biðja Jóhönnu dóttur sína að senda mér bók, sem Leon S. Rhodes, vinur hans, fékk útgefna á þessu ári og fjallar um reynslu fólks, sem hefur næstum dáið, en snúið hingað aftur. Gallup- stofnunin gerði á því könnun hversu „sjaldgæf" þessi reynsla væri. Út- koman var reyndar sú, að í Banda- ríkjunum einum fundust um 8.000.000 frásagnir! Yfirleitt fannst fólkinu það vera utan jarðlíkamans og upplifa þar margt, sem skildi eftir bjargfasta sannfæringu um, að langt sé frá, að allt sé búið, þegar skilið er við hér. Við hjónin erum forsjóninni þakklát fyrir indæl kynni við Aðal- heiði og Svein gegnum árin. Við vitum að Aðalheiður er þannig gerð, að hún skynjar nálægð Sveins í andanum, þó að hann sé augum ekki sýnilegur. Og svo eiga þau börn, sem munu vel fyrir öllu sjá. Skarð verður samt eftir svo sterkan persónuleika sem Sveinn var, en þá er líka tilhlökkunarefni að hittast aftur á grænum grundum eilífðarinnar. Ekki er sama hvernig á er litið svo sem fram kemur í kvæði eftir Edwin Markham, sem Helen Keller vitnar til í bókinni sem Sveinn þýddi. Þom á rósarunna rifur hold Og liljan hímir föl í fúamold Og fiðrildisins litskrúð fýkur skjótt Hver dagur endar brátt í dauðans nótt Nei, nei! Á þymirunna þokkafull vex rós Og eyrar svartar prýðir liljan ljós Og fiðrildanna fegurð við þér skín Við ferðalokin bíður Drottinn þín! Úlfur Ragnarsson, læknir. + Jóhann Friðþórsson fæddist á Akureyri 10. ágúst 1940. Hann lést 28. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ás- kirkju 8. ágúst. Við fráfall Jóhanns frænda míns Friðþórssonar, koma upp í huga minn margar ljúfar minningar frá æskuárum okkar á Akureyri. Jóhann var sonur Fanneyjar Jó- hannsdóttur og Friðþórs Jakobsson- ar vélstjóra við Laxárvirkjun, móð- urbróður míns. Bróðir Jóhanns er Jakob, tvö hálfsystkini átti Jóhann, samfeðra, Hilmar, búsettur á Dal- vík. og Hólmfríði sem er látin. I desember 1943 kom Fanney frá Laxárvirkjun með drengina sína tvo í hús foreldra minna á Oddeyrar- götu. Friðþór var þá orðinn mjög veikur og lést í janúar 1944. Frið- þór móðurbróðir minn var elskaður af fjölskyldunni og lát hans mikið áfall. Mestur og sárastur var þó missir Fanneyjar og drengjanna ungu, og þurfti hún nú ein að ann- ast uppeldi þeirra. Hjá okkur í Odd- eyrargötu bjuggu þau næstu fimm árin, eða þar til þau fluttu í Möðru- vallastræti ásamt Aðalbjörgu systur Fanneyjar og móður þeirra, Onnu Aðalheiði. í sama húsi bjó Helga systir Fanneyjar og Sveinn Frí- mannsson ásamt dóttur og í næsta húsi Þórður bróðir þeirra og Signý kona hans ásamt dóttur. Þetta voru góðar og samheldnar fjölskyldur og nutu Jóhann og Jakob þess í ríkum mæli. Árin þeirra í Oddeyrargötu voru mér og foreldrum mínum gleðiár. Ég var stolt af þessum litlu frænd- um mínum og leit á þá nánast sem bræður mína og foreldrum mínum þótti afar vænt um þá. Jóhann var fallegur drengur, ljós- hærður, brúneygður og ljúfur í lund. Þeir bræður voru mjög samrýmdir og kom það snemma í ljós. Mér er alltaf minnisstætt atvik, er móðir mín fékk Jóhann „lánaðan" í heim- sókn til vinkonu minnar. Jóhanni var þar gefið sælgæti, hann horfði á sælgætið, leit síðan upp og sagði: „Ég á bróður heima“. Þannig var Jóhann. Síðar fluttu Fanney og Aðalbjörg til Reykjavíkur ásamt drengjunum. Þar lærði Jóhann bif- vélavirkjun og stundaði þá iðn sína til æviloka. Jóhann kvæntist Þórunni Eyjólfs- dóttur og eignuðust þau soninn Eyjólf, augastein foreldra sinna. Leiðir þeirra Þóru skyldu síðar. Jóhann frændi minn var dulur að eðlisfari og flíkaði ekki mjög til- finningum sínum, en hann var traustur og góður drengur, sem öllum vildi vel. Síðustu árin reynd- ust honum erfið á ýmsa lund, en hann átti ávallt öruggt skjól hjá móður sinni. Nú er hann horfinn, þessi góði drengur, til nýrra og bjartari heim- kynna. Við Björn og börnin okkar send- um Eyjólfí syni hans, elsku Fann- eyju, Jakobi, Báru og fiölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku frændi. Hanna Marta Vigfúsdóttir. Imm±m Krossar | áleiði I viöarTit og málaoir. Mismunandi mynshjr, vönduð vinna. Sími 8B3 8989 og 883 8736 + Mínar innilegustu þakkir til allra, sem studdu mig við andlát og útför sam- býlismanns mfns, ÁSVALDAR STEINGRÍMSSONAR. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks deildar 11E Landspítalans. Anna Sólveig Gunnarsdóttir. Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ARNBJÖRNS KRISTJÁNSSONAR, Mararbraut 19, Húsavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum á Sjúkrahúsi Húsavíkur fyrir góða umönnun og hlýju. Helga Benediktsdóttir, börn og fjölskyldur þeirra 101*10 t«toi & I 1 I 5 I i íDaCta úara blómiabúB/ Fersk blóm og skreytingar við öll tæfiifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fáftafeni 11, sími 568 9120 P I 5 | S Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfói 4 - Reykjavik sími: 587 1960 -fax: 587 1986 + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSGEIR ÞORSTEINSSON, lést að morgni 9. ágúst sl. Ásta Sigurðardóttir, Ragnar Örn Ásgeirsson, Jónina Ágústsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson, Ingibjörg Ásgrímsdóttir, Helga Ásgeirsd. Thorlacius, Einar Thorlacius, Sigurður Asgeirsson, Guðrún Zóphaniasdóttir Kristjana Laufey Ásgeirsdóttir, Ólafía Ásgeirsdóttir, Árni Rúnar Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR HANNAH, Georg V. Hannah, Eygló Geirdal, Bryndís Þ. Hannah, Gísli Thoroddsen, Guðmundur B. Hannah, Svandi's Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR RÖGNVALDSDÓTTUR LÍNDAL, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 1-A, Landakoti. Eiríkur Stefánsson, Grétar H. Óskarsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, sonar og bróður, JÓHANNS FRIÐÞÓRSSONAR bifvélavirkja, Álftamýri 54, Reykjavík. Eyjólfur Jóhannsson, Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, Fanney Jóhannsdóttir, Jakob Friðþórsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auð- sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra unnusta, föður, sonar, bróður og mágs, ÍSLEIFS HEIÐARS KARLSSONAR, Ástúni 8, Kópavogi. Heiður Hjaltadóttir, Hjalti Þór (sleifsson, Karl Stefánsson, Valborg ísleifsdóttir Guðrún Karlsdóttir, Guðjón Helgason, Herdfs Karlsdóttir, Árni Arnarson, Stefán Karlsson. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, SIGURBJARGAR INGIMUNDARDÓTTUR, Laugarnesvegi 118, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir mikilsverða umönnun. Fyrir hönd vandamanna, Ingimundur Sigurpálsson, Jóhann Steinar Ingimundarson, Hilmar Ingimundarson, Hallveig Hilmarsdóttir, Vala Guðný Guðnadóttir, Sigurbjörn Ingimundarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.