Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR Forysta Vestur- byggðar hittir heil- brigðisráðherra Farið fram á meira fé til sjúkra- hússins BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps ræða í dag við Ingibjörgu Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra vegna fjár- hagsvanda Sjúkrahúss og Heilsu- gæslustöðvar Patreksíjarðar. Útlit er fyrir um 10 milljóna króna halla á rekstri sjúkrahússins á þessu ári. Heilbrigðisráðherra tryggi meira fjármagn Að sögn Gísla Ólafssonar bæjarstjóra Vesturbyggðar telja sveitarstjórnar- menn óhæft að skerða þjónustu sjúkrahússins enn frekar en orðið er. Eingöngu sé hægt að ná fram 4-5 miiljóna króna spamaði í rekstrinum án þess að skerða þjónustuna veru- lega og verði því farið fram á það að heilbrigðisráðherra tryggi meira fjármagn til sjúkrahússins á þessu ári til að brúa bilið. Fyrr í sumar lagði Sigfús Jónsson rekstrarráðgjafi fram tillögur um breytingar á rekstri Sjúkrahúss Pat- reksfjarðar og Heilsugæslustöðvar Patreksfjarðar sem miðuðu að því að lækka rekstrarkostnað stofnan- anna um 12-13 milljónir á ári. Þess- ar tillögur voru unnar fyrir heilbrigð- isráðuneytið og stjórn Sjúkrahúss Patreksfjarðar, en síðan hefur sjúkrahússtjórnin hafnað tillögunum og látið vinna nýjar tillögur og lagt þær fyrir ráðuneytið. Fyrirhuguðum stjórnarfundi sjúkrahússtjórnarinnar í gær var fre- stað vegna fundar bæjarstjóm- armannanna og ráðherra í dag. -----♦ ♦ ♦------ A . Islending- ar eru í átt- unda sæti ÍSLENSKA sveitin er í áttunda sæti eftir sjöundu umferð á Ólympíuskák- móti barna 16 ára og yngri í Svart- fjailalandi. í sjöundu umferð tefldu íslending- ar gegn Ungveijum, og sigraði ung- verska sveitin með tveimur og hálf- um vinningi gegn einum og hálfum. Jón Viktor gerði jafntefli á fyrsta borði, Einar Hjalti á öðru borði og Bergsteinn á þriðja borði töpuðu sín- um skákum, en Bragi vann sigur á fjórða borði. Almannagjá lokuð vegna töku aug- lýsingamyndar EFSTI hluti Almannagjár var lokaður fyrir umferð ferða- manna í fyrradag og hluta gærdagsins vegna töku aug- lýsingakvikmyndar. Breska auglýsingafyrirtækið Lime- light og samstarfsfyrirtæki þess á Islandi, Saga film, sömdu við Þingvallanefnd um rétt til kvikmyndatöku í gjánni. Fyrirtækin munu leggja fram 350 þúsund króna frjálst framlag til gerðar ör- nefnakorts af Þingvöllum. Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra og formaður Þingvallanefndar, segir að ákveðið hafi verið að vel íhug- uðu máli að gefa leyfi til myndatökunnar. „Eg geri mér grein fyrir því að þetta er við- kvæmt mál og ég vil taka fram að ekki er verið að leigja út gjána, því hún mun ekki þekkj- ast í myndinni. Forsvarsmenn Saga film sögðu okkur að leyf- ið gæti ráðið úrslitum um hvort verkefnið fengist til landsins. Við viljum hlúa að íslenskri kvikmyndagerð og með þessu verkefni koma miklir peningar inn í landið." Björn segir að landverðir hafi fylgst með kvikmynda- tökunni allan tímann og að það hafi verið sett sem skilyrði að engu mætti raska og breyta í gjánni. „Við höfum staðið vel að þessu og ef reynt er að gera þetta tortryggilegt er það af illum huga gert og ekki af sanngirni." Aldrei leyft áður Hanna María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður og Þingvalla- prestur, segir að henni hafi verið tilkynnt um kvikmynda- tökuna fyrir viku. „Það er Þingvallanefnd sem ræður þessu en ef ég hefði fengið að ráða hefði kvikmyndatakan ekki verið leyfð. Ekkert þessu líkt hefur verið leyft hér áður og ég hef orðið vör við óánægju hjá íslenskum gestum hér vegna kvikmyndatökunn- ar, ekki vegna þess að þeir komist ekki í Almannagjá, heldur vegna þess að þetta er þeim helgur staður.“ Þrjátíu milljóna króna gjaldeyristekjur Saga film hefur að undan- förnu unnið að gerð margra erlendra auglýsingamynda hér á landi, á eigin vegum eða í samstarfi við erlendar aug- lýsingastofur og kvikmynda- fyrirtæki. Hjörtur Grétarsson, framleiðandi myndarinnar fyrir Saga film, segir að þeim hafi þótt slæmt að þurfa að taka í þjóðgarðinum. í mynd- inni segir frá ökuferð um ýmis konar landslag sem síðan endar við fordyri helvítis. Þar snýr ökumaðurinn við. „Við urðum að taka hérna því hvergi annars staðar er hamraveggur á báðar hliðar og vegur á milli. Ferðamenn taka þessu yfirleitt vel, Þjóð- veijarnir hafa til dæmis marg- ir gaman af að sjá nýja bílinn. Örfáir leiðsögumenn hafa kvartað, en við létum allar ferðaskrifstofur vita af þessu fyrirfram.“ Hjörtur segir að verkefnið færi íslendingum miklar tekj- ur. „Lauslega áætlað held ég að þetta skilji eftir þrjátiu milljónir króna í gjaldeyris- tekjur. Þijátíu til fjörutíu ís- lendingar vinna við þetta í tíu daga og við notum fjöldann allan af bílaleigubílum og þyrlu. Hótel, veitingastaðir, flugfélög og verslanir njóta einnig góðs af komu útlend- inganna sem starfa við kvik- myndatökurnar. Það verður líka framhald á þessu því í næstu viku kemur annar hóp- ur frá sama fyrirtæki til að vinna að enn stærra verkefni." Morgunblaðið/Halldór STARFSMAÐUR Saga film lokar leiðinni í Almannagjá fyrir leiðsögumanni og frönskum ferðamönnum í gær. Þeir fengu þó að lokum að ganga í gegn, framhjá kvikmyndatökumönnum. Kvikmyndamennirnir (t.h.) mynda hamraveggi í tilbúinni þoku. Auglýs- ingamyndin verður svarthvít og Almannagjá á ekki að þekkjast. Húsnæðisstofnun ríkisins veitir 186,4 milljörðum til húsnæðislána Tæpir tveir milljarðar í vanskilum í júlíbyijun Er tölva á heimilinu? Tegund? Hvar keypt? Tegund: Macintosh Power Macintosh PC 386 eða minni PC 486 Pentium 113,6% 110,6% Aðrar tegundir 9,4% Búnaðun — Keypt: ACOE2,7% JIÉI _ Geisladrif- " Módem Internetteng. 29,2% B.T.Tölvur □ 2,7% Einar J. Skúlason l£#r;. -'l 8,2% Nýherji l.c'" :~]15.4% Tæknival "~115,9% Örtölvutækni ^ 3,2% Radíóbúðin [-'■ ■■ ■ ,| 12,0% Tölvukjör 01,0% Annars staðar I \m. fSasaBS8f& 143,3% L NEYSLUKONNUN FELAGSVISINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir íslendinaar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Isl. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar þvl um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð i mannfjölda. HEILDARÚTLÁN Húsnæðis- stofnunar ríkisins 1. júlí sl. námu 186,4 milljörðum króna og höfðu aukist um 9^6 milljarða króna frá áramótum. I greinargerð um út- lán, skil og vanskil, sem lögð var fyrir stjórn Húsnæðisstofnunar í gær, kemur fram að skil hafa batnað frá áramótum en voru hins vegar betri á áramótum 1993 og 1994. Vanskil námu 1. júlí sl. 1.911 milljónum króna og hafa lækkað um tæpar 190 milljónir króna frá áramótum. Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins segir að sér sýnist allt stefna í rétta átt með skil. „Batn- andi skil hjá okkur síðustu misser- in tel ég að byggist á batnandi árferði, víðtækum skuldbreyting- um og frystingu um eins til þriggja ára skeið á afborgunum hjá þeim sem lent hafa í vandræðum og þeim mánaðarlegu afborgunum af húsnæðislánum sem hófust í árs- byrjun 1995,“ sagði Sigurður. I greinargerðinni segir að lík- legt sé að skuldbreytingar á van- skilum skuldara sem staðið hafa yfir frá því í október 1993 séu farnar að skila sér í minni vanskil- um. Vanskil eru skilgreind sem ógreiddar gjaldfallnar greiðslur sem eru þriggja mánaða og eldri. Afgreidd voru 420 skuldbreyting- arlán frá 1. janúar til 1. júlí 1996 en 283 færri skuldarar voru í van- skilum við stofnunina 1. júlí en 1. janúar 1996. Á síðasta ári voru afgreidd 1.075 skuldbreytingarlán og 307 árið 1994. Vanskil um 1% af heildarútlánum Vanskil nema samtals 1.911 milljónum króna, sem er um 1% af heildarútlánum stofnunarinnar. Um síðustu áramót voru vanskil 2.100 milljónir króna, sem var um 1,2% af heildarútlánum. Um áramótin 1993/1994 námu vanskil hins vegar um 0,9% af heildarútlánum. Heildarfjöldi lána er 135.766, þar af 97.503 hjá Byggingarsjóði ríkisins, 29.008 hjá húsbréfadeild og 9.255 hjá Byggingarsjóði verkamanna. Fjöldi lána hefur aukist hjá Byggingarsjóði verka- manna og húsbréfadeild en dregist saman hjá Byggingarsjóði ríkisins. 6.414 í vanskilum Heildarfjöldi lántakenda er 57.628 og hefur þeim fjölgað um 724 frá áramótum sem jafngildir 1,3% fjölgun lántakenda. Fjölgun lántakenda á öllu árinu 1995 var 2,7% en 3,3% á árinu 1994. Pjöldi lántakenda í skilum var 1. júlí sl. 51.214 en þeir voru 50.207 1. janúar sl. Fjöldi lántak- enda í vanskilum er 6.414, sem er um 11,1% af heildarfjölda lántak- enda. Til samanburðar voru 6.697 lántakendur í vanskilum 1. janúar sl. eða 11,8% af heildarfjölda lán- takenda en 7.220 í janúar 1995, eða um 13% af lántakendum. Samtals eru 6.414 lántakendur hjá stofnuninni með þriggja mán- aða vanskil, 3.699 með 6 mánaða vanskil og 1.969 með 12 mánaða vanskil 1. júlí 1996. I I I I i i l \ I-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.