Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 23 • • Orugg leikföng - Okkar mál Kveðja til heilsugæslu- stöðvarinnar Hellu AÐALSKOÐUN hf. hefur, með samningi við Löggildingarstofuna, tekið að sér markaðseftirlit með leikföngum og hættulegum eftirlík- ingum til næstu þriggja ára. Nú eru rétt tvö ár síðan reglu- gerð um öryggi leikfanga og hættu- legar eftirlíkingar leit dagsins ljós. Með hættulegum eftirlíkingum er átt við vöru sem líkist matvælum á einhvern hátt og hætta er á að neytendur, einkum börn, telji vera matvæli. Tilgangur reglna um öryggi leik- fanga er að tryggja að við eðlilega eða fyrir- sjáanlega notkun stefni þau ekki öryggi eða heilsu barna í hættu. Kröfur vegna markaðssetningar Á seinni árum hefur verið lögð rík áhersla á að leikföng sem eru á markaði séu ekki hættuleg notendum. Því hafa verið smíðaðir evrópskir staðlar um hönnun og framleiðslu leikfanga, og hafa þeir verið teknir upp á ís- landi (ÍST EN 71), Ekki má setja leikföng á markað á Islandi eða annars stað- ar í Evrópu nema þau séu hönnuð, framleidd eða prófuð í samræmi við þessa staðla. Hættuleg leikföng á markaði kalla, að er það tilkynnt Löggildingarstof- unni sem bannar sölu þess. Sé leik- fangið talið mjög hættulegt innkall- ar Löggildingarstofan áður seld ein- tök þess. íslenskur markaður Stundum er spurt af hveiju verið sé að setja slíkar reglur um öryggi leikfanga á íslandi og hafa eftirlit með þeim. Eru framleiðendur leik- fanga úti í hinum stóra heimi ekki fullfærir um að smíða hættulaus leikföng án þess að við séum að fylgjast með því. Svar- ið er að framleiðend- urnir eru misjafnir eins og þeir eru margir. Við viljum ekki stofna ör- yggi barna okkar í hættu og dæmin sýna að full þörf er á að fylgjast með öryggi leikfanga. í umræðum um þessi mál má heldur ekki gleyma þeim vax- andi atvinnuvegi á ís- landi sem smíði leik- fanga er. Með sam- ræmdum reglum um markaðssetningu leik- fanga eru gerðar sömu kröfur til íslenskra og erlendra framleiðenda. Þetta er nýr flötur á íslenskri leikfangasmíð og nokkuð sem íslenskir framleiðendur (og neytendur) verða að hafa í huga og nýta sér. Höft eða aukin tækifæri Bergur Helgason mati Bergs Helga sonar, á árvekni foreldra og annarra velunnara barna. Þannig er leitast við að tryggja að leikföng standist ákveðnar ör- yggis- og heilbrigðiskröfur. Fram- íeiðandi skal með samræmisyfirlýs- ingu, lýsa yfir að leikfang sem hann framleiðir uppfylli þessar kröfur. Framleiðandinn eða umboðsmaður hans þarf að vera skráður (hafa staðfestu) innan evrópska efna- hagssvæðisins. Framleiðendur utan efnahagssvæðisins þurfa að hafa einhvern aðila innan þess sem ber ábyrgð á leikfanginu. Merkingar leikfanga (CE-merki) Mikil áhersla er lögð á að hægt sé að rekja leikföng til framleiðanda þess. Því eru kröfur um að öll leik- föng skuli auðkennd með nafni eða merki framleiðanda eða heimilis- fangi. Einnig skulu öll leikföng sem sett eru á markað á íslandi vera merkt með CE-merki, en með því staðfestir framleiðandi þess að leik- fangið uppfylli viðeigandi örygg- iskröfur. Hafa ber í huga að CE-merkið er ekki gæðamerki sem staðfestir að um „gott, sterkt og endingar- gott“ leikfang sé að ræða heldur staðfesting framleiðanda að það uppfylli viðeigandi staðla um gerð þess og hönnun. Framkvænid eftirlitsins Markaðseftirlitið er unnið eftir fyrirmælum stjórnvalda, ýmist eftir úrtakslistum, sérstökum átaksverk- efnum eða ábendingum neytenda um hættuleg leikföng. Leikföngin eru skoðuð á vettvangi, í verslunum, hjá heildsölum, innflytjendum eða framleiðendum. Eftirlitið beinist jafnan að því að markaðssetning leikfanga sé í samræmi við reglur og að ekki séu á markaði hættuleg leikföng. Ef leikfang, sem talið er vera hættulegt, finnst á markaði Innan EES gilda samræmdar reglur um markaðssetningu leik- fanga. Þau leikföng sem íslenskir framleiðendur setja löglega á mark- að hérlendis, í samræmi við viðeig- andi reglur, eiga því greiða leið á markað annars staðar í Evrópu. I samræmingu reglna á þennan hátt felast aukin tækifæri og haftalaus aðgangur að stórum mörkuðum. íslensk leikföng, með séríslensk einkenni, gætu því í framtíðinni orðið útflutningsvara. Til þess að svo megi verða þarf hins vegar samstillt átak margra aðila. Árvekni neytenda Til að finna hættuleg leikföng á markaði geta neytendur orðið að miklu liði. Árvekni foreldra, systk- ina, afa, ömmu, frænda, frænku, vina og vandamanna er lykilatriði við að tryggja sem kostur er að ekki séu á markaði hérlendis hættu- leg leikföng. Vöndum val leikfanga sem við kaupum, lítum eftir CE- merkinu og merkingum framleið- enda. Aðalskoðun hf. tekur á móti ábendingum um leikföng sem neyt- endur telja hættuleg. Með árvekni og eftirfylgni stuðlum við að minnk- andi líkum á slysum vegna hættu- legra leikfanga. Höfundur er verkfræðingur hjá Aðnlskoðun hf. GÆÐAPLÖUJR FRÁ SWISS pavarac LOFTA PLÖTUR OG LfM Nýkomin sending EINKAUMBOÐ co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 553 8640 ÉG SÉ frá heilbrigð- isráðuneytinu að nú ætlar stjórnin á stöð- inni að sjá um að stað- an mín fyrrverandi verði auglýst svo annar læknir geti tekið við. Það er því að verða ljóst að enginn vilji er til þess að hlusta á þær óskir sem ég taldi að þyrfti að uppfylla til að ég gæti starfað þar áfram. Við höfum fylgst að í sjö ár og kannski rétt að líta yfir farinn veg. Áður en ég réð mig þurfti undirbúning. Sex ár í læknadeild og síðan starf í hálft annað ár á spítaladeildum til að fá lækningaleyfi. Eftir 3 ár frá próflokum fór ég utan í fram- haldsnám og lauk því eftir fjögur ár. Allan þennan tima var ég á lærlingslaunum og safnaði skuld- um. Ég var því orðinn 34 ára þegar ég mætti á stöðina. Kominn með réttindi sem sérfræðingur í heimilis- lækningum enda kennt að slíkt væri nauðsynlegt til að geta sinnt þessari frumþjónustu vel. Ég mætti búast við að þurfa að glíma við alls konar vandamál og ætlast væri til þess að 90-95% þeirra gæti ég leyst sjálfur því lítið gagn væri að því fyrir skjólstæðinga mína ef þeir þyrftu stöðugt að vera á þönum út fyrir sýslumörkin. Ég hef reyndar staðið í þeirri trú að störf mín hafi verið nokkuð farsæl. Ég sinni veikum og slösuðum, annast ungbarna- og mæðravernd og stunda forvarnir eins og segir í embættisbréfinu. Ég reyni að beita mér í almannavarnanefnd, þjón- ustuhópi aldraðra, heilbrigðisnefnd, stjórn sjúkrahússins og sinna elli- heimilinu. Ég reyni að þjálfa og fræða samstarfsfólk mitt og tek þátt í þjálfun sjúkraflutningsmanna og vegna þess að ég ber sjúkrabör- urnar er hægt að hafa einn sjúkra- bílstjóra. Ég reyni líka að taka þátt í starfi líknarfélaganna, reyndar kemst ég ekki nema yfir þijú. Að vísu reyndist um megn að gera þetta samhliða því að vera á sólar- hringsvakt allan mánuðinn því fjöl- skyldan var farin að mótmæla því að ég kæmi aldrei heim fyrr en seint á kvöldin. Þá hjálpuðumst við stjórnin að til að fjölga læknum á svæðinu og það tókst eftir 3ja ára harða baráttu. Fyrir þetta fæ ég 94.000 krónur í föst laun enda kominn með 20 ára starfsaldur og svo fæ ég 65.000 krónur fyrir þrískipta gæsluvakt. Við þetta bætast verktaka- greiðslur. Meðalgreiðsl- an á vaktklukkustund er um 183 krónur. Sumar vaktir eru róleg- ar og þá verður verk- takagreiðslan engin, en stundum er enginn svefnfriður. Ef erindi er afgreitt gegnum síma fæ ég ekkert en þurfi að fara á staðinn getur greiðslan orðið meiri og auðvitað er alltaf unnið daginn eftir. Ég verð að viðurkenna að þetta fínnst mér of lítið. Mér sýnist að bæði rafvirk- inn og píparinn rukki mig meira, en Mig svíður sárast, segir Þórir B. Kolbeinsson, að núverandi ástand kemur niður á skjól- stæðingum mínum og vinum. auðvitað hafa þeir iðnnám að baki. Æskuvinir mínir sem fóru beint út á vinnumarkaðinn eru löngu búnir að koma sér upp húsnæði og öllu sem fylgir, ég er enn að harka. Ég hlýt að spyija mig hvort ég vilji hafa þetta svona fram að starfslokum og enda með lágan líf- eyri sem eingöngu er reiknaður af fastalaunum. Mig langar ekki að vinna alltaf frameftir og vera á þrískiptum vöktum. Fjölskyldan er reyndar búin að sætta sig við stöð- ugar símahringingar og að ég hverfi skyndilega í vitjun og pabbi komist því miður ekki með, hann sé á vakt. Mér finnst skrýtið að ætla mér að bera ábyrgð á Öllu sem fram fer á stöðinni en teljast samt ekki yfir- læknir. Mér finnst skrýtið að þurfa að leggja til bíl sem verður að vera nógu öflugur til að ég geti komist í erfiðar sjúkravitjanir í erfiðu færi og vera ætíð til taks í bráðaútköll. Greiðsluframlag ríkisins vegna þessa er langt undir rekstrarkostn- aði bílsins. Síðan verður að vera til annar bíll fyrir fjölskylduna. Ég reyni að fylgjast með í mínu fagi með því að fara á þau fræðslunám- skeið sem ég kemst yfir og lesa fagtímarit. Að vísu er erfitt að finna tíma og peninga í þetta en mér finnst nauðsynlegt að halda við þeirri ijárfestingu sem kerfið hefur sett í mig og ég mundi annars daga uppi sem nátttröll á tímum örra framfara. Ég reyndi að biðja menn að hlusta á óskir mínar um nauðsyn- legar úrbætur á kjörum en kurteis- legar beiðnir mínar hafa verið af- greiddar þannig að nú hafa þeir sem áður voru metnir lægri, samkvæmt því námsmati sem raðað er eftir í launaflokka, skotist langt fram úr mér. Á sama hátt hafa ábendingar mínar um það sem betur mætti fara í heilsugæslunni verið hunsað- ar. Ég taldi því að ég ætti ekki annars úrkosta en segja upp, 126 aðrir félagar mínir fóru eins að - skyldum við allir hafa rangt fyrir okkur? Nú heyri ég að þið viljið fá ann- an lækni. Kannski duglegan lækna- nema eins og landlæknir taldi að gæti sinnt heilum landsfjórðungi þar til læknanemar sáu sjálfír að slíkt er ábyrgðarleysi og hættu? Kannski nýútskrifaðan kandidat sem er allur af vilja gerður en vant- ar dálitla reynslu sem íbúarnir hér munu reiðubúnir að miðla honum? Eða kannski sérfræðing í einhverri undirgrein læknisfræðinnar sem er vanur spítalaumhverfinu og reynir að flytja sig í nágrenni spítalans eins fljótt og hægt er? Þetta mun sennilega verða vinsælt og skapa tilbreytingu meðal íbúanna. Von- andi rekast þessir framtíðarlæknar ekki á þessi vandamál sem ég hef glímt við, þá kynni sagan að endur- taka sig. Ég óska ykkur góðs gengis og þakka samfylgdina. Ég verð senni- lega að reyna fyrir mér annars stað- ar þar sem ég er meira metinn. Það sem mig svíður sárast er að núver- andi ástand kemur niður á skjól- stæðingum mínurn og vinum, von- andi leysist það sem fyrst. Fyrir ráðherra heilbrigðismála eða fjár- mála þýðir ekki að reyna að segja að ég sem einstaklingur beri ábyrgð á því neyðarástandi sem er að skap- ast nú hálfum mánuði eftir að ég lauk störfum. Ég hélt þessu gang- andi í sjö ár en nú er komið að yfirvöldum að axla þá ábyrgð sem alltaf hefur verið þeirra og sjá þegn- um þessa lands fyrir bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á, eins og segir í landslögum. Höfundur er fyrrverandi heilsugæslulæknir á Hellu. Þórir B. Kolbeinsson Vöxtur - frjósemi - langlífi Sumar, vetur, vor og haust Nýjar umbúðir High-Desert drottningarhunang, ferskt og óunnið, er undursamlegt náttúruefni sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Drottningarhunang er án efa fullkomnasta fjölvítamín og steinefnaforði sem maðurinn hefur aðgang að. Ferskt lífrænt drottningarhunang inniheldur m.a. B(6) og B(12) fjörefni B6 fjörefni Hjálpar til við að melta fæðu og við efnaskipti á eggjahvltu og fitu, sérstakfega við efnaskipti á nauðsynlegum fitusýrum. Kemur mörgum hvötum og hvatakerfum í gang. Það tekur þátt í framleiðslu á mótefnum, sem verja líkamann verði hann fyrir innrás gerla. Lifsnauðsynlegt fyrir samrunamyndun og rétta virkni kjarnasýranna DNA og RNA. Það hjálpar til að taugakerfi og heili starfi eðlilega. Það er mikilvægt fyrir fjölgunarferli og heilbrigði á meðgöngutíma. Kemur í veg fyrir taugaveiklun og húðsjúkdóma, svo sem gelgjubólur. Það veitir vörn v/ð hrörnunarsjúkdómum, svo sem ofmiklu kólesteróli, sumum tegundum hjartasjúkdóma og sykursýki. Það kemur í veg fyrir tannskemmdir. Það hefur verið notað sem náttúrulegt þvagörvunarlyf. Sumar rannsóknir sýna að það getur hindrað eða dregið úr flogaveikiköstum. Það hjátpar til að koma í veg fyrir og bæta úr bjúgi fyrir tíðir; það er líka áhrifaríkt við offitu sem stafar af vökva sem safnast fyrir í líkamanum. B6 fjörefnið stjórnar jafnvæginu milli salts og ka/is í likamanum, sem er gífurlega mikilvægt fyrir lífsnauðsynlega líkamsstarfsemi. B12 fjörefni Það er lífsnauðsynlegt fyrir framleiðslu og endurnýjun rauðra blóðfruma. B12 kemur í veg fyrir blóðleys/. Það örvar vöxt barna. B12 tekur þátt í mörgum lífsnauðsynlegum efnaskipta- og hvataferlum. Útsölustaðir: BlómavaI, Sigíúni, Reykjav/k og Akureyri. Hagkaup Kringlunni Heilsuhúsið, Kringlunni og Skólavörðustíg Sjúkranuddstofa Silju, Huldubraut 2, Kóp. Kornmarkaðurinn, Laugavegi 27, Reykjavík Heilsuhornjð, Akureyri. Kaupfé/ag Árnesinga, Selfossi. Hollt og gott, Skagaströnd. Heilsukofinn, Akranesi. Heilsubúð/n, Hafnarfirði, Studio Dan, ísafirði. Apótek Keflavíkur Kaupfélag Stöðf/rðinga, Breiðdalsvík Lyfja hf., Lágmúla 5 Lyk/i/ hf„ Egilsstöðum Lykill hf„ Reyðarfirði V/ðarsbúð, Fáskrúðsfírð/ Hornabær, Höfn Hornafrið/ Versl. Kauptún, Vopnaf/rð/ Sendum í póstkröfu um land allt. Borgarkringlunni, 2 hæð, símar 854 2117 & 566 8593.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.