Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 VIÐSKIPTI MORGU NBLAÐIÐ Hlutabréfaeign Þróunarfélagsins hækkaði um 48,6% fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður nam 224 milljónum ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf skilaði 305 millj- óna króna hagnaði fyrir skatta fyrstu sex mán- uði ársins. Þegar tillit hefur verið tekið til reik- naðrar tekjuskattsskuldbindingar og eignar- skatts að fjárhæð 81 milljón króna nemur hagn- aður tímabilsins 224 milljónum. Á öllu síðasta ári nam hagnaður félagsins 224 milljónum króna fyrir skatta og 221 milljón eftir skatta. Hlutabréf í eigu Þróunarfélagsins hafa hækkað mjög í verði á árinu og segir Hreinn Jakobsson, framkvæmdastjóri félagsins, að gengishagnaður hlutabréfa þess hafi alls numið 290 milljónum króna á tímabilinu. „Hlutabréfa- eignin hefur hækkað um samtals 48,6% og vega þar þyngst hækkanir á hlutabréfum, skráðum á Verðbréfaþingi en þau hækkuðu um Gengishagnaður hlutabréfa félagsins nam 290 milljónum króna 54,6%. Til samanburðar má geta þess að hluta- bréfavísitalan hækkaði um 38,5% á sama tíma- bili. Hinn 30. júní átti félagið hlutabréf í 45 fyrirtækjum og þar af voru 20 skráð á Verð- bréfaþingi íslands. Heildareignir félagsins námu 1.588 milljónum króna og er 58% eigna í hlutabréfum, 35% í skuldabréfum og 7% í öðrum eignum. „Fjárhagsstaða félagsins er traust og nemur eigið fé 1.303 milljónum króna eða um 82% af heildareignum. Hlutafé er 850 milljónir og innra virði bréfanna 1,53,“ segir Hreinn. Hlutafé Þróunarfélagsins var aukið um 43 milljónir króna í maí síðastliðnum með sölu nýrra hlutabréfa á genginu 1,16. Síðustu við- skipti á Verðbréfaþingi með hlutabréf í félaginu urðu í gær á genginu 1,65 og hafa þau hækk- að um 42% frá því í útboðinu. Hreinn segist vera mjög sáttur við afkomu félagsins. „Hlutabréfamarkaðurinn endurspegl- ar þann uppgang, sem er nú í íslensku atvinnu- lífi. Erfitt er hins vegar að spá fyrir um afkom- una síðari hluta ársins en hún ætti að haldast sæmileg ef efnahagsskilyrði verða eins góð og þau hafa verið að undanförnu." ÁRNES HF. , uJ MTtNBL ‘ Ur milliuppgjöri 1996 Jan.-júní Jan.-júní *Móður- félag Rekstrarreikningur Mnijónír króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 934 682* +37% Rekstrargjöld 825 570* +45% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og afskr. 109 112* ■3% Fjármagnsgjöld 31 26* +19% Afskriftir 62 53* +17% Hagnaður tímabilsins 16 36* -56% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 ‘96 31/12 '95 Breyting i Einnir: \ Veltufjármunir 441 301 +47% Fastafjármunir 821 843 -3% Eignir samtals 1.262 1.144 +10% I Skuidir oo eiaið fé:\ Skammtímaskuldir 616 533 +16% Langtímaskuldir 574 557 +3% Eigið té 73 54 +35% Skuldir og eigið fé samtais 1.262 1.144 +10% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 5,8% 4,7% Veltufjárhlutfall 0,72 0,56 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 61 60* +2% Hagnaður Árness 16 milljónir Verri afkoma fiskvinnslu skýr- ir minni hagnað Samkeppnisstofnun Kannar kjör blaðainnflytjenda hjá Flugleiðum Nýrfor- stjóri Celite Islands hf. • RANNVEIG Jónsdóttir hefur verið ráðin forstjóri skrifstofu Ce- lite íslands hf. sem annast alla sölu á kísilgúr frá Kisiliðjunni við Mývatn en 13. ágúst varð fyrir- tækið 30 ára og verður þess minnst um næstu helgi. Rannveig er fædd á Akureyri 17. ágúst 1964. Hún varð stúdent frá M.A. 1984 og fluttist þá til Húsavíkur og hóf störf hjá Man- ville hf. en nafninu var breytt í Celite ísland hf. árið 1991. Rann- veig er gift Aðalsteini Rúnari Gunnarssyni og eiga þau tvær dætur. Höfuðstöðvar Celite í Evrópu eru í París en aðalstöðvarnar eru í Lompac í Kaliforníu þar sem jafnframt eru stærstu kísilgúr- námur í heimi. Húsavíkurskrifstof- an sér um dreifingu kísilgúrs til Evrópulanda og einnig til Sádi- Arabíu og Afríku. Kísilgúrinn er fyrst og fremst síunarefni notað til síunar á hvers kyns vökvum svo sem vatni, bjór, víni og olíu. Einnig er hann notaður sem fylliefni t.d. í málningu, plast, pappír, krem og til lyfjaframleiðslu. Forstjóri skrifstofunnar hefur lengst af verið Höskuldur A. Sig- urgeirsson sem nú lætur af störf- um vegna aldurs. ------»♦ »------- Hlutabréf Þingvísital- an lækkar um 1,2% LÍFLEGT var á hlutabréfamarkaði í gær og námu heildarviðskipti dagsins um 70 milljónum króna. Hlutabréf nokkurra fyrirtækja lækkuðu í verði og við það lækkaði þingvísitalan um 1,2% Hlutabréf lækkuðu mest eða um 16% í Þormóði ramma hf. og um 14% í Haraldi Böðvarssyni hf. er fréttir bárust af því að viðræðum um samruna fyrirtækjanna hefði verið slitið. Viðskipti urðu með hlutabréf í Þormóði ramma fyrir 6,5 milljónir króna að markaðsvirði og var lokagengið 4,25. Viðskipti urðu með hlutabréf í HB fyrir 7,3 milljónir að markaðsvirði og var lokagengi bréfanna 4,50. Mest viðskipti urðu með hluta- bréf í SR-mjöli eða fyrir 20,8 millj- ónir króna að markaðsvirði. Loka- gengi bréfanna var 3,0 eða tveimur punktum lægra en daginn áður. Hlutabréf í Marel héldu áfram að lækka og var lokagengi þeirra skráð 10,50 eða tæpum 5% lægra en daginn áður. Leiðrétting á markaðnum „Það kveður við nokkuð nýjan tón á hlutabréfamarkaði með þess- ari lækkun þingvísitölunnar," sagði Halldór Friðrik Þorsteinsson, viðskiptafræðingur hjá Kaupþingi, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Markaðurinn er að leiðrétta sig enda var gengi hlutabréfa í nokkr- um fyrirtækjum orðið vel hátt. Á móti kemur að önnur fyrirtæki standa í stað eða hækka og því er ekki hægt að tala um almenna lækkun. Meginskýringin á lækkun vísitölunnar er lækkunin í HB og Þormóði ramma. Lækkanirnar nú hafa tilhneigingu til að smita út frá sér og gera suma fjárfesta óró- lega.“ HAGNAÐUR Árness hf. og dóttur- félags þess í Hollandi, Árnes- Europe, nam 16 milljónum fyrstu sex mánuði ársins. Er það 56% minni hagnaður en á sama tíma í fyrra en þá nam þagnaðurinn 36 milljón- um króna. í rekstartölum frá fyrra ári eru einungis tölur frá móðurfyrir- tækinu. Allar helstu lykiltölur úr milliuppgjöri samsteypunnar,'Árnes og Árnes-Europe, koma fram á meðfylgjandi korti. Velta móðurfyrirtækisins var 825 milljónir á fyrri árshelmingi en 682 milljónir á sama tímabili í fyrra sem er 21% hækkun á milli ára. í frétt frá Árnesi kemur fram að aukningin skýrist af meiri tekjum fiskvinnslu einkum vegna aukinnar humar- og loðnufrystingar. Breytingar á gengi Að sögn Ingibjargar Ketilsdóttur, fjármálastjóra Árness, skýrist minni hagnaður af minnkandi afla og einn- ig vegna mun verri afkomu almennr- ar fiskvinnslu félagsins en í fyrra. „Við erum að sjálfsögðu ekki hress með þessa fyrstu sex mánuði ársins en þetta kemur ekki mikið á óvart ef afkoman er borin saman við af- komu annarra fyrirtækja í fisk- vinnslu. Árnes selur afurðir sínar einkum í Evrópu og Japan en gjaldmiðlar þar eru almennt lægra skráðir gagnvart íslensku krónunni en í fyrra og skýrir það að miklu leyti verri afkomu fiskvinnslunnar. Við erum hæfilega bjartsýn á af- komu fyrirtækisins á síðari árshelm- ingi og vonum að það sama gerist ekki í ár og gerðist í fyrra, að gengi gjaldmiðla í okkar sölulöndum lækki þegar líður á árið,“ segir Ingibjörg. Árnes gerir út fjóra báta og rekur frystihús á Dalvík, Stokkseyri og í Þorlákshöfn. Afli bátanna dróst saman um 10% að verðmæti milli ára þrátt fyrir að í maí og júní í fyrra stæði yfir verkfall sjómanna. Ingibjörg segir að fyrirtækið sé sérhæft í kolavinnslu „en mun minni kolagengd er á veiðisvæði okkar í ár. Bátarnir hafa verið mun meira á sjó en veiðin sé einfaldlega minni og þá sérstaklega langlúruveiðin." Eigið fé samsteypunnar nam 73 milljónum í lok júní sem er 35% hækkun frá síðustu áramótum. Eig- infjárhlutfallið hækkaði úr 4,70% í 5,80% _á sama tímabili. Gengi hluta- bréfa Árness var skráð 0,90 um síð- ustu áramót en 1,50 í gær sem er 67% hækkun. EINAR Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Hins íslenska boðfé- lags, hefur óskað eftir að Sam- keppnisstofnun kanni ástæður hækkunnar flutningskostnaðar á erlendum dagblöðum sem varð um áramót hjá Flugleiðum. Einar telur að hugsanlega séu tengsl milli þessarar hækkunar og þess að einn hluthafi helsta sam- keppnisfyrirtækis hans, I.B. blaða- dreifingar, starfi hjá Flugleiðum. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir ásakanirnar raka- lausan þvætting og að Hið íslenska boðfélag njóti sömu kjara og aðrir þeir sem flytja frakt með flugi. Þúsund prósent hækkun? í fréttatilkynningu sem Einar Guðjónsson sendi frá sér segist hann hafa orðið að hætta innflutn- ingi á þýskum dagblöðum vegna um þúsund prósent hækkunar flutningskostnaðar. Innflutningur á 20 kílóum af dagblöðum, sex daga vikunnar, myndi á þessum kjörum kosta árlega á sjöttu millj- ón króna. Ennfremur segir að Flugleiðir „hafi ekki verið til við- Fyrirtækið ber af sér sakir New York. Reuter. BANDARÍSKA öryggismálastofn- unin ætlar að fara fram á, að dóms- málaráðuneytið sekti Honda-fyrir- tækið fyrir að hafa leynt göllum í bílbeltum í bílum, sem framleiddir voru á árunum 1986-’91. Kom þetta fram í tímaritinu USA Today í gær. Þessar ásakanir má rekja til þess, að á síðasta ári voru innkallaðir 8,9 milljónir fólksbíla og lítilla vöruflutn- ingabifreiða frá Honda og nokkrum öðrum bílaframleiðendum, fsem allir notuðu bílbelti frá japanska fyrir- tækinu Takata. Þá hafði komið í ljós, að stundum opnaðist sylgjan eða beltislásinn skyndilega og stundum kom fyrir, að hann vildi hvorki læs- ast né opnast. Bandaríska umferðaröryggis- ræðu um kjör sem varan gæti mögulega borið og fyrirtæki í sam- keppnisrekstri virðast njóta“. „Rakalaus þvættingur“ Einar Sigurðsson segir að þegar Hið íslenska boðfélag hafi fyrst byrjað að flytja inn erlend dagblöð hafí Flugleiðir boðið því sérstök kjör til að styðja þetta framtak í upphafi. „Það var samt ljóst að einhvern tíma kæmi að því að fé- lagið þyrfti að borga venjuleg gjöld. Við getum ekki tekið að okkur að niðurgreiða rekstur hjá ákveðnum fyrirtækjum. Það að einn starfsmaður okkar hafi haft áhrif á fraktgjöldin er rakalaus þvættingur. Hjá Flugleiðum starfa mörg hundruð manns og á einn eða annan hátt eru þeir sennilega tengdir öllum fyrirtækjum á land- inu. Við látum ekki slík tengsl ráða viðskiptakjörum.“ Guðmundur Sigurðsson, for- stöðurriaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir að fundað hafí verið með Flugleiðum vegna málsins og von sé á skrifleg- um skýringum fyrirtækisins. stofnunin telur, að Honda hafi vitað af þessum galla áður en hafín var opinber rannsókn á málinu 1994. Er ástæðan meðal annars sú, að Honda ábyrgðist beltin meðan bílinn entist og hafði því skrár yfir allar kvartanir, sem bárust þeirra vegna. Ekki kvartað óeðlilega mikið yfir beltunum Samkvæmt lögum verða bíla- framleiðendur að skýra yfirvöldum strax frá göllum, sem koma upp í bílunum, en talsmenn Honda segja, að ekki hafí verið kvartað óeðlilega mikið yfir beltunum. Séu kvartan- irnar fleiri, megi rekja það til ábyrgðarinnar. Af þessum 8,9 milljónum bíla, sem voru innkallaðir, seldi Honda meira en þijá milljónir. Að sögn talsmanna þess hafa 600.000 bíl- eigendur komið til að fá skipt um eða gert við bílbeltin. Bandaríska öryggismálastofnunin Vill sekta Honda vegna bílbelta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.