Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 21
LISTIR
^ Reuter
Ahorfandinn
HAYDEN Chisliolm flytur
tónlistargerning í Nýlista-
safninu á laugardag.
Gerningur í
Nýlista-
safninu
NÝSJÁLENSKI tónlistarmaðurinn
Hayden Chisholm flytur tónlistar-
geming í Nýlistasafninu, Vatnsstíg
3b, laugardaginn 17. ágúst kl. 21.
Chisholm flytur eigin spuna á sópr-
ansaxófón, didgeridoo og rödd ásamt
þjóðlegri tónlist frá Makedóníu,
Grikklandi og Skotlandi, yfirtónasöng
frá Tíbet og áströlsku didgeridoo.
Hayden Chisholm gaf nýlega út
sinn fyrsta geisladisk, „Circe“. Að-
gangur er ókeypis og allir velkomnir.
Djass og blús á
Selfossi
UM helgina verður haldin djass- og
blúshátíð á Selfossi. Hátíðin hefst á
blústónleikum í Inghóli í kvöld, föstu-
dagskvöld. Þar munu troða upp með-
al annars Andrea Gylfadóttir, Dæg-
urlagakombóið, Blúsband Árna Óla
og Blúsbandd Björgvins Gíslasonar.
Annað kvöld, laugardagskvöld, eru
djasstónleikar á Hótel Selfossi. Þar
koma fram sunnlenskir harmonikku-
leikarar, Kombó Sigurðar Hafsteins-
sonar, Band míns fóður, Kvartett
Kristjönu Stefánsdóttur og Tríó Bjöms
Thoroddsen ásamt Agli Ölafssyni.
Á eftir báðum tónleikunum verður
opin „djamsession" og eru tónlistar-
menn hvattir til að mæta með hljóð-
færi sín. Tónleikarnir hefjast kl. 22
og kostar miðinn 1.000 kr. fyrir hvort
kvöld, en 1.700 kr. ef keyptur er
miði á báða tónleikana.
Gluggasýning á
leirmunum
DAGANA 16. ágúst til 1. september
stendur yfir kynning á verkum Arn-
fríðar Láru Guðnadóttur í Sneglu
listhúsi. En Amfríður Lára hefur
nýlega sett á laggirnar eigin vinu-
stofu „leirsmiðjuna Fjörustein" að
Miðbraut 1, Seltjarnamesi.
Snegla er á horni Grettisgötu og
Klapparstígs og er opið frá kl. 12-18
mánudaga til föstudaga og kl. 10-14
á laugardögum. Auk þess verður
opið aðfaranótt 18. ágúst kl. 21-3.
Hádegistónleik-
ar í Hallgríms-
kirkju
SÆNSKI orgelleikarinn Gunnar Id-
enstam leikur á orgelið í Hallgrím-
skirkirkju í hádeginu á morgun, laug-
ardag. Hádegistónleikarnir em
haldnir í tengslum við tónleikaröðina
Sumarkvöld við orgelið sem haldin
er í fjórða skiptið í sumar og er að-
gangur ókeypis.
Idenstam mun leika verk eftir
Bach auk þess sem hann leikur af
fingmm fram. Gunnar Idenstam leik-
ur einnig á tónleikum í Hallgríms-
kirkju á sunnudaginn kl. 20.30.
Harpa sýnir
vatnslitamyndir
HARPA Björnsdóttir myndlistar-
maður opnar sýningu í Gallerí Sjón-
arhóli, Hverfisgötu 12, á morgun
laugardag kl. 20. Verkin sem Harpa
sýnir em vatnslitamyndir unnar á
síðustu tveimur árum.
Þetta er 18. einkasýning Hörpu,
en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda
samsýninga heima og erlendis.
Björk í Slunkaríki
BJÖRK Sigurðardóttir opnar sýn-
ingu í Slunkaríki á ísafirði, laugar-
daginn 17. ágúst kl. 16.
Sýningin stendur yfir frá 17. til
30. ágúst og er opin á fimmtudegi
til sunnudags frá kl. 16-18.
ÁHORFANDI fylgist með mót-
tökuathöfn og skrúðgöngu í Sydn-
ey í Ástralíu, þar sem áströlsku
Ólympíufararnir voru boðnir vel-
komnir heim. Hefur þessi áhorf-
andi skipað sér í hásæti á einum
vængja Óperuhússins í borginni.
Húsið var teiknað af danska arki-
tektinum Jörn Utzon og var reist
á árunum 1959-73 og stendur á
áberandi stað við innsiglinguna í
höfnina. Þakið er klætt með hvít-
um og drapplitum leirflögum og
er hæsti vængur þess rúmlega 70
metrar. í húsinu er tónleikasalur
sem tekur um 2.700 manns í sæti
og óperusalur þar sem rúmast
1.530 áhorfendur.
Helför úr
himíngeimi
KVIKMYNPIR
licgnboginn, Laugar-
ásbíó, Háskölabíó,
Stjörnubíó, Borgar-
bíó á Akurcyri
ID4 - „INDEPENDENCE
DAY“ ★ ★ ★
Leikstjóri: Roland Emmerich. Handrit:
Emmerich og Dean Devlin. Framleiðandi:
Devlin. Kvikmyndataka: Karl Walter Lind-
enlaub. Tónlist: David Arnold. Aðalhlutverk:
Bill Pullman, Jeff Goldblutn, Will Smith,
Robert Loggia, Margaret Colin, Randy Qua-
id, James Rebhorn, Judd Hirsch og Harvey
Fierstein. 20th Century Fox. 1996.
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR eða ID4
eða „Independence Day“, eða hvað
svosem þið viljið kalla myndina, hef-
ur óneitanlega allt til að bera sem
prýða má góðan sumarsmell og met-
sölumynd ársins svo ekki sé talað
um væntanlega eina af aðsóknar-
mestu myndum sögunnar. Fréttir af
ótrúlega góðu gengi hennar í Banda-
ríkjunum hafa dunið á heimsbyggð-
inni en hún hefur slegið hvert að-
sóknarmetið á fætur öðru. ID4 verð-
ur frumsýnd í dag í öilum kvik-
myndahúsum Reykjavíkur nema
Sambíóunum og einnig á Akureyri.
Engin ein mynd hefur hlotið aðra
eins virkt hér á landi.
I myndinni ráðast geimverur á
ofboðslega stórum geimskipum á
jörðina og hefja útrýmingu mann-
kyns en lítill hópur Bandaríkjamanna
undir stjóm forseta síns reynir að
finna höggstað á geimskipaflotanum.
Myndin bíður uppá óteljandi tækni-
brelluatriði, stórkostlega eyðilegg-
ingu borga og bygginga, sem minnir
á stórslysamyndir fyrri ára, hetjuleg-
ar aðgerðir manna á jörðu niðri
(myndin er innblásin af bandarískri
hetjulund og þjóðerniskennd og það
skýrir talsvert gengi hennar vestra),
geimverur sem brotlenda á jörðinni
og myrka en kitlandi heimsendatil-
finningu. Myndin veltir líka upp
spurningu sem hangir í loftinu eins
og óvinageimfar; getur þetta gerst?
Gott og gamaldags bíó
En fyrst og fremst býður ID4 upp
á gott og gamaldags bíó þar sem
stærðir og hlutföll skipta máli og
breidd og hæð kvikmyndatjaldsins
fær notið sín. Myndbandabyltingin
hefur í gegnum árin haft í för með
sér að bíómyndir hafa verið minnkað-
ar til að passa í sjónvarpið með sínum
endalausu nærmyndum og þröngt
skorna myndsviði. ID4 hefur bíóið
aftur til vegs og virðingar. Hennar
verður ekki notið til fulls nerfla í
kvikmyndahúsi. Og fólk vill greini-
lega alvöru bíó. Síðasta mynd sem
naut sín á stóru tjaldi var Júragarð-
urinn og hún varð ein af aðsóknar-
mestu myndum sögunnar. ID4 ber
skýr skilaboð til kvikmyndagerðar-
manna; finnið aftur bíóið sem þið
hafið týnt niður í hinum þreytandi
og nærskorna auglýsinga- og tónlist-
armyndbandastíl.
Stærðin á geimskipunum í ID4 og
eyðileggingarmáttur þeirra gefur
myndinni nýtt og ferskt yfírbragð. í
því liggur frumleiki hennar. Við höf-
um ekki séð svona lagað áður í bíó.
Það er skelfilega myndrænt og leik-
stjórinn, Roland Emmerich, beitir því
til hins ýtrasta. Skuggi gjöreyðingar
leggst yfir borgirnar þegar geimskip-
in nálgast og geislinn frá þeim mynd-
ar eldhaf af biblíulegri stærðargráðu.
Himininn sortnar og eldar leika um
jörðina. Allt er það mikilfenglegt að
sjá undir stjóm Emmerichs, spenn-
andi og ógnvekjandi líkt og hann vilji
sameina í eitt Opinberunarbók Bibl-
íunnar og Innrásina frá Mars eftir
H.G. Wells.
Handritið eftir þá Emmerich og
Devlin er byggt upp á svipaðan hátt
og gömlu stórslysamyndimar eins og
höfundarnir hafa margsagt í við-
tölum. Hópur manna með ólíkan bak-
grunn er kynntur til sögunnar í byij-
un og smátt og smátt sameinast hann
gegn óvininum. Sumt er ágætlega
gert í þeim efnum eins og samband
Judd Hirsch og Jeff Goldblum, sem
leika feðga. Annað er verra. Á sama
tíma og risageimfar svífur yfír Los
Angeles fer ein aðalpersóna myndar-
innar í vinnuna eins og venjulega sem
nektardansmær í næturklúbbi! Er það
eitthvað sem fólk mundi gera: Best
að dilla aðeins bossanum, þetta em
hvort sem er bara geimverur. Veik-
leikinn við persónugallerí stórslysa-
myndanna, og þessarar einnig, er að
hinn mannlegi þáttur verður að ótta-
legri sápuópem; hlutur forsetafrúar-
innar er t.d. fremur þreytandi.
Will Smith bjargar þessu að
nokkru leyti fyrir horn. Hann nýtur
sín feikilega vel og er verulega bratt-
ur í hlutverki orustuflugmanns.
Smith er í svo miklum vígamóð að
þegar hann hefur skotið niður óvina-
geimflaug í Arizonaeyðimörkinni,
opnar hann hlerann á henni og hand-
rotar slímugt geimverukvikindið með
einu góðu kjaftshöggi. Þannig á
Smith, og Goldblum líka, mikinn
þátt í því að gera myndina bæði létta
og fyndna þrátt fyrir öll ósköpin. Því
ef einhvemtíman hefur verið þörf á
kómískum létti þá er það í ID4 og
sem betur fer er talsvert af honum.
Randy Quaid sér einnig um þá deild
sem drykkjubolti úr víetnamstríðinu
en persónan er greinilega byggð á
persónu Slim Pickens í Dr. Strang-
elove eftir Stanley Kubrick. Þá er
gaman að Harvey Fierstein í hlut-
verki harðfullorðins mömmudrengs.
Tvenns konar boðskapur
Boðskapur myndarinnar er a.m.k.
tvennskonar. Við fáum að vita í
framhjáhlaupi að erindi geimveranna
til jarðar er einfaldlega að nýta orku-
lindir hennar, þurrausa hana gæðum
og eyðileggja og halda svo áfram.
Altso, hugsum betur um jörðina okk-
ar. Gerum það sem Goldblum er allt-
af að gera í myndinni, setjum kók-
dollurnar í endurvinnslu. Hins vegar
að jarðarbúar eru ein og sama þjóðin
og getur og verður að standa sam-
an. Landamæri og stríðseijur þurrk-
ast út eins og ætti að vera í hinum
fullkomna heimi, boðskapur sem
hæfir vel á ólympíusumri. Mest-
megnis er ID4 þó hetjuóðurtil banda-
rísks hugvits og hernaðarkunnáttu
og stríðsreksturs. Ræða Bill Pull-
mans um að nú skuli snúið vörn í
sókn er hönnuð til að fá hár Banda-
ríkjamanna til að rísa á hnakkanum.
ID4 er á endanum mjög vel heppn-
að skemmtiefni sem gerir út á ótta
okkar við ragnarök og hið ókunnuga
er kann að búa í geimnum. Geimver-
urnar eru ekki þessar elskulegu
Spielbergsdúkkur sem vilja koma á
vináttusambandi við jarðarbúa held-
ur lifa þær til þess eins að þurrka
út líf. Myndin er frábærlega vel gerð
tæknilega og oft skemmtilega leikin
og það er leitun að betri sumaraf-
þreyingu.
Arnaldur Indriðason
SOUD.
SOUDALl
HUSASMIÐJAN