Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FORSVARSMENN Ferðafélags íslands fara mikinn á síðum Morg- unblaðsins gegn þeim hluta skipu- lags fyrir Svínavatnshrepp er tek- ur til Hveravalla á Kili og staðfest var af sveitarstjórn Svínavatns- hrepps og skipulagsstjórn n'kisins á árinu 1993. Fara þar fremstir í flokki forseti Ferðafélagsins, Páll Sigurðsson lagaprófessor, og lög- maður félagsins, Jónas Haraldsson héraðsdómslögmaður. Markmið skrifanna virðist vera að koma á framfæri við almenning rökum og sjónarmiðum félagsins fyrir því að fá skipulagstillögunum hnekkt að því er Hveravallasvæðið varð- ar. Virðast rökin fyrst og fremst vera þau, að Svínavatnshrepp hafi skort sjórnsýslulegt vald til að setja svæðinu skipulagsreglur, þeir hafi borið sig ranglega að við skipulagsvinnuna, og síðast en ekki síst að skipulagstillögurnar feli í sér umhverfisspjöll og gangi gegn umhverfisvænni ferðaþjón- ustu. Hér sýnist seint í rassinn gripið af þeim Ferðafélagsmönnum, því skipulag þetta var staðfest á árinu 1993, svo sem áður greinir, og sætti þá engum athugasemdum af hálfu Ferðafélagsins, þegar eft- ir þeim var leitað með lögboðnum hætti. Þeir félagar hafa freistað þess að kæra skipulagið til um- hverfísráðherra. Er ekki að orð- lengja að ráðherrann féllst ekki á rök Ferðafélagsmanna og stendur því skipulagið óhaggað. Grein Jónasar gengur í raun öll út á að gagnrýna þennan úrskurð ráðherra. Ekki tel ég ástæðu að sinni til að fara mörgum orðum um þau skrif, utan það eitt að Jónas staðhæf- ir að óvissa ríki um suðurmörk Auðkúlu- heiðar og um leið stjórnsýslumörk Svínavatnshrepps. Hann reynir að koma því inn hjá lesendum, að mörkin liggi norðan Hveravalla og Hvera- vallasvæðið liggi því utan stjórnsýslu- marka sveitarfélags- ins. Ég vil frekar trúa því að þetta byggist á ókunnugleika höfund- ar en hann sé hér að bera á borð vísvitandi ósannindi. Hið rétta er, að þessi mörk liggja samkvæmt þinglýstri landamerkjalýsingu fyrir Auð- kúluheiði frá 1886: ...með Hof- sjökli suður að Jökulfalli, en það ræður merkjum vestur að Hvítá, og í Hvítárvatn, sem er fast við Langjökul...“ í aukadómþingi Ár- nessýslu var síðan hinn 7. sept. 1985 gerð dómsátt milli Biskups- tungnahrepps og eigenda Auð- kúluheiðar um afréttarmörk á Kili, þar sem ofangreind mörk þóttu ekki nógu glögg. Dómsátt þessari var þinglýst og vísast til hennar um þessi mörk, sem liggja langt sunnan Hveravalla. Með hliðsjón af framangreindu hefði mátt ætla að forsvarsmenn Ferðafélagsins hefðu talið hyggi- legast að una við þessar skipulags- ákvarðanir, þar sem ekki verður annað séð en löglega hafi verið að þeim staðið í öllum efnum. Því var ekki að heilsa, því forseta fé- lagsins virðist hafa verið falið það verk- efni að leita allra til- tækra leiða til að koma í veg fyrir að skipulagstillögurnar næðu fram að ganga. í hlut Páls virðist hafa komið að skapa hér almenningsálit, svo sem hann orðar það, með aðstoð fjölmiðla til að fá hnekkt þess- um lögmætu skipu- lagsákvörðunum sveitarstjórnarinnar. Sýnist mér það verk hvorki Páli til sóma né Ferðafélaginu til framdráttar. Alkunna er að við mótun al- menningsálits er gripið til nánast allra tiltækra ráða. Tilgangurinn er talinn helga meðalið við val á leiðum og meðferð staðreynda í þeim samböndum. Virðist einna helst sem forseti Ferðafélagsins hafa valið sér leið Bólu-Hjálmars er skáldið í bágindum sínum orti um sveitunga sína í Akrahreppi: „Eru þar flestir aumingjar en ill- gjarnir þeir sem betur mega.“ Forseta Ferðafélagsins virðist sem skáldinu ganga það eitt til með skrifum sínum að verða Ferðafélaginu út um hagstætt almenningsálit með því að gera hlut Svínavatnshrepps sem verst- an í augum almennings án þess að skeyta um réttmæti þeirra aðferða og staðhæfinga sem grípa þurfti til. Komið er á framfæri þeirri mynd af Ferðafélaginu, að þar sé einvörðungu að finna ein- læga og trausta náttúruverndar- menn og um leið forvígismenn umhverfisvænnar ferðaþjónustu á íslandi, en Svínvetningar hafi aft- ur á móti hvorki áhuga né skiln- ing á slíkum hlutum. Aðferðin við að festa þessa mynd af Svínvetn- ingum, en þó einkum sveitar- stjórnarmönnum þeirra, í hugum almennings er sú að gera þeim upp skoðanir, hafa uppi rangar fullyrðingar um fjandskap þeirra í garð Ferðafélagsins og síðast en ekki síst að afflytja og gera tortryggilegan tilgang þeirra með umræddri skipulagsvinnu. Allt er þetta eftir bókinni þegar móta skal almenningsálit, höfðað er til þeirra sem minnsta þekkingu hafa á málunum og ósannindin endur- tekin þar til vænta má að þau verði í lokin meðtekin sem sann- indi. Þá er það faglega ámælisvert og óviðeigandi af „forsetanum" Ég ráðlegg forseta Ferðafélagsins eindreg- ið, segir Jónatan Sveinsson, að láta af þessum skrifum sínum um skipulagsmál Hveravalla. sem lagaprófessor við Háskóla íslands að draga inn í skrif sín umfjöllun um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. nóvember 1995 í máli Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps gegn Lands- virkjun, þar sem tekist er á um bótaskyldu Landsvirkjunar gagn- vart hreppunum vegna framsals landsréttinda á Auðkúlu- og Ey- vindarstaðaheiðum í þágu Blönduvirkjunar. Hann getur þess raunar að dómi þessum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar en virðist þó telja það við hæfi - eins og hér á stendur - að láta í ljós þá skoðun sína, að „yfirgnæfandi" líkur séu til þess að dómurinn verði staðfestur í Hæstarétti. Yf- irlýsing prófessorsins í þessum efnum er ekki aðeins óvenjuleg og óviðeigandi, heldur einnig aug- ljóst dæmi þess að til allra ráða er gripið til að gera hlut Svínvetn- inga í málinu sem tortryggilegast- an. Því verður að líta á hana sem einhverskonar ákall til Hæstarétt- ar um að styðja Ferðafélagið í mótun þessa neikvæða almenn- ingsálits gagnvart sveitarstjórn- inni. Út yfir allt tekur svo boðskapur- inn í niðurlagi síðustu greinarinn- ar, þar sem lagprófessorinn tekur að sér að koma opinberlega á framfæri þeirri ákvörðun Ferðafé- lagsins, að félagið muni ekki hlýða væntanlegum fyrirmælum Svína- vatnshrepps um að fjarlægja um- ræddan skála af svæðinu. Að því gefnu að hér sé um lögmæt fyrir- mæli stjórnvalds að ræða, þá ber Ferðafélaginu sem öðrum að landsrétti að verða við fyrirmælum stjórnvaldsins. Ákvörðun um ann- að er því ólögmæt andstaða við löglegar ákvarðanir stjórnvalds. Ég hélt nú sannast sagna að það yrði aldrei hlutskipti Ferðafélags Islands að leggjast í slíkar skærur við stjórnvöld. Því vil ég eindregið ráðleggja forseta Ferðafélagsins að láta af þessum rætnu og óviðeigandi skrifum um skipulagsmál Hvera- valla og snúa sér þess í stað að samningum við sveitarstjórn Svínavatnshrepps um viðunandi lausn á þeim vandkvæðum sem Ferðafélagið telur sig standa frammi fyrir vegna skipulags- ákvarðana sveitarfélagsins á svæðinu. Þrátt fýrir það sem á undan er gengið er ég þess full- viss að forseta Ferðafélagsins yrði vel tekið af sveitarstjórnarmönn- um Svínavatnshrepps, kysi hann nú að leita samkomulags um þessi mál við þá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Orð í belg um „Hveravallamál“ Jónatan Sveinsson Hillur rekkar Bjóðum allskonar lagur-og hlllukerfi fyrir stærri sem minni lagura. Endalausir möguleikar. Aðeins vönduð vara úr spænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þiónusta - þekking - ráðgjöf. Ánatuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70. KÓP. • SÍMI 564 4711 • FAX 564 4725 - kjarni málsins! Skattsvikin og velferðarkerfið ÞAÐ voru sláandi upplýsingar sem komu fram nýlega þess efnis að undanskot á virðisaukaskatti á fýrri hluta þessa árs væru metin á um 800 milljónir króna. Þetta kom þó ekki á óvart, því mörg undanfarin ár hefur því verið hald- ið fram að skattsvik viðgangist í töluverðum mæli hér á landi. Alls konar tölum hefur verið slegið fram í þessu sambandi en það er ekki einfalt að meta umfang þess- ara mála. Þessar upplýsingar um undanskot á virðisaukaskatti eru staðfesting þess að ríkissjóður verður af miklum úármunum vegna þess að skatttekjur skila sér ekki. Þetta er mikill og alvarlegur áfellisdómur yfir þeim aðilum sem bera ábyrgð á þessum málum. Þar er um að ræða löggjafann sem hefur greinilega ekki tekist nægi- lega vel upp við lagasetningar er varða skattamál og ekki síst er þetta áfellisdómur yfir fjármála- ráðuneytinu, sem er það ráðuneyti sem ber öðrum fremur ábyrgð á ijármálum ríkissjóðs, þar á meðal á innheimtu skatta og tekna ríkis- sjóðs. Fjármálaráðherra hlýtur að gefa þjóðinni skýringar á því hvað um er að vera og jafnframt að kynna hvaða aðgerða ráðuneytið muni grípa til í því skyni að ná meiri árangri í þessum efnum en dæmin sanna. Það er algerlega óviðunandi og óþolandi að horfa upp á það árum saman að skattsvik viðgangist í landinu og að ríki og sveitarfélög verði af stórfelldum tekjum þess vegna. Þetta viðgengst á sama tíma og sífellt er verið að beita aðgerðum til að halda útgjöldum í skefjum, þær aðgerðir hafa öðr- um fremur bitnað á öldruðum, sjúkum og þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það er sárt og erfitt að upplifa sífelldan sparnað í formi niður- skurðar útgjalda til heilbrigðis- og vel- ferðarmála á sama tíma og hópar manna komast hjá því að greiða það sem þeim ber til samfélagsins. Þessir sömu aðilar gera ekki minni kröfur til samfélagsins en þeir hinir sem standa í skilum með alla sína skatta og gjöld og ekki minni kröf- ur en þeir sem minna mega sín og þurfa á samfélagslegum stuðn- ingi að halda. Fyrir nokkrum dögum voru birt- ar álagningarskrár skattstjóranna um land allt. Það hefur löngum þótt forvitnilegt að skoða skatt- skrárnar og sjá hvernig hinir ýmsu aðilar koma út við álagningu opin- berra gjalda. Það verður að segj- ast eins og er að oftar en ekki ofbýður mönnum lestur þessara rita því þar sést svart á hvítu hvernig fólki er mismunað við álagningu gjalda. Skattskrámar sýna oft mörg dæmi um aðila sem komast hjá því að greiða skatta og gjöld til samfélagsins á sama tíma og þeir hinir sömu geta veitt sér og leyft sér nánast allt sem hugur þeirra gimist. Oft bera þessir aðilar mun lægri gjöld en óbreytt- ir launamenn sem þurfa að velta fyrir sér hverri krónu til þess að láta enda ná saman við rekstur sinna heimila. Þó er það svo að ekki er alltaf um ólöglegar aðgerðir að ræða hjá viðkomandi „láglaunamönnum“ heldur er oft um að ræða „lögleg skatt- svik“ þar sem skatta- löggjöfin virðist gera mönnum kleift að komast hjá því að greiða það sem þeir ættu að greiða til samfélagsins. Hér er ekki eingöngu um að ræða fjárhagslega hagsmuni hins opinbera, heldur ekki síður siðferð- Þar sést svart á hvítu, segir Magnús Stefáns- son, hvernigfólki er mismunað við álagningu gjalda. islegt réttlætismál sem snertir alla þegna okkar þjóðfélags. Það verð- ur grannt fylgst með framgangi fjármálaráðuneytisins í þessum efnum á næstu vikum og mánuð- um. Það hlýtur að tengjast umræð- um við gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að fjárlög ársins 1997 verði hallalaus og ef að líkum lætur munu einstök útgjaldaráðu- neyti þurfa að glíma við sparnað í því skyni að halda útgjöldum í skefjum. Það er varla sjálfgefið að enn frekar verði hert að í út- gjöldum til einstaka málaflokka, svo sem til heilbrigðis- og velferð- armála, á meðan ekki verður gerð áþreifanleg atlaga gegn undan- skotum á sköttum sem nema hundruðum eða þúsundum millj- óna á ári. Ef slíkt verður ekki gert verður að álykta sem svo að stjórnvöld viðurkenni að eðlilegt sé að einstaka aðilar skjóti undan skatti og komist hjá því að greiða það sem þeim ber til samfélagsins. Að frumkvæði þingmanna Framsóknarflokksins var á síðasta þingi lögð fram þingsályktunartil- laga sem miðar að því að tekið verði á þessum málum. Tillagan var einhverra hluta vegna ekki tekin til meðferðar í þingnefnd og afgreidd. Þingmenn Framsóknar- flokksins munu láta þessi mál sig varða og verður tillagan flutt aftur í upphafi þings í haust. Það hlýtur að vera eitt allra mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna að gera nauðsynlegar úrbætur í þessum efnum þannig að meira réttlæti ríki en verið hefur og að hið opin- bera fái þær tekjur sem því ber. Fyrr er erfitt að sættast á enn frekari kröfur um sparnað í út- gjöldum, sem oftar en ekki koma niður á þeim samborgurum okkar sem minna mega sín. Höfundur erþingmaður Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Magnús Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.