Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ „ÞEGAR heimþráin grípur mig hugsa ég um íslenska hálendið, Kjöl og Hveravelli. Það er mynd, sem kemur oft upp í huga mér. Ég var að fara upp undir Hofsjök- ul að gá að kindum, en ég vann við sauðfjárvarnir síðustu mánuð- ina sem ég var heima. Þar rakst ég á jöklasóley. Það var enginn gróður í kringum hana. Þessi mynd greyptist inn í huga minn og varð einhvern veginn hluti af sjálfum mér. í allri þessari auðn, harðneskju og kulda, sem stafaði af jöklinum, gat þetta blóm þrif- ist.“ Haraldur Ólafsson,_ kristniboði, var í heimsókn á íslandi fyrir skömmu og dvaldi í nokkrar vikur á landinu. Erindið var að halda upp á 40 ára útskriftarafmæli frá Kennaraskóla íslands. Hann hefur búið erlendis í 39 ár. Konan hans er norsk, Björg, frá Stavangri, og börnin Ólafur, sem er hjúkrunar- fræðingur, og Ragnhildur, sem er mannfræðingur. Haraldur er mörgum kunnur fyrir merk störf sín í þágu Bórana- þjóðflokksins í Suður-Eþíópíu. Bakgrunnur Haraldur fæddist í Kína. For- eldrar hans voru Ólafur Ólafsson kristniboði og Herborg kona hans. „Ég kom heim til íslands þriggja ára gamall og fékk mína skóla- göngu og mótun hér. Var heppinn að fá að vera í sveit á sumrin og vinna við alls konar störf í fríum. Allt þetta hefur komið sér feikna- lega vel í starfí mínu úti í Eþíópíu. Ég kenndi í eitt ár á Varma- landi eftir að ég útskrifaðist úr Kennaraskólanum, en fór síðan til Noregs 1957 á Kristniboða- skólann Fjellhaug í Oslo. Þar stundaði ég nám í fjögur ár og kynntist konunni minni. Síðan kenndi í Noregi við lýðháskóla áður en við fórum til Eþíópíu. Við vorum send til Englands í ensku- nám til undirbúnings fyrir Eþíóp- íuförina. Þar fékk ég að sækja þriggja mánaða námskeið í mál- vísindum hjá Wyckliffe Bible Translators (Wycliffe Biblíuþýð- endum). Ég hef haft áhuga á tungumálum allt frá barnæsku." Til Eþíópíu En hvers vegna fórstu til Eþíóp- íu, en ekki til Kína? „Kína var feiknalega mikill hluti af minni bernsku. Þó að ég yxi úr grasi á íslandi, þá var Kína mikill hluti af okkar heimili. Mig dreymdi um að verða kristniboði í Kína alveg frá bernsku. En svo lokaðist landið. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hafði ekki bol- magn til að senda okkur út, og því leituðum við fyrir okkur hjá erlendum félögum. Það varð síðan úr að Norska lútherska kristni- boðssambandið (NLM) sendi okk- ur til Eþíópíu árið 1963. Sennilega voru það tengsl Islendinga við Konsó, sem gerði það að verkum að við vorum send til Eþíópíu, en ekki eitthvert annað. Ég var fylli- lega sáttur við þessa staðsetningu og er mjög feginn því núna að leiðin lá þangað. I Eþíópíu lögðum við fyrst stund á nám í amharísku. Að því loknu vorum við send til Negellí-svæðis- ins, sem er á mörkum landsvæða fjögurra þjóðflokka. Okkur var falið að starfa á meðal Bórana- þjóðflokksins, sem er hirðingja- þjóðflokkur.“ Málvísindi „Svo vel vildi til að okkur hjónunum var boðið að taka þátt í námskeiði í Bóranamálinu skömmu eftir að við komum til Negellí. Þar var Bretinn Steven Holton, kristniboðasonur frá Kína. Þó að ég væri sæmilega mælandi á amharísku eftir amharískunámið þá skildi fólkið í Negellí ekki það mál. Það voru kennarar og fólk af öðrum þjóðflokkum, sem bjó í bænum, er skildi amharískuna. Steven Holton gekk um og talaði BÓRANAMENN eru hirðingjar, sem byggja afkomu sína á kvikfé. * Islenskí Bórana- maðurinn Haró Haraldur Ólafsson er fyrsti kristniboðinn sem hefur ferðast um allt Bóranaland í Suður- Eþíópíu endanna á milli. Kjartan Jónsson ræddi við Harald er hann var staddur hér á landi fyrir skömmu. við alla á máli Bóranamanna. Þarna voru norskir kristniboðar, sem höfðu verið árum saman í Eþíópíu og kunnu amharísku, en voru samt alveg jafntakmarkaðir og ég, sem var algjör nýliði á þess- um slóðum. Kynnin af Steven Holton höfðu feiknamikil áhrif á mig og urðu mér hvatning til að læra Bóranamálið, sem er mál- lýska úr órómómáli, stærsta þjóð- flokksmáli Eþíópíu. Órómó er ein þjóð, sem skiptist í kynþætti, sem tala mismunandi mállýskur úr sama máli. Bórana er einn þessara kynþátta. Þegar ég var að læra málið, uppgötvaði ég að Faðirvorið hafði ekki verið þýtt. Það varð alltaf ringulreið, þegar reynt var að biðja það á máli Bóranamanna. Þess vegna fékk ég pilt í lið með mér til að þýða það, trúaijátninguna og boðorðin. Þetta var talsvert mikið verk, því að við urðum að greina mörg hugtök. Þar sem við höfðum lagt þetta mikla vinnu í þetta ákváðum við að þýða líka Fræði Lúthers hin minni. Þetta lá í handriti í mörg ár, meðal annars vegna þess að yfirvöld gátu ekki gert upp við sig hvaða rithátt ætti að nota. Ég hélt sífellt áfram að læra meira í málinu og var allan tímann í sambandi við Steven Holton, sem bjó og starfaði á meðal Bórana- fólksins í Kenýu. Ég náði sífellt betri tökum á málinu svo að ég reyndi að koma á samstarfi við hann til að koma út Nýja testa- mentinu á bóranamáli bæði í Kenýu og Eþí- ópíu. Ég vildi að hann ynni þýðinguna, en ég gerði síðan nauðsyn- legar breytingar á henni svo að hægt væri að nota hana í Eþíópíu. Ég komst á nám- skeið hjá Biblíufélög- unum fyrir Biblíuþýð- endur árið 1965 og ræddi við framámenn þar, m.a. fulltrúa bandarísku félag- anna, Eugene Nida, sem vissi mest um biblíuþýðingar af öll- um í heiminum á þeim tíma. Ég spurði hann hvort mögulegt væri að Biblíufélagið styddi þýðingar- starf, sem miðaði að því að semja handrit að þýðingu á Nýja testa- mentinu. Hann taldi það auðsótt mál og hvatti mig til að fara út í þetta. Ég ræddi þetta við kristni- boðsfélagið, sem sendi okkur út, en það synjaði okkur um stuðning á þeim forsendum að það væri ekki hlutverk félagsins að þýða ritninguna á þjóðflokkamál. Þetta urðu mér óskaplega mikil von- brigði, en ég hélt áfram að vinna að þessu eftir því sem ég gat, en varð að gera hlé á því m.a. vegna veikinda og annarra starfa.“ Útgáfustarfsemi „Fljótlega eftir byltingu komm- únista árið 1974 var leyft að gefa út bækur á þjóðflokkamálum í Eþíópíu. Fræði Lúthers voru gefin út árið eftir. Það var fyrsta bók- in, sem kom út á máli Órómó- manna. Árið 1975 var ég settur í að koma út Nýja testamentinu á máli Órómómanna, sem Holton og hópurinn með honum höfðu þýtt. Það þurfti að breyta letrinu og nokkrum hugtökum svo að það gæti nýst í Eþíópíu. Ég lauk þessu starfí og skilaði af mér handriti vorið 1980 með réttritun, sem kirkjan hafði sagt mér að nota, en ég hafði greint hljóðkerfi máls- ins og búið til réttritun, sem ég ætlaði, að myndi henta. Én björn- inn var ekki unninn með þessu. Mikið mótlæti var enn eftir, sem stóð í mörg ár, m.a. hvarf heilt upplag, 9.000 Nt., í Djibouti. Ég fór til starfa á öðrum vettvangi í nokkur ár. En árið 1993 byijaði ég aftur að vinna að útgáfu Nt, það þurfti að gera ýmsar lagfæringar á því, og nú er þessi bók að koma út á þessu ári eða í byijun næsta. Síðan var ég beðinn um áð breyta rithætti Nt. yfír á latneskt let- ur. Það var feiknalega mikil vinna. Ég er að ljúka við þetta núna og fer til Éþíópíu um mitt sumar til að lesa próförk með Eþíópa, sem kann réttritunina, en þeir eru fáir, sem kunna hana vel. Vonandi getum við skilað handritinu af okkur seinni partinn í sumar. Það tekur síðan eitt til tvö ár að prenta bók- ina og koma henni út. Það er ánægjulegt að Hið ís- lenska biblíufélag styður útgáfu Nt. á máli Órómómanna með myndarlegu framlagi. Það studdi einnig þýðingu Nt. á mál Konsó- manna, en það er komið út.“ Biblían á mál Órómómanna „Steven Holton er látinn, en hann og samstarfsmenn hans voru búnir með sjálfa þýðinguna og höfðu farið yfir megnið af henni. Samstarfsmaður hans lauk því verki og bjó hana til prentunar. Það var mikið verk og vel af sér vikið. Þessi þýðing er með latnesku letri og réttrituninni, sem ég bjó til. Þessi Biblia kom út í mars 1995. Réttritunin á máli Órómó- manna, sem eþíópíska ríkið hefur innleitt, er í öllum meginatriðum sú, sem ég bjó til á 7. áratugnum. Það er mér siðferðilegur styrkur. Nú er hugmyndin að ég stjórni því starfi að gera nauðsynlegar breytingar á Biblíuþýðingu Holt- ons og félaga svo að hún nýtist í Eþíópíu. Hún gæti hugsanlega komið út um aldamótin.“ Mikilvægi biblíuþýðingar á mál Órómómanna Hvaða gildi mun þessi þýðing HARALDUR Ólafsson hafa fyrir þjóðflokkinn og kirkj- una? „Ég tel það fásinnu að byggja upp kirkju án þess að hafa Bibl- íuna á máli kirkjufólksins. Kirkjan er ekki takmörkuð í tíma. Hún verður þama um ókomna framtíð. Það má benda á hvað það þýddi fyrir okkar þjóð að fá Nt. Odds Gottskálkssonar 1541 og alla Bibl- íuna 1584. Þess má geta til saman- burðar, að Norðmenn fengu ekki Biblíu á eigin máli fyrr en á okkar öld. Þetta hefur feiknalega mikla þýðingu fyrir menninguna. Þetta er fyrsta meiri háttar bókin á þessu tungumáli. Og svo eru menn að segja að við séum að eyði- leggja menningu þjóðarinnar! Það eru framámenn í Bórana, sem spyija okkur kristniboðana: „Hvað eruð þið að vinna?“ Sumir svara þeim og segja: „Við erum að vinna við þróunarstörf, útvega fólki drykkjarvatn, hjálpa því að rækta“. „Nei, blessaður, það er náttúrlega ágætt, en hvað eruð þið að gera af viti? Þið verðið að boða fagnaðarerindið. Það, sem getur bjargað okkar þjóð og okkar menningu, er að hún verði evang- elísk-kristin“. Þeir segja þetta ekki til að þóknast mér, heldur meina þeir þetta. Þeir segja þetta ekki bara við mig, heldur einnig við sitt eigið fólk. Ég hvet menn til að skrifa ævin- týri og sögur og skrá allt, sem þeir komast yfír til að menningar- arfur þeirra varðveitist. Þó að auðvitað séu gerð mistök, þá er meginmyndin sú að kristni- boðið er til mikillar hjálpar.“ Bóranamaðurinn Haró „Ég hef lært mikið af Bórana- mönnum, þeir hafa tekið mér af- skaplega vel og tekið mig inn í þjóðflokkinn. Þetta byjjaði án þess að ég vissi um það. Ég gat talað mál þeirra. Þjóðflokknum er skipt niður í deildir, „gosa“, og menn staðsetja hver annan í þessum „gosa“. Þegar þeir hittast, spyija þeir hver annan í hvaða „gosa“ þeir séu. Er ég var spurður í gríni hvaða „gosa“ ég tilheyrði fór ég smám saman að halda því fram að ég tilheyrði Makarri. Eg veikt- ist 1974 og varð að fara frá Bor- ana í 5-6 mánuði. Þegar ég kom til baka og ferðaðist um sagði fólk mér að ég væri Magarri. Eg ját- aði því. Svo fór ég að heyra hvað eftir annað að ég væri sonur hans Gujoga. Þá fór ég að leggja við hlustirnar og spurðist fyrir um þetta. Mér var svarað, að þegar ég hefði verið í burtu, hefðu þeir komið sér saman um að taka mig inn í þjóðflokkinn. Ég kynntist manni þegar ég vann við neyðar- hjálpina (meira um það síðar), sem bauðst til að feðra mig. Ég fékk nafnið Haró. Ég hef notað þetta oft sem stytta undirskrift. Það var gamall maður, sem hét Berrisja Dambi, sem bjó þetta nafn til. Eftir þetta er ég kallaður á fundi í mínu „gosa“ þegar fundir er haldnir. Ég var eitt sinn á ferð með vini mínum. Við hittum konu og sam- ferðamaður minn spurði hana: „Veistu hver þetta er?“ „Nei,“ svaraði hún. „Geturðu giskað?“ „Nei.“ „Þetta er Haró.“ ,Nei,“ sagði konan. „Hvers vegna ekki?“ „Þessi maður er hvítur. Haró er Bórani.“ Það er greinilegt að Bórana- menn hafa kunnað að meta það, sem þú hefur gert fyrir þá. „Ég er fyrsti kristniboðinn, sem hef ferðast uni allt Bóranaland endanna á milli. Það er enginn hluti Bóranasvæðisins, sem ég hef ekki heimsótt. Ég hef talað við fólk á öllu þessu svæði og staðið að neyðarhjálp þarna þrisvar sinn- um. Slíkt grípur mjög sterkt inn í líf fólks. Eg hef reynt að styðja við bakið á Bóranamönnum og hvetja þá. Fólk kemur til mín um langan veg til að ræða mál við mig. Eitt sinn komu menn til mín,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.