Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bandaríkin Frakkar sakað- ir um njósnir Washington. Reuter. STJÓRNVÖLD í Frakklandi og ísrael taka virkan þátt í iðnaðamjósnum í Bandaríkj- unum, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá bandarísku leyniþjónustunni (CIA). Hins vegar er starfsemi Japana, sem hafa löngum verið sakað- ir um að stela bandarískum iðnaðarleyndarmálum, að „mestu lögleg," að því er seg- ir í yfirlýsingunni. Ásökunum CIA neitað Fram kemur, að einungis em nefnd fáein ríki sem CIA telur stunda iðnaðamjósnir í Bandarlkjunum. Meðal þess- ara ríkja em Frakkland, ísra- el, Kína, Rússland, íran og Kúba. Japan og nokkur önnur ríki safna iðnaðampplýsing- um, en að mati CIA er sú starf- semi í flestum tilvikum lögleg og felst í því að falast eftir upplýsingum sem boðnar era og hafa ráðgjafa á launum. Talsmenn stjómvalda í Frakklandi og ísrael bám þessar ásakanir til baka og sögðu ekkert hæft í fullyrðing- um CLA. Borís Jeltsín stokkar upp í ríkisstjórn Rússlands Áhrif umbótaaflanna í stjórninni talin aukast Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, stokkaði upp í stjórn sinni í gær og skipaði tvo af nánustu ráðgjöfum sínum og ungan bankamann, sem hefur ekki reynslu af stjómmálum, í valdamikil ráðherraembætti til að hraða umbótum. Ráðherrar vamar-, innanríkis- og þjóðemismála halda hins vegar embættum sínum þrátt fyrir ófarir rússnesku hersveitanna í Tsjetsjníju. Viktor Tsjemomyrdín forsætis- ráðherra skýrði frá uppstokkuninni og sagði að ráðuneytum yrði fækkað til að gera stjórnina skilvirkari. Fyrri stjórn sagði af sér eins og kveðið er á um í stjómarskránni eftir endur- kjör Jeltsíns en forsetinn og þingið skipuðu Tsjemomyrdín aftur í for- sætisráðherraembættið í vikunni sem leið. „Þetta er róttæk uppstokkun á framkvæmdavaldinu í Rússlandi og hún er í fullu samræmi við nýju verkefnin sem við eigum fyrir hönd- um,“ sagði Tsjernomyrdín á blaða- mannafundi með ráðhermm stjórn- arinnar. „Kapítalistar í húð og hár“ Helsti ráðgjafi Jeltsíns, Viktor Iljúshin, 59 ára, varð einn af þrem- ur æðstu aðstoðarforsætisráðherr- um stjómarinnar ásamt Vladímír SANDGERÐISBÆR Sandgerðisdagar 1996 Laugardagurinn 17. ágúst 09.00-16.00 Frítt í sund í íþróttamiðstöðinni. 10.00-12.00 Sigling með Hannesi Þ. Hafstein um söguslóðir. 13.00 Setning Sandgerðisdaga í Fræðasetrinu. 13.00 Myndlistasýning listamanna frá Sandgerði opnar í Fræðasetrinu. 13.00-17.00 Kynning á starfsemi Fræðasetursins (erindi og sýningar). 13.00-17.00 Opið hús í Efra Sandgerði í boði Lions. 14.00 Dorgveiðikeppni við höfnina. 17.00 Tónlistarhátíð á Vitanum. 17.00-18.30 Smökkun sjávarrétta af grillinu á Vitanum. 13.00-03.00 Hljóp á snærið á Vitanum. Sunnudagurinn 18. ágúst 09.00-16.00 Frítt í sund í íþróttamiðstöðinni. 11.00 Séra Onundur Bjömsson sóknarprestur messar í Hvalneskirkju. 13.00-17.00 Opið hús í Efra-Sandgerði í boði Lions. 13.00-17.00 Sýning opin í Fræðasetrinu. 13.30 Fjöruferð frá Fræðasetrinu. 15.00 Söguganga undir leiðsögn Péturs Brynjarssonar sagnfræðings. 15.00-18.00 Kaffihlaðborð á Vitanum. 16.30 Klassísk tónlist á Vitanum. íþrótta- og tómstundafulltrúi Sandgerðis. Alexander Lívshíts, fjármálaráðherra. Vladímír Potanín, aðstoðarf or sætis- ráðherra. Alexej Bolshakov, æðsti aðstoðarfor- sætisráðherrann. Reuter Viktor Iljúshin, aðstoðarforsætis- ráðherra. Potanín, 35 ára bankamanni, og Alexej Bolshakov, sem er 56 ára og fór með tengslin við fyrrverandi sovétlýðveldi í fyrri stjóm. Bolshakov fer með iðnaðarmál og verður æðstur þremenninganna. Gert er ráð fyrir að Iljúshín fari með félagsmál og Potanín tekur við stjórn efnahagsmálanna. Æðsti efnahagsráðgjafi Jeltsíns, Alexander Lívshíts hagfræðipró- fessor, verður fjármálaráðherra í stað Vladímírs Panskovs, sem hafði sætt mikilli gagnrýni fyrir störf sín. Eins og Iljúshín hefur Lívshíts verið meðal dyggustu stuðnings- manna Jeltsíns og hann átti mikinn þátt í skipulagningu kosningabar- áttu forsetans. Þeir hafa hins vegar aldrei áður gegnt pólitískum emb- ættum. Potanín hefur ekki heldur reynslu af stjómmálum, en hann hefur stutt Anatolí Tsjúbajs, róttækan umbóta- sinna sem hóf einkavæðingu rúss- nesku stjórnarinnar eftir hmn kommúnismans. Hagfræðingar í Moskvu segja lík- legt að Potanín, Iljúshín og Lívshíts auki áhrif umbótaaflanna í stjóm- inni og knýi fram aðgerðir til stemma stigu við skattsvikum og minnka fjáriagahallann, sem em meðal brýnustu verkefna stjórnar- innar. „Þetta eru kapítalistar í húð og hár,“ sagði Robert Devane, deildar- stjóri í bankanum Trojka-Dialog. „Segja má að þetta séu réttu menn- imir á réttum stað á réttum tíma og þeir séu iíklegir til að gera réttu hlutina á næstu áram.“ Fjárfestingar gætu stóraukist Potanín, sem tekur við stjórn efnahagsmálanna, gerði viðskipta- bankann Uneximbank að fjórða stærsta banka landsins. „Potanín er óháður bankamaður sem byggði upp eina af öflugustu fjármálastofn- un Rússlands," sagði fréttaskýrand- inn Andrej Kortúnov. „Spurningin er hvort hann getur sett hagsmuni alls landsins ofar hagsmunum bank- anna sem hann starfaði fyrir.“ Potanín lofaði í gær að starfa í þágu rússneskra fyrirtækja „í víð- ustu merkingunni" og gæta ekki aðeins hagsmuna bankanna. Hann sagði að fjárfestingar í Rússlandi gætu stóraukist á næstu mánuð- um ef stjórnin sýndi fjárfestum fram á að réttur þeirra yrði virt- ur. Erlend fyrir- tæki hafa verið treg til að fjár- festa í Rúss- landi, sum vegna tíðra lagabreytinga og önnur vegna óvissunnar í stjórnmálum landsins, sterkr- ar stöðu kommúnista á þingi og stríðs- ins í Tsjetsjníju. Stjórnarandstæðingum boðin embætti? Jeltsín hafði áður vikið nokkmm ráðherrum frá, þeirra á meðal Pavel Gratsjov vamarmálaráðherra og Oleg Soskovets, sem var á meðal þriggja æðstu aðstoðarforsætisráð- herranna. Tveir af æðstu aðstoðarforsætis- ráðherrum fyrri stjómar misstu embætti sín I gær. Annar þeirra, Vladímír Kadanníkov, verður ekki í stjórninni og hinn, Oleg Lobov, var lækkaður í tign. Ekki hefur enn verið skipað í níu af 24 ráðherraembættum og talið er að stjórnarandstæðingum verði boðin nokkur þeírra. Vjatsjeslav Míkhaílov þjóðernis- málaráðherra, Anatolí Kúlíkov inn- anríkisráðherra og ígor Rodíonov, nýskipaður vamarmálaráðherra, halda embættum sínum eftir upp- stokkunina þótt þeir hafi sætt gagn- rýni vegna ófara rússnesku her- sveitanna í Tsjetsjníju. Jevgení Prímakov hélt einnig embætti utan- ríkisráðherra. Miðausturlönd Vill aðstoð Bandaríkja- stjórnar Jerúsalem. Reuter. TALSMENN ísraelsstjórnar gerðu í gær lítið úr tilmælum Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, um að Bandaríkjastjórn veitti aðstoð við friðarumleitanir í Miðaust- uriöndum, sögðu að um áróðurs- bragð væri að ræða. Arafat sendi Bilí Clinton Bandaríkjaforseta bréf á miðvikudag og bað hann um að að þrýsta á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, og fá hann til að halda gerða samninga. Israelar og Palestínumenn segja, að fyrstu viðræður þeirra um borg- araleg málefni I sex mánuði hafí gengið vel á miðvikudag en þeir síðamefndu tóku fram, að sú stefna Netanyahus að greiða fyrir ný- byggðum gyðinga á hernumdu svæðunum hefði skyggt á þær. Fundurinn fjallaði um valdayfir- færslu til Palestínumanna, til dæm- is hvað varðar palestínsk vegabréf, landamæragæslu og stjómun vatns- mála. Israelar vildu þó ekki ræða mesta áhyggjuefni Palestínumanna, þá ákvörðun Netanyahus að nema úr gildi fjögurra ára gamalt bann við nýbyggðum gyðinga á hemumdu svæðunum. Christopher í Sarajevó Reuter WARREN Christopher, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, kom til Sarajevó í Bosníu í gær og á ferð um gamla hluta borgarinn- ar heilsaði hann upp á fólk og hitti þá meðal annarra Sedin Skoro, sem er fimm ára snáði og er hér í fangi utanríkisráð- herrans, og Faruk, bróður Sed- ins, sem er þriggja ára. Christopher kom til Sarajevó frá Genf, þar sem hann átti á miðvikudag fundi með forsetum Bosníu, Króatíu og Serbíu. Lagði Christopher þar áherslu á nauðsyn úrbóta í Bosníu til þess að kosningar, sem þar eiga að fara fram eftir mánuð, gætu gengið snurðu- laust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.