Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 31 VIRÐULEGUR Bóranaöld- ungur. Samfélögum Afríku er stjórnað af slíkum. sem höfðu gengið í tvo daga. Þeir sögðu: „Þú talar eins og við og þú skilur það, sem við segjum.“ Það hefur haft geysilega mikla þýðingu fyrir mig að ég var gerð- ur að Bóranamanni. Eg held að fyrsta árið mitt í neyðarhjálpinni hafí verið þýðingarmest í kristni- boðsþjónustu minni. Prédikararnir okkar voru með í hjálparstarfinu. Þeir ræddu við fólk um Guðsríki og kynntu því Jesú Krist. Allir fengu það, sem þeir þurftu, hvort sem þeir voru heiðingjar, múham- eðstrúarmenn eða eitthvað annað. Þá kom fólk til mín og spurði: „Hvers vegna komuð þið til okk- ar? Við báðum ykkur ekki um að koma. Hvers vegna komuð þið þegar svona illa stóð á hjá okk- ur?“ Þessar spurningar voru rædd- ar við bálið á kvöldin um allt Bór- ana. Skýringin var sú að þetta væri hluti af kærleika Krists, sem hann auðsýndi okkur og okkur væri skylt að auðsýna öðrum. Þetta þótti fólki athyglisvert og fór að íhuga að e.t.v. væri þetta fólk með eitthvað sem kæmi því við.“ Finnst þér að kristniboðar ættu að leggja meira upp úr að læra mál innfæddra? „Já, það er ekki nokkur vafi. Það ætti að minnsta kosti að nota tvö ár til að læra mál fólksins og kynnast menningu þess. Það er ekki hægt að kynnast fólki náið með aðstoð túlks. En hugarfarið er að breytast í kristniboðshreyf- ingum heimsins. Ég er búinn að vera að beijast fyrir þessu í 30 ár.“ Að vera Islendingur á erlendri grund Að lokum: Hvernig gengur þér að halda sambandinu við ættjörð- ina og viðhalda íslenskunni? „Það líður oft langur tími án þess að ég tali íslensku, jafnvel ár, en ég hugsa aðallega á ís- lensku. Eg hefði viljað koma oftar til Islands en raunin hefur á orðið, en það er dýrt. Ég hef haft feikna- lega mikla ánægju af að koma heim, sérstaklega þegar ég hef getað starfað hér um stund. Mér hefur tekist að halda sam- bandi við marga gamla vini, einn- ig kristniboðsvini, mest með jóla- kortum eða jólabréfum. Þá vill maður helst fá fréttir af fólkinu og því hvað er að gerast, ekki bara gleðileg jól. Fátt er verra en að fólk skrifi: „Þú veist náttúrlega um allt, sem er að gerast og ég er því ekkert að tíunda það, aðrir hafa áreiðanlega skrifað um það.“ En mér þykir afskaplega vænt um allar jólakveðjur." Hvar er „heirna"? „Það er á íslandi." Höfundur er kristniboði. Guðmunda Sveinsdóttir var fædd í Hafnarfirði 5. desember 1908. Hún lést á Landspít- alanum 7. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson fædd- ur að Þorbjarna- stöðum í Garðasókn, og Guðlaug Guð- mundsdóttir, fædd að Vatnsnesi í Kefla- vík. Þau eignuðust níu börn. Þau eru: Guðfinna Jónina, Guðmunda, Þórunn, Guðmund- ur, Guðbergur, Jens, Björg, Guð- laug og Sveinn. Guðmundur og Guðbergur eru einnig látnir. Guðmunda giftist Gunnari Leó Þorsteinssyni, málarameist- ara 20. júní 1931. Hann var fæddur 31. júlí 1907 og lést 6. júlí 1989. Þau eign- uðust 4 börn. Þau eru: Erna Sveindís, húsmóðir, f. 1932, ekkja Gísla Jónsson- ar, Þórsteinn Leó, klæðskeri, f. 1934, kvæntur Bergljótu Frímann, Kristjana, húsmóðir, f. 1938, gift Guðmundi G. Péturssyni, Hrefna Guðlaug, bóndi, f. 1943, gift Helga Jónssyni. Guðmunda átti 14 bamabörn og 16 barnabarna- börn. Útför Guðmundu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Nú er elskuleg amma okkar dá- in. Hún reyndist okkur alltaf svo góð og hlý, við söknum hennar sárt. Hún var búin að beijast lengi við sjúkdóm og við vitum að hún varð að lokum hvíldinni feginn. Hún er nú komin á góðan stað, til elsku afa. Þær eru margar minningarnar sem streyma um hjörtu okkar er við minnumst hennar. Þegar hún og afi bjuggu á Ytri-Tindstöðum á Kjalarnesi, á Jörfabakka 8 í Reykja- vík og síðustu tvö árin bjó hún í Seljahlíð. Það var alltaf svo gott að heimsækja hana og fá að njóta hlýju hennar og umhyggju. Amma var listakona mikil og sköpunargleðin var óþijótandi. Þær eru ófáar flíkurnar sem hún hefur hannað og unnið í gegnum tíðina. Þvi þótti henni sárt er sjóninni fór að hraka og hún hætti að sjá til hannyrða. En það var þó með ólík- indum hve hún gat ýmist heklað eða pijónað falleg föt síðustu árin þó sjónin væri nánast farin. Sömu sögu er að segja um mat- seldina, hún bókstaflega lék í hönd- um hennar. Hún bjó ætíð að rausn- arlegu veisluborði. Ef svo bar undir að hráefni var af skornum skammti þá tókst henni samt að galdra fram veislu úr þvi á skömmum tíma. Amma var stórglæsileg kona. Afí var alltaf svo stoltur af henni. Hann sagði okkur marg oft frá því þegar hún gekk um götur Reykja- víkur á sínum yngri árum. Þá var hún í þjóðbúningi og þá sneru marg- ir ungir sveinar sér við og horfðu á eftir henni. En hann átti hana. Hún puntaði sig og hélt sér til fram á síðasta dag. Það var sama hversu veik hún var, alltaf klæddi hún sig upp og fann til púðrið og skartgrip- ina. Það er svo margs að minnast, elsku amma okkar. Þú varst svo dugleg. Barðist hetjulega við öll þín veikindi og vannst allar barátturnar nema þá síðustu. Þú reist upp úr þeim öllum eins og drottning. Elsku amma, við þökkum þér fyrir yndislegar samverustundir og við trúum því að nú sért þú í ljós- inUj hamingjusöm. Astarkveðja, Systkinin á Felli. GUÐMUNDA S VEINSDÓTTIR ASTA MARSIBIL ÓLAFSDÓTTIR + Ásta Marsibil Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 2. október 1905. Hún lést í Land- spítalanum 1. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 8. ágúst. Enginn er eilífur á þessari jörð. Þrátt fyrir þau sannindi var ég allt- af þess fullviss að Ásta frænka myndi lifa að eilífu. Hún var lífíð sjálft holdi klætt. Ásta frænka elt- ist ekki eins og annað fólk. Hún varð aldrei gömul í þeim skilningi sem við leggjum í orðið „gamall“ þegar við tölum um „gamla fólkið“. Ásta frænka talaði líka um „gamla fólkið", en aldrei heyrði ég hana segja; „við, gamla fólkið," enda taldi hún sig ekki tilheyra þeim hópi. Og það gerði hún heldur ekki. Ásta frænka tilheyrði þeim fá- menna hópi fólks sem er án aldurs. Árin og áratugirnir liðu en hugur hennar var alltaf jafn skýr, og rödd- in alltaf jafn styrk. Það kom ósjald- an fyrir að ég, sem var rúmlega sex áratugum yngri, öfundaði hana af því stálminni sem hún hafði allt fram á síðasta dag. Þegar ég var bam fór ljölskyldan stundum inn í Laugardalslaug í sund. Þar hittum við iðulega Ástu frænku fyrir, en hún eyddi þar oft löngum stundum. Ég taldi það allt- af sérstaka heppni þegar við hittum hana inni í Laugum því ekki aðeins var hún skemmtileg heldur gat ég einnig alltaf verið viss um að hún myndi draga upp úr hvítum plast- poka annaðhvort beiskan eða sítr- ónubijótsykur handa okkur systkin- unum. Ásta frænka var brunnur fróðleiks um liðna tíð, menn og málefni. Við systkinin gátum setið tímunum saman við eldhúsborðið heima, þegar hún var í heimsókn, til að missa ekki af neinum skemmtilegum sögum af afa Sig- urði og Húbba frænda, eða til að heyra hana segja skoðanir sínar á þjóðmálunum. Þegar ég lít til baka geri ég mér grein fyrir að Ásta frænka kom aldrei fram við okkur sem börn. Hún ræddi alltaf við okkur sem fullorðið fólk. Við vorum aldrei skilin útundan í umræðunni og hún hlustaði á það sem við höfð- um að segja, sama hversu lítt visku- legt það var. Er við systkinin uxum úr grasi fylgdist Ásta frænka alltaf grannt með því sem við höfðum fyrir stafni, hvort sem við vorum í námi heima eða erlendis. Alltaf spurði hún okk- ur hvernig gengi og hvað væri að frétta þaðan sem við bjuggum á hveijum tíma. Ég yrði þakklát Guði ef hann leyfði mér að eldast jafn vel og Ásta frænka gerði, bæði andlega og líkamlega. Hún var kvik í hreyf- ingum og létt í lund fram á síðustu ár, og leit út fyrir að vera fjölda mörgum árum yngri en hún var. Hún var sönnun þess hversu mikil- vægt það er að leggja rækt við bæði líkama og sál. Það er undarleg tilhugsun að eiga aldrei aftur eftir að rökræða við Ástu frænku um heimsmálin, að eiga aldrei aftur eftir að heyra hana segja sögur frá þeim tíma þegar hún vann fyrir bandaríska herinn eða þegar hún var í vist sem ung stúlka. Það er enn undarlegra að eiga aldrei aftur eftir að heyra sterka sópranrödd hennar syngja með okkur jólasálmana, að heyra smitandi hlátur hennar og sjá bros- ið í augunum. Ásta frænka auðgaði líf mitt og bræðra minna. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana. Guðbjörg Hildur Kolbeins, Madison, Wisconsin, Bandaríkjunum. ÚTSALA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.