Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Gálgaklettur o g krækiber Ég hefí átt land í nágrenni Gálgahrauns í mörg ár og tínt þar ber ef ber er að hafa, segir Kristín Gestsdóttir, en um síðustu helgi kom ég í fyrsta skipti að Gálgakletti. AÐ ÁLIÐNUM degi í logni og blíðu röltum við hjónin niður í Gálgahraun á fund Gálgakletts, sem er klofinn hraundrangi sem skagar upp úr hrauninu í kring. Líklega höfum við ekki valið 2. Hakkið og síið berin. Það má gera í hakkavél, blandara, beijakvörn eða einhveiju öðru sem hentar. Síið berin og notið 4‘/2 dl af saftinni. Látið hana sjóða. auðveldustu leiðina, en þess er getið í heimildum fyrri alda hve hraunið sé erfítt yfirferðar fót- gangandi og ríðandi. Skoski ís- landsvinurinn, Ebenezer Hend- erson sem ferðaðist vítt og breitt um landið í byijun 19. aldar og gaf út lýsingu á ferðum sínum í miklu riti, skrifar hinn 17. júlí 1814 er hann reið gegnum hraunið að Görðum til fundar við síra Markús Magnússon að þetta séu ......verstu eftirköst jarðelda sam hann hafi séð ... hraunbreiða svo úfin og illileg, að við fyrstu sýn virtist sem hún mundi banna okkur að halda lengra. Það var rjett sama hvert við litum, hvergi var annað að sjá en þessa ömurlegu fjallarúst“ ... Meðan bóndi minn teiknaði Gálgaklett tyllti ég mér á mosa- vaxna hraunhellu en hraunið er nú vel gróið mosa og lágvöxnum jurtum. í gjótum er mikið af burkna og þarna við klettinn sáum við burknategund sem við höfum aldrei fyrr séð. Mávar létu ófriðlega og höfðu hátt en hugurinn reikaði til þeirra saka- manna sem hengdir voru í Gálgakletti hér á öldum áður við mávagarg og úfinn sjó, en af- tökustaður frá Kópavogsþingi var í Gálgakletti. Allt í einu sem hendi væri veifað hljóðnaði allt, mávarnir settust niður og hættu að garga, mér snarbrá - um- skiptin voru svo sterk. Af hveiju þessi þrúgandi þögn allt í einu? Ég stóð upp og gekk til manns- ins míns sem hafði lokið teikn- ingunni. Við gengum heim á leið og völdum nú auðveldari leið. Þegar Álftanesvegurinn var í sjónmáli settumst við niður við gróskumikið krækilyng og tínd- um nokkur ber. Brauðbúðingur með krækiberjum 8-10 franskbrauðsneiðar 4 'k dl hreinn krækibeijasafí 1 bréf Toro-sítrónuhlaup 2 græn epli Krækibeijalyng með beijum til skreytingar ef vill 1. Skerið skorpuna af fransk- brauðssneiðunum, fóðrið 4-5 víða bolla, glös eða smáskálar með brauðinu. 3. Leysið innihald pakkans upp í sjóðandi saftinni. 4. Afhýðið eplin, rífíð gróft og setjið saman við. Hellið í boll- ana svo að franskbrauðið blotni vel í gegn. Setjið farg ofan á og látið stífna vel. Meðlæti: Eggjasósa, sjá hér á eftir, þeyttur ijómi eða ís. Athugið þetta má búa til úr annars konar saft, t.d. rifsberja- saft. Eggjasósa 2 '/2 dl mjótk 2 eggjarauður 1 'h msk. sykur ’/i tsk. vanilludropar eða 1 msk. serrí 1. Setjið kalt vatn í eldhúsv- askinn. 2. Þeytið saman eggjarauður og sykur. 3. Látið mjólkina sjóða, hellið henni saman við eggjahræruna, hafið hröð handtök, skellið hrær- unni í pottinn og hitið alveg að suðu án þess að sjóði. Sósan á að þykkna, en ef hún sýður skilja eggin sig. 4. Takið pottinn af hellunni og setjið strax ofan í kalda vatn- ið í vaskinum, hrærið í þar til mesti hitinn er rokinn úr. Kælið síðan alveg. 5 Þeytið ijómann og setjið saman við sósuna. Rétturinn borinn fram 1. Setjið heitt vatn í eldhúsv- askinn, dýfíð bollunum með hlaupinu smástund í heita vatnið en gætið þess að ekki fljóti yfír. Skerið niður með brúninni og hvolfíð á diska. 2. Skreytið með beijalyngi sem nokkur ber eru á. 3. Berið sósuna fram í smá- könnu eða skál. Athugið: Hella má hluta af sósunni yfír hlaupið, ef ekki er til lyng til skreytingar. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Stór taska tapaðist STÓR svört kventaska, sem í var að öllum líkindum seðlaveski sem innihélt mynd af þessum börnum tapað- ist fyrir allnokkru síðan. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í Jóhönnu í síma 565-1938. Er sammála BÁRA hringdi og sagðist vera sammála grein Mats Wibe Lund sem birtist í miðvikudagsblaðinu varð- andi hraðaakstursmæling- ar lögreglunnar. Henni finnst fáránlegt að lög- reglan velji úr einn og einn bíl í umferð sem öll rennir á sama hraða. Tapað/fundið Gleraugu og hettupeysa týndust KVENMANNSGLER- AUGU í sanseraðri brún- leitri umgjörð og dökkblá hettupeysa töpuðust í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Skilvís finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 555-4104. Veiðitaska tapaðist DÖKKGRÆN veiðitaska full af veiðidóti, glataðist á Þingvöllum fyrir neðan sumarbústaðahverfíð Veiðilund sunnudaginn 4. ágúst sl. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 565-3666 og er fundarlaunum heitið. Heyrnartæki tapaðist TAPAST hefur heyrnar- tæki, gullhúðað, ásamt batteríum, í hvítri plast- öskju einhversstaðar á leiðinni Reykjavík suður um Austfirði til Akureyrar dagana 31. júlí til 6. ág- úst. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 551-7213. Myndavél tapaðist CANON Prima-5 mynda- vél í dökkgráu hulstri tap- aðist á Húsavík föstudag- inn 9. ágúst sl. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 552-8201. Barnaskóflur í óskilum TVÆR barnaskóflur merktar Ingólfsbömum fundust um verslunar- mannahelgina á Ásbjarn- arnesi við Hópið í Húna- vatnssýslu. Eigandinn má hringja í síma 568-9898. Flíspeysa tapaðist RAUÐ flíspeysa tapaðist á Esso-mótinu í Vestmanna- eyjum í júní sl. Peysan er bæði merkt félagsmerki og nafni. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 555-4969. Gæludýr Kettlinga vantar heimili FJÓRIR níu vikna gamlir kettlingar þurfa að eignast góð heimili. Móðir þeirra er persi. Dýravinir eru vin- samlega beðnir að hringja í síma 555-0141. SKÁK Umsjön Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja stórmeistara á Credis alþjóðamótinu í Biel í Sviss sem var að Ijúka. Zoltan Almasi (2.640) hafði hvítt og átti leik, en Svíinn Ulf Andersson (2.640) var með svart. 34. Rxd5! - Hxd5 35. Hxg6+ - Kf7 36. Hf6+ - Ke7 37. c4! - Hdl+ 38. Hxdl - Dxdl 39. Ka2 - Rd4 40. Dc3 - a5 41. Hb6 — a4 42. Da5 og Andersson gafst upp. Þeir Karpov, FIDE heimsmeistari, og Milov, ísrael, sigruðu á mótinu. Lokastaðan á stórmótinu í Novgorod í Rússlandi sem lauk um mánaðamótin varð þessi: 1. Topalov, Búlgaríu 6 v. af 10 mögulegum, 2. Ivantsjúk, Ukraínu 5 ‘/2 v. 3. Short, Englandi 5 v. 4—6. Gelfand, Hvíta—Rúss- landi, Kramnik, Rússlandi og Júdit Polgar, Ungveija- landi 4 '/2 v. Óllum skákum í síðustu umferðinni lauk með jafntefli. Þetta er enn ein fíöðurin í hatt Topalovs á þessu ári, en Kramnik olli miklum vonbrigðum. HÖGNIHREKKVÍSI „pú iehurckb'oftctr þatt / katí&sýningum !'• Víkveiji skrifar... * ARSSKÝRSLA Flugeftirlits- nefndar (FEN) fyrir síðastliðið ár barst nýlega inn á borð Víkverja og þó ekki skýrslan öll, heldur að- eins inngangur frá nefndarmönnum og tölfræðilegar upplýsingar um þróun flugsamgangna innanlands. Fundargerðir nefndarinnar, sem í inngangi eru sagðar aðalefni skýrsl- unnar, var ekki að finna í því ein- taki sem barst á borð skrifara. Formaður nefndarinnar er jafn- framt formaður Ferðamálaráðs og þegar Víkveiji leitaði þar eftir skýr- ingum á þessu kom í ljós að sá eini sem fær þessar fundargerðir er samgönguráðherra og Víkveija var ráðlagt að leita til ráðuneytisins ef hann vildi fá nánari upplýsingar um mál sem Flugeftirlitsnefnd hefði fjallað um. Þegar Víkveiji sagðist fyrst þurfa að vita hvaða mál nefnd- in hefði fjallað um var öxlum yppt við hinn enda símans. xxx ÓTT fundargerðirnar vanti er ýmislegt forvitnilegt í árs- skýrslunni. Undanfarin sumur hafa verið fréttir um að fólki hafi í ein- hvetjum tilvikum gengið erfiðlega að komast ferða sinna til og frá landinu nema með því að kaupa farseðla á dýrasta farrými. Um þetta er fíallað í kafla fyrrnefndrar skýrslu um millilandaflug þar sem segir svo meðal annars: „Frá upphafi hefur FEN fylgst náið með tíðni, sætaframboði og sætanýtingu þeirra flugfélaga sem stunda áætlunarflug milli Islands og annarra landa. Sú vinna felst í að yfirfara sumar- og vetraráætlan- ir ásamt áætluðu sætaframboði í báðar áttir á einstökum flugleiðum, yfirfara raunverulega sætanýtingu mánaðarlega og gera athugasemdir ef ætla má að hún hafi verið það mikil að ekki hafi verið mögulegt að mæta eftirspurn með eðlilegum hætti. Skortur á nægjanlegu sæta- framboði getur orsakað ljárhags- tjón margra einstaklinga og fyrir- tækja, ekki síst þeirra sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. í nokkrum tilvikum þótti ástæða til athugasemda, sérstaklega á flug- leiðum milli Islands og Bandaríkj- anna. Ætla má að úr þessu rætist á yfirstandandi ári, ekki síst með tilkomu tveggja nýrra áfangastaða Flugleiða vestan hafs og auknu sætaframboði. Nefndarmenn álíta eftirlit með millilandaflugi, eins og því er lýst hér að ofan, nauðsyn- legt, ekki síst með tilliti til þeirrar fákeppni sem hér ríkir.“ xxx FLUGREKSTARNEFND fjallar einnig stuttlega um innan- landsfug í ársskýrslu sinni og bend- ir á að með auknu fijálsræði til reksturs farþegaflugs um mitt næsta ár sé hætta á samdrætti í flugsamgöngum til afskekktra staða á landinu. Því sé nauðsynlegt að hefjast handa sem fyrst við að móta stefnu í flugsamgöngum inn- anlands. Nefndin bendir sérstaklega á að flug til Hólmavíkur og Gjögurs gæti lagst af ef ekki takist að ná til aukins fjölda ferðamanna, og afleiðing þess yrði hörmuleg fyrir íbúa þessa landssvæðis og gæti orsakað ófyrirsjáanlega byggða- röskun. Líklega mætti þó stórauka ferða- mannastrauminn til þessa lands- hluta en það sé langtímamarkmið sem ekki náist án þess að veija til þess miklum íjármunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.