Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Dole formlega tilnefndur forsetaefni á flokksþingi repúblikana
Persónulegnr sigur
hinnar „þöglu he1ju“
San Ðiego. Reuter.
ELIZABETH DOLE gekk fram á gólf þingsalarins og sagði í ræðu frá persónulegu hliðinni á
manni sinum. Hún kynnti og ræddi við fólk sem hafði tengst Dole á ýmsum tímum lífs hans, þar
á meðal hjúkrunarkonu frá Michigan, sem hjálpaði honum að ná heilsu eftir alvarleg meiðsl.
BOB DOLE var í fyrrinótt formlega
tilnefndur frambjóðandi Repúblik-
anaflokksins í forsetakosningunum
sem fram fara í Bandaríkjunum
5. nóvember næstkomandi. Ræðu-
menn á flokksþingi repúblikana í
San Diego hældu Dole á hvert reipi,
og forsetaframbjóðandinn táraðist
þegar öldungadeildarþingmaðurinn
John McCain kallaði hann „þögla
hetju“ og tilnefndi hann formlega
frambjóðanda flokksins.
Dole er 73 ára, fyrrum leiðtogi
þingmanna repúblikana í öldunga-
deild þingsins. Hann bar sigurorð
af keppinautum sínum í forkosn-
ingum flokksins sem fram fóru í
apríl. Hann fylgdist með tilnefning-
unni í sjónvarpi á hótelherbergi
sínu í San Diego í fyrrinótt, og síð-
ustu atkvæðin af þeim 996 sem til
þurfti, komu frá heimaríki hans,
Kansas.
Dole steytti hnefann, faðmaði
konu sína, Elizabeth, og kyssti
dóttur sína, Robin. Jack Kemp, sem
skömmu síðar var formlega til-
nefndur varaforsetaefni flokksins,
og fleiri flokksmenn komu til að
óska Dole til hamingju.
Sagt frá sigrunum
í lífi Doles
Fréttaskýrendur segja þetta hafa
verið stund mikils sigurs fyrir Dole.
Ekki hafí verið mulið undir hann í
lífinu; hann er af fátæku fólki kom-
inn, særðist alvarlega í heimsstyij-
öldinni síðari og hefur ekki haft
mátt í hægri handlegg síðan þá.
Dole var í þrjú ár á hersjúkra-
húsi, en hóf síðan afskipti af stjórn-
málum og varð leiðtogi repúblikana
í öldungadeildinni. Hann lét af
þingmennsku í maí og sneri sér að
baráttunni fyrir tilnefningu til for-
setaframbjóðanda.
Elizabeth Dole sagði í ræðu sinni
frá persónulegu hliðinni á forseta-
frambjóðandanum, sem stundum
hefur verið sagður heldur kuldaleg-
ur og of gamall til þess að verða
forseti. Sagði hún af uppvexti Dol-
es í fátækt á kreppuárunum; bar-
áttu hans til að ná heilsu eftir að
hafa særst í stríðinu, og verkum
hans sem leiðtoga repúblikana í
öldungadeildinni.
Robin er 41 árs dóttir Doles af
fyrra hjónabandi. í ræðu, sem hún
hélt í fyrrakvöld sagði hún meðal
annars: „Ég vildi óska þess að hvert
einasta barn ætti þess kost að al-
ast upp líkt og ég ólst upp. Með
föður sem gætir þess og fagnar
sjálfstæði þess, og innrætir því
sterka vitund um rétt og rangt.“
Samkvæmt niðurstöðum tveggja
skoðanakannana, sem birtar voru
í gær, hefur Dole saxað á forskot
Bills Clintons, og munar nú 10% á
fylgi þeirra. Telja fréttaskýrendur
að tilnefning Kemps ráði mestu um
aukið fylgi repúblikana.
Endurskoðendanefnd EFTA gagnrýnir starfslokagreiðslur EFTA-dómstólsins
Tveir fyrrverandi dómarar krafð-
ir um endurgreiðslu biðlauna
FRÍVERZLUNARSAMTÖK Evr-
ópu, EFTA, kreíjast þess að tveir
fyrrverandi dómarar við EFTA-
dómstólinn endurgreiði samtökun-
um hluta af biðlaunum, sem þeir
fengu greidd er þeir hættu störfum
í fyrra. ísland fer nú með for-
mennsku í EFTA-ráðinu. Gunnar
Snorri Gunnarsson, fastafulltrúi ís-
lands hjá EFTA, segist hafa fengið
svör frá báðum dómurunum, þar
sem þeir neita að endurgreiða féð.
Norska dagblaðið Aftenposten
sagði í vikunni frá því að er breyt-
ingar voru gerðar á EFTA-dómstól-
um vegna ESB-aðildar Svíþjóðar,
Austurríkis og Finnlands, hefðu um
245 milijónir íslenzkra króna verið
greiddar í starfsloka- og lífeyris-
greiðslur til tveggja dómara og ell-
efu annarra starfsmanna dómstóls-
ins.
Dómstóllinn sakaður um brot
á siðareglum
Norska blaðið vitnar í nýlega
skýrslu endurskoðendanefndar
EFTA, þar sem dómstóllinn er
gagnrýndur fyrir að hafa brotið
reglur og siðalögmál varðandi
greiðslu rúmlega 17 milljóna króna
af þessu fé. í skýrslu nefndarinnar
kemur fram að dómaramir tveir,
sem um ræðir, þeir Sven Norberg
frá Svíþjóð og Kurt Herndl frá
Austurríki, hafí sjálfir haft áhrif á
starfslokagreiðslur sínar. Þannig
hafi sex mánaða biðlaun, sem hvor-
um um sig hafði verið greidd, um
5,2 milljónir króna á mann, verið
borguð út í einu lagi, samkvæmt
vilja meirihluta EFTA-dómstólsins,
sem dómaramir tveir mynduðu
ásamt þriðja dómaranum, en ekki
mánuð og mánuð í senn, eins og
aðildarríki EFTA vildu.
Báðir í vinnu
Gunnar Snorri segir að gengið
hafí verið út frá því að biðlaunin
féllu niður, fengju dómaramir
„sambærilegt starf“ á því sex mán-
aða tímabili, sem biðlaunin vom
greidd fyrir. Hann segir að Norberg
hafi fjórum mánuðum eftir starfslok
hjá EFTA fengið starf sem yfírmað-
ur samkeppnisstofnunar fram-
kvæmdastjómar Evrópusambands-
ins og því verið krafinn um endur-
greiðslu rúmlega 2,5 milljóna
króna. Hemdl hafí jafnframt starf-
að við ýmis launuð verkefni. Þriðji
dómarinn, Leif Sevón frá Finn-
landi, fór beint í starf dómara við
Evrópudómstólinn og þáði aldrei
nein biðlaun.
„Dómstóllinn vildi ekki gera
fjárkröfur á hendur fyrrverandi
kollega sinna. Aðildarríkin vildu
hins vegar láta á málið reyna," seg-
ir Gunnar Snorri. „Sem formaður
EFTA-ráðsins tók ég að mér að
skrifa þessum tveimur dómumm
og vekja athygli þeirra á því að
báðir hefðu starfað og þeir ættu
kannski að athuga með endur-
greiðslur. Ég hef fengið svar frá
báðum og þeir fallast ekki á rök-
semdafærsluna, heldur líta á
greiðslumar sem eins konar miska-
bætur fyrir riftun á samningi."
Býst ekki við málaferlum
Gunnar Snorri segist ekki búast
við að farið verði út í málaferli
vegna endurgreiðslu launa fyrir
fáeina mánuði. „Hins vegar fínnst
mér rétt og sjálfsagt að láta á þetta
reyna. Ég er umbjóðandi aðildar-
ríkjanna og skattgreiðenda þeirra,“
segir hann.
Island greiddi 1,7% af kostnaði
við EFTA-dómstólinn á þeim tíma,
sem starfslokagreiðslur dómaranna
voru ákveðnar. Norðmenn fóru þá
með formennsku í EFTA-ráðinu,
en öll aðildarríkin samþykktu þann
hátt, sem hafður var á greiðslum
til starfsmanna dómstólsins. Gunn-
ar Snorri segist sjálfur hafa lagt
til að dómaramir fengju biðlaun sín
greidd mánaðarlega, en annað hafí
orðið ofan á.
Rætt verður um málið í nefnd
núverandi og fyrrverandi aðildar-
ríkja EFTA, sem kemur saman í
september næstkomandi.
Norð-
mennirnir
fundnir
TVEIR Norðmenn, sem sakn-
að hefur verið á Norðursjó frá
því á laugardag, fundust heil-
ir á húfi í gær, að því er
fréttastofan NTB greinir frá.
Breskt fiskiskip bjargaði
mönnunum, sem voru á reki
á björgunarbáti úti fyrir
strönd Noregs. Norskar hjálp-
arsveitir höfðu hætt leit að
mönnunum tveim á þriðjudag,
en hófu hana á ný í gærmorg-
un eftir að árabátur þeirra
fannst mannlaus á floti.
Mennirnir ætluðu að róa frá
Karmoey, skammt norðan við
Stavangur, til Hjaltlandseyja.
Stalín er
ekki í Kína
YFIRVÖLD í kínversku borg-
inni Changchun í Jilinhéraði
hafa breytt nafni götu er
kennd var við Jósef Stalín,
og hét Stalínstræti, í Alþýðu-
stræti. Er breytingin í sam-
ræmi við endurbótastefnu
kínverskra stjómvalda, og var
fyrst lögð til 1989 á kínverska
þinginu. Hafa yfírvöld staðið
að herferð gegn orðum sem
minna á nýlendu- og erfða-
veldi, eða þykja móðgandi, í
verslunum, auglýsingum og
vörumerkingum.
Kona í her-
flugskólann
TVÍTUG kona, Christelle
Gazave, hefur rofíð eina elstu
hefð karlveldis í Frakklandi
með því að fá inngöngu í orr-
ustuflugskóla hersins. Frönsk
hermálayfirvöld hafa smám
saman verið að auka hlut
kvenna, en konur eiga enn
ekki möguleika á að komast
í sveitir landhers, til dæmis
útlendingahersveitina, eða
kafbátasveitir og sjóher.
Niðurstöður úr inntökuprófí í
skólann voru birtar í vikunni
og kom þá í ljós að Gazave
hafði orðið fyrst kvenna til
að standast það. Alls voru 115
konur meðal þeirra 1.500 sem
sóttu um inngöngu. 85 fengu
inni, og var Gazave 76. í röð-
inni.
Dregur úr
styrk Kirks
TALIÐ er að sjö manns hafi
farist í Japan þegar hitabeltis-
hvirfílvindurinn Kirk gekk
yfír landið á tveim sólarhring-
um. Í gær var farið að draga
verulega úr vindstyrknum.
Þeir sem fórust urðu annað-
hvort fyrir fjúkandi braki eða
drukknuðu í háum flóðbylgj-
um. 74 slösuðust.
Gaf hundin-
um valíum
HELSTU samtök hundarækt-
enda í Bretlandi greindu frá
því í gær að konu nokkurri
hefði verið bönnuð þátttaka í
sýningum á vegum félagsins
næstu fimm árin og sektuð
um sem svarar 20 þús. krón-
um fyrir að hafa gefið verð-
launuðum chihuahua-hundi
annars keppanda valíum fyrir
keppni í október.