Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Engar samningaviðræður í augsýn í heilsugæsludeilunni Læknar tilbúnir að ræða breytingar á launakerfi Fjármálaráðherra átti fund með forystu læknafélaganna FORSVARSMENN samninga- nefndar Læknaféiags íslands (LÍ) segjast vera tilbúnir að ræða við ríkið um breytingar á tekjumynd- unarkerfí sínu en ekki komi til greina að afgreiða slík mál með bókun um viðræður einhvern tíma í framtíðinni, enda sé reynslan af slíkum bókunum við gerð kjara- samninga slæm. Forsenda þessa sé að samkomulag liggi fyrir. Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar LI segir lækna löngu sannfærða um að skipulag launa- og samningamála lækna sé ónýtt. Það sé óviðunandi að hið opinbera standi að málum með þeim hætti að neyðarstaða sé komin upp. „Þessi staða er ósæmileg fyrir alla. Það verður að finna einhveija aðra leið til að tryggja það að menn haldi sjó í kjörum sínum,“ sagði Gunnar Ingi á fréttamannafundi sem Félag ís- lenskra heimilislækna og LI boð- uðu til í gær. Viðræður um fyrirkomulag kjarasamninga Sverrir Bergmann, formaður LÍ, Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, og Páll í heilbrigðisþjónustu á Þórshöfn og í allri Norður-Þingeyjarsýslu því enginn læknir var á svæðinu frá 1. ágúst síðastliðnum. Vopna- fjörður er einnig læknislaus svo stórt landsvæði býr við öryggis- leysi í heilbrigðisþjónustu. Með þetta ástand fyrir augum funduðu hjúkrunarfræðingar og ljósmóðir á svæðinu og sendu til- mæli til ráðamanna í heilbrigðis- ráðuneytinu um að tekið yrði á þessu ófremdarástandi með ábyrg- um hætti tafarlaust. Skv. upplýsingum hjúkrunar- fræðings og ljósmóður á Þórshöfn sendi stjórn heilsugæslustöðvanna þriggja í sýslunni, á Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri, einnig mjög ákveðin tilmæli í ráðuneytið um að lausn verði fundin hið bráð- Þórðarson, framkvæmdastjóri læknafélaganna, áttu í gærmorg- un fund með Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra. „Þetta var ekki samningafundur,“ sagði Friðrik, „Þetta voru aðeins almennar við- ræður um fyrirkomulag kjara- samninga við Læknafélag íslands sem fer með kjarasamningamál og önnur skyld atriði fyrir hönd allra lækna. Það var ekki verið að ræða lausn á aðkallandi vanda- málum vegna uppsagna lækn- anna, þótt auðvitað hafí þau borið á góma,“ sagði Friðrik. „Viðræðurnar voru aðallega hugsaðar til að skýra málin fyrir ráðherra. Viðræður manna á með- al eru af hinu góða,“ sagði Katrín Fjeldsted. Hún sagði að þótt ástandið væri slæmt væri hún bjartsýn að eðlisfari og kvaðst vonast til að fjármálaráðuneytið kæmi með einhveija opnun þannig að unnt yrði að ganga til samn- ingaviðræðna. Samninganefndir lækna og rík- isins komu til stutts fundar hjá asta á þessu alvarlega ástandi. Hjúkrunarfræðingar og ljósmóðir hafa verið á neyðarvöktum frá 1. ágúst sl. og er auðvelt að ímynda sér það. álag sem fylgir sólar- hringsvakt í læknislausu héraði. Urlausn heilbrigðisráðuneytis við þessum bréfum var á þann veg að læknar munu skiptast á um að sitja á Þórshöfn í 3-4 daga í senn ríkissáttasemjara í gær en enginn árangur varð af þeim samtölum og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hefja samningavið- ræður að nýju. Sáttasemjari hefur þó boðað deiluaðila til sín kl. 13 í dag til að kanna stöðuna. Alvarlegt ástand „Ástandið er mjög alvarlegt og ekki að sjá neina lausn á yfírborð- inu. Megin vandamál okkar sem samtaka næstu vikurnar er að reyna að halda okkar mönnum saman svo’ að þeir fari ekki út um hvippinn og hvappinn," sagði Atli Árnason, einn af forsvarsmönnum Læknafélagsins, á fréttamanna- fundinum í gær. Fulltrúar heimilislækna leggja höfuðáherslu á að fá leiðréttingu á föstum launum sínum samanbor- ið við aðra viðmiðunarhópa innan BHM en telja sig mæta algeru skilningsleysi af hálfu ríkisins þeg- ar þau mál eru tekin upp. Lagt var fram yfirlit frá BHM á fréttamannafundinum yfir en eingöngu á neyðarvakt. Lækn- arnir þjóna þá í neyðartilfellum svæðinu frá Vopnafirði til Kópa- skers en verða ekki starfandi á heilsugæslustöðvunum. Læknarn- ir starfa þennan tíma í sjálfboða- vinnu en heilbrigðisráðuneytið greiðir ferðakostnað þeirra og uppihald. Fyrsti læknirinn kom til Þórs- launaþróun ýmissa hópa frá 1982. Þar kemur m.a. fram að föst laun heilsugæslulæknis voru um 13 þús. kr. á mánuði í mars 1982 en á sama tíma voru föst laun hjúkr- unarfræðings í deildarstjórastöðu um 11 þús., laun presta tæpar 13 þús og hæstu föstu laun verk- fræðings um 15.500. í dag nema föst laun heilsugæslulækna að meðaltali um 86 þús kr. en skv. þessum samanburði eru föst laun hjúkrunarfræðinga, presta og verkfræðinga orðin um það bil tvöfalt hærri. Gunnar Ingi sagði rétt að þetta væri aðeins hluti af heildarlaunum lækna en þama hefðu læknar dregist mjög aftur úr öðrum hóp- um. Föstu launin væru m.a. sá grunnur sem lífeyrisgreiðslur lækna og vaktaálagsgreiðslur væru miðaðar við. Forsvarsmenn lækna vildu ekki á fundinum upp- lýsa í tölum hveijar kjarakröfur þeirra væru en Gunnar Ingi sagði að grundvallarkrafan væri að leið- rétta stöðu heilsugæslulækna inn- an BHMR. „Við erum ekki að tala um að við verðum að gera þetta í einu stökki en við viljum fá leið- réttingu," sagði hann. hafnar í gær og er það Stefán B. Matthíasson, áður starfandi heil- sugæslulæknir á Seltjarnarnesi, sem hefur aðsetur á Þórshöfn í þijá til fjóra daga þar til annar tekur við í svipaðan tíma. Að sögn Stefáns er slík neyðarþjónusta aðeins skipulögð á fáum stöðum á landinu og er N-Þingeyjarsýslan einn af þeim. Fólk ber sig ótrúlega vel Að sögn Hönnu Kjartansdóttur, hjúkrunarfræðings á Þórshöfn, þá ber fólk sig ótrúlega vel þrátt fyr- ir erfiðleika og óöryggi sem það býr við í heilbrigðisþjónustu en ástandið versnar stöðugt og skap- ar ómæld óþægindi og erfiðleika, bæði hjá sjúklingum og því hjúkr- unarfólki sem til staðar er. Yfirlýsing- íslenskra lækna í Svíþjóð og Noregi Sækja ekkium lausar stöður SÉRFRÆÐINGAR í heimilis- lækningum og læknar í heimil- islæknanámi í Svíþjóð og Nor- egi hafa sent frá sér sameigin- lega yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við baráttu heimilislækna á ís- landi. „Við lýsum yfir fullum stuð- uningi við launabaráttu sér- fræðinga í heimilislækningum og munum við ekki sækja um auglýstar stöður þeirra á ís- landi meðan á þessari deilu stendur," segir m.a. í yfirlýs- ingu læknanna. Fullri ábyrgð á ástandinu er lýst á hendur stjórnvalda en undir yfirlýsinguna rita: Sér- fræðingar í heimilislækningum í_ 'Svíþjóð: Anna Geirsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Bragi Sig- urðsson, Friðjón Bjarnason, Guðjón Ingvi Geirmundsdson, Guðmundur Klar Snæbjörns- son, Guðrún Gunnarsdóttir, Hörður Björnsson, Jörundur Kristinsson, Magnús Geirsson, María Ólafsdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson og Þórarinn H. Þorbergsson. Sérfræðingar í heimilislækn- ingum í Noregi: Guðmundur Pálsson (Eidsvoll), Guðmundur Pálsson (Fet), Guðrún Hreins- dóttir, Gunnar Þór Jónsson, Gunnlaugur Siguijónsson, Magnús Halldórsson, Salóme Ásta Arnardóttir, _ Siguijón Kristinsson, Víðir Óskarsson og Þórarinn Ingólfsson. Neyðarástand getur orðið Stjórn Heilsugæslustöðvar- innar á Hvolsvelli lýsir áhyggj- um sínum á þróun mála í deilu heilsugæslulækna og ríkisins í ályktun hún hefur sent frá sér. „Þótt enn sé ekki hægt að tala um neyðarástand getur slíkt ástand orðið fyrr en varir. Stjórn heilsugæslustöðvarinnar lýsir fullri ábyrgð á slíku ástandi á'hendur deiluaðilum," segir í ályktun stjórnarinnar. Neyðar- vakt á fjór- um stöðum KOMIÐ var á neyðarvakt lækna í Vík, á Klaustri, Höfn og Þórshöfn í gær, að sögn Kristjáns Erlendssonar, skrif- stofustjóra í heilbrigðisráðu- neytinu. Upplýsingar heilbrigðisráðu- neytisins um hvar læknar eru enn að störfum, sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, voru ekki réttar hvað Djúpavog og Eskifjörð varðar, en að sögn Kristjáns er enginn læknir að störfum á Eskifirði og læknir sem var á Djúpavogi er farinn af staðnum. Stöður lækna auglýstar í dag Stöður allra heilsugæslu- lækna sem látið hafa af störf- um eru auglýstar lausar til umsókna í dag. Umsóknar- fresturinn er fjórar vikur og verða nýir læknar ekki ráðnir í stöðurnar fyrr en umsóknar- fresturinn er liðinn, skv. upp- lýsingum heilbrigðisráðuneyt- isins. LÆKNAFÉLAG íslands og Félag íslenskra heimilislækna boðuðu til fréttamannafundar í gær vegna stöðunnar í kjaradeilunni við ríkið. Samninganefndarmennirnir Vilhjálmur Rafnsson og Gunnar Ingi Gunnarsson (lengst t.v.) voru nýkomnir af fundi hjá ríkissáttasemjara og ræða hér stöðuna við Atla Árnason og Katrínu Fjeldsted, formann FÍH. Þórshöfn. Morgunblaðið. ÓFREMDARÁSTAND hefur verið _ # Læknar smna neyðarvakt í sjálfboðavinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.