Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t SVEINN BRYNJÓLFSSON frá Þingeyri, Dýrafirði, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Brynjólfsson, Þórarinn Brynjólfsson, Ármann Brynjólfsson, Helgi Brynjólfsson og aðrir aðstandendur. t Föðurbróðir minn, INGIVALDUR ÓLAFSSON frá Áshól, síðasttil heimilis á Sundlaugavegi 28, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 14. ágúst. Fyrir hönd ættingja, Ólafía Ólafsdóttir. t Okkar ástkæri JÓNAS HALLGRÍMSSON vélvirki, Skeiðarvogi 149, lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10a, þann 13. ágúst. Elín Steinunn Árnadóttir, Magnús Jónasson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Arngrímur Jónasson, Guðrún Björk Jónasdóttir, Halldór Jónasson, Hallfríður Jónasdóttir, Þórður Björnsson, Árdís Jónasdóttir, Hjörtur Sandholt, barnabörn og langafabarn. t Minningarathöfn verður um föður okkar, FRIÐGEIR OLGEIRSSON fyrrv. skipherra, í Dómkirkjunni i Reykjavík í dag, föstu- daginn 16. ágúst, kl. 13.30. Jón Kristinn Friðgeirsson, Ellen Fríða Falkvard Friðgeirsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, til heimilis á Aflagranda 40, Reykjavík, áður Kaupvangstorgi 1, Sauðárkróki verður jarðsett í dag. Útförin verður gerð frá Neskirkju kl. 13.30. Sveinn Guðmundsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ÞÓRÐAR GRÖNDAL verkfræðings, Látraströnd 13, Seltjarnarnesi. Erna Jónsdóttir, Sigríður Gröndal, Halldóra Gröndal, Halldóra Gröndal, Inga Gröndal, Benedikt Gröndal, Unnur Gröndal, Jón Magnússon, Helga Gröndal, Marteinn Magnússon, Þórunn Gröndal, Ása Magnúsdóttir og aðrir aðstandendur. ARSÆLL JONSSON + Ársæll Jónsson fæddist í Pét- ursbúð á Arnar- stapa 25. septem- ber 1918. Hann lést á heimili sínu á Höfðagrund 9, Akranesi, 12. ágúst síðastliðinn. Ársæll var sonur hjónanna Guðrúnar Sig- tryggsdóttur og Jóns Sigurðssonar bónda og kaupfé- lagssljóra á Arnar- stapa á Snæfells- nesi. Börn þeirra voru: Haraldur, f. 1908, d. 1984; Trausti, f. 1909, d. 1928; Víg- lundur, f. 1910, d. 1994; Tryggvi, f. 1911, d. 1994; Jón, f. 1912, d. 1912; Sigurást, f. 1914; Hreiðar, f. 1916; Ársæll, f. 1918, d. 1996; Margrét, f. 1919; Skarphéðinn Trausti, f. 1922. Fósturbróðir þeirra er Emanúel Guðmundsson, f. 1911. Eiginkona Ársæls Jónssonar er Anna Sigrún Jóhannsdóttir, f. 3. júní 1919. Börn þeirra eru: Jón Trausti, f. 1942, maki Ing- veldur Þorbjörnsdóttir, þau eiga 2 syni. Trausti á 2 dætur frá fyrra hjónabandi; Jóhann Ársælsson, f. 1943, maki Guð- björg Róbertsdóttir, þau eiga 4 börn; Þórður, f. 1946, maki Valdís Ingi- mundardóttir. Þórð- ur á 4 syni; Guðrún Marta, f. 1947, maki Baldur Ragnarsson. Þau eiga 3 dætur. Sigrún, f. 1954, maki Hafsteinn Sig- urðsson. Þau eiga eina dóttur; Hjört- ur, f. 1955, maki Ester Friðriksdótt- ir. Þau eiga 3 dætur; Fróði, f. 1965, unn- usta hans er Hafdís Bára Þórð- ardóttir. Barna- og barnabörn Ársæls og Onnu er 30. Ársæll var sjómaður og síðar bóndi á Sveinsstöðum á Snæ- fellsnesi. Hann varð síðar hafn- arsljóri við Rifshöfn. Hann átti hlut að útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum á Hellis- sandi og gerði út trillubát um árabil. Síðari hluta ævi sinnar bjó hann í Viðvík á Hellissandi. Þann tíma var hann vitavörður á Öndverðarnesi og Svörtuloft- um og starfrækti þá einnig lifr- arbræðslu í Rifi. Utför Ársæls fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þar sem jökulin ber við loft hætt- ir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorg- ir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu. (Halldór Laxness) Á Arnarstapa í Breiðuvík óx úr grasi tengdafaðir minn, hann Ár- sæll Jónsson. í nábýli við sjóinn og hamrana lærði systkinahópurinn á Bjargi að sjálf náttúran var besti kennarinn í leik og starfí, svipbrigði öldunnar sem brotnaði við ströndina kenndi hvenær óhætt var að líta á hana sem leikfélaga og hvenær sem ógnvald. Steingrímur Thorsteinsson ólst upp á Arnarstapa og stórbortið hef- ur verið við sjávarhamrana er hann orti: Við hafið ég sat fram á sæva - bergs stall og sá út í drungann, þar brimaldan striða við ströndina svall og stundi svo þungan. Ég held að umhverfi hafi djúp áhrif á fólk, líf þess og starf, geti lyft því hátt yfir umsvif hvunndags- ins og annir, veitt því innri frið og lífsgleði. Samleið mín í gegnum árin með þeim Ársæli og Ónnu, konu hans, eru öll á þann veg að þau hafa verið gefendur en ég þiggjandinn. Ótal ferðir um Nesið þ_ar sem ömefn- in voru þulin upp, en Ársæll var haf- sjór af fróðleik og þekkingu um svæð- ið í kringum Jökul og með fylgdu gjaman brot úr gömium sögnum. Beijaferðir í Veðurhlíð og Móhvolfið. Fjallagrasatínsla á Jökulhálsi. Ferðir út á Óndverðanes og Svörtuloft til að huga að vitunum. I réttirnar á haustin, þar sem féð rann mosagróna hraunslóðina heim í Viðvík. Svo mætti lengi telja en upp úr stendur þó viðmót þeirra hjóna til barna sinna, barnabarna og okkar sem þeim tengjast. Allt faðmandi húsmóðirin, hún Anna, sem hlúir að þeim sem minna mega sín, amman, sem bamabömin dýrka. Og Ársæll, mótaður af nálægð sinni við umhverf- ið undir Jökli, traustur og gefandi, afinn, sem bamabörnin fylgdu helst hvert fótmál. Ég, börn mín og barnabörn eigum nú minningar um mann sem með til- vist sinni auðgaði líf okkar. Við kveðj- um Ársæl Jónsson með þakklátum huga. Okkar víða liggja leiðir, lífs þíns fagra storði á. Vinur sem þér götu greiðir góðu hjarta byggir á. Ast og friður eru vinir, eflum þeirra tryggðabönd. Upp á himin bjarminn breiðir birtu dags um höf og lönd. Blunda rótt í brekkum §alla bláklukkur í hverri laut. Hvítir svanir höfði halla hjalar bam við móðurskaut. Vaggar fley svo blítt á bárum, björgin verður þangað sótt. Unaðs stund þar upp við skámm, yndislega júnínótt. Beygja krónur blóm á engi, blikar sær við norðurpól. Sólstöfum með sína strengi sjávarguðir veita skjól. Gefðu þeim er skart þitt skoða skyn og ró við faldinn þinn. Aldan gjálfrar blítt við boða. Breiðfirskt kvöld við fjörðinn minn. (Einar Steinþórsson). Guðbjörg Róbertsdóttir. „Hann afi ykkar er sofnaður frá okkur,“ sagði amma við mömmu og mig, rétt eftir að ég var búinn að borða á mánudaginn. Ég skildi þetta nú ekki alveg strax, en svo tók mamma mín utan um mig og sagði: „Baldur minn, hann gamli afi er dáinn.“ Hann gamli afi. Þegar ég var lít- ill og næstum því alveg farinn að tala, tók ég upp á því að kalla langömmu og langafa gömlu ömmu og gamla afa. Mér fannst miklu betra að segja það og síðan hef ég alltaf kallað þau þetta. Þegar gamli afi og gamla amma bjuggu í Viðvík á Hellissandi fór ég oft til þeirra með mömmu, ömmu eða Rúnu frænku minni. Mér fannst alltaf mjög gaman að fara þangað. Gamla amma tók á móti okkur og gaf okkur eitthvað í svanginn. Gamli afi var yfirleitt alltaf í fjárhúsunum eða í bílskúrnum eitthvað að bard- úsa. Gamli afi leyfði mér að koma með sér næstum allt sem hann fór og flestar svoleiðis ferðir fórum við á Lödu jeppanum, sem var mjög hátt skrifaður hjá mér. Við fórum t.d. í berjamó með gömlu ömmu og líka útí Rif að skoða skipin. Ladan hans gamla afa fór næstum því allt, meira segja þótt það væri kannski kerra aftan í henni. Einu sinni fórum við yfir á og hrútarnir rennblotnuðu. Alltaf þegar kom að burði í Viðvík fór ég til að hjálpa gamla afa og gömlu ömmu. Gamli afi gaf mér meira að segja eina kind, ég nefndi hana Birtu. Svo kom ég líka alltaf á haustin til að fara í réttirnar og reka kindurnar yfir hraunið út í Við- vík. Svo fluttu gamla amma og gamli afi á Akranes. Þá sagði ég þeim að ég ætlaði bara að smíða flugvél úr málmi og fljúga á Akranes til þeirra. Þá ætlaði ég að lenda í lj'örunni á Langasandi. Gömlu ömmu og gamla afa leist bara vel á það. Svo datt mér í hug að fá mér bara bát og sigla á Akranes til þeirra. Það væri hægt að búa til legufæri rétt neðan við húsið þeirra. Það varð nú ekki úr þessu hjá mér, en samt fór ég oft á Akranes að hitta þau. í fyrrasum- ar kom gamli afi með mér og mömmu á Akraborgartorfæruna og þegar hún var búin töluðum við mikið saman um torfærujeppa og Löduna hans gamla afa. Elsku gamli afi. Þú varst búinn að vera mikið veikur, en svo fór þér að batna og það birti yfir öllu fólk- inu þínu. En svo ertu farinn frá okkur. Ég veit að ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Samt veit ég að þér líður vel þar sem þú ert núna og getur fylgst með okkur öllum. Ég held líka að þú sért núna hjá honum Sturlu Karli, barnabarnabarninu þínu og þú getur sagt honum frá öllu því sem við höfum brallað sam- an. Og kannski eru líka bátar, kind- ur og Lödu-jeppar á himnum. Þinn Baldur. Þá er hann afi horfinn yflr móð- una miklu, á vit ættingja og vina á öðru tilverustigi. Fráfall fullorðins manns eru eftirlifendum ekki endi- lega óvænt, en sár er viðskilnaðurinn engu að síður. Við þurfum að gefa okkur tíma til að gráta, tíma til að syrgja. Þegar tárin hafa fengið að renna og sverfa af sorgarsteininum í hjartanu, getur maður leitað í minningasafnið til að ylja sér við. Og hann afí skildi eftir sig margar Ijúfar minningar. Afi var glæsilegur maður, grann- ur og hnarreistur fram til síðustu stundar. Hann hafði ákveðnar skoð- anir um menn og málefni og tak- markalausa virðingu okkar systr- anna. Það sem afl sagði, það var satt, það voru lög. Og ef það var einhver sem við hlýddum skilyrðis- laust þá var það afi. Ekki af því að við óttuðumst hann heldur af því að hann og ömmu virtum við mest allra. Og gerum áfram. Ekkert gladdi okkur meira eða var okkur meira tilhlökkunarefni en að fá að fara til Viðvíkur til afa og ömmu. Fara í fjárhúsin, réttirnar, hvað sem var. Ferðirnar í vitann út á Öndverðarnes voru einstakar, afi þekkti hveija þúfu eins og lófann á sér og var óþreytandi að miðla þeirri þekkingu til okkar. Ströndin hans afa, sendin kyrrlát vík sem brimið hafði sorfið í aldanna rás - bara fyrir okkur. Allt var það ævintýri, allt eru þetta perlur í hafsjó minninganna. Siðustu árin, eftir að afi og amma fluttu til Akraness og bjuggu sér þar einstaklega notalegt heimili, var ekki síður eftirsóknarvert að eiga samverustundir með þeim. Barn eða fullorðin, alltaf báru þau sömu um- hyggjuna fyrir manni, bæði í gleði og sorg. Þó ekki væru það ævintýra- ferðirnar, voru heimsóknirnar alltaf jafn gefandi og einhvern veginn létt- ara að horfast í augu við lífið, eftir spjall og kaffisopa í Höfðagrundinni. Á fimmtudaginn síðasta renndi ég við á leið minni vestur í Stykkis- hólm. Það gladdi mig að sjá að afi var virkilega hinn hressasti og bar sig auðvitað vel að venju. Svo ræddi ég aðeins við hann kvöldið áður en hann hélt af stað. Allur að hressast, sagði hann. Núna skil ég að hann var að safna kröftum fyrir ferðina löngu sem við leggjum öll upp í fyrr eða síðar. Hann sagði mér blessaðri að vera nú ekki að taka Akraborgina yfir til Reykjavíkur, það væri ekkert veður fyrir svona vesalinga til sjós. Svo hló hann og sagði „Nei Anna mín, þú verður örugglega veik í þessu veðri. Keyrðu bara fyrir Hval- fjörð“. Það voru síðustu orðin sem hann sagði við mig - umhyggjuorð. Einhvern veginn hefur maður aldrei sagt allt það sem maður vildi sagt hafa við hann afa. Núna verður það að bíða betri tíma. Eitthvað er það sem engin hugsun rúmar en drýpur þér á augu sem dögg - þegar húmar (Hannes Pétursson) Takk, afi. Anna Sigrún, Bylgja Hrönn og Þórný Alda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.