Morgunblaðið - 20.08.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 20.08.1996, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR A Eg ætla ekki einu sinni að lesa Moggann - segir Stefón Jón Hafstein og að nýja blaöiö gæti ekki hagsmuna þeinra sem seilast í opinbera sjóði. sT&Mlj/JD- Hvernig ætlarðu þá að vita hvað er ekta Moggalygi og hvað ekki, góði... REYKJAVÍKURBORG veitti sl. sunnudag viðurkenningar til íbúa, stofnana og fyrirtækja sem lagt hafa sig sérstaklega fram um að fegra umhverfi sitt. Heiðnaberg í Breiðholti var valin fegursta gata borgarinnar. I umsögn Umhverfismálaráðs Reykjavíkur segir að vel hafi tekist til við að skapa umhverfi þar sem samspil húsa og götu sé í jafnvægi. Aðstaða fyrir leik barna sé til fyrirmyndar, og greinilegt sé að íbúar leggi metn- Heiðnaberg fegursta gatan að sinn í viðhald lóða og gróður- svæða. Viðurkenningar fyrir góðan frágang á fyrirtækja- og stofn- analóðum hlutu Afengis- og tób- aksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, Islenskar sjávarafurðir að Sig- túni 42, Þýska og breska sendi- ráðið við Laufásveg 31 og Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrenn- is, Skólavörðustíg 11. Einnig hlutu eigendur hús- anna við Vesturgötu 39, sem byggt var árið 1899, og Hverfis- götu 18, sem var byggt árið 1906, viðurkenningar fyrir vel heppn- aðar endurbætur á gömlum hús- Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, veitti sl. sunnudag viðurkenningar fyrir fegurstu götu borgarinnar, fallegar fyrirtækjalóðir og endurbætur á gömlum húsum. Pítsutilboð Dominos Pizza á íslandi Seldu fyrir 12 milljónir A MILLI 11 og 12 þúsund pítsur seldust í síðustu viku á sérstöku tilboðsverði þegar Dominos Pizza á íslandi fögnuðu þriggja ára afmæli sínu. Allt að tveggja klukkutíma bið var eftir flatbökum og eingöngu voru afgreiddar stórar bökur. Eitt verð var fyrir hverja pítsu óháð stærð og ijölda áleggstegunda, 1.000 kr. og innkoma fyrirtækisins því 11 tii 12 milljónir kr. Eðlileg sala er á bilinu 7 til 8 þúsund píts- ur á viku. Þórarinn Ævarsson fram- kvæmdastjóri Dominos sagði að markmiðið með þessu tilboði hafi ekki verið að græða peninga heldur fyrst og fremst að skapa stemmn- ingu í kringum fyrirtækið. Þórarinn sagði að margir hefðu reynt nýjar áleggstegundir eins og ólífur og þistilhjörtu og algengt var að viðskiptavinir pöntuðu pítsur með allt að tíu áleggstegundum. Hann sagði að öll sölumet hefðu verið slegin í síðustu viku og líklega fengju verslunarstjórar á þremur stöðum hérlendis Rolex úr að gjöf frá höfuðstöðvum Dominos í Banda- ríkjunum. Eigendur Dominos Pizza á ís- landi opna þijá staði í Danmörku í haust. Þórarinn segir að markmið fyrirtækisins sé að opna þar sam- tals 40 staði. Á næsta ári verður fjölgað um tvo staði í Reykjavík. Þórarinn segir að ekki verði settir upp pítsastaðir úti á landi. IMýtt leiðakerfi SVR Góður undirbún- ingur skilað sér í framkvæmdinni Nýtt leiðakerfi Stræt- isvagna Reykjavík- ur, sem er grund- vallarskipulag almenningss- amgangna í höfuðborginni, tók gildi eftir grundvallar- endurskoðun sl. fimmtudag. Þetta eru róttækustu breyt- ingar sem ráðizt hefur verið í á leiðakerfinu í aldarfjórð- ung, en þetta er í fyrsta sinn sem það er endurskoð- að í heild frá árinu 1970. Þórhallur Örn Guðlaugs- son er forstöðumaður mark- aðs- og þróunarsviðs SVR. Morgunblaðið spurði hann út í breytingarnar og þá reynslu sem fengizt hefur fyrstu dagana eftir gildi- stöku þeirra. - Hvernig hefur nýja kerfið reynzt í framkvæmd Þórhallur Örn þessa fyrstu daga og hver Guðlaugsson hafa viðbrögð fóiks verið við breytingun um ? „Framkvæmdina álít ég hafa í stórum dráttum gengið mjög vel. Á nokkrum leiðum varð vart við að vagnar væru ekki á áætlun og fáein önnur smáatriði gengu ekki strax upp eins og áætlað var, en annars tel ég framkvæmdina sýna að góður undirbúningur hefur skilað sér. Til dæmis tókst ein mikilvægasta breytingin vel, sem var að vagnarnir á ieiðum í og úr fjarlægstu borgarhverfunum mættust á skiptistöðvunum í Ár- túni og Mjódd. En að sjálfsögðu uppgötvast ýmsir agnúar sem sníða þarf af fyrst eftir að svona viðamikilli endurskoðun hefur ver- ið hrint í framkvæmd og það verð- ur gert á næstu vikum og mánuð- um. í vetur verður áfram unnið að fínpússun nýja kerfisins. Viðbrögð almennings þessa fyrstu daga einkennast öðru frem- ur af því að álag á starfsfólk í upplýsingaþjónustunni hefur verið gífurlegt. Fólk sem er í óvissu um hvernig breytingarnar hafa áhrif á þeirra vanabundnu leið o.s.frv. hefur óspart hringt. Það hefur valdið sumum áhyggjum að ein- staka leið hefur verið lögð niður, t.d. nr. 8 og 9, en í þeim tilvikum hefur önnur leið komið í staðinn. Með breytingunum voru 20 við- komustaðir vagna lagðir niður, en aðrir nýir teknir upp í staðinn. Nokkrum ruglingi hefur valdið, að ekki reyndist mögulegt að fjar- lægja strax biðskýli af aflögðum viðkomustöðum. í þessum skýlum hafði þó verið með góðum fyrir- vara límd upp spjöld sem upplýstu notendur um flutning viðkomu- staðarins." - Hvað liggur annars að baki endurskoðun leiðakerfisins? „Miklar breytingar hafa orðið á aðstæðum og rekstrarumhverfi SVR frá síðustu uppstokkun kerf- isins 1970. Nægir þar að nefna stóraukna bílaeign, ------------ ► Þórhallur Örn Guðlaugsson er fæddur í Reykjavík árið 1962. Hann tók sérhæft verzl- unarpróf frá Fjölbrautaskó- lanum í Breiðholti en lagði síðan stund á iðnrekstrar- fræði við Tækniskóla íslands, sem hann lauk 1992. Hann útskrifaðist með BS gráðu í iðnaðartæknifræði frá TÍ árið 1994 og 1995 með BS gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá sama skóla. Þórhallur starfaði sem sjálfstæður viðskiptaráð- gjafi unz hann tók við starfi forstöðumanns markaðs- og þróunarsviðs SVR í maí 1995. Eiginkona hans er Dagbjört Sveinsdóttir og eiga þau þrjú börn. breytt verzlunarmynst- ur með aukinni áherzlu á laugardaga, upp- byggingu nýrra hverfa og þannig mætti lengi Fyrsta grund- vallarendur- skoAun í 26 ár var fengið danskt ráðgjafafyrir- tæki, sem sérhæfir sig í almenn- ingssamgöngukerfum. Það hefur áður tekið þátt í hönnun umferðar- mannvirkja í borginni undanfarinn aldarfjórðung. Þeirra hlutverk í endurskoðun kerfisins núna var að setja upp tölvulíkan, sem er eins konar hermilíkan af leiðakerf- inu. I það er safnað gögnum um aliar leiðirnar, viðkomustaði, far- þegafjölda og þess háttar. Gerðar voru ítarlegar talningar á farþega- íjölda og notkunarmynstri al- mennings á strætisvagnakerfinu. Hermilíkanið gerir okkur kleift að sjá hvert fóik er að fara, hvaða biðstöðvar eru mest notaðar, á hvaða tíma og á hvaða leiðum mesta álagið er o.s.frv. Síðan voru gerðar viðhorfskannanir meðal almennings og vagnstjóra. Fyrir tveimur árum lágu svo fyrir tillögur frá dönsku ráðgjöf- unum, sem miðuðu að því að bæta nýtingu og þjónustu í kerfinu. í kjölfar kynningarinnar á fyrstu tillögunum voru myndaðir starfs- hópar, sem unnu að því í hálft --------- annað ár að rannsaka áhrif þeirra á kerfið í raun, „prufukeyrðu" þær. Endanleg niður- staða var því töluvert breytt frá hinum upp- telja. Þetta hefur haft mikil áhrif á ferðavenjur fólks. Sem dæmi, þá hefur farþegum hjá SVR fækk- að um 46% á tímabilinu, en á sama tíma hefur bifreiðafjöldi í Reykja- vík aukizt um u.þ.b. 150% á með- an íbúafjöldi hefur aðeins aukizt um rúm 27%.“ Endurskoðunin kerfisins var vandlega undirbúin? „Já. Undirbúningur endurskoð- unarinnar hófst fyrir tæpum þremur árum. Til undirbúningsins runalegu tillögum Sú niðurstaða var síðan lögð fyrst fyrir stjórn SVR, síðan Borg- arráð, sem samþykkti hana.“ - Megum við þá gera ráð fyrir að kerfið haldist óbreytt næstu 25 árin? „Nei, sannarlega ekki. Þróun kerfisins mun halda stöðugt áfram, það á að þróast í takt við þær breytingar sem verða í borg- inni - það á að „lifa með fólkinu" ef svo má segja.“ i I i I l I i I i : I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.