Morgunblaðið - 20.08.1996, Page 24

Morgunblaðið - 20.08.1996, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Skortur á skólasálfræð- ingum vegna kjaramála Sumum sveitarfélögum hefur gengið illa að fá sálfræðinga til að- starfa í skólum. Hildur Friðriksdóttir kann- aði hvers vegna og komst að því að þeir eru hundóánægðir með þau laun sem standa til boða. MEGINÁSTÆÐA þess að erfiðlega gengur að ráða í stöður sálfræðinga sem þjóna skólum er ekki sú að þeir séu margir á biðlaunum og því að hugsa sinn gang heldur er aðal- orsökin léleg laun, að sögn sálfræð- inganna Kolbrúnar Baldursdóttur varaformanns Stéttarfélags sál- fræðinga og Elísabetar Halldórs- dóttur sem starfar á Fræðslumið- stöð Reykjavíkur. í Morgunblaðinu sl. þriðjudag kom fram að á skóla- skrifstofum eða í sveitarfélögum víða um land gengi einna verst að manna stöður sálfræðinga og var ein ástæðan talin fyrrgreind. Þær segja ennfremur að aðeins örfáum hafi staðið til boða að fara á biðlaun, þ.e. forstöðusálfræðing- um og nokkrum sálfræðingum, sem ekki var gert formlegt tilboð um áframhaldandi starf. „Þegar þeir líta yfir það sem er i boði núna úti um landið sjá þeir að launin eru svo lág. Sveit- arfélög sem hafa getað mannað stöður sálfræð- inga eru þau sem hafa rétta innsæið og skilning á þýðingu þjónustunnar og boðið laun eftir því. Dæmi eru jafnvel um að sveitar- félög hafi greitt sálfræðingum tvö- falt hærri laun en sálfræðingum í Morgunblaðið/Árni Sæberg KOLBRUN Baldursdóttir varaformaður Stéttarfélags sálfræðinga og Elísabet Halldórsdóttir skólasál- fræðingur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur fullyrða að léleg laun séu ástæða þess að illa gengur að manna þær stöður sálfræðinga á skólaskrifstofum sem ekki hafa nú þegar verið mannaðar. Næg atvinna á Norðurlönd- um fyrir sál- fræðinga auk hærri launa skólar/ námskeið skólum í Reykjavík og á Akureyri stendur til boða. í Reykjavík eru launin hvað lægst, enda eru þrjár stöður sálfræðinga lausar af tíu og á Akureyri hefur ekki verið ráðið í þær þtjár stöður sálfræðinga sem þar eru,“ sögðu þær Kolbrún og Elísabet. Aðra ástæðu fyrir manneklu sálfræðinga í skólum segja þær vera þá, að þeir sem eru í námi erlendis skili sér ekki nægilega til baka. „Nú eru til dæmis samtals tíu manns við nám í Noregi og Danmörku, sem ætla ekki heim að námi loknu. Laun á Norðurlönd- um eru þrefalt hærri en hér og fólk er ekki að flýta sér heim því það fær strax vinnu. Þróun sálfræði- mála á hinum Norðurlöndum er óskaplega hröð og t.d. í Noregi hafa um 400 stöður sálfræðinga verið auglýstar lausar á þessu ári. Einnig er mjög mikið framboð atvinnu í Danmörku og Svíþjóð,“ sögðu þær. Kolbrún segir að sálfræðingar sem unnið hafa í skólakerfinu haft lengi verið óánægðir með laun sín. Rótin sé fyrst og fremst slæmir samningar sem sálfræðingar gerðu við ríkið 1987 og litlar Ieiðréttingar haft fengist á grunnlaunum síðan þá. Væntingar hafi verið gerðar til sveitarfélaga um að hægt yrði að semja um betri kjör við þau, en nokkur sveitarfélaganna styðjist við þá samninga, sem ríkið greiddi og þeir séu hreinlega of lélegir til að þeir hafí áhuga á að sækja þar um. Hún bendir á að nám sálfræðinga sé ekki undir sex árum til að fá löggildingu og telur að launin séu ekki í samræmi við það. Stefnubreyting Elísabet bætir við að í næstu kjaraviðræðum eftir áramót verði lögð mikil áhersla á stefnubreyt- ingu, sem verði algjör kúvending við það sem er nú. „Þá munum við miða okkur við aðrar heilbrigðis- stéttir. Við höfum lengst af verið í röngu fagráðuneyti en fengum leið- réttingu á þvi sl. vor og erum nú flutt yfir í heilbrigðisráðuneytið.“ Þær segjast vita til þess að ein- hvetjir sálfræðingar séu að huga að stofnun eigin stofu vegna óánægju með launakjör og þeir sjái fyrir sér verktakasamning við sveit- arfélögin. „Þetta er hugmynd sem félagið er að gæla við og getur jafn- vel orðið hluti af þeirri stefnubrejd- ingu sem ég var að tala ________ um áðan.“ Skylt að veita þjónustu Kolbrún bendir á að það sé skylda skóla að veita sálfræðiþjónustu samkvæmt lögum og einungis löggiltir sálfræðingar megi veita þá þjónustu. Það sé því lögbrot að ráða námsráðgjafa eða sérkennara í stöðu sálfræðinga eins og einhvers staðar hafi komið til tals. „Við yfirfærsluna kom inn nýtt ákvæði, sem kveður á um að ríkið á að hafa eftirlit með hvernig sveitarfélögin framfylgja þeirri skyldu að börn fái þá sálfræðiþjón- ustu sem þeim ber. Það verður fróð- legt að fylgjast með hvernig að því verður staðið." Sálfræðingar hyggja á einkarekstur og verktaka- fyrirkomulag Elísabet tekur fram að sam- kvæmt nýrri reglugerð um sérfræði- þjónustu skóla komi fram að starf sérfræðinga skuli fyrst og fremst beinast að því að efla grunnskólana sem faglegar stofnanir. Hlutverk sálfræðinga færist því meir inn á ráðgjöf, hvort sem er til foreldra, kennara eða skólastjóra í stað úr- vinnslu. „Við erum mjög ósátt við að þrengja þjónustuna eins og okkur fínnst að verið sé að gera. Að okkar mati er einnig verið að reyna að halda foreldrum úti og það sam- ræmist ekki siðareglum sálfræð- inga. Hafi foreldrar beint samband við okkur framvegis verðum við að fá leyfi þeirra til að fara með málið inn í Nemendaverndarráð og af- greiða það þar. Með því er ferlið í raun orðið flóknara og lengra en það var,“ sagði Elísabet. Hún segir einnig að mjög erfitt sé að geta ekki sjálfur stjórnað vinnslu mála. „Það er gott og gilt að geta gefið kennurum ráð, en sálfræðingur verður að geta ráðið hvernig hann vinnur rnálin." Nýja ferlið verður þannig að kennari ræðir við skóiastjóra um vandamál barns og þeir vinna að lausn málsins. Meti skólastjóri málið þannig að senda þurfti barn- ið áfram verður það gert. „í raun felur yfirfærsla grunnskólanna það í sér að skólastjóri er orðinn ein- valdur í sínum skóla og þá ekki einungis á sviði sérfræðimála held- ur á öllum sviðum. Nú stýrist skóla- stjóri ekki lengur af menntamála- ráðuneyti heldur er hver skóli sjálf- stæður," sagði Elísabet. Foreldrar fylgist með Hún bendir á foreldrar þurfi að vera vakandi yfir þessum breyting- um og fylgjast með að hver skóli fylgi þeirri skyldu sinni að bjóða upp á sérfræðiþjónustu. „Þetta er ekki síst mikilvægt úti á landi, þar sem á þessu stigi málsins er víða óljóst hvernig á málum verður hald- _________ ið,“ bætti Kolbrún við. Þær taka fram að eft- irspurn eftir sálfræði- þjónustu í skólum sé sí- vaxandi og foreldrar hafi áttað sig á hversu mikil- vægt sé að geta leitað aðstoðar. Aðspurðar hvort farið sé að ofnota sálfræðiþjónustu í skólum segja þær að málefnið hafi verið mikið til umræðu innan félagsins að und- anförnu. „Kannski er þetta einmitt meginástæða þess að nú er stefnan að gera sálfræðing að ráðgjafa skólastjórans. Hins vegar á eftir að sjá hvernig það á eftir að skila sér, því ekki er víst að allir skóla- stjórar vilji þiggja þá ráðgjöf. Vandamál barnanna eru oft í sam- hengi við hvernig andrúmsloftið og stjórnun er í skólunum." Niðurskurður hjá grunnskólum í Uppsölum Móðurmálskennsla ís- lenskra nemenda skert Handmenntaskóli íslands • Bréfaskólanámskeið Eins og áður kennum við: Grunnteikningu, litameðferð, líkams- teikningu, listmálun með myndbandi, skrautskrift, innanhúsarkitektúr, Híbýla- tækni, garðhúsagerð, teikning og föndur fyrir börn og húsasótt. Nýtt hjá okkur er Hljómblóma-námskeið- ið sem eykur vöxt blóma, grænmetis, jurta, trjáa o.s.frv. Fáið sent kynningarrit skólans og hring- ið í 562-7644 eða sendið okkur línu í pósthólf 1464, 121 Reykjavík eða lítið á slóðina http://www.mmedia.is/hand- ment/ GRUNNSKÓLAR í Uppsölum í Sví- þjóð hafa dregið verulega úr fjár- magni til móðurmálskennslu ís- lenskra nemenda, að sögn Grettis Engilbertssonar móðurmálskennara í íslensku í Uppsölum. „Einn skóli, Högdalsskólinn, hefur neitað að kosta móðurmálskennslu fyrir þijá íslenska nemendur og tveir aðrir sþólar hafa enn ekki áætlað neina kennslu fyrir íslenska nemendur. Flestir aðrir skólar hafa áætlað 8-10 mínútur á viku fyrir 2-5 nemendur," sagði hann. I Svíþjóð munu vera búsett um 700 íslensk börn á skóla- aldri. Þar af eru um 30 böm í Upp- sölum sem flest eru í yngstu bekkj- um grunnskóla. Ríkisstyrkir til kennslunnar voru felldir niður 1991 og þess í stað var hver skóli gerður ábyrgur fyrir því að reka kennsluna á eigin kostnað. Grettir segir engan einan aðila bera heildarábygð á móðurmáls- kennslu í grunnskólum né hafa eft- irlit með henni. „í sænskri grunn- skólareglugerð eru bæjarfélög und- anþegin frá skyldunni að reka móð- urmálskennslu, ef færri en fimm nemendur sem tala málið búa innan marka bæjarfélagsins. Margir skólastjórar túlka ákvæðið rang- lega og neita að borga kennslu, nema a.m.k. fimm nemendur séu í sama skóla. Hætta er á að íslensku- kennsla hér leggist niður með öllu vegna vanefnda skólayfirvalda á yfirlýstum markmiðum, settum reglugerðum og Norðurlandasamn- ingum,“ sagði Grettir. Úr myndasafni MARGIR nemendur búa að góðri móðurmálskennslu. Verkefnið Frumkvæði/Framkvæmd auglýsir eftir upplýsingum um starfandi ráðgjafa vegna endurútgáfu upplýsingamöppu um ráðgjafa á eftirtöldum sviðum: Stefnumótun, fjármálastjómun, markaðsaðgerðir, hönnun og vömþróun, framleiðslustjómun, gæðastjómun og umhverfisstjómun. IÐNAÐAR- RÁÐUNEYTIÐ Hafið samband við Iðntæknistofnun í síma 587 7000 fyrir 23. ágúst. (|) iðnlánasjóður || iðnþróunarsjóður löntæknistofnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.