Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 32

Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hæsta hæfileika- einkunn fjögurra vetra hrossa Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SIGURBJÖRN og Oddur í góðum gír í töltinu en sigruðu auk þess í fjórgangi. Sigurbjörn hirti allt gnllið HESTAR Æðaroddi, Akrancsi OPIÐ ÍSLANDSBANKAMÓT I fimmta sinn héldu Dreyramenn á Akranesi opið íþróttamót. Ágæt þátttaka var í opnum flokki en at- hygli vekur hversu fáir heimamenn tóku þátt í mótinu. Af 36 þátttakend- um í tölti voru aðeins 4 frá Dreyra. Þrír keppendur voru imi á velli í senn í forkeppni sem flýtti mjög fyrir framkvæmd. EINS OG oft áður gerði Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, góða ferð á Æðar- oddann, sigraði í flestum greinum nieð miklum glæsibrag og var Oddur frá Blönduósi í miklu stuði. Vildu sumir meina að hann hafi sjaldan verið betri en einmitt þarna. Voru þeir félagar að sigla fram úr keppi- nautum sínum á yfirferðinni, nokkuð sem Oddur er ekki þekktastur fyrir. En hægatöltið var með glæsilegasta móti, fijálslega riðið þannig að hest- urinn naul sín til fulls. Eiginkona Sigurbjörns fylgdi honum vei eftir, varð þriðja í tölti og önnur í fjór- gangi á Hirti frá Hjarðarhaga. í fimmgangi var hann á Dyni frá Ytra- Skörðugili þar sem hann vann örugg- an sigur en Hulda Gústafsdóttir á Koli frá Stóra-Hofi sigraði hinsvegar í gæðingaskeiði og þar með einnig ^tigahæst keppenda í opnum flokki. Er þetta líklega í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem Sigurbjörn vinnur ekki þennan titil á íþróttamóti. í ungmennaflokki var gullinu skipt bróðurlega milli nokkurra keppenda. Ragnar E. Ágústsson sigraði í fjórgangi á hryssunni Óska- dís frá Hafnarfirði, sömu hryssu og hann var með í fimmgangi á Islands- mótinu helgina áður og sigraði. I fimmgangi keppti hann hinsvegar á Kolbrá þar sem hann varð í öðru sæti á eftir Garðari H. Birgissyni sem keppti á Vaski frá Leysingja- stöðum. í töltinu vann svo Alma Olsen á Erró sínum frá Langholti. Kvenþjóðin var nokkuð áberandi á þessu móti, sér í lagi í tveimur lægstu aldursflokkunum. Þar voru stúlkurnar í miklum meirihluta keppenda og nánast einokuðu úrslit- in í báðum flokkum. Nýbakaðir ís- landsmeistarar í fjórgangi, Magnea Rós Axelsdóttir og Vafi frá Mos- fellsbæ, voru með yfirburði í bæði tölti og fjórgangi unglinga en Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Hauki og Karen Líndal og Manni voru sigurvegarar í barnaflokki. Góðir tímar náðust í 150 metra skeiði þar sem Þórður Þorgeirsson og Lúta frá Ytra-Dalsgerði settu vallarmet, 14,0 sek. í aukaspretti, en hlaupastefnunni var breytt þann- ig að nú skeiða vekringarnir að hús- unum í stað þess að fara frá húsun- um. Fimm fljótustu vekringarnir voru undir fimmtán sek. sem sjá má í úrslitunum og er það býsna góður árangur. Sigurbjörn og Snarfari frá Kjalarlandi voru hinsvegar hinir op- inberu sigurvegarar í greininni á 14,2 sek. Að sögn Jóns Sigurðssonar félaga í Dreyra skilar brautin alltaf góðum tímum og voru knaparnir mjög ánægðir með hana. Efni í hana er tekið úr landi félagsins, sem er leirsandur, og hefur reynst mjög vel að sögn. Á laugardag var gert hlé á móts- störfum þegar minnst var Magnúsar Hákonarsonar, en útförin fór fram á laugardag, flutti Jón stutt minn- ingarávarp og endað með einnar mínútu þögn til heiðurs hinum látna. Islandsbankamót Dreyra hafa tryggt sig vel í sessi á þessum fimm árum sem þau hafa verið haldin. Áhugi fyrir opnum síðsumarmótum er svo sannarlega fyrir hendi hjá keppendum þótt áhorfendur flykkist ekki í stórum hópum á mótin. Fróð- legt verður að sjá hvort fyrirkomu- lagið með þremur á velli í senn í forkeppni hafi einhver áhrif á aðsókn móta því ekki er neinum vafa undir- orpið að þetta hugnast áhorfendum mun betur. Dagskrá íslandsbanka mótsins var býsna löng á sunnudag. Mótið hófst klukkan níu en var ekki lokið fyrr en langt var liðið á kvöld- ið. Maraþondagskrá sem þessi er ekki til að skerpa áhuga manna til að sækja mótin. Þetta vandamál hafa hestamenn lengi glímt við því svo virðist sem þeim þyki svo gaman að fást við áhugamálið að erfitt sé að hætta. Valdimar Kristinsson Gaddstaðaflatir HÉRAÐSSÝNING KYNBÓTAHROSSA Eitt hundrað og níu kynbótahross fengu fullnaðardóm á sýningunni, þar af voru fimm stóðhestar. Tveir þeirra náðu yfir gömlu ættbókar- mörkin, 7,75, en af hryssum náðu sjötíu og tvær yfir 7,50 og sjö af þeim náðu yfir 8,0. ÞÓTT ekki væri haldið stórmót á Hellu þetta árið var boðið upp á héraðssýningu kynbótahrossa þar sem mættu til dóms 130 hross. Sýn- ingin fór fram um miðja viku og endað með yfirlitssýningu á föstu- dag og verðlaun afhent strax að henni lokinni. Dómarar voru bein- tengdir við móðurtölvuna í Reykja- vík til að gera þetta mögulegt. Sagði Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur þetta til mikillar ha- græðingar og hefði mátt vera komið löngu fyrr. Það sem upp úr stóð á sýningunni var frammistaða flögurra vetra hiyssunnar Flugu frá Kollaleiru sem náði hvorki meira né minna en 8,37 fyrir hæfileika, 7,79 fyrir byggingu og 8,08 í aðaleinkunn. Er hér um að ræða hæstu hæfileikaeinkunn ársins hjá fjögurra vetra hrossi. Hálfsystir Flugu, Þota, sem einnig er íjögurra vetra gömul, reyndist litlu síðri, en hún hlaut 8,22 fyrir hæfileika sem einnig er afbragðs góður árangur. Hryssurnar eru báð- ar undan Laufa frá Kollaleiru sem Þórður Þorgeirsson reið til sigurs í töltkeppni Islandsmótsins á dögun- um. Hans Kjerúlf er eigandi hryss- anna, á Þotu að vísu í félagi við annan, og má segja að hann sé bú- inn, með góðri frammistöðu hrossa sinna á fjórðungsmóti á Fornustekk- um síðasta sumar og svo aftur núna í sumar, að koma sér í hóp athyglis- verðari ræktunarmanna landsins. Hafliði Halldórsson mætti með Nælu frá Bakkakoti til dóms í sex vetra flokkinn og að sjálfsögðu stóð hún þar efst með prýðisgóða ein- kunn, 8,26. Það sem kemur kannski mörgum á óvart er byggingarein- kunn hryssunnar, 8,17, en þar vega mest stálfætur hennar, er með 8,7 fyrir fótagerð, 8,5 fyrir réttleika og 8,2 fyrir hófa, góð séría þetta. Það vekur einnig athygli að hún fær „aðeins“ 9,5 fyrir tölt, en vafalítið hefðu flestir veðjað á einkunn þar yfir eða jafnvel 10,0. En hvað um það, heildarútkoman er góð og það er kannski það sem skiptir mestu máli hjá þessari miklu afrekshryssu, sem fer væntanlega í folaldseignir. Annað sem athyglisvert er á þess- ari sýningu er að tveir vindóttir stóð- hestar koma þarna fram. Það hefur gengið fremur illa að fá fram á sjón- arsviðið vel frambærilega stóðhesta með þessu litarafbrigði. Annar þeirra er þarna fór í dóm, Askur frá Hofstaðaseli, er með þokkalega ein- kunn, fær 7,90 fyrir byggingu og 7,73 fyrir hæfileika, en hann fær ekki einkunn fyrir skeið. Þarna mætti ætla að kominn sé hestur sem óhætt væri að nota í ríkum mæli litarins og annarra hluta vegna. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson TVEIR vindóttir stóðhestar komu fram á sýningunni á Gaddstaðaflötum, Þrymur frá Geirshlíð, sem Leó Geir situr, og Askur frá Hofs- staðaseli, sem Kristinn bóndi í Skarði situr. Kristinn ráðunautur kvaðst ágæt- lega sáttur við þessa sýningu, heild- arsvipur og útkoma ágæt þótt ekki væri mikið af nýjum hrossum að slá í gegn. Fjögurra vetra hryssurnar mjög athyglisverðar en höfuðskör- ungarnir í eldri hópnum eins og Næla frá Bakkakoti. Kristinn kvað þetta næstsíðustu sýningu ársins, í ráði væri að halda eina sýningu fyrir Norðurland um miðja næstu viku en síðsumarsýn- ingar í Eyjafirði og Húnavatnssýsl- um hefðu fallið niður vegna lítillar þátttöku og því væri í ráði að bjóða eina sýningu fyrir allt Norðurland. Valdimar Kristinsson íslandsbankamót Opinn flokkur: Tölt: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Oddi frá Blönduósi 8,03/7,90. 2. Fríða H. Steinarsdóttir, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 7,33/6,87. 3. Þórður Þorgeirsson, Geysi, á Blökk frá Flugumýri, 7,33/6,77. 4. Bjarni Sigurðsson, Gusti, á Eldi frá Hóli, 7,18/6,93. 5. Erling Sigurðsson, Fáki, á Feldi frá Laugarnesi, 6,84/6,77. 6. Þorvarður Friðbjörnsson, Herði, á Tvisti frá Keflavík, 6,61/6,63. Fjórgangur: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blöndu- ósi, 7,43/7,13. 2. Catrin Engström, Herði, á Ótta frá Mið- hjáleigu, 6,81/6,50. 3. Fríða H. Steinarsdóttir, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,75/6,40. 4. Bjarni Sigurðsson, Gusti, á Eldi frá Hóli, 6,64/6,47. 5. Birgitta Magnúsdóttir, Herði, á Óðni frá' Köidukinn, 6,61/6,20. 6. Þórður Þorgeirsson, Geysi, á Blökk frá Flugumýri, 6,61/6,40. Fimmgangur: 1. Sigurbjörn Bárðarson á Dyni frá Ytra- Skörðugili, 6,81/6,97, 2. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Koli frá Stóra-Hofi, 6,46/6,10. 3. Lárus Hannesson, Snæfellingi, á Feng frá Uxahrygg, 6,40/5,47. 4. Logi Laxdal, Fáki, á Dóna frá Keldu- dal, 6,11/5,83. 5. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Fleyg, 6,05/5,80. 6. Erling Sigurðsson, Fáki, á Spá frá Varmadal, 5,52/6,63. Gæðingaskeið: 1. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Koli frá Stóra-Hofi. Í2. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Tvisti. 3. Ólafur G. Sigurðsson, Dreyra, á Randver. 4. Guðmundur Einarsson, Herði, á Freydísi frá Steðja. 5. Arnar Bjarnason, Andvara, á Rimmu frá Kópavogi. Skeið 150 metrar: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Snarfara frá Kjalarlandi, 14,2. 2. Logi Laxdal, Fáki, á Funa, 14,3 sek. 3. Þórður Þorgeirsson, Geysi, á Lútu frá Ytra-Dalsgerði, 14,6 sek. 4. Páll Bragi Hólmarsson, Gusti, á Viljari frá Möðruvöllum, 14,8 sek. 5. Hinrik Bragason, Fáki, á Aski frá Djúpa- dal, 14,9 sek. íslensk tvíkeppni: Sigurbjörn Bárðason á Oddi frá Blönduósi, 148,66. Skeiðtvíkeppni og stigahæsti keppandi: Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Koli frá Stóra- Hofi. Ungmenni: Tölt: 1. Alma Olsen, Fáki, á Erró frá Langholti, 6,63/6,47. 2. Helgi Gíslason, Ljúfi, á Glófaxa frá Þúfu, 6,57/6,03. 3. Ragnar E. Ágústsson, Sörla, á Óskadís frá Hafnarfirði, 6,49/5,63. 4. Ásta D. Bjarnadóttir, Gusti, 4 Hrannafi frá Skeiðháholti, 6,42/6,17. 5. Sigríður Pjetursdóttir, Sörla, á Rómi frá Bakka, 6,23/6,03. Fjórgangur: 1. Ragnar E. Ágústsson, Sörla, á Óskadis frá Hafnarfirði, 6,66/6,50. 2. Sigríður Pjetursdóttir, Sörla, á Rómi frá Bakka, 6,48/6,47. 3. Helgi Gíslason, Ljúfi, á Glófaxa frá Þúfu, 6,33/6,33. 4. Ásta D. Bjarnadóttir, Gusti, á Hrannari frá Skeiðháholti, 6,29/6,03. 5. Herdís Sigurðardóttir, á Jarli, 5,36/5,80. Fimmgangur: 1. Garðar H. Birgisson, Herði, á Vaski frá Leysingastöðum, 5,60/5,07. 2. Ragnar E. Ágústsson, Sörla, á Kolbrá, 5,55/5,73. 3. Helgi Gíslason, Ljúfi, á Frey frá Borgar- nesi, 5,50/5,0. 4. Sigurður 1. Ámundason, Skugga, á Berki frá Búðarhóli, 5,15/4,53. 5. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði, á Takti, 5,06/5,40. Gæðingaskeið: 1. Helgi Gíslason, Ljúfi, á Frey. 2. Jón Gíslason, Geysij á Fáki frá Bjarna- stöðum. 3. Ragnar E. ágústsson, Sörla, á Kolbrá. íslensk tvíkeppni: Sigríður Pjetursdóttir á Rómi frá Bakka, 121,22. Unglingar: Tölt: 1. Magnea Rós Axelsdóttir, á Vafa frá Mosfellsbæ, 6,71/6,33. 2. Birgitta D. Kristinsdóttir, á Ósk frá Refsstöðum, 6,36/5,63. 3. Helga G. Ottósdóttir, Herði, á Kolfinni frá Enni, 5,85/5,40. 4. Ásta K. Victorsdóttir, Gusti, á Nökkva frá Bjarnastöðum, 5,83/5,57. 5. Anna L. Ármannsdóttir, Dreyra, á Tígli frá Skipanesi, 5,58/5,50. Fjórgangur: 1. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði, á Vafa frá Mosfellsbæ, 6,61/6,03. 2. Birgitta D. Kristinsdóttir, Gusti, á Ósk frá Refsstöðum, 6,26/5,80. 3. Sigurður I. Ámundason, Skugga, á Dollý frá Breiðabólsstað, 5,83/5,0. 4. Helga G. Ottósdóttir, Herði, á Kolfinni frá Enni, 5,81/5,43. 5. Anna L. Ármannsdóttir, Dreyra, á Tígli frá Skipanesi, 5,57/5,30. Stigahæsti knapi og íslensk tvíkeppni: Magnea Rós Axelsdóttir á Vafa, 121,55. Börn: 1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hauki frá Akureyri, 6,56/6,17. 2. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Fjöður frá Svignaskarði, 6,48/5,93. 3. Jóna M. Ragnarsdóttir, Fáki, á Skag- fjörð frá Þverá, 6,24/5,97. 4. Karen I,. Marteinsdóttir, Dreyra, á Manna frá V-Leirárgörðum, 6,19/5,87. 5. Eva Benediktsdóttir, Herði, á Hálfmána frá Miðkoti, 6,09/5,67. Fjórgangur: 1. Karen L. Marteinsdóttir, Dreyra, á Manna frá V-Leirárgörðum, 6,66/6,30. 2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hauki frá Akureyri, 6,10/6,03. 3. Kristján Magnússon, Herði, á Rúpin frá Breiðabólsstað, 6,02/5,60. 4. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Fjöður frá Svignaskarði, 5,78/5,63. 5. Eva Benediktsdóttir, Herði, á Hálfmána frá Miðkoti, 5,67/5,57. Stigahæsti knapi og íslensk tvíkeppni: Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Hauki frá Ákur- eyri, 119,55. Héraðssýning kynbótahrossa, Gaddstaðaflötum Stóðhcstar sex vctra og eldri: 1. Dugur frá Minni-Borg, f.: Kolgrímur, Kjarnholtum, m.: Huggun 5400, Engi- hlíð, eigandi Hólmar B. Pálsson. Bygg- ing: 7,62, hæfileikar: 8,32, aðaleink.: 7,97. 2. Askur frá Hofsstaðaseli, f.: Stjarni, Hof- staðaseli, m.: Kalla-Vinda II, Hofsstað- as., eigandi Elínborg Bessadóttir, b.: 7,90, h.: 7,73, a.: 7,81. Stóðhestar fimm vetra: 1. Þrymur frá Geirshlíð, f.: Stígur, Kjartans- stöðum, m.: Nikka frá Geirshlíð, eigandi Grétar J. Sigvaldason, b.: 7,73, h.: 7,73, a.: 7,73. Hryssur sex vetra og eldri: 1. Næla frá Bakkakoti, f.: Kópur, Ártúnum, m.: Sæla frá Gerðum, eigandi Ársæll Jónsson, b.: 8,17, h.: 8,36, a.: 8,26. 2. Sunna frá Akureyri, f.: Adam, Meðal- felli, m.: Miiiy, Y-Dalsgerði, eigandi Sveinn Jónsson, b.: 8,04, h.: 8,41, a.: 8,22. 3. Spá frá Varmadal, f.: Kolbakur 730, Gufun., m.: Háþekja, Hólum, eigandi Kristján Magnússon, b.: 7,81, h.: 8,56, a.: 8,18. 4. ísafold frá Ólafsvík, f.: Ófeigur 818, Hvanneyri, m.: Rjúpa 4881, Steðja, eig- andi Steinunn Stefánsdóttir, b.: 7,87, h.'8,35, a.: 8,11. 5. Mónika frá Lækjarbotnum, f.: Amor, Keldudal, m.: Emma, Skarði, eigandi Jónína H. Þórðardóttir, b.: 8,10. Hryssur fimm vetra: 1. Mugga frá Götu, f.: Hrókur, E-Torfast., m.: Björk, Götu, eigandi Guðni V. Jóns- son, b.: 7,81, h.: 8,07, 7,94. 2. Lukka frá Þorbergsstöðum, f.: Stígandi, Skr., m.: Litfara, Ólafsdal, eigandi Skjöldur Stefánsson, b.: 7,90, h.: 7,94, a. : 7,92. 3. Spóla frá Feti, f.: Kraflar, Miðsitju, m.: Sprengja, Stakkhamri, eigandi Sævar Leifsson, b.: 7,86, h.: 7,87, a.: 7,86. 4. Fura frá Kröggólfsstöðuni f.: Stormur, Kröggólfsst., m.: L-Bylgja, Kröggólfsst., eigandi Sigurbjörg Jóhannesdóttir, b.: 7,82, h.: 7,81, a.: 7,81. 5. Harpa frá Hlöðutúni, f.: Leistur 960, Álftag., m.: Katla, Hlöðutúni, eigandi Einar Þorfinsson, b.: 7,69, h.: 7,90, 7,80. Hryssur fjögra vetra: 1. Fluga frá Kollaleiru, f.: Laufi, Kollaleiru, m.: Stjarna, Hafursá, eigandi Hans Fr. Kjerúlf, b.: 7,79, h.: 8,37, a.: 8,08. 2. Þota frá Reyðarfirði, f.: Laufi, Kolla- leiru, m.: Urður, Reyðarfirði, eigendur Hans Fr. Kjerúlf og Jón H. Egilsson, b. : 7,61, h.: 8,22, a.: 7,92. 3. Lokkadís frá Feti, f.: Orri, Þúfu, m.: Snegla 6026, Sigríðarst., eigandi Brynj- ar Vilmundarson, b.: 7,84, h.: 7,96, a.: 7,90. 4. Eldey frá Hellu, f.: Orri, Þúfu, m.: Tígla, Hellu, eigandi Steinþór Runólfsson, b.: 7,74, h.: 7,90, a.: 7,82. 5. Eir frá Fljótsbakka, f.: Otur, Skr., m.: Komma, Fljótsbakka, eigendur Guðrún Á. Eysteinsdóttir og Guðmundur Þ. Þór- arinsson, h.: 8,00, h.: 7,59, a.: 7,79.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.