Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 34

Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓN BJÖRNSSON + Jón Björnsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1910. Hann lést 13. ágúst síðastliðinn á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Foreldrar hans voru Björn Jónsson skipstjóri frá Árnanaustum og kona hans Anna Pálsdóttir frá Neðra-Dal í Bisk- upstungum. Jón var næstelstur þrettán systkina. Þau eru: Ásta Laufey, gift Hirti Hjartar- syni, sem er látinn. Sigurbjörg, gift Morten Ottesen, þau eru bæði látin. Unnur, gift Frið- þjófi Þorsteinssyni, þau eru bæði látin. Björgvin, látinn, hann var kvæntur Ástu Þor- kelsdóttur. Hildur, gift Gísla Kærnested, sem er látinn. Páll, sem er látinn, hann var kvænt- ur Ólöfu Benediktsdóttur. Sig- ríður, gift Bjarna Benedikts- syni, þau eru bæði látin. Anton, látinn, hans kona var Bertha Karlsdóttir. Auðbjörg, gift Guðmundi Bene- diktssyni, Harald- ur, kvæntur Þóru Stefánsdóttur. Guð- jón, látinn, og Valdimar, kvæntur Steinunni Guð- mundsdóttur. Jón kvæntist eftirlif- andi konu sinni Jennýju Guðlaugs- dóttur frá Arnar- stapa á Snæfells- nesi, 5. október 1940. Jenný er fædd 10. júní 1912. Þau eignuðust 4 börn: 1) Björn, kvæntur Ernu Nielsen og eiga þau þrjú börn, Bryndísi Jennýju, Jón og Lailu. 2) Krist- ín, hennar dóttir er Björg Anna Kristinsdóttir. 3) Óskírð dóttir, fædd 18. júlí 1949, Iátin. 4) Guðlaugur, kvæntur Sigríði Þorsteinsdóttur og eignuðust þau fjögur börn, Jennýju Báru, látin, Valdísi, Hildi Guðnýju og Bjarna Má. Barnabarnabörnin eru fjögur. Utför Jóns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. í dag, þriðjudaginn 20. ágúst, verður til moldar borinn móðurbróð- ir minn Jón Björnsson skipstjóri. Jón frændi minn var stór og mynd- arlegur maður sem sópaði af hvar sem hann fór. Hann hóf ungur sjó- mennsku, fyrst með föður sínum og síðar sem stýrimaður og skip- stjóri m.a. á Birni Jónssyni sem hann átti og gerði út um árabil. Sjómennska og störf tengd sjónum urðu lífsstarf hans allt fram á efri ár, en starfsferlinum lauk Jón sem þingvörður við Alþingi. Margar sögur hef ég heyrt um velgengni og aflabrögð Jóns og er ekki ofsögum sagt að hann hafi verið með fengsælli fskimönnum okkar um og eftir 1940 og allt fram til þess dags að hann kom í land og tók við ýmsum útgerðarstörfum. Eins og oft vill verða með mikla aflamenn þá gekk þetta í erfðir og hafa báðir synir Jóns, þeir Björn og Guðlaugur, reynst farsælir sjó- menn og aflamenn. Sem ungur drengur var ég heimagangur á heimili þeirra Jóns og Jennýar, en við Bjöm sonur þeirra og Kristín heimasætan á bænum vorum leikfélagar og á ég margar ánægjulegar endurminn- ingar frá okkar leikjum á eldhús- gólfinu á Sólvallagötu 57. Guðlaug- ur yngsti sonur þeirra er 11 áram yngri svo kynni okkar urðu eðlilega ekki eins náin og við systkini hans. Þá minnist ég með hlýju fjölmargra jólaboða eftir að faðir minn lést langt um aldur fram, og allrar vin- semdar við þetta frændfólk mitt. Eins og áður sagði var Jón mik- ill á velli og handtak hans var hlýtt og traust, röddin þróttmikil, en hávaðamaður var hann aldrei. Hann kunni vel að gleðjast á góðri stundu, var mikill og góður gestgjafi og hámark gleðinnar var er hann hóf upp sína kröftugu rödd og vildi láta viðstadda syngja óð til lífsins og þeirrar gleði sem viðstaddir voru að njóta hveiju sinni. Þau Jón og Jenný hófu búskap sinn að Sólvalla- götu 34, og þar leigðu foreldrar mínir hjá þeim um tíma, og varð það m.a. til að svo náinn samgang- ur var milli heimilanna. Á efri árum tók Jón til við að festa á blað ýmsar minningar og lýsingar frá sjómennskuferli sínum, og þar lýsir hann af mikilli næmni siglingum með fisk til Bretlands á stríðsárunum, ásamt greinargóðri lýsingu á starfsháttum og staðar- háttum á þessum tíma, jafnt innan- lands sem utan. Þá eru og greinar- góðar lýsingar á andrúmsloftinu, spennunni og óvissunni um borð í 30 tonna skipi sem siglir ljóslaust og í krókaieiðum til að forðast að lenda í miðjum átökum stórveld- anna. Á tímabili stóð til að ég gæfi út þessar endurminningar frænda míns, en því miður þróuðust mál á þann veg að fremur ólíklegt má telja að af því verði. Ég vil að lokum þakka frænda mínum samfylgdina og fyrir mína hönd, móður minnar og systra þakka allt sem þið hjónin gerðuð fyrir okkur, jafnt á gleði- sem sorgarstundum, um leið og ég og fjölskylda mín vottum þér, Jenný mín, og þinni fjölskyldu samúð okk- ar. Anton Örn Kærnested. Látinn er vinur minn, lærifaðir og frændi. Það flaug margt í gegnum huga minn þegar ég heimsótti Jón frænda á dánarbeð hans fyrir hálfum mán- uði. Ég stóð hjá honum og hélt í hans stóru og tryggu hönd og þakk- aði fyrir það sem hann kenndi mér í sjómennsku fyrir tæpum 50 árum er ég var skipveiji hjá honum á Birni Jónssyni. Ég sagði honum að nú væri ég að miðla þeirri reynslu og þekkingu til þeldökkra Namib- íubúa sem nú væru að stíga sín fyrstu spor til sjós. Með þessum línum vil ég þakka Jóni og Jennýju fyrir okkur systkin- in frá Reynimel. Þau reyndust okk- ur öllum frábærlega vel í leik og starfi og alltaf var mikil tilhlökkun að koma á Sólvallagötuna í jólaboð og líta inn þann 17. júní. Þrattán ára gamall fór ég fyrst til sjós með frænda mínum á Birni Jónssyni sem þá var nýr Svíþjóðar- bátur, en þessi gerð skipa þótti bylting í bátaflota landsmanna. Því miður brást sumarsíldveiðin á þess- um tíma en nokkuð náðist inn af Hvalfjarðarsíldinni sem þessi ár fyllti fjörðinn og bátar sáust einnig kasta í nágrenni Reykjavíkur. Jón var næstelstur þrettán barna Önnu Pálsdóttur og Björns Jónsson- ar, skipstjóra frá Ánanaustum. Af þessum stóra barnahóp eru á lífi Ásta Laufey, Hildur, Auðbjörg, Haraldur og Valdimar. Það er mjög gefandi að tilheyra svo stórri fjöl- skyldu því samheldni systkinanna hefur verið mjög mikil. Þar lögðu Jón og Jenný mikið af mörkum með framlagi sínu gagnvart okkur þeim yngri og fjölskyldum okkar. Fyrir öll þessi góðu ár og sam- fylgdina með Jóni og hans fjöt- skyldu þakka ég með þessum fá- tæklegu orðum. Við Olla sendum Jennýju og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Grétar Hjartarson. Þei, þei og ró, þöp breiðist yflr allt. Hnigin er sól i sjó sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró, þögn breiðist yfir allt. (Jóh. Jónss.) Elsku afi. Nú er lokið þessum erfiðu veik- indum þínum sem þó stóðu ekki lengi og perlur minninganna streyma fram. Á Sólvallagötunni þar sem margt var brallað, hvort sem var úti í bílskúr, niðri í kjallara eða uppi í „stóra-herbergi“. Kennslu- stundirnar í landafræði, þar sem fáfræði mín kom þér oft á óvart. Samræður við eldhúsborðið á Bakkavörinni með ykkur ömmu. Elsku ömmu sem var þín stoð og stytta og ást ykkar svo hrein og virðingin gagnkvæm. Áfram streyma minningarnar og munu gera. Öll sú ást, viska og umhyggja sem ég naut frá þér, elsku afi minn, eru mér dýrmætt veganesti út í lífið. Heimsóknirnar á Bakka- vörina verða ekki eins, nú er þú ert farinn. Þeim mun þó ekki fækka og eftir bestu getu mun ég fylla þá ósk þína að hugsa vel um hana ömmu. Skarð þitt í hennar lífi verður ekki fyllt, en fjölskyldan mun standa við hlið hennar og styrkja á erfiðum stundum. Þakklæti fyrir þann tíma, sem við áttum saman er mér ofarlega í huga er ég kveð þig í hinsta sinn. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. (Davíð Stefánss.) Björg Anna. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÁSGERÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Ystaseli 19, áður Óðinsgötu 16b, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 17. ágúst. Ólöf Valdimarsdóttir, Valur Ásmundsson, Þorleifur Kr. Valdimarsson, Theodóra Þórðardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐJÓN SIGURÐSSON vörubfistjóri, Blómsturvöllum 14, Neskaupstað, lést á heimili sínu 14. ágúst. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. ágúst kl. 14.00. Aðalheiður Árnadóttir, Jónfna Guðjónsdóttir, Kristján Garðarsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Tonni Nielsen, Sigurður Guðjónsson, Gerður Elín Hjálmarsdóttir, Árni Guðjónsson, Bryndfs Þóra Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áðurtil heimilis á Laugateigi 15, lést laugardaginn 17. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Þórunn Ingimundardóttir, Jón Bergmundsson, Kristjana Jónsdóttir, Ágúst Ásgeirsson, Kjartan Ingi Jónsson, Ingimundur Ágústsson. MAGNÚS HÁKONARSON + Magnús Hákonarson fædd- ist í Vík í Mýrdal 30. desem- ber 1931. Hann lést 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 17. ág- úst. Við starfsmenn Hótel Selfoss vilj- um í stuttu máli minnast Magnúsar Hákonarsonar sem starfaði sem umsjónarmaður með húseigninni Ársölum sem m.a. hýsir Hótel Sel- foss. Magnús vann þar að ýmiskon- ar viðhaldi og eftirliti með húsinu, m.a. með rafmagns- og loftræsti- kerfí auk ýmissa verkefna utan húss og innan sem tengjast eðlilegu viðhaldi og viðgerðum ef eitthvað fór úrskeiðis. Það er nú svo að jafn- vel um hina vænstu menn eru mis- jafnar skoðanir og þegar við hófum störf við Hótel Selfoss, þá höfðum við vissar efasemdir um hvort sam- starfið við umsjónarmann hússins yrði gott. Það er því mikil ánægja að segja frá því að þau átta ár sem við flest höfum starfað hér þá hefur ríkt mikil og vaxandi vinátta og virðing milli starfsmanna hótelsins og Magnúsar umsjónarmanns. Lip- urð Magnúsar við starfsmenn Hótel Selfoss má m.a. sjá af því að reglu- lega keyrði hann gler fyrir starfs- mannafélagið í endurvinnsluna. Magnús hafði mikinn áhuga á að starfsemi hótelsins gengi sem best sem meðal annars mátti merkja af morgunkveðju hans á mánudags- morgnum þegar hann kom og bauð öllum góðan dag og spurði í Ieiðinni hvort ekki hafi verið nóg að gera um helgina. Einnig stuðlaði hann að því að erlendir hestaáhugamenn sem hann var í sambandi við gistu á hótelinu. Hestamennska var ein- mitt aðaláhugamál Magnúsar og átti hann gegnum tíðina marga vel- þekkta hesta. Síðari árin fólst hesta- mennska Magnúsar mikið í þvi að aðstoða son sinn Einar Öder við uppbyggingu á hestabúi hans að Þjótanda í Villingaholtshreppi. Ljóst var að Magnús hafði mjög gaman af því að sinna hestunum og að vera úti í náttúrunni og hann lýsti því af áhuga hversu gaman væri að vera úti í náttúrunni á vorin og hlusta á fuglasönginn austur á Þjót- anda. Það má segja að að þessu leyti hafi Magnús verið náttúrubarn en hann var líka heimsborgari og sómdi sér vel meðal erlendra gesta og í samkvæmum. Síðari árin var heilsan farin að gefa sig enda hafði hann tvívegis fengið alvarlegt hjartaáfall sem hann náði sér þó furðu vel af. Heilsufarið kom þó ekki í veg fyrir að hann sýndi öðru hveiju stórkostlegt skemmtiatriði sem fáir jafnvel mun yngri menn mundu leika eftir, þ.e. þegar hann steppaði og fór jafnframt með ensk- an orðaleik af þvílíkri snilld að ókunnugir féllu í stafi. Eins og áður segir var Magnús mikill áhugamað- ur um hesta og þegar hann kvaddi okkur um daginn og fór í sumarfrí var ferðinni heitið í hestaferð með góðum vinum norður í land. Það var í þeirri ferð sem kallið kom, kannski ekki alveg óvænt, en þó okkur væri ljóst að heilsa Magnúsar væri farin að gefa sig áttum við ekki von á að svo stutt væri eftir. Það er trú okkar að Magnús hafi nú hitt fyrir forna gæðinga sína og sinni þeim af sömu alúð og áður og taki á sprett og jafnvel steppi á öðru til- verustigi. Við þökkum Magnúsi samfylgd- ina hérna megin. Konu Magnúsar, Tove Hákonar- son og börnum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Starfsmenn Hótel Selfoss. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför, elskulegrar dóttur minnar, systur okkar, barnabarns, barnabarnabarns og frænku, SÖRU DAGGAR ÓMARSDÓTTUR, Hólmgarðl 7, Reykjavík. Sérstakir þakkir sendi ég Pálma Matthí- assyni, sóknarpresti, svo og sóknar- nefnd, kvenfélagskonum og kór Bústaðakirkju, konum í Krossin- um, Kópavogi, og öllum þeim fjölmörgu, sem veittu mér stuðning á þessum erfiðu tímum. Guð blessi ykkur öll. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Hörður Freyr Harðarson, Arinbjörn Harðarson, Ólafur Bergmann Ásmundsson, Málfríður Ó. Viggósdóttir, Helga Ósk Kúld, Sverrir Svavarsson, Sigrún Halldórsdóttir, Sigurlín Ester Magnúsdóttir, Rósinkrans Kristjánsson, Arinbjörn Kúld, Ásmundur Bjarnason, Magnea Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.