Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sigur á Bretum í brids ÍSLENDINGAR unnu Breta í óformlegum landsleik í brids, sem lauk á föstudagskvöld í Brighton. Bretar tóku forustuna í upphafi en íslendingarnir náðu síðan yfirhönd- inni og unnu með 226 stigum gegn 163. íslenska liðið var skipað þeim Aðalsteini Jörgensen, Matthíasi Þorvaldssyni, Guðlaugi R. Jóhanns- syni og Erni Arnþórssyni. Breska liðið var skipað Tony Forrester, Andrew Robson, Jason Hackett, Justin Hackett, Paul Hackett og Ian Monachan. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Róðukross skemmd- ur í Viðeyj arkirkj u UNGLINGSPILTUR var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa unnið skemmdir á kirkjumunum í Viðeyjar- kirkju. Söfnunarfé var einnig stolið úr bauk í kirkjunni. Pilturinn var með fjölskyldu sinni úti í eyju. Hún sat að snæðingi í Viðeyjarstofu þegar pilturinn fór út í kirkju ásamt jafnaldra sínum. og skemmdi róðukross eftir Leif Breið- §örð. Söfnunarbaukurinn var rifinn niður og tæmdur en ekki hefur sann- ast að piltamir hafi verið þar að verki. Annar piltanna viðurkenndi að hafa átt við krossinn. Þórir Steph- enseh staðarhaldari segir að krossinn sé fallegur gripur úr eir og vonast hann tii þess að hægt verði að laga hann aftur. Krossinn ásamt kerta- stjökum á altarinu er fyrsta lista- verkið sem Leifur vann í málm. Góð þátttaka í þríþraut í MJÖG góð þátttaka var í þrí- þraut fyrir almenning sem Stjarnan og íþrótta- og tóm- stundaráð Garðabæjar gengust fyrir í gær. Að sögn Gunnars Einarssonar, formanns fræðslu- og menningarsviðs bæjarins, höfðu um 200 manns skráð sig til þátttöku um há- degi í gær og stefndi í að allt Garðabæ að 500 manns myndu spreyta sig í sundi, hlaupi og hjólreið- um. Heilar fjölskyldur tóku þátt í hollri hreyfingu í góða veðrinu. Hjólreiðafólkið á myndinni er Bryndís Rail með Ólöfu Októsdóttur, Októ Ein- arsson, Finnur Snær og Jakob Arnar Októssynir og Baldur Bryiyar Þórisson. Unnið að framkvæmdaáætlun fyrir landgræðslu og skógrækt Stefnt að sjálf- bærri þróun VERIÐ er að leggja lokahönd á framkvæmdaáætlun fyrir land- græðslu og skógrækt í samvinnu landbúnaðarráðuneytis og um- hverfisráðuneytis sem marka mun stefnu í þessum málaflokkum til næstu aldar. Þetta kom fram í umræðum á aðalfundi Skógræktar- félags íslands í Hafnarfirði í gær um alþjóðlegt umhverfisverndar- samstarf sem snertir skógrækt á íslandi. Árni Bragason, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, og Tryggvi Felix- son, deildarstjóri alþjóðadeildar umhverfisráðuneytisins, fluttu er- indi og greindu frá aðild íslands að alþjóðasamningum og sam- þykktum um umhverfismál og gróðurvernd. í máli þeirra kom fram að helstu aðgerðir sem íslend- ingar geti gripið til sé að efla fræðslu, skipuleggja nýtingu lands, gera áætlanir um verndun og rækt- un og draga úr koltvíoxíðsmengun, Áætlunin er unnin í samræmi við alþjóðlega áætlun Sameinuðu þjóð- anna, Dagskrá 21, um að stefnt skuli að sjálfbærri þróun á öllum sviðum samfélagsins. Sjálfbær þró- un hefur verið skilgreind sem þróun sem fullnægir þörfum íbúa heims án þess að rýra möguleika komandi kynslóða til að fullnægja þörfum sínum og velja sér eigin lífshætti. ísland gerðist aðili að Dagskrá 21 árið 1992 á alþjóðlegri ráðstefnu SÞ í Rio de Janeiro. Meðal helstu markmiða í þeim kafla dagskrárinn- ar sem fjallar um gróðurvernd og ræktun er að gerðar verði áætlanir um landnýtingu, ræktun og gróður- vernd, þátttaka almennings í rækt- un efld, rannsóknir á þessu sviði efldar, notkun innlendra tegunda í ræktun aukin og markvisst stefnt að því að stækka gróðurþekju lands. Isléndingar verða að herða sig Eitt mikilvægasta verkefni í umhverfismálum er að mati Tryggva að koma í veg fyrir alvar- lega röskun veðurfars af manna- vöidum. Þetta er eitt meginefni al- þjóðlegs rammasamnings um loft- lagsbreytingar sem ísland gerðist aðili að í Rio. Alþekkt er stöðugt aukin koltvísýringsmengun sem ásamt samverkandi þáttum stuðlar að sk. gróðurhúsaáhrifum með óumflýjanlegum afleiðingum, s.s. að hitastig og yfirborð sjávar hækki. Árni segir að íslendingar verði að herða sig í aðgerðum til að stemma stigu við þessari þróun og telur að of hægt gangi að ná mark- miðum sem íslensk stjómvöld hafa sett sér. Ríkisstjórnin hafi markað þá stefnu á íslandi annars vegar að útstreymi koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsategunda verði ekki meiri um aldamótin en árið 1990 og hins vegar að auka bindingu koltvíoxíðs með ræktun skóga, lúpínu eða ann- ars gróðurs um 100 þúsund tonn á ári á tíunda áratugnum. Árni segir að á árunum 1991- 1996 hafi tekist að binda árlega tæplega 43 þúsund tonn. Hann segir með tilliti til þessara stað- reynda að þrefalda þurfi aðgerðir. Hann minnir á að þetta séu ein- göngu fyrstu skrefin til að sporna gegn mengun og búast megi við að kröfur í alþjóðiegum samning- um um ráðstafanir stjórnvalda aukist til muna þegar í upphafi næstu aldar. Þriðji alþjóðlegi samningurinn, sem skiptir Islendinga miklu máli, er alþjóðlegur samningur um líf- fræðilegan fjölbreytileika. í máli Árna kom fram að hann hafi vald- ið miklum deilum, enda þurfi að samræma sjónarmið verndunar og nýtingar og í þeim efnum gæti m.a. nokkurrar togstreitu milli þró- unarlanda og iðnríkja. Hann benti á að ein leið til að efla viðgang nytjaskóga og mæta viðarþörf heimsins, án þess að taka þurfi frá stór svæði og hugsanlega fórna fjölbreytileika, væri að skipuleggja viðarframleiðslu betur og stuðla að hraðari vexti trjáa. Mjög Frekar Hlutlaus Frekar sammála sammála ósammáia Viðhorf til fullyrðinga um hitt og þetta A'frsprfrr sít Það myndi aldrei hvarfla að mér að fara í pakkaferð Ég flétti venjulega í gegnum blöð og bæklinga sem koma inn um bréfalúguna Ég reyni að fara oftar en einu sinni á ári í frí til útlanda Ég er fullkomlega ánægð(ur) með lífskjör mín Ég fer frekar á pöbb til að fá félagsskap en að drekka Ég nýt þess betur að horfa á bíómyndir (kvikmyndahúsi en í sjónvarpi ^^1 Ég treysti á dagblöð til þess að fylgjast með X Ég reýni að fylgja tískunni \ Mér finnst útvarps- auglýsingar skemmtilegar Ég hlakka til að hafa um fleiri 90 100 sjónvarpsrásir að velja í framtíðinni RMMHBBi NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruflu. ÞYÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendinaar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu fsl. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar þvi um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum i könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð í mannfjölda. -s.HAMSK0STIR<-'Töi.VUR'<í. f PARMAHC’AHn r TU«GUHÁU'USTIR<s.?<OI OGKKOU" «uðRr&ai SHÁU'STOÖRHUK CS ÁCMÍNGAftT, MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 24 síðna blaðauki, Að læra meira. Heimsókn til Kóreu Ahugi á al- netskynningu HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra verður í opinberri heimsókn til Kóreu 27. ágúst til 1. september nk. Með honum í för verður fjölmennasta viðskiptasendinefnd sem fylgt hefur íslenskum ráðherra í opinbera heim- sókn erlendis. Utanríkisráðherra mun eiga fundi með ýmsum helstu ráðamönnum í Suður-Kóreu. Staðið verður fyrir viða- mikilli íslenskri fyrirtækja- og fjár- festingakynningu og utanríkisráð- herra mun hitta forsvarsmenn leið- andi fyrirtækja í Kóreu og kynna sér fiskmarkað í Seoul. Auglýsing var birt í kóreskum dag- blöðum sl. miðvikudag um heimsókn- ina og dagskrá hennar var kynnt á alnetinu. Um hádegi á föstudag höfðu 269 manns í Kóreu skoðað síðurnar um heimsóknina. A ► l-56 / Ákjósanlegar að- stæðurá íslandi ►Heilbrigðisstofnun Bandaríkj- anna kostar viðamiklar flogaveiki- rannsóknir hér á landi. /10 Hvert stefnir Ítalía? ►Rætt við Sergio Romano, virtan ítalskan blaðamann og fyrrum sendiherra lands síns í Moskvu og hjá Atlantshafsbandalaginu. /12 Góðir dagar í Malawi ►íslenska fjölskyldan, sem nú ekur norður Afríku á leiðinni frá Góðrarvonarhöfða áleiðis til Tröllaskaga fyrir norðan, segir frá þriðja áfanga leiðarinnar. /20 Sáð til framtíðar ►I Viðskiptum/atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Svein Jóns- son, stjórnarformann Barra hf. á Egilsstöðum. /22 B ► 1-32 Voðaatgangur í kolamyrkri ► 26. ágúst eru 100 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum mikla en stórir jarðskjálftar hafa orðið á hverri öid og líkur til að svo verði enn. /l,2og4-5 íslenskur kraftur í lífi og list Kanadamanns ► Kanadíski listamaðurinn Mich- ael Olito er óvenjulegur maður sem fer sínar eigin leiðir en ekki er á allra orði að hann sækir kraft og orku í líf sitt og listir frá íslandi. /10 Álseyjarstuð í landi Kastrós ► Úteyjarlíf með færeyskum, grænlenskum og íslenskum þing- mönnum. /16 FERDALÖG ► 1-4 Króatía ►Ferðamannaland í sárum. /1 Skokkað yfir heim- skautsbaug ►Nokkrir Siglfirðingar og Banda- ríkjamenn héidu á vit ævintýra í Grímsey. /2 BÍLAR_____________ ► 1-4 Nýir bílar kynntir í París ►Á stærstu bílasýning haustsins í París í október nk. verða kynntir margir nýir bílar. /2 Reynsluakstur ►Range Rover DSE dísilbíllinn er glæsilegur gripur en fremur kraftlítill. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 42 Leiðari 28 Fólk I frétlum 44 Helgispjall 28 Bíó/dans 46 Reykjavíkurbréf 28 íþróttir 50 Skoðun 32 Ötvarp/sjónvarp 52 Minningar 33 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Mannlífsstr. 8b Bréftil blaðsins 40 Gárur 8b Idag 42 Kvikmyndir 12b Brids 42 Dægurtónlist 14b Stjörnuspá 42 INNLENDAR FB kÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.