Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MARGIR þekktir leikarar eru félagar í Vísindaspekikirkjunni, þeirra á meðal má nefna Tom Cruise, Nicole Kidman og John Travolta. Vísindi, trú eoa peningaplokk? Vísindaspekikirkjan, sem upprunnin er í Bandaríkjunum, hefur frá upphafí verið umdeild og veldur nú miklum deilum í Þýzkalandi. Auðunn Amórsson kynnti sér deilur um starfsemi hennar og rekur sögu þessa sértrúarhóps. AUNDANFÖRNUM vik- um hefur, einkum í Þýzkalandi, spjótum verið beint að „Vísinda- speki-kirkjunni“ svokölluðu (The Church of Scientology), sem gagn- rýnendur telja vera viðsjárverðan félagsskap, sem ekki skyldi líðast að njóta réttarstöðu sértrúarhóps. Vísindaspekikirkjan hefur á und- anfömum árum og áratugum breitt út starfsemi sína um flest lönd hins vestræna heims. Starfseminni er miðstýrt frá heimshöfuðstöðvum „kirkjunnar" í Kaliforníu, nánar tiltekið í Hollywood. Stofnandi og andlegur leiðtogi hennar er Banda- ríkjamaðurinn L. Ron Hubbard, sem lézt árið 1986 (sumir segja þó að hann hafi látist mun fyrr, þar sem hann sást hvergi opinber- lega frá árinu 1980). Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvað „vísindaspeki" sé. Áhang- endur hennar hafa á undanförnum áratugum ávallt svarað þessari spurningu á einn veg: Hún sé kirkja. En að félagsskapurinn beri heitið „vísindaspeki-kirkjan" tryggir engan veginn að um raun- veruiegt trúfélag sé að ræða. Notk- un á orðinu kirkja er fijáls, hún er ekki lögverndað vörumerki. Það er heitið „scientology" hins vegar. Þegar L. Ron Hubbard hleypti fyrirtæki sínu af stað árið 1950 var fyrst um sinn hvergi minnzt á trú. Hubbard, sem hafði skrifað nokkrar vísindaskáldsögur sem hlotið höfðu meðalgóðar viðtökur, sannaði hins vegar fljótt hæfileika sinn til árangursríkrar nýyrða- smíði. „Fyrsta bók“ hreyfingar „vísindaspekinnar“ ber heitið „Día- netík. Nútímavísindi hinnar and- legu heilsu". Enska orðið Dia- netics, sem Hubbard fann upp, hefur rétt eins og Scientology og fleiri lykilorð hreyfingar hans yfir sér vissan vísindalegan blæ. Árið 1952 var félag nokkurt fært inn í fyrirtækjaskrá í Arizona undir heitinu „Hubbard Association of Scientologists." 1954 var stofn- uð „Vísindaspekikirkjan í Kalifor- níu.“ Merkimiðasvindl Þegar reynt er að afla félags- skapnum nýrra meðlima er því hins vegar oft sleppt að nefna „trú“ eða „kirkju“. Miðstöð „vísindaspekinn- ar“ í Þýzkalandi, sem er til húsa í stórhýsi í Hamborg, hét fram yfir miðjan níunda áratuginn „skóli fyr- ir hagnýta heimspeki“. I auglýsingasendingum, sem kynna framleiðslu útgáfufyrirtæk- isins New Era, er aðeins að fínna mjög lítt áberandi tilvísun um, að Hubbard hafi orðið þekktur fyrir „vísindaspeki, trúarlega hagnýta heimspeki". Agnið sem á að virka á ginnkeypta er ókeypis „persónu- leikapróf" með 200 spurningum, sem kallað er Oxford Capacity Analysis. Heitið Oxford er eins og orðið kirkja ekki lögverndað heiti. Einnig er mynd Alberts Einsteins notuð til að auglýsa „persónuleika- prófið" og bækur Hubbards, þótt hann hafi hvergi komið nálægt fé- lagsskap hans. Alls staðar, þar sem „vísindaspeki" er á ferðinni, er um merkimiðasvindl að ræða. „Spillt, óhugnanleg og hættuleg“ Árið 1984 féllf Bretlandi dómur í forsjárréttarmáli skilinna hjóna yfir tveimur börnum þeirra. Faðir- inn var virkur félagi í vísindaspeki- kirkjunni en móðirin hafði yfirgefið félagsskapinn. Dómarinn kynntist í hinum þriggja vikna löngu réttar- höldum starfsemi vísindaspekinga í Bretlandi allítarlega. Hann dæmdi yfirráðaréttinn yfir börnunum af föðumum og færði hann móðurinni einni. Úrskurður dómarans byggð- ist á mati hans á starfsemi „vís- indaspekinga" og afleiðingum þessara fræða. í dómnum er „vísindaspeki" nefnd „hvort tveggja ósiðleg og félagslega viðurstyggileg," sam- kvæmt lýsingu dómarans, sem bætti við: „Að mínu áliti er hún spillt, óhugnanleg og hættuleg. Hún er spillt vegna þess að hún er byggð á lygum og prettum og hefur sem sitt eina raunverulega takmark peninga og völd til handa herra Hubbard, eiginkonu hans og öðrum í kring um hann efst í valda- stiganum." Þessi dómur, sem „kirkjan" reyndi að fá ógiltan, var þó aðeins sá fyrsti í langri röð dómsmála, sem háð hafa verið gegn henni síðan. Starfsaðferðir reglunnar, sem dómarinn lýsir á svo neikvæðan hátt, eru orðnar allkunnar í þeim löndum sem hún er virkust. Þær byggjast á kenningum Hubbards um að mennirnir hefðu endurholdg- azt allt frá upphafi tímans og í hveijum manni búi svokallaður „thetan" (e.k. andi, enn eitt nýyrði Hubbards), sem reyndi að hjálpa manninum að bæta sig. En svoköll- uð „engröm" (engrams)hamla því að „thetaninn" fái að njóta sín. Þessi „engröm“ eru slæmar húgs- anir eða fornar misgjörðir, sem þarf að „hreinsa" út eftir leiðum „vísindaspekinnar" sem kallast „díanetík". Helzta verkfæri „día- netíkur“ er „hlustun [auditing]með e-mæli,“ sem er vél (e.k. „lygamæl- ir“) sem innvígðir meðlimir regl- unnar beita er þeir yfirheyra nýliða um þeirra innstu hugsanir, kanna hugarfylgsni þeirra í leit að „engrömum". Samkvæmt kenning- HÖFUÐSTÖÐVAR Vísindaspekikirkjunnar í Hollywood í Kaliforníu. unni eiga þessar yfirheyrslur að gera meðlimum reglunnar kleift að finna og yfirbuga hin skaðlegu „engröm“. Að „hlustun“ lokinni er nýliðinn orðinn „hreinsaður" (clea- red) og tilbúinn til að vinna sig áfram upp í virðingarstiganum, m.a. með því að sækja rándýr nám- skeið sem haldin eru í miðstöðvum reglunnar. Innan reglunnar er ríkjandi strangur virðingarstigi; hátt í hon- um eru hópar „siðferðisvarða" sem vaka yfir því að enginn reglumeð- limur víki af gefinni línu. Neikvæð- ustu ímynd sína hefur reglan aflað sér með þeim aðferðum sem hún beitir gegn þeim sem yfirgefa fé- lagsskapinn - og gerast svo bí- ræfnir að gagnrýna hann opinber- lega. Þeir eru lýstir óalandi og ófeijandi og ofsóttir á ýmsan hátt. Þjóðverjar skera upp herör í Þýzkalandi féllu á síðastliðnu ári tveir dómar, sem hafa sett starf- semi „vísindaspeki-kirkjunnar" verulegar skorður þar í landi. Hæstiréttur Þýzkalands staðfesti dóm stjórnsýsludómstóls í Ham- borg frá árinu 1993, sem skil- greindi megnið af starfsemi vís- indaspekinga sem viðskiptastarf- semi og ætti eftir því að vera skrán- ingar- og skattskyld. í stuttu máli: Sölu bóka, námskeiða, rafmagns- tækja (e-mæla) og hina svokölluðu „hlustun" (Auditing) beri ekki að skilja sem guðsþjónustu. Vinnumarkaðsdómstóll Þýzka- lands gekk einu skrefi lengra, og svaraði spurningunni, hvort „vís- indaspeki" geti yfirleitt borið fyrir sig lögvernd trúarbragða einfald- lega neitandi. 1 dómsúrskurðinum (sem er 56 síður) segir m.a., að stofnun, sem greiði þóknun fyrir hvern unninn nýjan meðlim, væri ekki hægt að flokka sem „trúar- eða lífsskoðunarsamfélag" í skiln- ingi stjórnarskrárinnar. Þýzku dómárarnir vísa í úrskurði sínum til „mannfyrirlitlegra skoð- ana“ og „alræðistilburða" „vísinda- speki“-reglunnar; þeir forðast liins vegar að skera upp úr um, hvort reglan sé trúflokkur eða fyrirtæki. Menn hallast þó sífellt meir að þeim skilningi, að hér sé hvorki um að ræða trúarbrögð né gróðastarf- semi til framdráttar einstaklingum, heldur snúist starfsemin um yfirráð yfir fólki, uin völd. Þýzk-bandarískt milliríkjamál Andstæðingar „vísindaspek- inga“ í Þýzkalandi nýttu sér frétta- þurrð fjölmiðlanna um mitt sumar til að vekja athygli á vafasamri starfsemi þeirra. Ungliðahreyfing Kristilegra demókrata, flokks Kohls kanzlara, efndi til mótmæla- aðgerða gegn sýningu kvikmyndar- innar „Mission: Impossible", sem Tom Cruise framleiðir og leikur aðalhlutverkið í og hvöttu fólk til að sniðganga myndina. Tilefni mómælanna er, að Cruise er - eins og reyndar fleiri bandarískar kvik- myndastjörnur - meðlimur í vís- indaspekikirkjunni. Á sama tíma hefur stjórn Bæj- aralands tilkynnt, að hún muni ganga úr skugga um, hvort í þjón- ustu sambandslandsins finnist meðlimir reglunnar og við opinber útboð er farið fram á að þau fyrir- tæki sem leggi inn tilboð sanni að þau tengist ekki reglunni. „Vísindaspekingar" hafa brugð- ist við þessum aðgerðum með því að senda Sameinuðu þjóðunum bréf, þar sem þeir kvarta undan „ofsóknum" á hendur sér í Þýzka- landi. Þrír bandarískir öldunga- deildarþingmenn sendu Warren Christopher utanríkisráðherra áskorun um að hann setti ofan í við stjórnvöld í Bonn vegna ofan- greindra aðgerða. Þótt ekki hafi komið til þess að Washington sendi opinberar ávítur til Bonn, miðluðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar því til þýzkra stjórnvalda, að Bandaríkja- stjórn hefði fullan skilning á því þegar vísindaspekingar segðu sínar farir ekki sléttar í Þýzkalandi. Þýzka stjómin segir hins vegar vísindaspekinga reka ófrægingar- herferð gegn Þýzkalandi, til að sverta orðstír landsins erlendis. Það er reyndar ekkert nýtt. Árið 1994 birtust heilsíðuauglýsingar í banda- rískum dagblöðum, þar sem að- gerðum þýzkra stjórnvalda gegn starfsemi reglunnar var líkt við gyðingaofsóknir Hitlers og Þriðja ríkisins. „Vísindaspeki“ á alnetinu 1 Bandaríkjunum, landi hinna óheftu tækifæra og frelsis, gefur að skilja að „vísindaspekingar" nýti sér alnetið til að útbreiða boð- skap sinn. En andstæðingar hennar láta einnig að sér kveða þar. Ya- hoo!, vinsælasta leitarhjálpin á Al- netinu, býður upp á lista yfir fleiri en 50 netföng „vísindaspeki“- gagnrýnenda (http://www.yahoo. com/Society-and-Culture/Religi- on/Scientology). • Heimildir: Die Zeit, Der Spiegel, The Daily Telegraph, Forbes Magazine. i j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.