Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 % % Laugarásvegur Góð neðri sérhæð um 170 fm. Bjartar saml. stofur og 4 svefnherb. Gesta WC. Yfirb. svalir út af borðstofu. Eikarinnr. í eldh. Parket á stofum og herb. Fallegt útsýni. Hiti í tröppum og innkeyrslu. FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 = JJJ Opið hús að Reykjafold 24 Jóhanna tekur á móti fólki milli kl. 13.00 og 18.00 Fallegt ca 230 fm. einbýlishús sem er kjallari og hæð, 4-6 svefnherb. Parket, flísar. Góður innb. bílskúr. Falleg gróin lóð. Verð 14,5 millj. MINNINGAR HERMANN MAGNÚSSON + Hermann Magnússon fædd- ist í Vestmannaeyjum 12. júlí 1921. Hann lést á Landspít- alanum 4. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 14. ágúst. Ástkær tengdafaðir minn, Her- mann Magnússon, er látinn. Eftir erfiða og hetjulega baráttu við veikindi hefur hann nú verið kallaður frá okkur. Þegar ég horfi til baka er margs að minnast og orð til að lýsa manni eins og Hermanni virðast svo fátækleg. Hann var afar heilsteyptur persónuleiki, hlýr og notalegur í viðmóti. Hann naut virð- ingar hvar sem hann fór og hafði einstakan frásagnarhæfíleika. Á Hermann var hlustað og kímni hans og glettur féllu fólki vel í geð. Nú er stórt skarð höggvið. Missir okkar allra er svo óendanlega mikill þó sárastur sé hann hjá eiginkonu hans, Gyðu, sem nú situr eftir. Sam- an hafa þau siglt í gegnum lífið eins og einn maður og saman háðu þau hetjulega og æðrulausa baráttu til hinstu stundar. Þau voru einstök hjón þau Her- mann og Gyða. Heimili þeirra fallegt og hlýlegt og alltaf gott heim að sækja. Barnabömin, synimir og við tengdadætumar eða eins og Her- mann sagði svo oft „dætumar sem koma seinna" höfum fyrir svo margt að þakka. Samvemstundirnar geym- ast nú í hjörtunum eins og perlur í sjóði minninganna. Það er lýsandi fyrir mann eins og Hermann að á síðustu dögum veik- inda sinna hafði hann meiri áhyggjur af öðmm en sjálfum sér. Hann .vildi ekki íþyngja hjúkmnarfólkinu, þó sárþjáður væri og var svo þakklátur þeim sem sinntu honum og sýndu honum hlýju. Það sem sýnir þó best hans innri mann var elska hans og ástúð til sinna nánustu allt til síðustu stundar er hann á dánarbeði minnti hópinn sinn á að hann elskaði okkur öll og vildi vera viss um að við vissum það. Elsku Gyða mín. Missir þinn er stór og afar sár enda varstu manni þínum allt og hann þér. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig og vaka yfir þér Hermann kveð ég með orðum úr sálmi 4:9 og þakka honum fyrir allt og allt. í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. Anna Linda Sigurðardóttir. Jón Þ. Ingimundarson, sölumaður Svanur Jónatansson, sölumaður Hörður Hrafndal, sölumaður Dröfn Ágústsdóttir, gjaldkeri Eyrún Helgadóttir ritari. Gisli Maack, löggiltur fasteignasali FASTEIGN ASALA Su5urIandsbraut 46, (Blóu húsin) Ooið virka daga kl. 9-18 __________________________________SÍMBRÉF 568 2423 Opiö hús Kléberg 4 - Hafnarfiröi Stórglæsil. 171 fm parh. á þremur pöllum. Fallegar innréttingar. Merbau- parket. Stór- ar stofur. Frábært útsýni. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 3,8 millj. Verð áður 15,3 millj. Verð nú aðeins 13,9 millj. Opið hús frá kl. 14 til 18 í dag sunnudag. ODAL f Ljósmyndasýning Morgunblaðsins OLYMPIULEIKARNIR „j. Ólympíuleikar eru stærsta íþróttahátíð || | I jt M | J| sem fram fer í veröldinni. Á fjögurra ára fresti safnast íþróttamenn hvaðanæva úr heiminum saman á einum stað og reyna með sér í fjölmörgum greinum; allir þeir bestu og fjölmargir aðrir, enda er það metnaðarmál hvers og eins að taka þátt í þessari miklu hátíð. Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari, og Skapti Hallgrímsson, fréttastjóri íþrótta, vom í Atlanta meðan á Ólympíuleikunum stóð og í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem Kristinn tók þar. Sýningin stendur til föstudagsins 30. ágúst og er opin á afgreiðslutíma blaðsins, kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndimar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN - kjarni málsins! JÓN ÞORKELSSON + Jón Þorkelsson fæddist á Arnórsstöðum á Jökuldal 23. apríl 1911. Hann lést á Egils- staðaspítala 29. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 5. júní. Horfinn til feðra sinna er bróðir minn elskulegur. Jón var alla tíð traustur sonur Jökuldals, og mikill aðdáandi enda borinn þar og barn- fæddur. Hann bróðir minn var ein- stakt ljúfmenni, sérlega barngóður og vildi hvers manns vanda leysa. Segja má að hann hafi verið sannur mannvinur. Jón var búfræðingur frá Hvann- eyri, en um ævina stundaði hann allskonar vinnu. Hann var í síma- vinnu, vatnslagningu hjá Reykjavík- urborg, vegavinnu, var á síld á Seyð- isfírði, á vertíð í Vestmannaeyjum en að öllu þessu töldu féll honum samt best að fást við búskap og fjár- LEIFJOHAN KARLSON Það er svo margt sem maður vildi hafa sagt og gert en nú er það of seint því þú ert farinn. Manni fínnst þetta bara svo órétt- látt. Af hveiju þú, þú sem áttir allt hið besta skilið. Þú varst svo góðhjartaður, heið- arlegur og ég held að við getum öll verið sammála um að hjálpsam- ari manni höfum við aldrei kynnst. En það er sagt að guð taki þá fyrst er hann elskar mest. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þú munt ávallt lifa í hjört- um okkar. Þ6 að kali heitur hver hylji dali jðkull ber steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Við vottum foreldr- um hans, unnustu og ástvinum okk- ar dýpstu samúð. Elísabet, Auður, Hjálmar, Eva og Ágúst. + Leif Johan Karlson fæddist í Svíþjóð 19. maí 1970. Hann fluttist til Islands fyrir rúmu ári en lést af slysförum er hann tók út af Gylli 7. ágúst siðastliðinn. hirðu, enda alinn upp við það. Jón var einkar natinn og vandvirkur, sem kom að góðum notum við fjárgæsl- una. Hann var söngvinn og kunni fjöldann allan af ljóðum og vísum enda hrókur alls fagnaðar í sínum stóra frænda- og vinahópi. Þó hann dveldi langdvölum fjarri sinni heimabyggð og minnið væri tekið að dofna þá gleymdi hann ekki að hlusta á veðurskeyti frá Jökul- dal. I huganum var hann þar oft og meðan hann var hér syðra var það hans draumur að komast í haust- smalamennsku eða að vera nær- staddur ef hann gat ekki farið sjálf- ur. Eins var það á vorin, þá þráði hann að komast austur og taka þátt í hirðingu iambfjár og að fylgjast með framgangi búskaparins. Síðustu árin voru honum nokkuð erfið, en hann gerði ekki mikið úr því, sagði ævinlega að sér liði vel,. prúðmennskan og góða geðið fylgdu honum ævina á enda. Eg kveð elskulegan bróður minn með hjartans þökk fyrir allt sem hann var okkur systkinum sínum. Einnig kærar þakkir frá manni mín- um og stórum afkomendahópi okk- ar. Minning um góðan dreng mun lifa. Horftnn er dagur, heiðursdrengur farinn, hljóður þig kveður frænda og vinaskarinn, Minningar lifa, æsku og unaðsstunda, áður var mætt til glaðra ættarfunda. Þú kvaddur ert í heimahögum kærum, hér mun þér Ijúft að hvílast svefni værum, þig, hvellum jarmi, kveður þakklát hjörðin, og kærleiksfaðmi lykur ættaijörðin. Kveður við fuglasöngur vítt um völlinn, þá vinarkveðju taka undir, fjöllin Velkomin heim; þig faðmar fjallasalur, nú fapar kærum syni, Jökuldalur. (S.Þ.) Svanfríður Þorkelsdóttir. SVEINÍNA HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR + Sveinína Halldóra Magnús- dóttir var fædd í Vatnshorni við Steingrímsfjörð 23. júlí 1905. Hún lést í hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 2. júlí síðastliðinn og var jarð- sungin frá Kópavogskirkju hinn 8. júlí. Þegar ég kom fyrst í Kópavoginn fyrir allmörgum árum tóku á móti mér þijár kjarnakonur, þær Svein- ína, Ingunn og Ragnheiður. Þetta voru móðursystur unnusta míns, Magnúsar en foreldrar hans bjuggu vestur í Amarfirði. Systumar þijár höfðu unnið það afrek að byggja sér hús við Digra- nesveg í Kópavogi ásamt móður sinni Ingibjörgu Magnúsdóttur. Á þessum tíma var mjög erfitt að byggja þar sem engin lán feng- ust og fólk vann hörðum höndum eftir sinn hefðbundna vinnutíma. Með dugnaði og elju tókst þeim að skapa sér framtíðarheimili þar sem þær gátu verið allar saman. Systumar unnu allar utan heimil- is og sinntu heimilinu þess á milli. Á Digranesveginum var oftast margt um manninn, frændur og önnur skyldmenni gistu oft hjá þeim. Þegar Magnús, maðurinn minn, kom að vestan bjó hann hjá þeim ásamt fleirum. Þar sem hjartarými er nóg er húsrými ekki fyrirstaða. Öllum var tekið opnum örmum, samstaða fjölskyldunnar var mikil. Það er ekki hægt að minnast á eina systurina án þess að minnast á hinar líka. Sveina og Ranka bjuggu saman nær alla sína tíð en Inga keypti sér íbúð eftir að þær seldu seinni íbúðina á Digranesveg- inum. Sveina og Ranka keyptu sér Ibúð að Álftröð 5 í næsta nágrenni við fyrri heimkynni og bjuggu þær þar í mörg ár eða þar til fyrir nokkrum árum. Núna seinustu árin hefur Sveina dvalið í Sunnu- hlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, við góða aðhlynningu. Sveina var kát og hress og stutt í kímnina og hláturinn. Hún var dugleg og hjálpsöm en ákveðin af því var að skipta. Núna seinni árin var hún orðin lítilijörleg og fannst henni þá að lífið hefði upp á lítið að bjóða. Það er erfitt fyrir dugmikla kjamakonu að láta veikindi og ellihrörnun ná tökum á sér og verða allt í einu öðrum háð á allan hátt. Það er sárt og það getur áreiðanlega eng- inn skilið nema sá sem reynir. En þrekið endist ekki til eilífðar og Sveina var orðin rúmlega níræð. Sérstakar samúðarkveðjur til Rönku sem nú er ein eftir af systk- inunum, 95 ára gömul. Hún á nú um sárt að binda, nýlega búin að missa Ingu og nú Sveinu, þessar tvær systur sínar sem hún hafði mest samneyti við um ævina. Guð styrki þig í sorg þinni, elsku Ranka mín. Innilegar samúðarkveðjar send- um við Unni og hennar fjölskyldu, svo og öðrum skyldmennum. Drottinn blessi þig Sveina mín og ég þakka fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mína fjölskyldu. Valborg Soffía Böðvarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.