Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 13 við þeim. Hveijum augum lítur þú þetta? „Það er ákveðin kreppa að komast frá þessu ástandi, því dómararnir hafa mikil völd. Ég held að hin póli- tíska valdastétt geti varla látið þá halda áfram mikið lengur. Allir flokkarnir bera ábyrgð á spillingunni og dómararnir gætu haldið áfram að veiða sökudólga í heita kynslóð. Ástand af þessu tagi getur ekki var- að lengi. Allt frá fyrstu rannsóknun- um hafa stjórnmálamennirnir gert ýmsar tilraunir til að stöðva dómar- ana, en dómararnir hafa í hvert skipti haft sitt fram og haldið áfram, dyggilega studdir af almenningsálit- inu. Dómararnir hafa einnig verið studdir af vinstri vængnum, því þeir hafa flestir verið fremur vinstrisinn- aðir og því haft tengsl við vinstriöfl- in, einkum við hinn nýja Jafnaðar- mannaflokk D’Alema. Sá flokkur hefur litið rannsóknirnar með vel- þóknun, því hann hefur verið minnst spillti flokkurinn, þar sem fé til kommúnista kom annars vegar frá Sovétríkjunum á sínum tíma og svo frá samvinnuhreyfingunni ítölsku, sem reyndar var ekki alveg löglegt, en ekki jafnólöglegt og margt ann- að. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur því ekki haft áhuga á að binda enda á „hreinar hendur”. Nú er hins veg- ar hreyfing þar í þá átt að ljúka þessu. Almenningsálitið er eki jafn- upprifið yfir rannsóknunum og áður. Það er eins og dansmey sem hlýtur að þreytast að lokum.“ Stækkun NATO hrein heimska Nú þekkir þú vel til í rússneskum stjórnmálum eftir dvöl í Moskvu. Hvernig metur þú stöðuna þar eftir forsetakosningarnar? „Með vestrænum augum séð voru úrslitin þau heppilegustu. Það hefði verið ástæða til að óttast afleiðing- arnar af sigri Zjúganovs. Hins vegar 4 Boris Jeltsín sigurinn ekki að öllu leyti einn, því hann þurfti að taka Lebed með sér til að tryggja sér sig- ur. Lebed er óskrifað blað hvað varð- ar samvinnu við Vesturlönd. Lebed kemur úr hernum og tengist því einn- ig vopnaiðnaðinum. Þótt hann sé hvorki heimsvaldasinni af gamla skólanum né vígaglaður, er hann óneitanlega fulltrúi afla, sem ekki eru samstiga vestrænum hagsmun- um. Stjórn Rússlands er því eiginlega tvíhöfða, tveir leiðtogar líkt og var hjá Rómverjum til forna. Hvernig samvinnu þeirra Jeltsíns og Lebeds verður háttað er enn óljóst. Vísast reynir sá fyrri að halda í við þann síðari og sá síðari leitast við að auka valdsvið sitt. Dómarinn í því reiptogi er heilsa Jeltsíns. Ef hann nær fyrri kröftum á hann auðveldara með að halda aftur af Lebed. Ef hann veik- ist eða þarf að fara á spítala þriðja hvern mánuð styrkist staða Lebeds. Ég held að Zjúganov sé kominn á hliðarspor, en togstreitan verði milli Jeltsíns og Lebeds." Hluti af samskiptum Rússa og Vesturlanda er stækkun Atlants- hafsbandalagsins. Hver er þín skoð- un á henni? „Hún er hrein heimska, en verður vísast framkvæmd af ýmsum ástæð- um. Það er hópur landa, eins og Pólland og Tékkland, sem er í leit að hervernd. Annað er svo að að- stæður í Bandaríkjunum kalla á stækkun. Clinton Bandaríkjaforseti hefur staðið í kosningabaráttu und- anfarið ár og það hefur haft afger- andi áhrif. Bob Dole frambjóðandi repúblikana hefur leitast við að koma höggi á Clinton og stækkun NATO er svar við einangrunarstefnu Doles, þar sem hún eykur mikilvægi Banda- ríkjanna. Stækkun NATO veikir samtökin, en styrkir um leið stöðu Bandaríkjanna. Stækkunin gerir samtökin ósamstæðari og veikari. Það er nóg að hafa Tyrkland innan vébanda NATO. Ég vona að það dragi úr þessum málflutningi eftir kosningar í Bandaríkjunum og held reyndar að stækkunin verði dregin á langinn. NATO er hernaðarbandalag og þá er eðlilegt að spurt sé hver óvinur- inn sé. Rússum finnst eðlilega að þeir séu settir í það hlutverk og þá er stækkun bandalagsins hótun við þá. Þessi skilningur þeirra er óþarfa stuðningur við þjóðernissinna þar. Við ættum að hafa í huga að Rússar bregðast miklu hægar við ögrun og áreiti en okkur er tamt að halda. Þeir draga á eftir sér fæturna, velta vöngum, en stækkunin er óþarfa áhætta. Hún er ögrun við Rússa, veldur hræðslu og óöryggi þar og veikir NATO innan frá.“ Hver er þá staða NATO ef enginn er andstæðingurinn? „Þegar Varsjárbandalagið er horf- ið af sjónarsviðinu og sovétveldið leyst upp hlýtur að vakna sú spurn- ing hvort enn sé þörf á NATO. Sú spurning leiðir umsvifalaust til þeirr- ar spurningar hvað^ Bandaríkin séu að gera í Evrópu. Ég hef enga trú á að Bandaríkin dvelji í Evrópu án hervalds þar. Jafnt í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu og Spáni eru þetta óþægileg- ar spurningar. Allir eru hræddir við að Bandaríkin snúi baki við Evrópu, hræddir við tilhugsunina um að þau einangri sig, því sannleikurinn er sá að Evrópa hefur aidrei byggt upp trúverðugar varnir, heldur lifað í leti í skjóli Bandaríkjanna. Fyrrgreindra spurninga er ekki spurt, svo niður- staðan er sú að við kjósum NATO. í umræðunni um Vestur-Evrópusam- bandið hafa skoðanir andstæða NATO skotið upp kollinum, en í megindráttum ríkir einhugur um að halda núverandi skipulagi NATO, þar sem Bandaríkin sjá fyrir styrkn- um. Bandaríkin hafa hagsmuna að gæta að viðhalda NATO, því þá stjórna þau óumdeilanlega mikil- vægu svæði í skjóli neitunarvalds síns þar, svo áhugi þeirra á viðveru þar er skiljanlegur. Ef Bandaríkin halda á brott frá Evrópu neyðist hún til að byggja upp sjálfstæðar varnir og sjálfstæða varnarstefnu, sem er svolítið annað en samvinna við Bandaríkin. Þær tvær súlur sem NATO hvílir á er valdavilji Banda- ríkjanna og leti Evrópubúa." I viðtali fyrir skömmu hafði Thor- vald Stoltenberg, fyrrum utanríkis- ráðherra Norðmanna, á orði að hann hræddist þann dag sem Bandaríkin og Evrópa litu varnarmálin ólíkum augum og vonaði að það yrði aldrei. Hvað segir þú um þá skoðun? „Ég er þessu öldungis ósammála. Þvert á móti vona ég að sá dagur renni upp, því um leið verða allar aðstæður skýrari. Ef allir leggja spil- in á borðið gætu ólíkar aðstæður skýrst, en ég er því miður hræddur um að sá dagur renni aldrei upp, því til þess þyrfti Evrópa að hafa byggt upp traustan her. Stefna Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum er gegn Irak, íran og Líbýu, en hlið- holl Israel og Sádí-Arabíu. Þetta þjónar ekki nauðsynlega hagsmun- um Evrópuríkja, sem eru til dæmis orðin dauðþreytt á viðskiptabanni á íran, þótt það gagnist ráðamönnum í Washington. Hér færi til dæmis vel á að skýra línurnar. Þetta er ekki spurning um að Evrópa og Bandaríkin þróist gegn hvort öðru, heldur að þau verði tvö sterk veldi. Þau hafa mismunandi hagsmuna að gæta, og það þyrfti ekki að leiða til togstreitu eða átaka. Þvert á móti gæti aðskilnaður hindr- að eða dregið úr togstreitu. Reynslan ein mun skera úr um hvort við erum á leið í átt að sjálfstæðari og sterkari Evrópu.“ Islendingar flykkjast í vetrarsólina með Plúsferðum 1 beinu leiguflugi frá 20. nóvember pr. mann, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting í íbúð á Aguacates.(31. nótt) pr. mann, 2 Jullorðnir(saman tíbúð) Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting í (biíð á Aguacates.(31. nótt) ir haustdagar í Portúgal SÓLAR PLÚSINN Vegna mikillar eftirspurnar og sölu til Portúgal, höfum viðfengið nokkur viðbótarsœti. 1 vika pr. mann, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting í íbúð á Felizchoro. pr. mann, 2 fiuMorðnir Inn ifalið: Flug, flugv. skatlar og gistuig í (búð á Felizchoro. i Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ ÁLAUGARDÖGUM kl. 10-14 Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. Faxafcni 5 108 Rcykjavík. S(mi: 568 2277 Fax: 568 2274 O T TÓ AUGLÝSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.