Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Verð frá Hroki og hleypidómar Breska þáttaröðin Hroki og hleypidómar, sem byggíst á samnefndri sögu Jane Aust- en, er sýnd í ríkissjónvarpinu á sunnudags- kvöldum. Arnaldur Indríðason kynnti sér hverjir standa á bak við þáttagerðina. HROKAGIKKUR; Colin Firth og Crispin Bonham-Carter í hlutverkum Darcy og Bingleys. RITHÖFUNDURINN Jane Austen hefur notið jafnmikillar athygli kvik- myndagerðarmanna hin síðari misseri og E.M. Forster naut fyrir nokkrum árum. Hvert verk hennar á fætur öðru er filmað fyrir sjónvarp eða kvik- myndahús. Þrjár bíómyndir, Vonir og væntingar, „Persuasion" og Emma, hafa verið frumsýndar með stuttu millibili og hlotið lof gagnrýnenda og góða aðsókn. Fyrstnefnda myndin hefur verið sýnd hér á landi og um 13.000 manns hafa séð hana í Stjömubíói. Einhveijum kann að þykja það undarlegt að Jane Austen skuli aftur vera orðin eftirsótt sölu- vara en kvikmyndagerðarmenn dags- ins hafa uppgötvað að hnyttnar og kímilegar sögur hennar um ástir og örlög nítjándu aldar efnamanna á Englandi eiga fullkomlega erindi við nútímann. Þær eru sannar á hvaða tíma sem er. Það á ekki síst við um söguna Hroka og hleypidóma, sem út kom fyrir einum 183 árum og fjallar um það eilífðarefni ástarmál unga fólks- ins. Sýningar á nýrri sjónvarpsgerð hennar hófust í ríkissjónvarpinu um síðustu helgi og næstu sunnudaga geta áhorfendur sökkt sér í glettinn og gamansaman heim Austen. Hroki og hleypidómar er þekktasta bók rit- höfundarins en hún kom út í ís- lenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur árið 1988. Sagan var kvikmynduð árið 1940 með Laurence Olivier og Greer Garson í aðalhlutverkum en sjónvarpsþættir hafa áður verið gerð- ir eftir henni og þykja sérlega eftir- minnilegir þættir frá áttunda ára- tugnum með David Rintoul í aðalhlut- verkinu. Viðbrögð við þáttunum Nýju þættimir nutu mikilla vin- sælda þegar þeir voru sýndir í Bret- landi síðastliðið haust og hlutu ein- róma lof gagnrýnenda. The Times sagði þættina sigur fyrir BBC og að þeir væru verðugir arftakar annarrar velheppnaðrar þáttaraðar fyrirtækis- ins, „Middlemarch". í öðru blaði stóð að það besta sem hægt væri að segja um handrit Andrew Davies væri að áhorfandanum fyndist hann ekki missa af neinum fínni blæbrigðum sögunnar. Að horfa á þættina væri eins og að lesa bókina í fyrsta skipti. Þegar þættimir vom sýndir í Banda- ríkjunum birtist afar lofsamleg um- sögn um þá í vikuritinu Time þar sem sagt var m.a. að í þeim væri hvergi slegin feilnóta, gamansemi Austen væri til staðar og að þættimir fylgdu bókinni í einu og öllu. Aldrei fæm þeir niður á plan Sidney Sheldon bók- anna en legðu áherslu á það þema sem kannski hafí þótt róttækt þegar bókin kom út; undir gamninu leyndist alvarlegri saga um fólk sem reyndi að viðhalda lífsstíl sínum í heimi þar sem efnahagsleg staða konunnar byggðist algerlega á ríkmannlegu mannsefni. Fyrsti þátturinn kynnti persónurn- ar til sögu og undirbjó jarðveginn fyrir þá dramatík sem er í vændum. Frú Bennet á fímm dætur sem hún ólm vill koma í fjárhagslega traust hjónaband og tækifæri gefst þegar nýr nágranni flytur í sveitina í Hart- ford-skíri, hinn glæsilegi og ríki herra Bingley. Með honum í för em systur hans, snobbaðar fram úr hófí, og vin- ur hans, hinn glæsilegi Darcy. Elsta Bennet-dóttirin og Bingley smella þegar saman en verr gengur það hjá næstelstu dótturinni, Elísabetu, og Darcy einkanlega vegna þess að Darcy er fráhrindandi hrokagikkur við fyrstu sýn. Colin Firth er skemmti- lega góður með sig sem hin glæsta FJÁRHAGSLEGA traust mannsefni; Susannah Harker og Bonham-Carter. og karlmannlega rómantíska hetja, dökkur á brún og brá og fullur fyrir- litningar á sveitafólkinu en undir niðri búa ástríður sem skína úr augum hans er beinast af æ meiri hrifningu að Elísabetu. Jennifer Ehle er frábær í hlutverki hinnar séðu og líflegu El- ísabetar og Alison Steadman fer á kostum sem móðirin. Gæði framleiðsl- unnar em fyrsta flokks. Merchant og Ivory gætu ekki gert betur í endur- sköpun nítjándu aldar húsmuna og búninga. Nostrað er við hvert smáatr- iði í sviðsmyndum, stássstofum og görðum, sem mynda hárréttan um- Helgardvöl í heimsborg fyrir líkama og sál Litla landið með stóra hjartað ÞOLANLEG en ekki nógu myndarleg til að hafa áhrif á mig; Jennifer Ehle og Firth í hlutverkum Elísabetar og Darcy. búnað utan um söguna. Þættirnir eru dæmi um breskt sjónvarp eins og það best getur orðið. Leikstýrði þáttunum um Smiley Fólk talar oft og réttilega um ein- staklega vandaða breska sjónvarps- þáttagerð en þekkir minna til þeirra hæfíleikaríku listamanna sem standa að baki framleiðslu þeirra. Einn þeirra sem ábyrgur er fyrir því breska gæða- sjónvarpi sem þekkt er um allan heim heitir Simon Langton og leikstýrir Hroka og hleypidómum. Hann á að baki langan feril við gerð breskra sjónvarpsþátta er notið jiafa hýlli víða um heim og m.a. hér á íslandi. Þekkt- astir þeirra eru án efa hinir eftirminni- legu þættir Húsbændur og hjú, en þeir voru með vinsælasta sjónvarps- efni ríkissjónvarpsins í byijun áttunda áratugarins þegar enn voru gefin frí á fimmtudögum, júlímánuður var sjónvarpslaus og myndbandabyltingin var víðs fjarri. Langton hefur mjög fengist við sjónvarpsmyndir auk þáttagerðar og stýrði t.d. ævisöguleg- um myndum um vísindamenn á borð við Pasteur og Koch undir heitinu „Microbes and Men“. En líklega er hann þó frægastur fyrir sjónvarps- þættina „Smiley’s People“, sem byggðu á njósnasögum John le Carré og voru með Alec Guiness í aðalhlut- verki. Á sama hátt er Andrew Davies, sjónvarpshöfundurinn sem samdi handrit þáttanna, kunnur fyrir að færa bókmenntaverk í vandaðan bún- ing og vera trúr söguefninu sem hann vinnur með. Hann hefur unnið til verðlauna í sínu fagi og munu þættir hans byggðir á „Middlemarch" vera annálað sjónvarpsefni. íslenskir sjón- varpsáhorfendur muna eflaust eftir þáttunum „House of Cards", sem hann skrifaði og er pólitísk háðsá- deila um valdabaráttu innan breska íhaldsflokksins. Með aðalhlutverkin í Hroka og hleypidómum fara margir kunnir leik- arar úr breska leikhúsheiminum. Firth hefur leikið í fjölda sjónvarps- þátta og lék í sinni fyrstu bíómynd árið 1984, njósnarann Guy Burgess í „Another Country". Hann lék Valm- ont í samnefndri mynd Milos Forman frá 1988, sem byggði á sögunni „Dan- gerous Liaisons". Sagði breska blaðið Daily Express um frammistöðu hans í Hroka og hleypidómum að enginn hefði leikið Darcy af meiri innlifun í sjónvarpi. Jennifer Ehle lék Cynthiu Lennon í bíómyndinni „Backbeat" en hefur mestmegnis leikið í sjónvarps- þáttum hingað til. Alison Steadman hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta á löngum ferli, m.a. í Söngelska spæjar- anum og á meðal bíómynda sem hún hefur leikið í má nefna „Life is Swe- et“ eftir Mike Leighog,„A Private Function” eftir A!an Bennet. Aðrir leikarar eru Benjamin Whitrow sem hinn kaldhæðnislegi faðir stúlknanna, Susanna Harker sem elsta systirin, Crispin Bonham-Carter sem hinn glaðlegi Bingley og Anna Chancellor sem önnur af hinum snobbuðu systr- um hans. Er óhætt að hvetja þá sem unun hafa af góðu sjónvarpsefni að láta ekki Hroka og hleypidóma framhjá sér fara. 7nnifalið: Flug, gisting með nwrguiiverði ogflugvallarskattar. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi 29.S10 k:' á mann í tvíbýli í 3 daga*. I líxemhniV Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn, ferða- skrifstofurnar eða söludeild Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-19 ogá laugard. kl. 8-16).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.