Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR EINS og kunnugt er hóf Póstur og sími fyrir nokkru sam- keppni við einkafyrirtæki á sviði alnetsþjónustu. Þessi samkeppni var gagnrýnd vegna þess, að einkafyrirtækin höfðu byggt upp þessa þjónustu og hið ríkisrekna fyrirtæki Póstur og sími var þar með að ryðjast inn á vettvang, þar sem einkafyrirtæki voru þegar fyrir og þjónusta þeirra ekki talin ámælisverð nema síður væri. Þá var heldur ekki kunnugt, að ríkis- stjórnin og þeir flokkar sem að henni standa hefðu tekið sérstaka ákvörðun um að hefja starfsemi í þessum nýja geira atvinnulífsins. Þá þegar bentu talsmenn einka- fyrirtækjanna á, að Póstur og sími væri að nota sér aðstöðu sína til að selja alnetsþjónustuna á lægra verði en einkafyrirtækin gátu gert. Því var svarað af hálfu Pósts og síma, að þetta væri hægt vegna tæknibúnaðar, sem allir aðilar gætu út af fyrir sig komið upp. í samtölum við forráðamenn nokk- urra einkafyrirtækja í Morgun- blaðinu i gær kemur hins vegar í Ijós, að þessar upplýsingar Pósts og síma voru rangar og það er viðurkennt af talsmanni fyrirtæk- isins, sem ber fyrir sig sumarfrí Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. og að um bráðabirgðaráðstafanir hafi verið að ræða. í samtali við Morgunblaðið í gær segir Arnþór Jónsson hjá Miðheimum hf., sem er eitt hinna einkareknu fyrirtækja á þessu sviði, m.a.: „Til að þetta sé hægt þá verður að setja upp innhringi- búnað, þ.e. mótald, á öllum gjald- svæðunum til þess að taka á móti hringingunni. Þannig tekst P&S að selja mínútuna á 1,12 fyrir sím- talið auk fasts gjalds fyrir ainets- þjónustuna. P&S hefur gefið út þá yfirlýsingu í fjölmiðlum, að slíkur búnaður sé til staðar á öllum gjaldsvæðum. Þetta er hins vegar ósatt. Það sem þeir gera er að úthluta alnetsþjónustu sinni, sem rekin er af samkeppnissviði P&S, númerum á hveiju gjaldsvæði fyr- ir alnetsáskrifendur sína. Síðan nota þeir símtalsflutning frá því númeri og inn á mótald í Reykja- vík. Við vitum a.m.k. með vissu, að þetta er gert með þessum hætti á ísafirði en gerum hins vegar ráð fyrir því, að þetta sé með sama hætti annars staðar á landinu.“ Upplýsingafulltrúi Pósts og síma viðurkennir í samtali við Morgunblaðið í gær, að „það hafi dregizt að koma búnaðinum upp vegna sumarfría og því hafi sam- keppnissviðið afráðið að leysa málið svona til bráðabirgða, svo unnt væri að bjóða allri lands- byggðinni upp á þjónustuna frá upphafi.“ Eru þetta boðleg vinnubrögð af hálfu Pósts og síma? Hvers vegna var ekki sagt frá því í upphafi, að þessi tæknibúnaður væri ekki kominn upp alls staðar og notast væri við símtalaflutning til bráða- birgða? Ástæð.an er auðvitað sú, sem Arnþór Jónsson bendir á í Morgunblaðinu í gær, að venjuleg- ur viðskiptavinur borgar Pósti og síma á dagtaxta krónur 4,15 fyrir að flytja símtal auk grunnskrefa- gjalds en þennan viðbótarkostnað borgar samkeppnissvið Pósts og síma og liggur í augum uppi, að ekki hefðu lítil einkafyrirtæki bol- magn til þess. Eru þetta viðunandi viðskipta- hættir? Getur þessi merka stofn- un, sem hefur margt vel gert, verið þekkt fyrir svona blekkingar og raunar bein ósannindi? Getur ríkisstjórnin verið þekkt fyrir að láta það viðgangast að ríkisfyrir- tæki í fyrsta lagi ryðjist inn á svið, þar sem einkafyrirtæki eru fyrir, í öðru lagi að ríkisfyrirtækið gefi rangar upplýsingar og í þriðja lagi, að ríkisfyrirtækið selji þjón- ustu sína í raun að einhveiju leyti á undirverði? Þessum spurningum hljóta ríkisstjórn óg samgöngu- ráðherra að svara. En jafnframt er það eðlileg krafa, þar sem Póstur og sími hefur nú viðurkennt, að innhringi- búnaður sé ekki á öllum gjald- svæðum, að upplýst verði hvar hann er og hvar notast er við sím- talaflutning. Samtök einkafyrirtækja á borð við Verzlunarráð Islands geta ekki látið þessum vinnubrögðum ómót- mælt. Ef ekki er hægt að fá for- ráðamenn ríkisvaldsins með rök- um til þess að hverfa frá þessum vinnubrögðum verður að taka þetta mál upp á hinum pólitíska vettvangi, sem er Alþingi, og fyrir dómstólum landsins. OVIÐUNANDI VINNUBRÖGÐ 1 JQ *ABC 0F A í/ »Reading minnist Ezra Pound á íslenzkar fornsögur í framhaldi af þeirri fullyrðingu, að engu kvæði evrópsku frá miðöldum nema Sæfaranum sé unnt að jafna við kínverskar bók- menntir frá sama tíma. Það er aug- ljóst að Pound hafði ekki aðgang að fornri íslenzkri ljóðlist vegna þess hann las ekki málið. Bók- menntagagnrýnendur eru sýknt og heilagt að flaska á grundvallaratr- iðum vegna alhæfingar, þekking- arskorts og samjafnaðar sem er útí hött. Ég get ekki hugsað mér neitt fáránlegra en bera saman engilsax- neskan og kínverskan skáldskap á miðöldum einsog skáldið mikla ger- ir í leit sinni að einhveiju sem hann telur vera betra en annað. Völuspá er til að mynda betri skáldskapur um íslenzkar aðstæður og norræna goðafræði en lótusblóma-ljóðlistin úr umhverfi bambusskóganna! Pound segir að sögurnar um Gretti og Brennu-Njál sýni, að frá- sagnarhefðin hafi ekki dáið út og er raunar ómögulegt að vita, hvað hann á við með því. Hann bætir því við að nútímahöfundur geti ekk- ert lært af sögunum sem hann get- ur ekki lært betur af Flaubert, en stökk Skarphéðins á Markarfljóti og sameign eða átök Grettis, eða hvers svosem það var einsog hann kemst að orði, og bjarndýrsins hverfi ekki úr minningunni. Engum detti í hug að það sé einungis skáld- skapur. Einhver íslendingur hljóti einhvem tíma að hafa komizt undan hrammi bjamdýrs sem síðan hafi misst jafnvægið!! Allt sýnir þetta okkur að Ezra Pound hafði pata af fomum skáld- skap íslenzkum, las sennilega eitt- hvert hrafl úr honum og sumt fest- ist í minni hans. En hann hefur augsýnilega ekki meiri tilfinningu fyrir þessum skáldskap en köttur sem lepur mjólk úr undirskál fyrir kúabú- skap. Hann segir síð- ar að unnt sé að þekkja vondan gagn- rýnanda á því, að hann byrji allt í einu að ræða um skáldið, en ekki ljóðið - og þannig komi hann upp um sig. En Pound kemur einnig upp um sig með þeim yfírborðslegu fullyrðing- um sem ég nefndi. Hann er þó með hugann við þennan skáldskap, það er athyglisvert útaf fyrir sig. Og Grettir og Skarphéðinn hafa ekki látið hann í friði. Nú hefur fundizt eftir hann kvæði sem heitir Febrúar 1915 og er líklega ort um það leyti sem Grettir og Skarphéðinn leita hvað fastast á huga hans. Pound segir að lestarstjóri gangi fyrir eim- reiðina einsog persóna út úr sögun- um; einsog Grettir eða Skarphéð- inn: Hann er mannkynið og ég er listin. Við erum útlagar. Þetta stríð er ekki okkar strið, hvorupr á okkar bandi. Síðan telur hann upp nokkur dæmi einsog hórur, apa og mál- skrafsmenn, en bætir við: Við okkur blasir einungis óséður sveitavegur, óséðir sprotar springa út. ■J /\ BORGES sagði um Osc- lOU.ar Wilde: „Uppistaðan í verkum hans er gleði“. Sjálfur sagði Wilde að listin væri það alvarleg- asta í heiminum „og listamenn einu persónurnar sem eru aldrei alvar- legar“. Hann taldi sig ekki hafa lært neitt af öðrum en þeim sem voru yngri en hann sjálfur. Það varð honum dýrt spaug. Yfirlýsing- ar hans voru eftirsóknarverðar fyr- irsagnir blaðamanna. Sumt sagði hann, annað ekki. En hann hefði getað sagt það sem haft var eftir honum þegar tollvörður í New York spurði, hvort hann væri með nokkuð sem hann þyrfti að gera grein fyr- ir. „Ekkert sagði hann nema snilli mína“. Hann sagði að sér líkaði vel við bókmenntamenn. „Þeir eru heill- andi“, sagði hann, „en það eru verk- in þeirra sem valda mér vonbrigð- um!“ „Frumatriði heilbrigðrar skyn- semi“, sagði hann einhveiju sinni, „er að vera á öndverðum meiði við þijá fjórðu hluta brezks almenn- ings“. Eftir forsetakosningar eiga víst margir auðvelt með að taka undir það! En einhver verður að afhenda orðurnar. Lífið er flókið, raunar óskiljan- legt. Og margt er lítilsiglt andspæn- is eilífðinni, sem þykir mikils virði á líðandi stund. En þótt okkur þyki einatt að Bleik sé brugðið, getur hann verið við hestaheilsu. Oft er það líka svo, að það er Bleikur í okkur sjálfum sem á í einhveiju basli, en við getum ekki alltaf að- greint hann frá umhverfínu. Wilde er ekki eini rithöfundurinn sem hafði e.k. ofnæmi fyrir samtíð sinni. Honum líkaði fortíðin þeim mun betur. Skáldskapur var honum meiri veruleiki en lífið sjálft. Hann gat tekið undir það sem hann hafði heyrt Swinburne segja, að Akkiles væri raunverulegri í verkum Ho- mers en Wellington í sögu Eng- lands. Þannig var listin upphaf og endir allra hluta í augum þessa margslungna og andstæðufulla stórskálds sem er jafnkærkominn og mikilvægur gestur í samtíð okk- ar og hann þótt vafasamur um sína daga. Hann fylgir engilsaxneskri menningu svo lengi sem hún lifír. Sjálfur vildi hann breyta lífí sínu í listaverk og honum tókst það einn- ig. Sagt hefur verið að Oscar Wilde hafi reynt allt, ljóðlist, óbundið mál, leikritun, fangelsi; hann hafí alltaf komið á óvart og því aldrei gleymzt. „Ég var vandamál og á því var engin lausn“, sagði hann. Samt var uppistaðan í vefnum gleði. M. HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 24. ágúst F'yrir skömmu VAR fjallað í fréttum um framleiðni í atvinnulífi okkar íslendinga og var sérstaklega til umræðu samanburður milli þjóða innan Efnahags- og framfarastofnunar Evr- ópu, OECD. Fjallað var um þessar umræð- ur í vikuritinu Vísbendingu, og bent á að framleiðni í atvinnulífinu hér væri vanmet- . in, þar sem íslendingar búi við meira barnalán en aðrar Evrópuþjóðir, þ.e. hlut- fall barna og unglinga sé hærra meðal íslendinga en meðal flestra annarra Evr- ópuþjóða. Tafla er birt um aldursskiptingu OECD- þjóða og er þá ísland í 21. sæti hvað fjölda vinnufærra manna snertir miðað við heild- arfjölda þjóðanna, þ.e. 64,2% þjóðarinnar er á aldrinum 15 til 65 ára, 24,7% eru yngri en 15 ára og 11,1% eldri en 65 ára. Þjóðunum er raðað eftir þeim fjölda, sem eru á miðaldrinum, 15 til 65 ára, og í efsta sæti eru Japanir, þá ítalir, íbúar Luxem- borgar, Hollendingar, Þjóðvetjar og Spán- veijar. Japanir hafa hlutfallið 69,6%, en síðan stiglækkar hlutfallið og er komið niður í 67,9, þegar kemur að Spánveijum. Hin Norðurlöndin eru nokkuð neðar í röð- inni, Danir t.d. í 10. sæti með 67,4%, Finnar í 12. með 66,9% og Noregur í 20. sæti með 64,6%. Neðan við ísland eða í 22. sæti eru svo Svíar með 63,7%. VÍSBENDING Framlpiðni ^endír á að meðal r ramieioill Islendinga sé æsku- hér fólk fjölmennara en meðal flestra ann- arra OECD-ríkja. Tæplega ijórðungur ís- lendinga var innan við 15 ára aldur á ár- inu 1984, þegar umræddar upplýsingar eru fengnar. Æskufólk er hvergi fjölmenn- ara en á íslandi, nema í Mexíkó, Tyrk- landi og á írlandi. Hlutfall ungs fólks, þ.e. undir 15 ára aldri meðal Norðurlandaþjóð- anna er t.d. mun lægra en hérlendis, ung- ir Danir eru ekki nema 17,1% af þjóðinni, 19,1% meðal Finna, 19,2% meðal Norð- manna og 18,8% meðal Svía. Þegar hagsæld þjóða er mæld er algeng- ast að deila fjölda vinnustunda upp í lands- framleiðsluna og fæst þá út hugtakið „framleiðni þjóðar“. Vinnutímamæling á Islandi er hins vegar ekki góð. Bæði er atvinnuþátttaka hérlendis meiri en víðast hvar í heiminum og ennfremur er vinnu- dagur lengri. Því hafa menn hérlendis mælt framleiðni í atvinnulífinu með því að deiia fjölda vinnufærra manna upp í landsframleiðsluna og það gera talnaspek- ingar Vísbendingar. Segja þeir að þar sem svo stórt hlutfall íslendinga er á unga aldri eða tæplega fjórðungur, hljóti það að hafa áhrif á samanburð á framleiðni milli þjóða. Fjöldi ungs fólks gefí því vísbendingu um að lífskjör landsmanna (landsframleiðsla á mann) eigi eftir að batna miðað við aðrar þjóðir á næstu árum, þegar æskublómi landsins nær vinnualdri. Eins gætu þær þjóðir, sem hafa minna hlutfall æskufólks dregizt aftur úr. Sem dæmi mætti nefna Þjóðveija, sem hafa lægst hlutfall æsku- fólks af öllum þjóðum OECD eða aðeins 15,9%. Næstlægst er hlutfall Japana, 16,4%. Framboð á vinnuafli meðal þessara þjóða hlýtur að minnka á næstu árum, samhliða því sem kostnaður við eftirlauna- þega mun stóraukast. Ómegðin dregur ís- land niður LEIKI MENN SÉR með þessar tölur, og það gera Vís- bendingarmenn, kemur ýmislegt at- hyglivert í ljós. Þeir búa til nýjan mælikvarða og raða þar með þjóðunum upp á nýtt eftir afköstum. Þetta er gert með því að deila upp í landsfram- leiðsluna með fjölda vinnufærra manna, þ.e.a.s. með fjöldanum, sem er á aldrinum 15 til 65 ára í stað landsframleiðslu á hvert mannsbarn. Röð fjögurra efstu þjóða breytist ekki. Þar eru efst Luxemborg, Bandaríkin, Sviss og Noregur, þá Japan, Danmörk, Austurríki, Kanada, Belgía, Þýzkaland og loks ísland í 11. sæti. Með breyttri útreikningsreglu færist ísland hins vegar upp um fjögur sæti og fer í 7. sæti. Nýja sætaröðin er því þessi: Luxemborg, Bandaríkin, Sviss, Noregur, Danmörk (færist upp um eitt sæti), Belgía (færist upp um 3 sæti) og þá ísland. Engin breyting verður heldur á 8 neðstu þjóðunum, en um miðbik listans verða tals- verðar breytingar. Ítalía fellur úr þrett- ánda sæti í hið sautjánda og Þjóðveijar lenda fyrir neðan Frakka. Japanir falla úr 5. sæti í hið 10. Svíar fá nokkrar harma- bætur, því að þeir laga stöðu sína og fara úr sautjánda sæti í hið fjórtánda. Fram- leiðni íslendinga er því vanmetin að mati tölfræðinganna vegna þess hve börn og unglingar eru stór hluti þjóðarinnar. Ómegðin, eða eigum við að segja barnalán- ið, kemur því íslendingum til góða í kom- andi framtíð. Vandi Svía SAGT ER AÐ deila megi um það, hvaða áhrif slíkur fjöldi ungmenna geti haft á efnahag þjóða. Atvinnuleysi í Þýzkalandi er t.d. nú um 10%, svo að segja má að kannski þætti það ekki mikið áfall fyrir efnahag landsins þótt vinnuframboð drægist saman. Hins vegar gætu áhrifin orðið meiri í Japan, þar sem atvinnuleysi er um 3,3% og munar um hvern vinnandi mann. Talnamenn Vísbendingar segja þó að þetta sé sú skammtímagreining, sem menn ættu að varast. Hér sé um að ræða hægfara þróun, sem hafi mjög djúpstæð áhrif. Dæmi þessa má nefna í Svíþjóð, sem er komin einna lengst á þessari braut, en hlutfall þeirta, sem eru eldri en 65 ára er hvergi hærra en þar, 17,5% og hlutfall fólks á vinnualdri hið fjórða lægsta meðal OECD-ríkja eða 63,7%. Á síðustu árum hefur öldrun verið að færast yfír þjóðina og hefur landið hrapað úr 4. sæti hvað varðar landsframleiðslu á mann innan OECD árið 1970, yfir í 9. sæti árið 1990 og í hið 17. árið 1994. Einhvern hluta þessarar þróunar má kenna glöpum í hag- stjórn, ríkisafskiptum og markaðshöftum, auk þess sem velferðarkerfí Svía er frægt fyrir rausnarskap. En breytingin á aldurs- samsetningu þjóðarinnar er stór áhrifa- valdur. Atvinnuleysi meðai Svía er um 8% og virðist sífellt aukast þrátt fyrir að fleiri fari á eftirlaun. Ástæðan ku vera einkum sú, að hærri aldur þjóðarinnar kallar á meiri velferðaraðstoð frá ríkinu, sem leiðir til þess að hærri álögur leggjast á þá sem eru á vinnualdri og atvinnulífið þarf að bera þyngri byrðar. Þetta er ekki sér- sænskt fyrirbrigði, því að hið sama er að gerast í flestum löndum Evrópu, Banda- ríkjunum og Japan. Óldrun hefur því geysivíðtæk áhrif á vestræn hagkerfi. Svíþjóð hefur enn sem komið er verstu aldursskiptinguna, en óhjákvæmilega munu aðrar þjóðir feta sömu braut á næstu árum. Því gætu erfíð- leikar Svía, þ.e. fall í metorðastiga OECD- þjóða í landsframleiðslu á mann, átt eftir að íþyngja fleiri þjóðum. Flest bendir hins vegar til, að íslendingar muni sigla nokkuð lygnan sjó í þessum efnum næstu árin, en samkvæmt spá Vísbendingar mun vel- ferðarbyrði á íslandi ekki fara að þyngjast fyrr en eftir árið 2010, þegar hinir fjöl- mennu eftirstríðsárgangar hætta vinnu. Horfur á hagvexti á íslandi eru því mun betri en í flestum OECD-ríkjum á næstu árum, ef aðeins er litið til framboðs á vinnuafli og velferðarútgjalda. Landsmenn þurfa því aðeins að sýna þau hyggindi í hagstjórn, að æskufólk hafi að einhveiju að hverfa, er það kemur út á vinnumarkað. NÝLEGA SKRIF aði Sigurður B. Stefánsson, fram- skuldabyrði kvæmdastjóri VÍB, grein í Morgunblað- ið, þar sem hann fjallaði um lífeyrismál í löndum innan Evrópusambandsins. Þar sagði hann m.a.: „í ríkjum Evrópusam- bandsins er hart tekist á um lífeyrismál , Ljósmynd/Snorri Snorrason A NORÐFIRÐI vegna undirbúnings sameiginlegu myntar- innar evró og myntbandalagsins sem á að taka til starfa í ársbyijun 1999. Sam- kvæmt Maastrichtsáttmála ríkjanna er eitt af skilyrðum sem fullnægja þarf til þátt- töku í myntsamstarfinu að opinberar skuldir séu innan við 60% af vergri lands- framleiðslu (VLF). í Maastrichtsamningn- um um sameiginlega mynt eru ekki sér- stök skilyrði um lífeyrisskuldbindingar þjóðar en tiltekið að þær tilheyri hverri þjóð um sig og geti ekki orðið sameiginleg- ar. En þær skipta miklu máli og sem dæmi mætti taka að skuldir ríkissjóðs Þjóð- veija nema nú 58,1% af VLF en lífeyris- skuldbindingar þýska ríkisins nema 122% af VLF. Opinberar skuldir að meðtöldum eftirlaunaskuldbindingum nema því um 180% af VLF. Þessi háa skuldbinding vegna lífeyris- mála í Þýskalandi stafar af því að þar er rekið svonefnt gegnumstreymiskerfí án sjóðssöfnunar og lífeyrissjóðir eru fremur litlir. Ríkissjóður ábyrgist öllum þegnum eftirlaun sem nema um 70% af lokalaunum frá og með starfslokum en aflar á hverju ári tekna til eftirlaunagreiðslna (sem og annarra útgjalda) með álagningu skatta. Þetta kerfi er að stofni til frá árinu 1891 í kanslaratíð Bismarcks. Frakkar, ítalir, Grikkir, Spánveijar og Portúgalir búa allir við svipað fyrirkomulag en eftirlaunakerfí með sjóðssöfnun með hliðstæðum hætti og á íslandi er að fínna í Bretlandi, Hol- landi, írlandi og meðal Skandinavíuþjóð- anna. Með hækkandi meðalaldri er nú fyrirséð að eftirlaunaskuldbinding á eftir að hvíla þungt á þeim þjóðum þar sem sjóðssöfnun er ekki fyrir hendi. Vegna þess að fyrirséð er að fólki á eftirlaunaaldri (m.v. 60 ára og eldri eða 65 ára og eldri) á eftir að fjölga mjög í hlutfalli við þá sem eru á vinnualdri (20 ára til 60 eða 65 ára) mun álag á eftirlaunakerfin, reyndar hvort sem þau eru með sjóðssöfnun eða gegnum- streymi, aukast til muna næsta aldarfjórð- unginn. Það er þó ekki aðeins breytt aldurssam- setning flestra þjóða sem veldur auknum eftirlaunagreiðslum heldur einnig hækk- andi meðalaldur. í opinberum bandarískum tölum er gert ráð fýrir að meðalaldur hækki um fjögur ár frá 1995 til ársins 2010. Þetta er þó að öllum líkindum afar varlega áætlað. Shigechiyo Isumi sjómaður í Japan náði nærri 121 árs aldri og þúsund- ir víða um lönd eru 100 ára eða jafnvel 110 ára eða eldri. í Bandaríkjunum eru nú 36 þúsund manns 100 ára og eldri og hefur tala þeirra tvöfaldast á aðeins tíu árum.“ Nær meðal- aldur 100 árum? OG SIGURÐUR heldur áfram: „Bandaríkjamenn eru u.þ.b. eitt þús- und sinnum fleiri en íslendingar. Á íslandi telst 100 ára afmælið enn til nokk- urra tíðinda en níræðisafmæii eru að heita má orðin daglegt brauð. Þeir eru í raun og veru fáir sem deyja vegna hárrar elli. Flestir láta lífið annaðhvort vegna sjúk- dóma sem leiða til dauða eða vegna slysa. í tímaritinu Science árið 1990 birti banda- rískur læknir, S.J. Olshansky sem starfar við háskólann í Chicago, niðurstöður rann- sókna sem benda til þess að meðalaldur gæti hækkað í næstum 100 ár en meðalald- ur Bandaríkjamanna er um 75 ár núna. Olshansky reyndi að leggja mat á áhrifin á heilsufar og langlífí manna af stórminnk- uðum reykingum og óhollu mataræði ann- ars vegar, en hins vegar af miklum árangri við forvarnastarf og lækningar á banvæn- um sjúkdómum svo sem krabbameini, hjartasjúkdómum og sykursýki. Niðurstað- an varð 99,2 ár, auðvitað háð margháttuð- um forsendum, en þó fundin án þess að tekið væri tillit til fjölda annarra þátta svo sem áhrifa af almennri líkamsrækt, úti- veru, minni streitu o.s.frv. Af öllu þessu virðist ólíklegt annað en að meðalaldur einstaklinga eigi eftir að hækka talsvert, e.t.v. um fimm til tíu ár næstu 15 til 25 árin. Um helmingurinn af þeirri viðbót hefði þá áhrif til hækkun- ar á hlutfallið milli eftirlaunafólks og starf- andi manna eins og það er nú reiknað.“ Sigurður lýsti síðan erfíðleikum Þjóð- veija á þessu sviði, en taldi að alvarlegast yrði ástandið um 2030 en þá yrði einn maður á eftirlaunum á hvern einasta vinn- andi mann í Þýzkalandi. Skattbyrðin yrði greinilega meiri en nokkur gæti unað við. Þess vegna ynnu Þjóðveijar og raunar fleiri þjóðir nú hörðum höndum að breyt- ingum. Alltoflítil fjölgun þjóðarinnar ALLAR ÞESSAR bollaleggingar sýna það og sanna að mannauðurinn er einhver dýrmæt- asta eign hverrar þjóðar. Það er ekki lítils virði fyrir litla þjóð, að fæðingar séu umfram látna, þ.e. að þjóðinni fjölgi jafnt og þétt. Allt bendir til að íslendingar standi vel að vígi næstu áratugina, vegna hás hlutfalls æsku lands- ins í heildarfjölda íbúa, en heldur hefur sigið á ógæfuhliðina hin síðari ár, þar sem mannfjölgunin hefur dregizt verulega sam- an. Á árinu 1991 fjölgaði þjóðinni um rúm- lega 1 ‘A%, en á árinu 1995 varð fjölgunin aðeins 0,38%, sem er einhver minnsta fjölgun íslendinga til fjölda ára. Vera kann að þarna sé um að kenna fjölskyldustefnu stjórnvalda, - og kannski hefur brottflutn- ingur af landi brott þarna einhver áhrif - en slík lágmarksfjölgun hlýtur að vera hættuleg og ættu stjómvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja barnafjölskylduna. íslendingar ættu að láta sér vandræði annarra þjóða í þessu efni að kenningu verða. Þegar árgangar eftirstríðskynslóðarinnar voru að fæðast, fólkið sem nú er á bezta vinnualdri, var árleg fjölgun þjóðarinnar yfir 2%. Af þessu er ljóst, að hlutfallið á milli eftirlaunafólks og vinnandi manna á hveij- um tíma skiptir miklu máli. Eftir því sem hlutfallið hækkar verður hlutfallslega minna eftir til ráðstöfunar hjá þeim sem í reynd afla peninganna. Mannauðurinn er einhver dýrmæt- asta eign hverrar þjóðar. Það er ekki lítils virði fyrir litla þjóð, að fæðingar séu um- fram látna, þ.e. að þjóðinni fjölgi jafnt og þétt. Allt bendir til að ís- lendingar séu í góðum málum næstu áratugina, vegna hás hlut- falls æsku lands- ins í heildarfjölda íbúa. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.