Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 31 J I I i 1 « I 1 I i i i i ( ( ( Helminginn af vetrinum var ég í framdalnum og hinn helminginn í ytri dalnum. Börnin áttu að fá kennslu í 12 vikur. Á Hólum var bara kennt í stofunum hjá kennur- unum, í prestshúsinu og skólastjóra- húsinu. Þessu mundi enginn trúa nú. Til dæmis var kennt í setustof- unni hjá skólastjóranum. Það var alveg sérstakt hvernig þetta bless- aðist allt. Aldrei neitt amast við krökkunum þótt allt væri í kös á sama staðnum. Þar voru kannski 50 börn þegar mest var og öll önn- ur starfsemi á staðnum." Svanhildur man skólahaldið enn lengra aftur. Á árinu 1926 fór faðir hennar með hana að Hólum til að taka próf. Sett höfðu verið lög um að prófa skyldi öll 8 ára gömul börn á landinu. „Meðan verið var að prófa okkur börnin í lestri, skrift og stærð- fræði voru allir sem vildu inni og hlustuðu á. Við vorum látjn lesa, en komum með skriftina. Ég man að ég dró söguna um glataða soninn og hugsaði um ekkert annað en að verða pabba ekki til skammar. Allir sem áttu börn og komu með þau hlustuðu á. Það þætti skrýtið núna.“ Svanhildur segir það ekki hafa verið fyrr en 1966 að hrepparnir hófu samstarf um fræðslu barna og var öllum börnum austan ár kennt á Hólum. Þá mættu 14 böm, sex árgangar 8-13 ára, og kennt í einum hópi. Yngstu börnin mættu 4 daga í viku. Var kennt í svokallaðri Fjöldagröf, stórri stofu í kjallara hússins með nægum hillum, þar sem áður var safn. Þá var farið að aka börnum í skólann. Seinna kemur svo skólahúsið 1977 og þá var öll bama- kennslan saman í einum gmnn- skóla.“ „Þegar ég 1940 var að byija að kenna var Snorri Sigfússon náms- stjóri. Þá og síðar komu námsstjór- arnir einu sinni til tvisvar sinnum á vetri og sögðu okkur til. Þeir komu með reikningspróf fyrir krakkana og prófuðu þau. Maður fékk útkom- una og þeir skrifuðu hvar þeir teldu vera veilu og hvað við skyldum at- huga betur. Þeir leiðbeindu kennur- unum svo vel. Að þessu var ómetan- legur styrkur fyrir okkur. Þeir tryggðu að allt væri í lagi og gerðu manni svo gott,“ segir Svanhildur. í skýrslum má sjá að Svanhildur kenndi í 40 ár. Hún var kennari frá 1940-54. Þá tók hún sér frí í 10 ár vegna bús og barna, enda eign- uðust þau hjónin sjö börn á áranum 1948-1960. Misstu einn son á þriðja ári. Þegar yngsta dóttirin var orðin fjögurra ára kom Svanhildur aftur að kennslunni og kenndi frá 1964 til 1989 í barnaskólanum, stunda- kennari síðasta árið. bæja. Hann hafði fengið fyrsta hjar- takastið tvítugur og lét mömmu sína aldrei vita. Svo fór hann auðvitað úr því 58 ára gamall. Þá var ekki farið að fylgjast svona með þeim sjúkdómi." Á öllum farartækjum í skólann Ekki hefur alltaf verið auðvelt að komast á milli. Frá Neðra-Ási að Hólum er 7 kílómetra leið og mjög snjóþungt á vetram. Hvernig fór kennarinn að því að mæta í kennslustund? „Það er heil saga að segja frá því,“ svarar Svanhildur. „Fljótlega eftir að ég byijaði aftur 1964 var kominn skólaakstur. En hér var svo snjóþungt að oft þurfti að keyra mig á dráttarvél í veg fyrir bílinn upp á holtið, fjögurra kílómetra leið. Annars fór maður á milli á hvers kyns tækjum að heita má, ríðandi, á skíðum, skautum, reiðhjóli, snjó- sleða og jeppa. Maðurinn minn var sá fyrsti sem átti snjósleða hér. Hann þurfti svo mikið á afréttinn og ekkert var hægt að komast öðra- vísi. Hann gat þá flutt mig á honum á milli. Við áttum jeppa og maður- inn minn var aldeilis búinn að keyra í skólana, bæði mig og krakkana, sem fóru fyrst í unglingaskóla fram í Steinsstaði í Lýtingsstaðahreppi og svo í Varmahlíð. Tvö yngstu börnin þurfti að flytja í Hofsós, en drengirnir voru í Búnaðarskólanum á Hólum og í heimavist á Reykjum í Hrútafirði og á Laugum. Nei, nei, aldrei greitt neitt fyrir skólaakstur- inn.“ „Við fluttum í þetta hús 1948. Ég fór suður haustið 1946 eins og ég gerði alltaf til að kaupa inn fyr- ir skólann undir veturinn. Um leið tók ég bílpróf, því við höfðum keypt jeppa í félagi við ahnan. Þá fékkst ekki leyfi fyrir jeppum nema fleiri væra saman um þá. í þessari ferð fékk ég teikningu að húsinu. Það var svolítið annað og miklu ódýrara en nú, þegar teikn- ingar kosta óhemju fé. Ég fór bara til Steingríms Steinþórssonar, sem var þingmaðurinn okkar, og hann sendi skrifstofustúikuna með mig á Teiknistofu landbúnaðarins. Ef ég vildi velja mér teikningu þar þá kostaði hún ekkert nema bara ljós- ritunin. Þótt mér líkaði engin alveg valdi ég samt eina og pantaði nokk- urn veginn í húsið. Byggingarmað- urinn var Hróbjartur á Hamri, sem er dáinn fyrir nokkrum árum. Þegar ég sagði honum að þetta hús væri allt of lítið þá bara stækkuðum við bygginguna um metra á allar hlið- ar, bætum við stórri geymslu frammi og svo skúrbyggingunni. Ekki var sagt orð við því. Það er eitthvað annað núna. Þegar strák- urinn minn fór að byggja eftir rán- dýrri teikningu og smiðirnir sáu að eitthvað smálegt var orðið úrelt, þá vildu þeir láta hringja suður þótt þeir vissu auðvitað hvernig mætti laga það. Þetta tafði um marga daga, því það varð að gjöra svo vel og teikna upp á nýtt fyrir sunnan. Heldurðu að þetta nái nokkurri átt? Hugsaðu þér, áður var maður fijáls og mátti gera hvað sem maður vildi. SVANHILDUR stendur á tröppunum á húsinu sem hún byggði á Neðra-Ási 1947. Fór suður og fékk afrit af teikningu lyá Teiknistofu landbúnaðarins, stækkaði svo húsið um metra á hverja hlið og bætti við geymslu og inngangi. Húsið stendur fyrir sínu. Kom ekki í það sprunga í hörðum jarðskjálfta þegar önnur hús sprungu. Bjargvættur barna „Áður en ég gifti mig var ég búin að taka kjörson," segir Svan- ( hildur þegar við erum að tala um stóra fjölskyldu hennar og börnin sem hún kenndi. „Þegar hann kom til mín fjögurra ára gamall gat hann hvorki gengið né talað. Það var búið að úrskurða að hann gæti aldr- ei náð því að bjarga sér þegar ég gerði þessa tilraun með að taka hann af barnaheimili fyrir sunnan. | Lá fyrir honum að verða settur á I Kumbaravog. Ég kom á barnaheim- ilið þar sem hann var vistaður. Það ( kom aldrei neinn að finna hann og hann hékk alltaf utan í mér. Jú, jú, hann lærði að taia og bjarga sér og náði í skóla lágmarkseinkunn- inni, sem var fímm. Ég sendi hann í rannsókn og til sálfræðings. Hann hefur staðið sig vel og bjargað sér í lífinu." Þrátt fyrir þennan stóra bamahóp I fór Svanhildur aftur að kenna utan ( heimilis. Hún segist ekki hafa ætlað að byija aftur þá, en hún var í skóla- nefnd og ráðinn kennari hætti við á síðustu stundu. Svo hún „asnaðist til að bjarga því við“, ætlaði að kenna í þetta eina ár, eins og hún orðar það. „Maðurinn minn var svo einstak- ur við börnin, svo þau fundu ekki til neins óöryggis. Hann var svo hlýr og góður og börnunum þótti ( ákaflega vænt um hann. Best má j lýsa honum með því að það voru tvö . boðorð sem hann kenni bömunum. Þau mættu ekki leggjast á minni- máttar og ekki bera slúður milli Vandalaust að ráða við börnin Svanhildi þótti ákaflega gaman að kenna og lætur lítið yfir því að erfitt hafi verið að eiga við krakk- ana. „Þegar ég kom aftur að kennslunni var bítlakynslóðin að koma fram og allt óskaplega breytt. Þá þurfti maður að taka á sínum stóra. Ég áttaði mig ekki strax á því, en þegar ég hafði gert það þurfti maður að taka alvarlega á málum. Það gekk allt vel,“ segir Svanhildur og bætir við. „Það er enginn vandi að ráða við krakka. Það verður að bera virðingu fyrir þeim, tala við þau og kenna þeim. Ef kennarinn ber ekki virðingu fyr- ir börnunum þá verður erfitt að stjórna þeim. Þau þurfa að geta borið virðingu fyrir sjálfum sér, finna að hlustað er á þau og þau metin. Þau verða að geta treyst kennaranum og sagt honum það sem þau hugsa,“ segir Svanhildur og kveðst eiga marga vini úr hópi barnanna sem hún hefur kennt. Stækkuðu bara húsið Svanhildur er orðin 77 ára göm- ul. Þegar hún tók við jörðinni var þar torfbær, en síðar var byggt húsið sem hún býr nú í ásamt syni sínum. Niðri á túninu má sjá nýtt hús. Þar býr elsti sonur hennar með sinni fjölskyldu. Annar sonurinn er með kýr og hinn með hross og starf- semi í sambandi við þau. Sjálf kveðst Svanhildur vera að dunda við tijá- rækt. 1979 var girtur reitur og sett- ar niður 1.000 plöntur og síðan smábætt við. Nú má ekkert,“ segir Svanhildur og bætir við að gamla húsið hafi staðið fyrir sínu, ekki komið í það nokkur sprunga í hörðum jarð- skjálftum um árið þegar önnur hús sprungu. „Sama er með þessar bændaskrif- stofur hjá þeim,“ segir Svanhildur ennfremur. „Eftir því sem bændun- um fækkar í landinu, því meir fjölg- ar fólkinu á skrifstofunum. Allt er gert flóknara og kostnaðurinn leggst á bændur. Svo þræla bænd- urnir og þræla. Ja, það er ekki glæsilegt!" En jörðin fór aldrei úr ættinni? „Ekki ennþá," segir Svanhildur. Var það tilvinnandi? „Ég veit það ekki. Ég vildi alls ekki láta mína drengi fara að búa. Það er erfitt að búa. Ég vildi bara selja jörðina, en það vildu þeir ekki. Það þýðir ekkert að búa nema sé áhugi og góð heilsa. Ég vil að búið sé af reisn eða alls ekki. Það á ekki að ýta neinum út í búskap.“ En hún tók þó sjálf við jörðinni án þess að hafa áhuga? „Já, og þess vegna vil ég ekki láta aðra gera það.“ Sér hún þá nokkuð eftir því að það varð hennar hlutskipti að búa þarna? Því harðneitar hún af sannfæringu. Við skoðum myndir, þar á meðal af skólasystkinum hennar úr Kenn- araskólanum á 50 ára útskriftaraf- mælinu. „Þá mætti ég á upphlut af því ég er eini sveitarlimurinn í hópn- um. Ég leit I kringum mig og sá að ég var líka sú eina sem ekki hafði grátt hár á höfði,“ segir Svan- hildur kímin. -htir nýjum vörum ■k ■ JT ■ - Nýjar vörur! Úlpur • Kápur Ullarjakkar ...21.900 HIH5ID örkin 6, sími 588 5518. ið hliðina á Teppalandi. ílastæði v/Búðarvegginn. • Sendum i póstkröfu r Skólastarf og upplýsingatækni Ráðstefna 31. ágúst 1996 í Borgartúni 6, Reykjavík Dagskrá: 09:00 Innritun - setning Táðstefhu 09:20 Ávarp menntamálaráðherra 09:30 I krafti upplýsinga - Stefnumörkun menntamálaráðu- neytisins í upplýsingamálum Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfrœðingur og kennari 09:55 Kaffi 10:15 Stefnumótun Kennaraháskóla Islands Anna Kristjánsdóttir, prófessor 10:40 Upplýsingatækni í skólanámsskrá Þór Jóhannsson, kennari, Grunnskólanum i Borgarnesi 11:00 Hlé 11:10 Tölvuvæðing Reykjavíkurskóla Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Fræðslumiðstöð Reykjavikur Þórður Kristjánsson, skólastjóri 11:30 Menntastefna ESB og upplýsingatækni Þóra Magnúsdóttir, Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins Ágúst Ingþórsson, landsskrifstofu LEONARDO 11:50 Norræna skólanetið - Óðinn Lára Stefánsdóttir, kerfisfrœðingur ogframh.skólakennari 12:15 Hádegisverður 13:15 Vilji vex þá vel gengur - Nokkrar helstu grundvallarreglur atferlisfræðinnar við hönnun kennsluefnis. Guðriður Adda Ragnarsdóttir, atferlisfrœðingur 13:40 Rafræn útgáfa námsefnis Sveinn Kjartansson, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun 14:00 Tölvur í sérkennslu fyrir nemendur með lestrar- og skriftarörðugleika Ólöf Guðmundsdóttir, sérkennari 14:25 Hlé 14:35 Internetið - næstu þrjú árin Guðmundur Ragnar Guðmundsson, ráðgjafi 10 15:00 Tölvuvædd upplýsingaöflun á skólasöfnum Kristín Björgvinsdóttir, bókasafnsfrœðingur 15:25 Kaffi 15:45 Áhrif upplýsingatækni á einstakar námsgreinar Dœmi frá þremur námsgreinum. 16:30 Urslit í samkeppni, afhending viðurkenninga 16:40 Ráðstefhuslit Ráðstefnustjóri Jóhann Gunnarsson, fjármálaráðuneyti, heiðursfélagi i Skýrslutœkn ifélagi íslands Þátttökugjald kr. 5.400. Hádegisverður og kaffi innifalið. Tilkynna þarf þátttöku til skrifstofu Skýrslutæknifélags íslands í síðasta lagi 29.08.1996 sími 551 8820 - fax 562 7767 - netfang sky@skima.is V_________________________________________________________J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.