Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Mjög vandað 36 hesta hús í Mosfellsbæ tll sölu. Húsið býður upp á marga möguleika. Rúmgóð kaffistofa og mikið rými fyrir menn og hesta. Stórt gerði. GIMLI FASTEIGNASALA sími 552 5099, Olafur Blöndal, sölustj. eða Jóhanna Björnsdóttir sími 553 9073. HESTHÚS TIL SÖLU TILBOÐ ÓSKAST EIGNAMBÐUJMN eM * Abyrg þjónusta í áratugi Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Ferjuvogur 15 - OPIÐ HÚS Mjög falleg og mikiö standsett 3ja herb. rúmgóð íbúö í kj. í 2-býli á eftirsóttum staö innst í botnlanga. Parket. Nýl. innr. í eldhúsi. Nýir gluggar og gler. Áhv. um 3,8 millj. í húsbr. íb. verður til sýnis í dag, sunnudag milli kl. 13 og 16. Verö 6,7 m. 6272. Smiðjuvegur 72 — til sölu eða leigu Til leigu/sölu þetta nýja sérstaklega vel staðsetta, fullkláraða verksmiðju-/iðnaðarhúsnæði. Um er að ræða alls um 1.800 fm, sem skiptist í fjórar einingar, hver eining frá 200-600 fm. Húsnæðið nýtist hvort sem er sem ein heild eða skipt niður í minni einingar. Fullbúið mötuneyti og góð starfsmannaað- staða. í öllum einingum er 5 metra lofthæð og stórar innkeyrsludyr. Dýpt eininga frá 18—25 metrar. Aðstaða utan- húss er mjög góð, rúmgóð malbikuð bílastæði. Húsnæðið er vel sýnilegt frá stórum umferðaræðum. Frekari upplýsingar veita sölumenn okkar. Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568-2800. Sími: 533-4040 Fax: 588 - 8366 Dan V.S. Wiium hdl lögg. fasteignasali - Ólafur Guðmundsson. sölustjóri Birgir Georgsson sölum. Hörður Harðarson. sölum. Eriendur Davíðsson - sölum. FASTEIGNASAI.A - Ármúla 21 - Reykjavík - Traust ug (irugg þjúnusla Gistiíbúðir og herbergi Regínu ÍBÚÐIR Lúxusíbúðir í miðbæ Reykjavíkur til leigu allan ársins hring með sömu þjónustu og hótelin. Sjónvarpsrásir, fax og sími fylgja hverri íbúð, ásamt öllum húsbúnaði. Verð kr. 7.900 pr dag. HERBERGI Ódýr herbergi meö aögangi aö eldhúsi og baöi viö Hlemm, stutt í strætó og leigubíla, fólk getur eldaö sjálft og haft sinn eigin morgunmat. Verö kr. 2.500 fyrir einstaklingsherbergi og 3.200 fyrir 2ja manna herbergi. Upplýsingar og bókanir ( síma 551 6913 eða 551 8485. Fax. bókunarno: 588 8366. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Burt með óaldarlýð JÓRUNN Þorkelsdóttir hafði samband við Velvak- anda. „Eg var leið yfir því að lesa frásögnina um As- íubúana í fimmtudagsblaði DV, sem lögreglan hefur nú að sögn eftirlit með. Þó svo við tökum við erlendu fólki inn í landið, viljum við ekki óþjóðalýð- inn og það er hreint ekki nóg að lögreglan hafi eftir- lit með því, það á bara að reka þessa fjóra menn úr landi." Þakkar greinar Hreiðars GUÐFINNA Sigurbjöms- dóttir hringdi og bað Vel- vakanda að koma á fram- færi þakklæti til Hreiðars Stefánssonar vegna skrifa hans varðandi „Halló Ak- ureyri". „Sem Akureyringur er ég þakklát fyrir að hann skuli vekja athygli á því hvernig þetta fór fram og hvað fólk almennt tók það nærri sér.“ Með lögum skal land byggja Vilhjálmur Alfreðsson, Efstasundi 76, skrifar: „í ár hefur Vaka-Helga- fell gefið út bók sem heitir vStjórnarskrá lýðveldisins íslands". Það er minnsta krafa, að hver einasti landsmaður kynni sér þessa bók gaum- gæfilega. Með lögum skal land byggja. Með lögum skal landi eyða.“ Tapað/fundið Hjól tapaðist GRÁTT ijallahjól með bleikum stöfum af gerðinni Specialized tapaðist frá Kaldaseli 13 aðfaranótt föstudagsins. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 557-1185. Peningar töpuðust ÍRIS, sem var nýkomin frá Bandaríkjunum, fór um hálfþijúleytið sl. fimmtu- dag í Landsbankann, Laugavegi 77 til að skipta erlendum gjaldeyri í ís- lenska peninga. Hún fór út úr bankanum með rúm- ar átján þúsund krónur í höndunum og missti þá á leiðinni að bílastæðinu bak við bankann við Barónstíg. Hafi hún verið svo heppin að einhver skilvís hafi fundið peningana biður hún hann að hafa samband við sig í síma 568-5501. íþróttataska tapaðist SVÖRT íþróttataska með brúnum höldum sem inni- hélt flíspeysur og skjól- fatnað fyrir barn og konu tapaðist miðvikudaginn 7. ágúst annaðhvort í Reykja- vík eða í Skaftafelli. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 557-1760. Silfurarmband tapaðist SILFURARMBAND sem er u.þ.b. sentimeter á breidd úr víravirki með aflöngum ferhyrndum römmum með smáfesting- um á milli tapaðist á leið- inni frá Æsufelli niður í miðbæ. Skilvís finnandi er beðinn að hringja í síma 587-9114. Gullhringur tapaðist STÓR gullhringur með laufi tapaðist á Þingvöllum sl. sunnudag. Skilvís finnandi er beðinn að hringja í síma 554-0897. Gæludýr Kettling vantar heimili BRÖNDÓTTUR 3ja mán- aða fressköttur, sem er einstaklega blíður og kassavanur, þarf að eign- ast gott heimili. Áhuga- samir dýravinir hringi í síma 586-1215. Kettlingur í óskilum GULBRÖNDÓTT læða, sem enn er kettlingur, hef- ur verið í óskilum síðan miðvikudaginn 21. ágúst á Laugarnesvegi 43. Eig- andinn er beðinn að vitja hennar í síma 588-0456. BRIDS Umsjón Guðmundur l'áll Arnarson LARRY Cohen og David Berkowitz eru þekktir spilarar í Bandaríkjunum. Þeir eru einnig vel kunnir hér á iandi, enda hafa báðir verið gestir Bridshátíðar. Cohen hefur auk þess skrif- að tvær bækur „TNT-lög- málið" svokallaða, (Total Number of Tricks), sem margir íslenskir spilarar kunna út og inn. Þeir félag- ar unnu opna landsmótið í tvímenningi (National Open Pairs) sl. vor, en þaðan er eftirfarandi spil komið: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁD943 V 9 ♦ ÁG109 ♦ 852 Vestur Austur ♦ G5 ♦ 1082 V D8532 IIIIH T K1076 ♦ 852 111111 ♦ KD3 ♦ 1063 * 974 Suður 4> K76 V ÁG4 ♦ 764 ♦ ÁKDG Vestur Norður Austur Suður Berkowitz Cohen - 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 4 tíglar Dobl 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 7 lauf Pass Pass Pass Sagnir eru nokkurn veg- inn eðlilegar. Þegar norður segir 3 lauf er hann að sýna skiptinguna 5-1-4-3, en þá veit Cohen að fleiri slagi er að fá í laufum en spöðum. Eftir fyrirstöðusagnir og ásaspurningu, sér Cohen að ellefu slagir eru hámarkið í spaðasamningi, en a.m.k. tólf í laufum með einni stungu í borði. Og jafnvel þrettán, komi ekki út tromp, því þá er samgangur til að stinga tvö hjörtu í blindum. Þetta er auðvitað að því gefnu að spaðinn skili fimm slögum. Cohen gat verið nokkuð öruggur um góða skor í 6 laufum, en dobl austurs á 4 tíglum, gaf tilefni til að ætla að útspilið yrði tígull en ekki tromp, svo Cohen lét vaða í sjö. Og viti menn, út kom tígull. Cohen gat þá trompað hjarta tvisvar, tekið trompin og lagt upp þegar andstæð- ingarnir fylgdu tvisvar lit í spaða. Hreinn toppur. Með morgunkaffinu ERTU til í að lesa mig í svefninn, eins og mamma gerði alltaf? VIÐ tókum ákvörðun um 4% launahækkun, en höfum ekki enn komist að niðurstöðu um hvaða fjögur pró- sent starfsmanna fá hækkunina. sem ég keypti fyrir strákana! Víkveiji skrifar... NOTKUN bílasíma er að verða stöðugt meira vandamál í umferðinni. Verði ekki tekið í taum- ana er til lítils að gera áætlanir um fækkun umferðarslysa. í huga Vík- veija er ekki nokkur vafi á því, að notkun bílasíma hefur þegar valdið árekstrum og slysum óg þeim mun fara fjölgandi eftir því sem notkun bílasíma verður almennari. Af vondri reynslu hefur Víkveiji andvara á sér í hvert sinn, sem hann ekur um götur borgarinnar, að ekki sé talað um úti á þjóðvegum, þar sem sumir ökumenn aka eins og ljón á níutíu km hraða eða meira, talandi í þessi undratæki sín. Þetta gera þeir með aðra hönd á stýri. XXX Hvaða ökumaður hefur ekki séð bíla sviptast til og frá og fara jafnvel í sveig út á næstu akrein? Þegar að er gáð er skýringin oft sú, að bílstjórinn er að tala í bílasím- ann. Hvaða ökumaður hefur ekki upplifað það, að bílar fara ekki af stað við umferðarljós fyrr en gula ljósið kemur og þvinga þannig bíla- röðina á eftir til að bíða á ný eftir grænu ljósi? Iðulega er þetta á ábyrgð manna, sem nota biðtímann við umferðarljós til að hringja úr bílasímanum. Einna alvarlegast er þó, að bílasímaliðið virðist eiga erf- itt með að fylgjast með umferðinni í kring um sig á meðan það talar í símann, enda eðiilegt í sjálfu sér, þar sem það þarf sjálfsagt að ein- beita sér að símtalinu. Þessi þróun í umferðinni er bæði hættuleg og hvimleið. Víkveiji hefur aldrei séð lögregluna stöðva bíl vegna þess, að bílstjórinn hefur verið upp- tekinn í símanum. Trúlega hefur lög- reglan þó auga með þessu, en ástæða er til að láta þess getið í fréttum úr umferðinni, ef hún grípur inn í eða árekstrar og slys hafa orðið vegna símanotkunar. xxx Bílasímar eru merkileg tæki, sem geta komið sér vel, t.d. til að tilkynna slys eða koma öðrum mikil- vægum skilaboðum á framfæri. Vík- veiji er með engum hætti að amast við þeim sem slíkum, en vill að strangar reglur um notkun í umferð- inni verði settar og þeim framfylgt. Alls ekki á að leyfa ökumanni að tala í símann á meðan bíllinn er á ferð. Þurfi að nota símann, hvort sem ökumaður þarf að hringja sjálf- ur eða hringt er í hann, þá á að stöðva bílinn utan vegar á meðan tjáskiptin fara fram. Sé sá háttur hafður á verður bílasíminn hvorki ökumanni sjálfum eða öðrum vegfar- endum hættulegur eða til ama. Þá verður tæknin til framfara en ekki ófarnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.