Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR KVIKMYNDIR/SAMBIOIN hafa tekið til sýninga spennumyndina Eraser með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki. Meðal annarra leikenda eru Vanessa Williams, James Caan, James Coburn og Robert Pastorelli. ARNOLD Schwarzenegger leikur Kruger og Vanessa Williams Lee Cullen í myndinni Eraser. GAMLA brýnið hann James Caan leikur lærimeistarann, sem Kruger ber traust til. Ovinir úr öllum áttum SJÓNRÆN spennu- og áhættuatriði setja svip á Eraser. Alríkislögreglumaðurinn John Kruger vinnur hjá banda- rísku vitnaverndinni. Þar fæst hann við það að hylja slóð þeirra vitna i sakamálum sem þurfa að láta sig hverfa og hefja nýtt líf undir nýju nafni á nýjum stað til þess að kom- ast undan hefnd þeirra sem þau hafa sent í fangelsi. Skjólstæðingar Krugers eru yfirleitt ekki merkileg- ir pappírar. Oftast eru þeir sjálfir glæpamenn, sem hafa gert samn- inga við réttvísina um að sleppa við fangelsisvist gegn því að koma upp um félaga sína í glæpaheimin- um. En nýjasta verkefni Krugers er annars eðlis. Honum hefur verið falið að vemda Lee Cullen (Va- nessa Williams), heiðarlega konu sem fyrir hreina tilviljun komst á snoðir um samsæri sem vinnuveit- andi hennar í hergagnaiðnaðinum hefur gert til þess að koma nýju, stórhættulegu vopni í hendur illra afla sem gætu teflt heimsfriði í tvísýnu. Lee gefur sig fram við FBI með vitneskju sína en hún veit ekki að samsærið nær hátt inn í raðir stjómvalda og hergagnaiðn- aðarins og að þeir sem í hlut eiga munu einskis láta ófreistað til þess að koma í veg fyrir að flett verði ofan af þeim og sannleikurinn fái að koma í ljós. Fyrir Kruger er meira í húfi nú en nokkru sinni áður því að vitninu sem hann á að vernda stafar ógn af aðilum innan úr stjómkerfinu. Hann á í höggi við óþekktan and- stæðing og í fyrsta skipti á ferli sínum skynjar Kruger að andstæð- ingurinn stenst honum snúning og hefur auk þess yfir að ráða hinu nýja stórhættulega vopni. Sú staða kemur einnig upp að Kruger er grunaður um að vera svikari og ætlar að sanna sakleysi sitt fyrir lærimeistara sinum (James Caan) og yfirmanni vitnavemdarinnar (James Coburn). í flugferð í einka- þotu yfírmanna sinna verður hon- um Ijóst hver óvinurinn er í raun og veru. A flóttanum steðjar hætta að Kruger og Lee úr öllum áttum og þau geta engum treyst nema hvort öðru og e.t.v. vitnunum sem Kru- ger hefur áður hjálpað að hefja nýtt líf, fólki eins og Johnny C (Robert Pastorelli). Eraser er spennandi hasarmynd með stórbrotnum og sjónrænum áhættuatriðum og stöðugri spennu. Þetta er ein mest sótta mynd sum- arsins í Bandaríkjunum og Arnold Schwarzenegger getur brosað út í bæði af ánægju með viðtökurnar. Hann ásamt framleiðandanum Amold Kopelson og leikstjóranum Charles Russel lagði mest undir við gerð myndarinnar og uppsker í samræmi við það. Tvær af síðustu myndum vöðva- fjallsins, Junior og Last Action Hero, gengu ekki sem skyldi og þótt sú síðasta, True Lies, slægi í gegn, hafa háværar raddir haldið því fram að að bestu dagar Sehwarzeneggers væru liðnir. Eraser hefur væntanlega þaggað niður í þeim. Frá því að tökum myndarinnar lauk hefur Schwarz- enegger lokið gerð jólamyndarinn- ar Jingle All The Way, sem frum- sýnd verður fyrir jól og um þessar mundir er hann að leika í fjórðu Batman myndinni, Batman and Robin, þar sem hann fer með hlut- verk illmennisins Freeze. Að því búnu snýr hann sér að gerð spennu- myndarinnar With Wings as Eag- les, sem gerist í seinni heimsstyrj- öldinni. Arnold Schwarzenegger hefur verið í hópi arðvænlegustu leikara í Hollywood síðan hann fór að leika í kvikmyndum undir lok áttunda áratugarins. Það var heimiidar- myndin Pumping Iron, sem vakti athygli á þessum austurriska heimsmeistara í vaxtarrækt árið 1977. Árið eftir hætti hann keppni í vaxtarrækt og ákvað að helga sig kvikmyndaleik. í fyrstu lék hann í smærri myndum á borð við Stay Hungry, Cactus Jack og The Villian en þegar b-mynd John Milius, Con- an the Barbarian, tók inn 100 millj- ónir dollara með Schwarzenegger í titilhlutverkinu fór staðan að breytast. Framhaldsmyndin Conan the Destroyer staðfesti vinsældir austurríska vöðvafjallsins meðal a.m.k. hluta kvikmyndahúsagesta og Arnold sýndi að hann hafði vit í kollinum þegar hann í framhald- inu ákvað að taka tilboði um að leika í spennumynd ungs kanadísks leikstjóra að nafni James Cameron. Ollum að óvörum varð The Term- inator griðarlega vinsæl og kvi- myndaiðnaðurinn leit ekki lengur á gríðarlegar vinsældir hverrar Schwarzenegger-myndarinnar af annarri sem einhveija tilviljun. Myndir eins og Commando, Red Heat, Raw Deal, Predator og The Running Man fylgdu í kjölfarið og fyrir þeirra tilstilli varð Schwarzen- egger hasarhetja númer eitt í Hollywood. 1988 ákvað Arnold að komin væri tími til að reyna að höfða til breiðari hóps kvikmyndahúsagesta en áður. Það gerði hann með því að leika í gamanmynd í fyrsta skipti. Sú hét Twins, leikstjórinn var Ivan Reitman en ásamt Arnold var Danny De Vito í aðalhlutverki. Myndin gekk feikivel, mun betur en seinna samstarfsverkefni þeirra félaga, Junior. Reitman og Arnold slógu hins vegar aftur í gegn sam- an árið 1990 með Kindergarten Cop og það sama ár gerði Arnold hina vinsælu Total Recall. Árið 1992 var svo gerð Terminator 2, sem tók inn 500 milljónir Banda- ríkjadala og er í hópi mest sóttu kvikmynda mannkynssögunnar. Arnold Schwarzenegger er valdamikil stórstjarna í Hollywood og einn fárra leikara sem ræður því sem hann vill ráða. Handrit Eraser er eftir Tony Puryear og Walon Green en Arnold breytir því sem hann vill breyta. Myndin ber þess merki að hann hefur ákveðið að leita að sumu leyti til fortíðar á ferli sínum en þrátt fyrir það virkar Kruger einhvern veginn rindilslegri og ekki jafnósigrandi og menn eiga að venjast af Schwarzenegger-hetju. í öðrum helstu hlutverkum í Eraser eru engir aukvisar. Þótt ekki hafi borið mikið á þeim James Caan og James Cobum undanfarin ár hafa þeir engu gleymt. James Caan er að sjálfsögðu þekktastur sem Sonny Corleone úr Godfather- mynd Francis Ford Coppola. Fyrir það hlutverk hlaut hann tilnefningu til óskarsverðlauna árið 1972 og sama ár lék hann í Brian’s Song. Hann lék í Rollerball, Funny Lady og Cinderella Liberty næstu árin en svo varð einhvern veginn allt að engu hjá James Caan og hann bókstaflega hvarf sjónum manna. Síðustu ár hefur svo sést til hans aftur í Misery og Honeymoon in Vegas og nú hefur hann að nýju vakið verulega athygli í Eraser. James Coburn hefur verið kvik- myndastjarna áratugum saman og lék m.a. í stórmyndinni The Magn- ificent Seven og í The Great Escape, og í tveimur myndum Sam Peckinpah, Pat Garrett and Billy the Kid og Cross of Iron. Þekktast- ur varð hann kannski fyrir njósna- myndirnar In Like Flint og Our Man Flint. Síðustu ár hefur hann m.a. sést í Maverick og í Sister Act 2. Hlutverk Lee Cullen er fyrsta stóra kvikmyndahlutverk Vanessu Williams en hún er hvorki nýgræð- ingur í skemmtanaiðnaðinum né kvikmyndaheiminum. Vanessa varð fyrst fræg þegar hún var kjör- inn ungfrú Ameríka, eða öllu held- ur þegar hún neyddist til að afsala sér titli ungfrú Ameríku vegna þess að í ljós kom að það höfðu birst opinberlega af henni myndir sem ekki þóttu sæma stúlku í henn- ar stöðu. Hún Iét þó ekki þetta feilspor slá sig út af laginu og hefur undanfarin ár notið mikillar velgengni sem söngkona, og leik- kona á sviði og í sjónvarpi. Hún hefur gefíð út þijár hljóm- plötur, sem allar hafa selst vel og komist hátt á vinsældalista og sú nýjasta hlaut platínusölu á síðasta ári. Þá söng hún einnig óskarsverð- launalagið Colors of the Wind í Disney-teiknimyndinni um Poca- hontas. Hún vakti athygli í sviðs- uppfærslu á Broadway af Kossi köngulóarkonunnar fyrir tveimur árum og þar sá Maria Shriver, eig- inkona Arnolds Schwarzeneggers, til stúlkunnar og stakk upp á henni í aðalhlutverk Erasers við eigin- mann sinn og framleiðandann, Arnold Kopelson. Aðrir aðstandendur Eraser eru Arnold Kopelson, framleiðandi ósk- arsverðlaunamynda á borð við Platoon og The Fugitive og nú síð- ast Seven og Charles Russel, leik- stjórinn, sem leikstýrði Jim Carrey í The Mask og vakti áður athygli sem leikstjóri Nightmare on Elm Street. Myndatökum stjórnaði Adam Greenberg, margreyndur samstarfsmaður James Camerons og Arnolds Schwarzeneggers. Áhættuatriði og tæknibrellur setja nokkurn svip á Eraser en þó á hófstilltan hátt, sem ber með sér að það hafi ekki verið ætlun þeirra félaga að taka þátt í því tæknib- rellukapphlaupi sem einkennt hefur stórmyndir bandarískar um nokk- urt skeið. Brellur myndarinnar eru hins vegar listilega útfærðar af snillingunum í ILM, fyrirtæki George Lucas, þeim sömu og sáu um Forrest Gump, Jurassic Park og flestar markverðustu tæknib- rellumyndir seinni ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.