Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson SÁÐ TIL FRAMTÍÐAR VIÐSHPn MVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ► Sveinn Jónsson verkfræðingur á Egilsstððum er stjórn- arformaður hjá Barra hf. Hann er fæddur á staðnum 7. september 1948, nam alla sína verkfræði í Strathclyde háskólanum í Glasgow. Hann vann víða, m.a. erlendis, en kom heim 1978 og starfaði sem bæjarverkfræðingur á Egilsstöðum til ársins 1984. Síðar hjá útibúi Hönnunar á Reyðarfirði og framkvæmdastjóri byggingarverktakafyrir- tækisins Brúnáss á árunum 1987-90, en þá stofnaði hann með öðrum verkfræðistofuna Hönnun og ráðgjöf. Barri er ungt fyrirtæki, stofnað í september 1990. Eftir Guðmund Guðjónsson AÐ var einmitt eitt af fyrstu verkefnum verk- fræðistofunnar að byggja húsið sem hýsir starfsemi Barra. Það var stórt verkefni, kostaði 44 milljónir með öllum búnaði,“ segir Sveinn þar sem hann stendur fyrir innan dyragættina í 2.000 fermetra gróðurhúsinu, en þar er vítt til veggja, hátt til lofts og heitt. Ekki þó heitara en úti fyrir þennan daginn. Saga Barra er stutt, fyrirtækið er stofnað í september 1990 og er það svokölluð Héraðsskógaá- ætlun sem býr að baki. Ríkið legg- ur til rekstrarfé og er einn af þremur stærstu hluthöfunum, að- rir stórir eru m.a. Egilsstaðabær og Landbúnaðarráðuneytið. Hlut- hafar eru annars alls 137 og félag- ar í Félagi skógarbænda eru 34. Barri ræktar ttjáplöntur af ýmsum ggrðum og á fáum árum hefur fyrirtækið náð rösklega þriðjungi landsframleiðslunnar. Sveinn er spurður um framleiðslutölur og hann svarar um hæl: „Ef við lítum um öxl og skoðum útkomuna í fyrra, þá voru síðasta sumar afhentar úr gróðrarstöð félagsins tæpar tvær milljónir plantna og er það meira en nokk- ur önnur innlend gróðrarstöð hefur afgreitt af skógarplöntum á einu ári. Við teljum að þetta sé rúmur þriðjungur af gróðursettum skó- garplöntum á árinu í heild. Þetta er mikil aukning frá árunum á undan og stafar af ræktun Barra hf. á plöntum fyrir Landgræðslu- skógaverkefnið, en sú ræktun hófst 1994 og kom fram sem birgðaaukning í ársreikningi þess árs. Samt sem áður var eins og fyrr meirihluti framleiðslunnar, eða 54% afgreiddra plantna, af- hentur til Héraðsskóga. Voraf- hendingin var sú mesta til Héraðs- skóga frá upphafi, alls 811.196 plöntur. Þar af voru rúmlega 54.400 plöntur sem eftir voru af samningi ársins 1994 og geymdar voru í gróðrarstöðinni um vetur- inn. Um haustið fengu Héraðs- skógar alls 1.023.625 plöntur, sem var svipað magn og árið áður. Landgræðsluskógar fengu alls 650.000 plöntur og var meirihluti þeirra afgreiddur um vorið. Aðrir aðilar fengu alls 237.143 plöntur og var þar einnig aukning. Alls voru því afhentar 1.910.769 plönt- ur sem er aukning um 73% frá árinu 1994.“ Hefur einnig orðið aukning á þessu ári? „Þetta takmarkast jafnan við þá fjármuni sem við höfum úr að spila og eftirspurn hvetju sinni, en útlit er fyrir að þetta verði ör- litlu minna í ár og stafar það af samdrætti í afhendingu skógar- plantna til Héraðsskóga og Land- græðsluskóga á yfirstandandi starfsári. Áætluð framleiðsla í ár er um 1.750.000 plöntur. Þeim var sáð í fyrra og þar sem ræktunin hefur gengið vel og engin óeðlileg vetrarafföll urðu er ekki ástæða til að ætla annað en að áætlunin standist," segir Sveinn. Ýmsar tegundir Tijátegundir eru ekki valdar af handahófi og hin seinni ár hafa skógræktir gert margvíslegar til- raunir með hvaða tegundir reynast best við hinar margvíslegustu að- stæður. Barri miðar starfsemi sína við þá reynslu sem fyrir liggur. Sveinn er spurður út í tegundir. „Við ræktum mest lerki, svo- kallað Rússalerki. Það virðist gefa bestan vöxt í úthaga við erfiðar aðstæður og er því góður undanf- ari annarra tegunda. Það veitir skjól og grenitegundir vaxa vel upp úr því á 10-15 árum. Miðað við síðasta ár vorum við með 629.370 Ierkiplöntur sem nam 32,94% af heildarframleiðslunni. Við erum einnig mikið í birki, staf- afuru og sitkagreni. Besta íslenska birkið er að finna í Bæjarstaða- skógi og þangað höfum við sótt okkar stofn. Það eru fleiri birkiteg- undir, t.d. vörtubirki. Birkið nam 29,87% af framleiðslunni í fyrra og stafafuran og sitkagreni vógu einnig þungt, en aðrar tegundir hafa minna vægi.“ Þú nefndir samdrátt í afhend- ingu skógarplantna til stærstu kaupendanna, hvernig svara menn samdrætti?“ „Samdráttur er auðvitað ekki það sem við viljum sjá. Við vonum að ástandið sé ekki viðvarandi og erum hæfilega bjartsýnir í þeim efnum. Hins vegar sitjum við ekki og bíðum átekta og í athugun er að leita annarra markaða. Við höfum alla burði til þess, því verð- ið sem við getum boðið er mjög samkeppnishæft við það sem ger- ist annars staðar. Það stafar af góðum tækjakosti. Við erum með mjög tæknivædda framleiðslu, af- ar fullkomið sáningarkerfi og tölvustýrðar raka- og hitastilling- ar. Allt er það fuilkomnasta sem völ er á og byggt á fyrirmyndum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þar var farið í smiðju til þeirra sem kunna þetta fag og voru til- búnir að miðla af reynslu sinni.“ Sáð til framtíðar Þótt hlut Barra í dæminu ljúki við afhendingu á ársgömlum smátijánum og aðrir taki þá við og gróðursetji, hugleiðir Sveinn hugmyndafræðina á bak við verk- efnið. Það er sem sé verið að koma upp nytjaskógum. Sveinn segir: „Þetta er óneitanlega mjög sér- stakt. Það má segja að ein kynslóð sé að leggja á sig gífurlega vinnu og miklar fjárfestingar til þess að sú næsta geti tekið við og farið að hafa arð og tekjur af öllu saman. Það hefur verið talað um að fyrsta grisjun á nýju nytjaskógun- um geti orðið eftir 15 ár, önnur grisjun eftir 25 ár og sú þriðja eftir 40 ár. Þá á ég við að skógur- inn verði orðinn hæfur til viðar- vinnslu. Það er mikil framsýni í þessu, menn hafa gælt við að eft- ir 25 ár verði jafnvel um 150 árs- verk í viðarvinnslu og grein sem veltir kannski 50 milljónum króna í dag gæti velt milljarði eftir um- rædd 25 ár.“ Sölumál og afkoma Barra Þú gast um hugsanlega nýja markaði í framtíðinni, en hvað er að segja um næsta ár? „Gengið hefur verið frá samn- ingum við Héraðsskóga og Skóg- rækt ríkisins vegna Landgræðslu- skógaverkefnisins fyrir árið 1997. Samið var um heldur minna magn nú en í fyrra vegna niðurskurðar í fjárveitingum, einkum til Skóg- ræktar ríkisins. Þetta getur haft í för með sér minni veltu á næsta ári ef ekki tekst að finna nýja markaði. Samt sem áður ákvað stjórn Barra að nýta gróðurhúsið til fullnustu með tveimur upp- skerum þótt ekki lægi þá ljóst fyrir hvert ætti að selja alla fram- leiðsluna. Það er verið að skoða þau mál, m.a. með því að sækja meira fram á hinn frjálsa markað. Viss áhætta er fólgin í þessu, en við erum bjartsýn á að dæmið gangi upp.“ Það má segja að ein kynslóð sé að leggja á sig gífur- lega vinnu og miklar fjárfest- ingar til þess að sú næsta geti tek- ið við og farið að hafa arð og tekjur af öllu saman Hvernig hefur afkoma fyrirtæk- isins verið? „Hún hefur verið vel viðunandi og á uppleið. Það kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins í fyrra, að hagnaður upp á 3.931.311 var á rekstrinum það ár og var það annað árið í röð sem hagnaður verður á starfseminni. Hagnaður- inn í fyrra stafaði af aukinni sölu á árinu og var hluti þeirrar aukn- ingar birgðaaukning í_ársreikningi frá árinu á undan. í skýrslunni var eigið fé bókfært á kr. 45.266.000 sem er næstum 5,3 milljónum hærri upphæð heldur en árið á undan. Til að treysta starfsemina enn betur höfum við síðan leitast við að halda fjárfest- ingum í lágmarki og gæta aðhalds í öllum rekstrarþáttum." Sveinn Jónsson segir mikilsvert mál hafa verið í gangi, mál sem varði alla hagsmunaaðila í plöntu- framleiðslu. Hann vísar í úttekt á störfum síðasta aðalfundar, sem haldinn var í Valaskjálf á Egils- stöðum í apríl síðastliðnum. Þar stendur meðal annars þetta: „Stjórn Barra hf. og reyndar aðrir plöntuframleiðendur hafa bent á að Skógrækt ríkisins eigi ekki að reka gróðrarstöðvar í sam- keppni við aðra plöntuframleið- endur vegna þess hlutverks sem Skógræktin sinnir á öðrum vett- vangi. Barri hefur sérstaklega bent á gróðrarstöðina á Hallorms- stað í þessu sambandi. Skógræktin semur um kaup á plöntum fyrir ríkisfé, sinnir leið- beiningar- og rannsóknarþjónustu, sér um skipulagningu gróðursetn- ingar víða um land, hefur yfirum- sjón með fræinnflutningi og fræ- sölu og útbýr plöntustaðla. I þess- um störfum geta orðið verulegir hagsmunaárekstrar innan stofn- unarinnar varðandi samkeppnis- reksturinn. Aðrar deildir Skóg- ræktarinnar missa af þessum sök- um trúverðugleika í þeim störfum sem þær sinna. Þessi tilhögun hefur mismunað gróðrarstöðvum Skógræktarinnar og öðrum stöðv- um. Einnig hefur þetta í raun bitn- að á starfsemi gróðrarstöðva Skógræktarinnar vegna þrýstings á tilfærslu í plöntuframleiðslu frá ríkinu til einkaaðila. Skógræktin kom til móts við þessar ábendingar í vetur með því að bjóða upp á viðræður um hugs- anlega leigu á gróðrarstöðinni á Hallormsstað. Barri hf. sýndi þessu strax áhuga og fóru fram allýtarlegar viðræður milli þessara aðila. Allt þetta samningaferli er flókið og oft nokkurt tilfinninga- mál þar sem Skógrækt ríkisins hefur rekið þessa stöð í rúm 90 ár og er hún því samofin sögu stofnunarinnar. Taka þarf tillit til starfsfólks Skógræktarinnar og annarra trjáplöntuframleiðenda á Héraði. En skemmst er frá að segja að ekki náðust samningar í tæka tíð áður en undirbúningur ræktunar hófst á útmánuðum. Viðræðunum var þó slitið í mestu vinsemd og er fyrirhugað að taka málið upp á ný í haust. Það er trú okkar að með þessari sameiningu verði hægt að sækja fram af fullum krafti til markaðssetningar á auk- inni framleiðslu, hagkvæmni auk- ist og plöntuverð lækki enn frek- ar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.