Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Smáfólk Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is PACKARD 180 Limousine árg. 1942 í Ásbyrgi, í ágúst 1945. Krist- jón Kristjánsson forsetabílstjóri stendur við bílinn. Þekkir einhver sögn þessa forsetabíls? Frá Hinriki Thorarensen og Helga Magnússyni: ÞAÐ sem vitað er um sögu þessa forsetabíls, sem er Packard 180 Limousine árgerð 1942 er eftirfar- andi: Bíllinn var að því er virðist fluttur inn notaður frá Bandaríkjun- um vorið 1945 og var honum ætlað að koma í staðinn fyrir sams konar bíl sem týndist í hafi, þegar sá hörmulegi atburður átti sér stað að Goðafoss var skotinn í kaf af þýsk- um kafbáti í nóvember 1944. Þessi Packard var síðan notaður hér á vegnm forsetaembættisins árið 1945 og fram á árið 1946. Kjöldi ljósmynda er til af Sveini Björns- syni forseta með bílinn þennan tíma. Sumarið 1946 var síðan keyptur nýr Packard Clipper fyrir embættið og eldri Packardinn árg. 1942 tekinn úr notkun. Síðan er eins og sá bíll hverfí sporlaust. Undirritaðir hafa ekki haft spurnir af neinum núlifandi mönnum sem upplýsingar gætu gefíð um þetta mál. Nú er frá því að segja að í eigu Þjóðminjasafns íslands er nákvæm- lega eins Packard 180 Limousine árg. 1942 sem var í eigu Gísla Hannessonar, Álfaskeiði 33 í Hafn- arfirði. Bílinn eignaðist safnið árið 1982. Sterkar líkur eru á því að Packard Þjóðminjasafnsins sé sami bíllinn og sá frá forsetaembættinu. Til þess benda ýmsar líkur, t.d. er upphaflegur litur hans svartur eins og forsetabílsins og einnig er borað ofan í húddfígúru hans fyrir litla fánastöng, nákvæmlega eins og sést á myndum af Packard forseta- embættisins. Það er sem sagt ekki vitað hvað varð af umræddum forseta-Packard og heldur er ekki vitað hver eða hveijir voru eigendur Packardbíls Gísla Hannessonar á undan honum. Allar upplýsingar um þetta mál væru mjög vel þegnar. HINRIK THORARENSEN, Álfheimum 20,104 Rvk, s. 5537680. HELGI MAGNÚSSON, Melgerði 9, Rvk, s. 5887796. Skógrækt - Ríó samn- ingur - CO2 mengun Frá Davíð Butt: GETUR ísland staðið við skuldbind- ingar sínar samkvæmt Río-samn- ingi eingöngu með því að planta tijám til að binda C02 mengun? Þarf eitthvað meira að koma til? Hvað tekur það skóga á íslandi langan tíma þar til þeir geta gert gagn í þeim efnum? Eg var nýlega í Kanada þar sem ég fór og heimsótti meðal annars Umhvcrfisráðuneytið í Victoria. í skýrslu sem mér var afhent sem heitir „British Columbia Green- house Gas Action Plan“, dagsett í nóvember 1995, má lesa m.a. um skógrækt í British Columbia og hlutverk þeirra til að binda C02 mengun. Samkvæmt langtíma spám kana- dískra sérfræðinga í þessum málum er dregið í efa að skógræktin geti minnkað C02 mengun til muna með þessari aðferð. Þar kemur fram eftirfarandi: „Möguleiki skógar til að binda kol- efni er breytilegur og fer eftir veð- urfari, staðsetningu og aldurs trjá- gróðurs. I smávöxnum tijám og ungum skógi er binding C02 meng- unar lítil en fer síðan ört vaxandi. Þegar skógurinn vex og dafnar er C02 binding meiri, en hægari. Þeg- ar skógurinn er fullvaxinn og eldist er það magn af CO? sem skógurinn gefur frá sér í formi deyjandi laufa, trjáa og öndunaferlið jafnt við það sem notað er í ljóstillífun." Einnig kemur fram skamkvæmt mati sérfræðinga að tré sem vaxa hægt koma ekki að verulegu gagni til að binda C02 mengun fyrir en eftir 10 til 20 ár. Áætlun ríkisstjórnar í Britsh Columbia er, samkvæmt þessum skýrslum, að skoða allir leiðir og nota nýjustu tækni til að draga úr eldsneytisnotkun og að auka kröfur um hámarks mengandi efni frá far- artækjum og verksmiðjum. DAVÍÐ BUTT, Jaðarsbraut 7,300 Akranesi. Ég heyrði sléttuúlfana góla Kannski voru þeir í aftur í gærkvöldi... leiðu skapi... Hvi skyldu úlfar Mamma þeirra les sennilega vera í leiðu skapi? aldrei fyrir þá. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.