Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríska heilbrigðisstofnunin kostar viðamikla flogaveikirannsókn hér á landi Ákjísanlegar aústædm tll raiMSóknanna á íslanól FLOGAVEIKI er enn lítt í umræðu manna á meðal, nafnið eitt vekur hjá mörgu fólki ónotalega til- finningu. Margir vita lítið um þá fjölmörgu sjúkdóma sem einu nafni nefnast flogaveiki. Sameiginlegt einkenni allra þessara sjúkdóma er að sjúklingurinn fær flog eða krampa. í samtali við læknana dr. Gunnar Guðmundsson prófessor í taugalækningum, Elías Ólafsson taugasjúkdómalækni og Pétur Lúð- vígsson sérfræðing í taugasjúkdóm- um barna kom fram að einkenni flogaveiki eru margbreytileg og orsakir margvíslegar. Frumur í hei- lanum hafa samskipti með rafboð- um og boðefnum. Fiog stafa af truflun á þessum boðskiptum. En við flogakast senda stórir hópar af frumum sömu trufluðu boðin í einu á mismunandi stóru svæði, rétt eins og ef einhver hringdi í eitt síma- númer, þá hringdu allir símar í hverfinu í einu. Flog eru af mörgum gerðum Flogum er skipt í tvo meginhópa. Annars vegar eru það staðflog: Þau eru staðbundin en breiðast í sumum tilvikum um allan heilann. Þau skiptast í 1. einföld staðflog, 2. ráðvilluflog og 3. krampa. Hins vegar eru það alflog: Þau virðast hefjast Nýlega veitti bandaríska stofnunin The National Institute of Health rösklega tveggja milljóna dollara styrk eða nærri 150 milljónir króna til rannsókna á flogaveiki á íslandi. Rannsókn þessi fer fram í samvinnu íslenskra og bandarískra aðila. Af * Islands hálfu standa að rannsókninni læknamir dr. Gunnar Guðmundsson, Elías Ólafsson, Pétur Lúðvígsson og Ólafur Kjartansson, en af hálfu Columbia háskólans í New York er W. Allen Hauser í fyrirsvari. Guðrún Guðlaugsdóttir sat fund með íslensku læknunum sem fræddu hana um hvernig rann- sókn þessi færi fram, hvert væri markmið hennar og hvers — vegna Island hefði orðið fyrir valinu. RANNSÓKNARHÓPURINN — F.V. Dr. Gunnar Guðmunds- son, Oddný S. Gunnarsdóttir, Allen Hauser, Elías Ólafsson, Ingigerður Ólafsdóttir og Pétur Lúðvígsson. alls staðar í heilanum um leið og skiptast í: 1. kippi, 2. störu og 3. krampa. Einföld staðflog einkennast með- al annars af skrítinni tilfinningu í maga sem færist upp í háls. Fólk er með fullri meðvitund og getur ýmist fundið fyrir mikilli hræðslu, tilhlökkun, vellíðan eða það finnur ólýsanlega vonda lykt. Sjúklingnum finnst hann gjarnan fara úr líkam- anum og er í draumkenndu ástandi. Þessi einkenni geta líka komið í tengslum við aðra sjúkdóma, svo sem migrene. Einkenni ráðvillufloga eru þau að sjúklingurinn missir meðvitund. Á meðan á floginu stendur starir hann kannski út í loftið, fölnar, smjattar, fitlar við föt sín eða eitt- hvað fyrir framan sig. Sjúklingur með krampa er full- komlega meðvitundarlaus. Hann stífnar upp og úr vitum hans kemur stundum hvít froða og hann getur bitið í tunguna. Fyrir kemur að fólk missir þvag og hægðir þegar þessu ástandi er að ljúka. Eftir krampann er mjög af fólki dregið, það man ekkert en er örþreytt. Stór- ir krampar geta einkennt næstum hvaða tegund flogaveiki sem er. Algengt er að ráðvilluflog og/eða kramapr hefjist með einföldu staðflogi sem í daglegu tali er nefnt fyrirboði. Þegar um er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.