Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 41 I I I I I ) I I I I I 1 I I 1 I í I 1 í I I I J |Rl0V0itiiiriUibik - kjarni málsins! EIIUAR CUDMUIUDSSOni BRÉF TIL BLAÐSIIMS Steinsteypt eiiting ún samskeyta sent veitir sorp- tunnum skjól og prýðir umhverfið. Hœgt er að raða einingum saman sé um jjölbýli að ræða. Lausn sem lientar verk- töknin og einstaklingum. Pantið timanlega. Upplýsingar i siinuin 897 1889 og 565 4364. Einnig iini kvöld og Itelgar Geymið auglýsinnnna. Dansað til framtíðar Frá Alberti Jensen: DANS VAR, er og verður alltaf allstaðar. Trúlega eru tvö ár síðan Samband íslenskra áhugadansara hóf baráttu fyrir lögildingu^ dans sem íþróttagreinar innan I.S.I. Þeir sem veita svo góðu málefni brautar- gengi eiga þakkir skilið. Þó dans hafi fylgt manninnum alla tíð, hefur hann verið lítið í umræðu og van- metinn. Því dans er ekki bara dans. Hann er einhver magnaðasta og íí'ölbreytilegasta íþrótt sem til er. Hann býr yfir stórkostlegum list- rænum sköpunarmætti. Þar fyrir utan er hann sígildur tjáningarmáti og örlagavaldur mikils hluta mann- kyns. Dansinn er þekktastur sem gleðigjafi og að hjálpa fólki að nálg- ast hvað annað. Allir geta dansað, því dansinn er í manneskjunni. Horfið á ómálga börn hlusta á tón- list. Þau hreyfa sig fljótlega í takt við hljóðfallið. Þar byijar dansinn. Dans er fyrir alla. Þar sem dans er manninum eðlislægur, getur hann nálega byijað með fyrstu skrefum barnsins og enst til hinna síðustu. Vegna þess hve dans fer vel með sál og líkama vil ég að honum sé gert hærra undir höfði. Því engin íþrótt gefur jafn alhæfa hreyfingu samfara mýkt. í dansin- um sameinast allir bestu kostir íþrótta. Dansinn inniheldur marg- þætt listform og frelsi til að tjá og leika. Hann er því í einu, af mörgu, líka leiklist. Dans stuðlar augljós- lega að hraustri sál í hraustum lík- ama. Örvum því áhuga allra aldurs- hópa á dansi. Það er sannkallaður menningarauki. Trú og siðir landa eru með marg- víslegum hætti og ólíkir. Þar er dans allstaðar í stóru hlutverki. Hann er svo mikilvægur í öllu lífi manna og snertir þá á svo sálrænan hátt, að hann verður fylgifiskur trúar og annarra siða. Dansinn hef- ur það framar öðrum listum og íþróttum að hann samlagast tilfinn- ingum manna og verður siðvenja. Að svífa um gólf með góðum dansfélaga er meiriháttar. Þá verða sál og líkami eitt. Menn lifa sig inn í hreyfingar hver annars og samein- ast í dansi við tónlist og það er nokkuð sem allir ættu að kynnast. Að gefa sig allan í dans og tónlist er eigirilega ólýsanleg upplifun. Par í dansi finnur fljótt hvort samhæf- ing er góð. Áhorfendur sjá það. Manninum voru gefnar margar gjafir. Þijár af þeim bestu eru tón- list, danslist og leiklist. Dansinn sameinar allar þessar gjafir á undraverðan hátt. Sjáið hvað dans- skólarnir hafa komið miklu góðu til leiðar. Börn 3 ára, sjötugar ung- sálir og allt þar í milli, lærir að dansa og lifa lífinu lifandi. Því dans- inum fylgir jákvæði. Um dans er hægt að skrifa margar greinar. Hann er eiginlega ótæmandi upp- spretta fróðleiks og margbreyti- leika. En menn verða einhverstaðar að hafa punktinn. Nú er góður byr fyrir danskenn- ara að sameinast í eigin hagsmuna- félagi. Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Vonandi er dansinn á leið til Ólympíugreinar. D.I., Dansráð íslands, og S.Í.Á.D., Samband íslenskra áhuga- dansara, ætla að hafa dansviku í byijun september. Boðið verður Eg eða Krossanes- verksmiðjan Frá Húni Snædal: EG ER öskureiður og fokvondur, því mér hefur verið freklega mis- boðið að undanförnu og núna ætla ég ekki að kyngja ælunni einu sinni enn og þegja, því þessi ólykt er ekki náttúrulögmál, hún er alveg óþarft mannanna verk, og fyrir þjóðarhag skiptir engu máli hvar þessi verksmiðja stendur. Hvers vegna er ég að rækta garð- inn minn og sópa hús mitt, ef hvort- tveggja er eftir sem áður fullt af Krossanesfýlu? Því skyldi ég fara með gesti mína í lystigarðinn, þegar blómin ilma af Krossanesfýlu? Hvers vegna er bannað að reykja í flugstöðinni, þegar hún er hvort sem er full af Krossanesfýlu? Hvað á ég að kaupa í matinn í matvöruverslunum, þegar Krossa- nesfýluna leggur upp úr „kjötborð- inu“ jafnt í Hrísalundi sem í Hag- kaup? Mér kemur Krossanesverksmiðj- an ekkert við .og hún má gjarnan starfa mín vegna, ef hún hættir að ver_a í þessari hrikalegu fýlu! Eg ætla að lokum ekki að leggja til að Krossanesverksmiðjan verði lögð í rúst, en það væri reiðilaust af minni hálfu, þótt hún brynni til kaldra kola einn góðan veðurdag! HÚNN SNÆDAL, Heiðarlundi 6c, 600 Akureyri. uppá danskynningar og farið með dansatriði inn á sjúkrahús, endur- hæfingartstaði o.s.frv. Mér sýnist dansinn vera orðinn að þjóðaríþrótt okkar. Það má þakka frábærum og áhugasömum danskennurum og stuðningshópum aukinar dans- menningar. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129, Rvík. lltsala Útsalan í fullum gangí út ágúst Hverfísgötu 50, símí 551 5222 GJALDEYRISÞJONUSTA OPIN 7 DAGA VIKUNNAR Tökum við öllum helstu gjaldmiðlum, ferðatékkum, evrótékkum, debetkortum og erlendum kreditkortum __ Seljum gjaldeyri ón þóknunar (0%). - ■ ■ ; i 4 Seljum VISA ferðatékka THE CHANGE GROUP Hraðsendum peninga milli 130 landa ó nokkrum mínútum UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA KL. 8:30 - 20:00 • McDONALD'S, AUSTURSTRÆTI KL. 9:0 - 23:00 Viltu losna við 20 aukakíló eða meira fyrir fullt Hættu Uertu með á 12 - vikna námskeiði í umsión Hrafns Friðbjörnssonar Á þessu hnitmiðaða og árangursríka námskeiði lærir þú hvernig þú getur losnað við aukakílóin og haldið þeim frá' fyrir fullt og allt en jafnframt notið lífsins og borðað Ijúffengan mat. Hefst 2. sept. Námskeiðið byggist þannig upp: # Gönguferðir 2x í viku # Æfingar 1 x í viku # Vikulegir fundir - mjög mikið aðhald stuðningur og fræðsla # Girnileg uppskriftabók með 150 léttum réttum # Sálfræðilega hliðin, sjálfstraustið og margt fleira fróðlegt og uppbyggjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.