Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 15 Olíumálverk á „22“ Á VEITINGASTAÐNUM 22 stend- ur yfir sýning Þorsteins S. Guðjóns- sonar og Evu Jóhannsdóttur á olíu- málverkum. „Sýning Evu ber yfir- skriftina „Hljóðlátur óður“ og er það eyrað í sinni fjölbreyttustu mynd sem er viðfangsefni hennar. Þorsteinn sýnir málverk byggð á íþróttamyndum úr dagblöðum en þær má þó túlka á ýmsa vegu“, segir í kynningu. Sýningin sem er liður í Óháðri listahátíð, stendur yfir frá 17. ág- úst til 1. september og er opin á op'nunartíma staðarins frá kl. 18 um helgar og frá kl. 12 á virkum dögum. ♦ ♦ ♦-- „Húsin í bænum“ „HÚSIN í bænum" er yfirskrift sýn- ingar sem nú stendur yfir í iitla saln- um á annarri hæð í Galleríi Lista- koti, Laugavegi 70. Á þessari sýningu sýna 12 af þeim 13 listakonum sem standa að Gall- eríi Listakoti „miniatura" eða smá- verk sem unnin eru í tilefni af 210 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Verkin eru unnin í margs konar efnivið en ekkert þeirra er stærra en 15x15 cm. Þær sem sýna eru: Leirlist; Árdís Olgeirsdóttir, Charl- otta R. Mágnúsdóttir, Olga S. 01- geirsdóttir. Myndlist; Hallfríður S. Þorgeirsdóttir, Hugrún Reynisdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, María Vals- dóttir, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Sæunn Þorsteinsdóttir, Þórdís Sveinsdóttir. Grafík; Gunnhildur Ól- afsdóttir. Skúlptúr; Dröfn Guð- mundsdóttir. Sýningin var opnuð menningar- nóttina 18. ágúst. Hún er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og á laug- ardögum frá kl. 10-16. Sýningunni lýkur fimmtudaginn 29. ágúst. Sýningu Beatriz Ez- ban að ljúka SÝNINGU Beatriz Ezban í Galleríi Horninu að Hafnarstræti 15 lýkur 28. ágúst. Beatriz sýnir teikningar unnar á amate, handgerðan pappír eins og Aztekar notuðu til að teikna sögu sína á fyrir um 1000 árum. Beatriz hefur tvisvar áður sýnt verk sín hér á landi. Sýningin verður opin til 28. ágúst og er opin alla daga kl. 11-23.30. Sérinngangur Gallerís Hornsins verður opinn kl. 14-18 en annars er innangengt i gegnum veitingastaðinn Hornið. 8-vikna fitubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x í viku • Fræöslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin “Léttir réttir,, 150 frábærar uppskriftir • Mappa m. fróðleik og upplýsingum • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frítt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar ^í^tsúper11 framhald! Síðustu _ 5 kílóin fjúka. Meira aðhald sKfá p'9 s^a og erfiðari tímar. 'fSSsa/ Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur Barnagæsla Leirað á Damaski HADDA og Anna Sigga sýna „Leir- að á Damaski" í Hornstofunni Lauf- ásvegi 2, Reykjavík, til 28. ágúst. Guðrún Bjarnadóttir „Hadda“ nam almennan vefnað í Svíþjóð á árunum 1980-1983, fór í listadeild Lýðháskólans í Eskilstuna í Svíþjóð 1986- 1987, Myndlistarskólann á Akureyri, málaradeild, á árunum 1987- 1991. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið einkasýningar í Listagilinu á Akur- eyri og í Skagafirði. Anna S. Hróðmarsdóttir lærði leirkerasmíði hjá Kjarval og Lökken 1973-1977. Hún hefur rekið verk- stæði frá 1977 og haldið einkasýn- ingu og tekið þátt í samsýningu. Hún rekur nú Gallerí ASH í Varma- hlíð. Sýningin í Hornstofunni er opin frá kl. 13-18. -----♦ ♦ ♦----- Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju SÍÐUSTU tónleikarnir í sumartón- leikaröð Stykkishólmskirkju verða haldnir mánudaginn 26. ágúst kl. 20.30. Petrea Öskarsdóttir, þver- flautuleikari, og Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari, munu flytja verk fyrir flautu og píanó. Ingunn Hildur mun hefjatónleikana á því að leika einleik þrjú stykki, „consolations“ eftir píanósnillinginn Franz Liszt. Saman flytja þær svo verk eftir Camille Saint-Saens, Fri- edrich Kuhlau, Atia Ingólfsson og Árna Björnsson. Petrea Óskarsdóttir hóf flautu- nám sitt í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar hjá Gunnari Gunnarssyni. Síðan lærði hún hjá Bemhard Wilk- inson í Tónlistarskólanum í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan árið 1989. Eftir þriggja ára nám hjá Jean- Michel Varache við Tónlistarháskól- ann í Versölum hélt hún aftur til íslands og starfar nú sem kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónmenntaskólann í Reykjavík. Ingunn Hildur Hauksdóttir lærði fyrst hjá Kristínu Ólafsdóttur í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar, en síðan hjá Jónasi Ingimundarsyni í Tónlist- PETREA Óskarsdóttir, þverflautuleikari, og Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari, flytja verk fyrir flautu og píanó í sumar- tónleikaröð í Stykkishólmskirkju á mánudag. arskólanum í Reykjavík og lauk þar árið 1993. Síðan hefur hún starfað píatiókennara- og einleikaraprófí við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Utan á stúlkunni hanga samtals 8 kg af matvöru. Eftir 8 vikna fitubrennslunámskeið er algengt að konur losni við sama magn af fitu um leið og þær byggja upp vöðva og auka þol. Láttu skrá þig strax í síma 533 3355 & 533 3356. Hefst 2. sept. SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.