Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 15

Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 15 Olíumálverk á „22“ Á VEITINGASTAÐNUM 22 stend- ur yfir sýning Þorsteins S. Guðjóns- sonar og Evu Jóhannsdóttur á olíu- málverkum. „Sýning Evu ber yfir- skriftina „Hljóðlátur óður“ og er það eyrað í sinni fjölbreyttustu mynd sem er viðfangsefni hennar. Þorsteinn sýnir málverk byggð á íþróttamyndum úr dagblöðum en þær má þó túlka á ýmsa vegu“, segir í kynningu. Sýningin sem er liður í Óháðri listahátíð, stendur yfir frá 17. ág- úst til 1. september og er opin á op'nunartíma staðarins frá kl. 18 um helgar og frá kl. 12 á virkum dögum. ♦ ♦ ♦-- „Húsin í bænum“ „HÚSIN í bænum" er yfirskrift sýn- ingar sem nú stendur yfir í iitla saln- um á annarri hæð í Galleríi Lista- koti, Laugavegi 70. Á þessari sýningu sýna 12 af þeim 13 listakonum sem standa að Gall- eríi Listakoti „miniatura" eða smá- verk sem unnin eru í tilefni af 210 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Verkin eru unnin í margs konar efnivið en ekkert þeirra er stærra en 15x15 cm. Þær sem sýna eru: Leirlist; Árdís Olgeirsdóttir, Charl- otta R. Mágnúsdóttir, Olga S. 01- geirsdóttir. Myndlist; Hallfríður S. Þorgeirsdóttir, Hugrún Reynisdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, María Vals- dóttir, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Sæunn Þorsteinsdóttir, Þórdís Sveinsdóttir. Grafík; Gunnhildur Ól- afsdóttir. Skúlptúr; Dröfn Guð- mundsdóttir. Sýningin var opnuð menningar- nóttina 18. ágúst. Hún er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og á laug- ardögum frá kl. 10-16. Sýningunni lýkur fimmtudaginn 29. ágúst. Sýningu Beatriz Ez- ban að ljúka SÝNINGU Beatriz Ezban í Galleríi Horninu að Hafnarstræti 15 lýkur 28. ágúst. Beatriz sýnir teikningar unnar á amate, handgerðan pappír eins og Aztekar notuðu til að teikna sögu sína á fyrir um 1000 árum. Beatriz hefur tvisvar áður sýnt verk sín hér á landi. Sýningin verður opin til 28. ágúst og er opin alla daga kl. 11-23.30. Sérinngangur Gallerís Hornsins verður opinn kl. 14-18 en annars er innangengt i gegnum veitingastaðinn Hornið. 8-vikna fitubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x í viku • Fræöslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin “Léttir réttir,, 150 frábærar uppskriftir • Mappa m. fróðleik og upplýsingum • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frítt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar ^í^tsúper11 framhald! Síðustu _ 5 kílóin fjúka. Meira aðhald sKfá p'9 s^a og erfiðari tímar. 'fSSsa/ Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur Barnagæsla Leirað á Damaski HADDA og Anna Sigga sýna „Leir- að á Damaski" í Hornstofunni Lauf- ásvegi 2, Reykjavík, til 28. ágúst. Guðrún Bjarnadóttir „Hadda“ nam almennan vefnað í Svíþjóð á árunum 1980-1983, fór í listadeild Lýðháskólans í Eskilstuna í Svíþjóð 1986- 1987, Myndlistarskólann á Akureyri, málaradeild, á árunum 1987- 1991. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið einkasýningar í Listagilinu á Akur- eyri og í Skagafirði. Anna S. Hróðmarsdóttir lærði leirkerasmíði hjá Kjarval og Lökken 1973-1977. Hún hefur rekið verk- stæði frá 1977 og haldið einkasýn- ingu og tekið þátt í samsýningu. Hún rekur nú Gallerí ASH í Varma- hlíð. Sýningin í Hornstofunni er opin frá kl. 13-18. -----♦ ♦ ♦----- Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju SÍÐUSTU tónleikarnir í sumartón- leikaröð Stykkishólmskirkju verða haldnir mánudaginn 26. ágúst kl. 20.30. Petrea Öskarsdóttir, þver- flautuleikari, og Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari, munu flytja verk fyrir flautu og píanó. Ingunn Hildur mun hefjatónleikana á því að leika einleik þrjú stykki, „consolations“ eftir píanósnillinginn Franz Liszt. Saman flytja þær svo verk eftir Camille Saint-Saens, Fri- edrich Kuhlau, Atia Ingólfsson og Árna Björnsson. Petrea Óskarsdóttir hóf flautu- nám sitt í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar hjá Gunnari Gunnarssyni. Síðan lærði hún hjá Bemhard Wilk- inson í Tónlistarskólanum í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan árið 1989. Eftir þriggja ára nám hjá Jean- Michel Varache við Tónlistarháskól- ann í Versölum hélt hún aftur til íslands og starfar nú sem kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónmenntaskólann í Reykjavík. Ingunn Hildur Hauksdóttir lærði fyrst hjá Kristínu Ólafsdóttur í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar, en síðan hjá Jónasi Ingimundarsyni í Tónlist- PETREA Óskarsdóttir, þverflautuleikari, og Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari, flytja verk fyrir flautu og píanó í sumar- tónleikaröð í Stykkishólmskirkju á mánudag. arskólanum í Reykjavík og lauk þar árið 1993. Síðan hefur hún starfað píatiókennara- og einleikaraprófí við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Utan á stúlkunni hanga samtals 8 kg af matvöru. Eftir 8 vikna fitubrennslunámskeið er algengt að konur losni við sama magn af fitu um leið og þær byggja upp vöðva og auka þol. Láttu skrá þig strax í síma 533 3355 & 533 3356. Hefst 2. sept. SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.